Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 281
MÁLSTOFA F – MAðUR – VATN – NÁTTúRA | 281
mynduðu tvö snið þvert á meginsandfoksstefnu á svæðinu. Annað sniðið náði frá
norðausturenda Valafells og norðvestur undir Þjórsá, hitt norðaustur yfir Sölvahraun
og þaðan vestur í Þjórsá. Á fjórum mælistöðum voru settar út stangir með 4 gildrum í
15, 30, 60 og 100 cm hæð frá jörðu til að hægt væri að reikna út hlutfall fokefnis milli
gildranna eftir hæð. Annars staðar var einni gildru komið fyrir í 30 cm hæð frá jörðu
en þar sem fok reyndist mest fylltust þær ítrekað og voru því hækkaðar í 60 cm. Eitt
fjögurra gildru sett var staðsett á sama stað allan athugunartímann (staðsetn. nr 13) en
hin þrjú voru flutt milli mælistaða til að fá hlutfallslega dreifingu fokefna eftir hæð
sem víðast á rannsóknasvæðinu. Þegar þetta hlutfall milli gildra er þekkt er hægt að
nota eina gildru til að áætla fokmagn eftir hæð á því svæði. Þessi aðferð sem kalla má
„einnar gildru aðferð“ er byggð á rannsókn á vindrofi á Hólsfjöllum (Ólafur Arnalds
og Fanney Ó. Gísladóttir, 2009) en þar sýndi það sig að hlutfall foks sem safnaðist í
gildrur í 10 og 30 cm hæð var nokkuð stöðugt innan sama svæðis.
Sensit mælitæki
Sensit tæki, öðru nafni fokstautar, eru sjálfvirk mælitæki með “pieoelectric efni
sem gefa frá sér rafpúls þegar sandkorn skellur á efninu. Rafpúlsarnir eru magnaðir
upp og þeim safnað í gagnastokk (datalogger). Mikilvægi fokstautanna felst aðallega í
að meta samhengi milli vindhraða og fokmagns (Ólafur Arnalds og Fanney Ó.
Gísladóttir, 2009) en niðurstöðum úr þeim mælingum eru ekki gerð skil hér.
Sumarið 2008 voru settir upp 3 Sensit nemar í 7,5, 15 og 30 cm hæð miðsvæðis á
rannsóknarsvæðinu (mælistaður nr 13). Til að mæla tengsl veðurfars og sandfoks var
sett upp sjálfvirk veðurstöð á sama stað, sem mældi m.a. vindhraða og vindátt í 220
cm hæð og lofthita og loftraka í 150 cm hæð. Sumarið 2009 var einum Sensit nema og
annarri veðurstöð bætt við annars staðar á rannsóknarsvæðinu (mælistaður nr 21).
Öllum upplýsingum frá Sensit nemum og veðurstöðvum var safnað á 10 mín fresti og
þær skráðar í gagnastokk af gerðinni Campell CR3000.
Á rannsóknartímanum náðust mælingar úr 5 stormum. Söfnunartímabil voru mislöng
en eftir hvern storm voru gripgildrur tæmdar og sýnin þurrkuð og vigtuð.
Magn fokefna sem safnaðist í gripgildur í stormum var notað til að áætla hversu mikið
fok er yfir 1 m breiða línu. Til þess var notuð aðferð sem þróuð var við mælingar á
vindrofi á Hólsfjöllum (Ólafur Arnalds og Fanney Ó. Gísladóttir, 2009). Þessi aðferð
miðar við það að hlutfallsleg dreifing fokefna eftir hæð sé nokkuð stöðug á milli
storma en hún byggist á því að reiknuð er meðalkúrfa fyrir dreifingu fokefna og út frá
henni er fundinn margfeldistuðull fyrir fok fyrir mismunandi hæðarbil (miðgildi hvers
bils). Notuð eru 10 cm hæðarbil upp í 60 cm, síðan tvö 20 cm bil upp í 100 cm og þar
fyrir ofan eitt 40 cm bil upp í 140 cm hæð. Reiknaðar voru kúrfur úr stormum fyrir
allar staðsetningar þar sem fjögurra gildru sett voru, en þó sleppt þeim stöðum þar
sem mjög lítið var af fokefnum eða neðstu gildrur höfðu fyllst.
Töluverður breytileiki var á kúrfunum milli svæða en sandsvæði annars vegar og
vikursvæði hins virtust vegar gefa nokkuð svipaðar kúrfur. Til að meta hvort skýra
mætti breytileika kúrfanna eftir yfirborðsgerð svæða voru gerðar
kornastærðargreiningar á efni sem safnaðist í gripgildrur í stormi í águst 2009 (sjá 1.
mynd). Flest sýnin voru úr gildrum í 30 cm hæð nema á mælistöðum nr. 8, 2, 14, 15
og 30 þar sem gildrur voru í 60 cm hæð. Minnstu sýnunum, <5 g var sleppt í
kornastærðargreiningunni þar sem þau voru ekki talin gefa áreiðanlegar niðurstöður.