Fræðaþing landbúnaðarins - febr 2010, Qupperneq 351
VEGGSPJÖLd | 351
lægra á I. svæði en á öðrum svæðum (nema IV. svæði þar sem sýni voru fá) og er það
í samræmi við fyrri rannsóknir. Á I. svæði hefur riða ýmist ekki greinst eða það hefur
verið auðvelt að útrýma henni. Í samræmi við lægra hlutfall Fe/Mn er mangan meira
og járn minna þar en víðast annars staðar, en sú niðurstaða er ekki eins eindregin.
Um járn og mangan er það að segja að mjög ólíklegt er að um skort á þessum efnum
sé að ræða í fóðri jórturdýra hér á landi. Hins vegar eru líkur á að mikið járn geti verið
til vandræða. Opinberar, erlendar þarfatölur fyrir járn eru um 50 mg í kg af þurrefni í
fóðri jórturdýra (fóðurtöflur ARC og NRC). Nýrri rannsóknir benda þó á að þarfir
gætu verið meiri en fóðurtöflur gefa upp.
Bæði kopar og sink eru fremur í lægra lagi. Þarfir fyrir kopar í fóðri sauðfjár eru ekki
miklar (niður í 4 mg í kg þe., skv erlendum fóðurtöflum), þannig að ekki eru líkur á
skorti nema í afmörkuðum tilvikum. Þarfir naurtgripa eru taldar allt að 10 mg í kg af
þurrefni og líkur eru því talsverðar á koparskorti sé fóðrað á heyi eingöngu. Mælingar
á sýnum úr langtímatilraunum hafa sýnt minnkandi kopar með tímanum svo að búast
má við að koparskortur geti orðið vaxandi vandamál (Kirchmann H., o.fl. 2005).
Niðurstöður úr mælingum á sinki eru heldur lágar þannig að skorts gæti víða gætt við
heyfóðrun. Mikil sveifla er í uppgefnum þörfum í erlendum fóðurtöflum, eru oftast á
bilinu 20 – 40 mg í kg þe. Töluverður munur er á niðurstöðum mælinga á sinki í þessu
verkefni í samanburði við önnur íslensk rannsóknarverkefni (Grétar Hrafn Harðarson
o.fl. 2006). Rík ástæða er til að kanna hvers vegna þessi mikli munur er milli ára.
Grétar Harðarson, Arngrímur Thorlacius, Bragi Líndal Ólafsson, Hólmgeir Björnsson og Tryggvi
Eiríksson: Styrkur snefilefna í heyi. Fræðaþing landbúnaðarins 2006: 179−189.
Gudmundsdóttir, K.B., Sigurdarson, S., Kristinsson, J., Eiríksson, T. and Jóhannesson, T. (2006). Iron
and iron/manganese ratio in forage from Icelandic sheep farms: Relation to scrapie.
Aug 31;48(1):16.
Jóhannesson T, Eiríksson T, Gudmundsdóttir KB, Sigurdarson S, Kristinsson J 2007: Overview: Seven
trace elements in Icelandic forage. Their value in animal health and with special relation to scrapie. Icel
Agr Sci, 20: 3−24.
Kirchmann H., G. Thorvaldsson, H. Björnsson and L. Mattson 2005. Trace elements in crops from
Swedish and Icelandic longterm experiments. Í: Essential trace elements for plants, animals and
humans. NJF Seminar no. 370 Reykjavík, Iceland 15−17 August 2005. Rit LbhÍ nr. 3: 30−33.
Magnús B. Jónsson, Sigurður Sigurðarson og Hjalti Viðarsson 2008. Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs
kvígum. Í: Magnús B. Jónsson (ritstj.) Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Skýrsla um
rannsóknir 2006−2008. Rit LbhÍ nr. 19, 19−33.
Tryggvi Eiríksson, Hólmgeir Björnsson, Þorkell Jóhannesson, Kristín Björg Guðmundsdóttir, og Jakob
Kristinsson 2010. The regional distribution of four trace elements (Fe, Mn, Cu, Zn) in forage and the
relation to scrapie in Iceland. Bíður birtingar.
Þorkell Jóhannesson, Kristín Björg Guðmundsdóttur, Tryggvi Eiríksson, Jakob Kristinsson, Sigurður
Sigurðarson (2004). Copper and manganese in hay samples from scrapiefree, scrapieprone and
scrapieafflicted farms in Iceland. 16/17:4552.