Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 303
VEGGSPJÖLd | 303
Andrea Rüggeberg1, Emma Eyþórsdóttir1, Grétar Hrafn Harðarson1, Unnsteinn S. Snorrason2
og Christoph Winckler3
Hugtakið velferð búfjár nýtur vaxandi athygli í umræðu um landbúnað víða um heiminn, ekki
síst meðal neytenda. Í Evrópu hefur verið unnið að umfangsmiklu rannsóknarverkefni á
undanförnum árum undir vinnuheitinu WelfareQuality® (http://www.welfarequality.net) og
markmið þess er að þróa aðferðir við mat á velferð, aðbúnaði og líðan nautgripa og fleiri
búfjártegunda. Hér á landi hefur verið unnið að verkefni um velferð og líðan mjólkurkúa og
nýttar aðferðir sem þróaðar voru í verkefninu WelfareQuality®. Markmið þessa verkefnis er
að afla upplýsinga um aðbúnað og líðan mjólkurkúa á Íslandi sem hægt er að bera saman við
niðurstöður frá öðrum löndum.
Hér verður greint frá þeim niðurstöðum verkefnisins sem snúa að atferli mjólkurkúa, áður
hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum varðandi útlit kúnna og sýnilega áverka (Andrea
Ruggeberg et.al., 2009).
Við öflun gagna var stuðst alfarið við matsaðferðir verkefnisins WelfareQuality® og notuð
skráningareyðublöð þaðan sem þýdd voru á íslensku. Heimsótt voru 46 kúabú víða um land
þar sem voru lausagöngufjós, ýmist með mjaltagryfju eða mjaltaþjón. Búin voru heimsótt
tvisvar, að vori (fyrir beitartíma, apríl til júní) og hausti (eftir beitartíma, október desember)
árið 2008. Hver heimsókn tók að meðaltali 8 tíma á hverju búi.
Eðlilegt atferli er skv. WQ verkefninu skilgreint sem a) eðlileg félagsleg samskipti, b) eðlileg
tjáning annarrar hegðunar (forvitni, leikur) c) gott samband manna og dýra d) óttaleysi.
Byrjað var á að framkvæma hræðslupróf á 70% kúnna í hverri hjörð. Prófið var framkvæmt
við fóðurganginn, þannig að gengið var að einni kú í einu úr 2 m fjarlægð með útrétta hönd.
Þegar kýrin snéri höfðinu frá var metin fjarlægð í cm frá höndinni og að kýrhausnum. Ef
ekki var hægt að koma við hræðsluprófi við fóðurganginn var það gert inni á göngusvæði, á
sama hátt.
Skráning á félagslegum samskiptum kúnna– skráðir atburðir innan hvers svæðis.
Tegund atferlis Skilgreining Flokkun atferlis
Stanga (headbutt) Kýr stangar aðra án þess að sú sem fyrir er víki Neikvætt
Reka hver aðra frá (displacement) Kýr stangar aðra og sú sem fyrir er víkur a.m.k.
hálfa kýrlengd/kýrbreidd
Neikvætt
Valdabarátta /slagsmál Tvær kýr að þrýsta enni á móti hvor annarri með
fætur fasta á gólfi og beita afli /reyna að láta hina
bakka
Neikvætt
Eltast við aðrar kýr Kýr rekur aðra á flótta með því að elta hana
hlaupandi eða gangandi hratt
Neikvætt
Reka upp úr legubás Kýr rekur aðra upp og sú sem fyrir er stendur upp Neikvætt
Sleikja hver aðra (social licking) Kýr sleikir aðra kú einhvers staðar á skrokknum.
Hlé í minna en 10 sek. skráð sem sama tilvik.
Jákvætt