Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Side 313
VEGGSPJÖLd | 313
Tafla 3. Kýrsýni í febrúar 2009, flokkuð eftir nyt
Nyt, kg Hlutfall kúa Meðaldagar
frá burði /
staðalfrávik
MeðalFFS /
staðalfrávik
Hlutf. sýna á
bilinu 0,71,1
Hluf.
sýna yfir
1,1
0,1,0 7,2% 31 / 77 0,94 / 0,62 3,3% 25,6%
,116,0 39,1% 22 / 94 0,77 / 0,56 29,6% 15,%
16,124,0 36,6% 13 / 73 0,63 / 0,56 19,9% 9,5%
24,1 17,0% 4 / 50 0,61 / 0,64 15,5% 9,%
Tafla 4. Kýrsýni í ágúst 2009, flokkuð eftir nyt
Nyt, kg Hlutfall kúa Meðaldagar
frá burði /
staðalfrávik
MeðalFFS
/
staðalfrávik
Hlutf. sýna á
bilinu 0,71,1
Hluf.
sýna yfir
1,1
0,1,0 9,9% 299 / 61 0,5 / 0,44 43,9% 21,1%
,116,0 49,6% 265 / 72 0,74 / 0,36 3,% 11,0%
16,124,0 1,3% 200 / 7 0,66 / 0,40 27,6% ,9%
24,1 3,4% 9 / 69 0,57 / 0,34 20,9% 7,4%
Eins og fram kemur í töflum 1 til 4 er mikill munur á niðurstöðunum annars vegar um
miðjan veturinn og hins vegar síðla sumars. Þegar FFS í mjólk er lægst að jafnaði á
landinu öllu, í febrúar, eru 54,2% kúnna innan við 200 daga frá burði en ekki nema
20,7% kúnna í ágúst. Ennfremur eru 43,6% kúnna með hærri nyt en 16,1 kg í febrúar
en 21,7% í ágúst. Þrátt fyrir þó nokkurn mun á milli þessara mánaða reyndist hlutfall
mjólkur með meira en 1,1 mmól FFS/l vera hærra í febrúar en í ágúst. 62,7%
mjólkurinnar í febrúar var þó innan við 0,7 mmól FFS/l á móti 52,3% í ágúst. Þrátt
fyrir þennan mikla mun á milli mánaða, reyndust bein meðatöl FFS vera áþekk eða
annars vegar 0,70 í febrúar og 0,73 í ágúst. Vegna þess hve eiginleikarnir, dagar frá
burði og nyt, eru tengdir voru FFS mælingarnar leiðréttar fyrir nyt og þá kom í ljós að
dagar frá burði skýra 17,4% breytileika allra kýrsýna. Greining allra vikumælinga
tanksýna á bæði FFS og innvegnu mjólkurmagni bendir jafnframt til þess að magn
mjólkur eða sk. þynningaráhrif skýri um 21% breytileikans.
Til viðbótar framangreindum gögnum voru allar upplýsingar um kýrsýni frá kúabúi
Landbúnaðarháskólans vegna ársins 2009 rannsakaðar m.t.t. breytinga innan
mjaltaskeiðs einstakra gripa. Ekki komu fram neinar marktækar niðurstöður við þá
skoðun sem skýrðu frekar breytileika á magni FFS.
Að síðustu voru öll kýrsýni í febrúar og ágúst, samtals 11.960 sýni eftir hreinsun
gagna, flokkuð niður eftir áðurnefndum gæðaflokkum, dögum frá burði og nythæð og
má sjá niðurstöðurnar á myndum 5 og 6. Þar koma skýrt fram áhrif annars vegar daga
frá burði á FFS og hins vegar áhrif nythæðarinnar.