Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 304
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010304
Atferli kúahópsins var skráð í 2 klst. samfellt. Svæðinu sem kýrnar voru á var skipt í 2 til 4
hluta eftir stærð fjóssins og fylgst með hverjum hluta fyrir sig. Fylgst var með hverju
undirsvæði í 15 mínútur samfellt, tvisvar sinnum og skráð félagsleg hegðun gripanna. Við
úrvinnslu voru atferlisskráningarnar staðlaðar sem fjöldi tilvika á kú á klukkustund á hverju
svæði í fjósinu og síðan tekin meðaltöl yfir öll svæði til að fá heildartölu fyrir hvert fjós.
Miðað var bæði við heildarfjölda kúa annars vegar og fjölda kúa sem stóðu hins vegar ef
atferlið átti ekki við kýr sem lágu á meðan á athugun stóð.
Líðan kúnna var metin þannig að fylgst var með kúahópnum í heild í 10 til 15 mínutur og
merkt við á skráningarblaði með 20 lýsandi orðum eins og rólegar, hræddar, athafnasamar,
leiðar, afslappaðar, ánægðar, pirraðar, hamingusamar o.fl.. Sett var merking á 12,5 cm langa
línu fyrir hvert lýsandi orð þar sem endarnir merktu mjög lágt annars vegar og mjög hátt hins
vegar.
Við úrvinnslu á niðurstöðum var mæld fjarlægð frá vinstri endapunkti (lágmark) að merkingu
á hverri línu mæld í mm og niðurstaða fyrir hvert atriði margfölduð með fyrirfram gefinni
vogtölu sem fengin var úr WelfareQuality verkefninu. Vogtölur voru fundnar með PCA
fjölbreytugreiningu á niðurstöðum Evrópuverkefnisins (Winckler, 2009, óbirtar niðurstöður).
Vogtölur fyrir neikvæð atriði eru lægri en núll og vogtölur fyrir jákvæð atriði hærri en núll.
Útkomurnar voru lagðar saman og bætt við sérstökum stuðli fyrir mjólkurkýr. Þannig fékkst
heildareinkunn (Qualitative Behaviour Assessment, QBA) fyrir hverja hjörð.
Staðlað hræðslupróf sýndi að kýrnar voru að jafnaði fremur gæfar og meirihluti kúnna á
hverju búi (60% að meðaltali) stóðu kyrrar við fóðurgrind þegar maður nálgaðist á
fóðurganginum og viku sér ekki undan.
Miðgildi og meðaltöl metinnar fjarlægðar þegar kýr viku sér undan í hræðsluprófi á hverju búi, ásamt
meðalhlutföllum eftir fjarlægðabilum.
Mið
gildi
cm
Meðal
tal
cm
Hlutfall
(%)
0 cm
Hlutfall
(%)
≤50 cm
Hlutfall
(%)
60100 cm
Hlutfall
(%)
>100 cm
Fóðurgangur (37 fjós) 3 14 62 33 4 2 Vor
Fjós (11 fjós) 19 43 50 26 10 14
Fóðurgangur (40 fjós) 4 13 57 38 4 1 Haust
Fjós (6 fjós) 16 45 44 30 11 15
Flestar hinna viku sér undan í innan við 50 cm fjarlægð að meðaltali þannig að hvergi er
hægt að tala um að hjarðir væru styggar. Aðeins í 8 fjósum á vori og 10 fjósum á hausti var
hlutfall kúa sem vék sér undan við fóðurgang hærra en 50%. Einstöku kýr viku sér undan í
meira en 100 cm fjarlægð í 15 fjósum að vori og 7 fjósum að hausti. Annars voru hjarðirnar
svipaðar að þessu leyti, en þó kom fyrir að ein og ein kýr var tortryggin. Í 2. töflu eru
niðurstöður hræðsluprófsins sýndar út frá meðaltölum fyrir hvert fjós. Þegar hræðslupróf var
gert innan um kýrnar í fjósinu viku þær fyrr undan en við fóðurganginn. Enginn munur var á
niðurstöðum hræðsluprófa milli heimsókna vor og haust.
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að nota hræðslupróf sem ókunnugur maður framkvæmir til
að meta hvernig samband bóndans er við kýrnar hans (Waiblinger et al., 2003; Rousing &
Waiblinger, 2004). Ef kýrnar voru vanar jákvæðum samskiptum viku þær sér seinna undan
ókunnugum en ef þær voru vanar neikvæðu viðmóti.