Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 284
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010284
skýra mun á magni fokefna milli svæða eingöngu eftir yfirborðsgerð. Aðrir þættir
sem einnig hafa áhrif eru hrjúfleiki yfirborðs og magn lausra jarðvegskorna á
yfirborði. Þessir þættir eru mjög breytilegir innan svæðisins og virðist sem mikill
sandur berist inn á rannsóknarsvæðið norðan Valafells og flytjist svo með vindum
suðvestur yfir svæðið og með vatni niður með Valafellinu og út í Þjórsá við
varnargarð norðan Sölvahrauns (Elín Fjóla Þórarinsdóttir og Ólafur Arnalds 2009).
Athygli vekur að þegar skoðað er í hvaða stormi mældist mestur efnisflutningur er það
í sumum tilfellum misjafnt milli svæða. Sem dæmi má nefna að mesta fokið á
mælistað nr. 19 reyndist vera í stormi í ágúst 2008 en á mælistað nr. 21 var fokið
minnst í þeim stormi. Hafa verður í huga við túlkun þessara niðurstaðna að
rannsóknarsvæðið er mjög stórt þannig að munur getur verið á veðurfari innan
svæðisins t.d. vindhraða og loftraka, sem skýrt getur þennan breytileika milli svæða.
Þegar litið er á svæðið í heild og skoðaður sá mikli munur sem er á fokmagni innan
svæðisins, bendir það þó til þess að það sé fyrst og fremst sá grundvallar munur sem
er á rofnæmi (erodibility) svæða sem veldur mismiklu rofi, fremur en veðurfarsþættir.
Þetta er í takt við þær niðurstöður sem Stout (2007) fékk þegar hann mældi vindrof á
tveimur svæðum þar sem veðurfarsaðstæður voru hliðstæðar en yfirborðsgerð
mismunandi.
Hér er einungis gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum mælinga á efnisflæði á
rannsóknarsvæðinu en úrvinnslu annarra gagna sem ætlað er að tengja þessar
niðurstöður öðrum umhverfisþáttum á svæðinu er enn ekki lokið. Þetta eru jafnframt
niðurstöður fyrstu mælinga sem gerðar hafa verið á vindrofi á landslagsskala á Íslandi
en slíkar mælingar eru ennfremur fátíðar erlendis að því er við vitum best.
Þau tvö sumur sem mælingarnar fóru fram voru ekki sérlega stormasöm en samkvæmt
niðurstöðunum var þó heildarefnisflutningur, á því sem kalla mætti virkar fokrásir
innan rannsóknarsvæðisins, >1 t m1 á sumri og á einum mælistað reyndist það vera
>2 t m1 á sumri. Þetta er meira fok en mældist á moldarefnum á Hólsfjöllum (Ólafur
Arnalds og Fanney Ó. Gísladóttir 2009) og einnig meira en mælist á Geitasandi á
Rangárvöllum (Ólafur Arnalds og Berglind Orradóttir 2010). Þessar niðurstöður,
ásamt öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið, gefa góða hugmynd um hve mikið
sandfok á sér stað á virkum sandfokssvæðum landsins.
Verkefnið er styrkt af Landgræðslu ríkisins og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.
Arnalds, Ó. & Kimble, J., 2001. Andisols of deserts in Iceland. Soil Science Society of America Journal
65: 17781786.
Conacher, A., 2009. Land degradation: A global perspective. New Zealand Geographer 65: 919.
Elín Fjóla Þórarinsdóttir & Ólafur Arnalds, 2009. Vindrof á Hekluskógasvæðinu. Fræðaþing
landbúnaðarins 6: 52851.
Fanney Ósk Gísladóttir, 2000. Umhverfisbreytingar og vindrof sunnan Langjökuls. M.Sc. ritgerð,
Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík.
Fanney Ósk Gísladóttir, Ólafur Arnalds & Guðrún Gísladóttir, 2005. The effect of landscape and
retreating glaciers on wind erosion in South Iceland. Land Degredation and Development 16: 177187.
Fryrear, D.W., 1986. A field dust sampler. Journal of Soil and Water Conservation 1: 117120.
Hjalti Sigurjónsson, 2002. Development of an erosion modelling system and its employment on