Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 375
VEGGSPJÖLd | 375
Í þessari athugun var tilgangurinn að mæla hegðun kúa annars vegar í fjósi með
mjaltagryfju og hins vegar með mjaltaþjóni með stýrðri umferð til að geta borið
saman þá hegðun sem gefa hugmynd um líðan þeirra. Þar sem oftast er gengið út frá
því að líðanin sé betri í síðarnefndu fjósunum þá spáum við :
* Að í fjósinu með mjaltagryfjunni eyði kýrnar meiri tíma í að éta því þær þurfa að
bíða í töluverðan tíma (allt að tvær klukkustundir) við og í mjaltagryfjunni.
* Að kýrnar séu rólegri í fjósinu með mjaltaþjóninum, sem kemur fram í að þær liggja
meira sofandi með höfuðið niðri en í hinu fjósinu og hvíla sig í heild meira.
* Að kýrnar séu minna stressaðar í fjósinu með mjaltaþjóninum sem kemur fram í
minni árásargirni.
Hegðun kúa var mæld í tveimur álíka stórum fjósum þar sem aðbúnaður var góður og
aðstæður líkar. Í öðru fjósinu var mjaltagryfja (RH Reykjahlíð) en í hinu mjaltaþjónn
(R Reykir) með stýrðri umferð. jöldi mjólkandi kúa er svipaður, 61 í Reykjahlíð og
57 á Reykjum. Í báðum eru flórsköfur á gólfum, tveir kjarnfóðurbásar og ein vélknúin
klóra með hreyfiskynjara. Stýrð umferð lýsir sér þannig að fjósinu er skipt upp með
hliðum sem opnast bara í aðra áttina. Það er því einstefna. Eitt hliðið beinir kú inn í
biðplássið fyrir mjaltaþjóninn eða beint í gegn og þá að kjarnfóðurbásunum þar sem
hún kemst að öðrum hlutum fjóssins. Þegar kýr kemur í hliðið les tölvan merkið. Sé
tiltekinn tími liðinn frá síðustu mjöltum beinir hún kúnni að mjaltaþjóninum þar sem
hún kemst ekki í burtu án þess að láta mjólka sig fyrst. Sé sá tími ekki liðinn er henni
beint áfram að kjarnfóðurbásunum. Kýrnar fá allar kjarnfóður í mjaltaþjóninum og
flestar þeirra líka í kjarnfóðurbásunum. Á Reykjum fá þær kjarnfóður eingöngu í
kjarnfóðurbásunum. Munur er líka í fóðurgjöf. Í Reykjahlíð er byggi blandað við
heyið og því dreift 5 sinnum sjálfvirkt á fóðurganginn yfir sólarhringinn. Á Reykjum
eru 5 heyrúllur settar fram og kúnum hleypt nær þeim.eftir því sem þær éta meira
Betri aðgangur var að heyi í Reykjahlíð.
Mælingar fóru fram frá 11. febrúar til og með 9. apríl 2009 á milli kl 9.30 og 22.30 í
alls 12 skipti í hvoru fjósi, í 2,5 klst í senn. Alls var því fylgst með kúnum í 30 klst í
hvoru fjósi. Gögnum var ekki safnað á mjaltatíma á Reykjum. Sami athugandinn
safnaði öllum gögnunum (seinni höfundur – verkefnið er BS verkefni frá Líffræðiskor
HÍ).
Tveimur aðferðum við hegðunarmælingar var beitt. Önnur þeirra kallast skimun. Þá
var skimað yfir hópinn á 15 mín fresti og skrifað niður hvað kýrnar voru að gera á því
augnabliki sem augað festist við hverja þeirra. Þessi aðferð gefur upplýsingar um í
hvað tími kúnna fer. Þeir hegðunarflokkar sem voru skilgreindir voru : éta hey (éh),
liggja vakandi (l), liggja og sofa (ls), liggja sofandi með höfuð niður á gólfi (lsh),
standa (s), ganga (g), éta kjarnfóður (éb), bíða eftir að komast að kjarnfóðri (bb), í
mjöltun (m), klóra sér (k), drekka (d), gefa frá sér úrgang (u), eiga samskipti (sk).
Gögnum var safnað á þennan hátt í 20 klst í hvoru fjósi. Hin aðferðin gengur út á að
skrá niður öll augljós samskipti. Þau voru : Stanga aðra í skrokk, ýta við annarri með
skrokknum, stangast á þar sem þær setja sig í stellingar til móts hver við aðra, og
sleikja hvor aðra . Gögnum um samskipti var safnað í 30 klst.