Bændablaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 13 Vörusmiðja Biopol hlaut viður­ kenningu Samtaka sveitar félaga á Norðurlandi vestra fyrir Sölubíl smáframleiðenda á Norðurlandi vestra. Viður kenn ingin var veitt á sviði atvinnu þróun ar og ný sköp­ unar. Á sviði menningarmála hlaut Handbendi brúðuleikhús viður­ kenningu SSNV fyrir brúðu lista­ hátíðina Hvammstangi Internati­ onal Puppetry Festival. SSNV veitir árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni á þessum tveimur sviðum. Fjölmargar tilnefn­ ingar bárust. Vakið jákvæða athygli Verkefnið Sölubíll smáframleið­ enda á Norðurlandi vestra er, að því er fram kemur á vefsíðu sam­ takanna, allt í senn, sameiningar­ afl fyrir smáframleiðendur, aukin þjónusta við viðskiptavini þeirra og nýstárleg og góð lausn á mark­ aðssetningu og sölu afurða beint frá býli. Verkefnið styður við smá­ framleiðendur á því sviði þar sem þekkingu þeirra margra skortir og er í takt við markmið Sóknaráætlunar landshlutans um aukið virði afurða sem og sölu vara beint frá býli. Sölubíllinn hefur vakið jákvæða og verðskuldaða athygli á svæð­ inu, sem er eitt mesta matvælahérað landsins og er mikilvægur þáttur í áframhaldandi atvinnuþróun og uppbyggingu þess. Listrænt afrek Handbendi hefur vakið jákvæða athygli á landshlutanum fyrir metnaðarfull og vönduð menn ingar­ verkefni sem farið hafa víða, innan­ lands sem utan. Brúðulistahátíðin, sem haldin var í fyrsta skipti í október 2020, var þar engin undantekning. „Að halda alþjóð­ lega brúðulistahátíð á Norðurlandi vestra hefði alltaf verið ærið ver­ kefni en að gera það á glæstan hátt í heimsfaraldri er listrænt og framkvæmdalegt afrek. Verkefnið er listamönnum í landshlutanum hvatning til að láta ekkert stoppa sig í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og er brúðuleikhúsið Handbendi mikilvægur þáttur í menningarlífi landshlutans,“ segir í umsögn um Handbendi. /MÞÞ Greta Clough tekur við viður­ kenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á Norðurlandi vestra árið 2020 fyrir alþjóðlegu brúðulistahátíðina Hvammstangi International Puppetry Festival sem haldin var sl. haust. Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnisstjóri Vörusmiðju BioPol, og Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, starfsmaður sölubílsins, taka við viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra árið 2020 á sviði atvinnuþró­ unar og nýsköpunar. Í sölubílnum eru framleiðsluvörur smáframleiðenda á Norðurlandi vestra seldar milliliðalaust. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra: Sölubíll smáframleiðenda og Handbendi brúðuleikhús hlutu viðurkenningar DAGS. 2021 DEILD STAÐUR Fimmtud. 18/2 kl. 20:30 Kjósardeild Áskarðsskóli Föstud. 19/2 kl. 12 Daladeild Dalakot Þriðjud. 23/2 kl. 20:30 Biskupstungnadeild & Laugardalsdeild Reykholt Miðvikud. 24/2 kl. 20 Skeiða- & Gnúpverjadeild Árnes Miðvikud. 24/2 kl. 21 Hrunamannadeild Árnes Fimmtud. 25/2 kl. 20 Hvammsdeild, Dyrhóladeild, A-Eyjafjalladeild, V-Eyjafjalladeild Heimaland Fimmtud. 25/2 kl. 21 A-Landeyjadeild, V-Landeyjadeild,Fljótshlíðardeild & Hvolhreppsdeild Heimaland Þriðjud. 2/3 kl. 20 Gaulverjabæjardeild, Árborgardeild, Ölfusdeild & Villingaholtsdeild Þingborg Þriðjud. 2/3 kl. 21 Hraungerðisdeild, Grímsnesdeild, Þingvalla-/Grafningsdeild Þingborg Miðvikud. 3/3 kl. 20 Holta- & Landmannadeild Laugaland Miðvikud. 3/3 kl. 21 Rangárvalladeild, Ása- & Djúpárdeild Laugaland Fimmtud. 4/3 kl. 12 Snæfells- og Hnappadalsdeild, Hvalfjarðardeild, Borgarfjarðar- og Mýrardeild Hótel Borgarnes Fimmtud. 4/3 kl. 20 Öræfadeild & Kirkjubæjardeild Kirkjuhvoll, Klaustri Fimmtud. 4/3 kl. 21 Hörgslandsdeild, Skaftártungudeild & Álftavers- & Meðallandsdeild Kirkjuhvoll, Klaustri Vegna samkomutakmarkana þarf að skipta nokkrum fundum í tvennt. Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 19. mars 2021 í Goðalandi í Fljótshlíð. Tímasetning deildarfunda SS 2021 Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0080 // buvelar@buvelar.is // www.buvelar.is • Dyna 4 skipting með rafstýrðu T-handskipti og sjálfskiptingu • 4 strokkar 115 hestöfl • Ámoksurstæki með vökvadempun, 3ja sviði, Euro-SMS ramma og innbyggðum stjórntækjum • 100 lítra vökvadæling • 3 vökvasneiðar (3x2) • Vökvavagnbremsuloki (1+2) • Lyftukrókur með vökvaútskoti • 3. hraða aflúrtak, 540-540E-1000 • Frambretti, sveigjanleiki í beygju • Dekk 540/65R34 og 440/65R24 • Húsfjöðrun • Loftkæling • Stillanlegt loftpúðasæti • Farþegasæti m/öryggisbelti • Útvarp m/CD, MP3, USB og Bluetooth • Visio glerþak fremst á ökumannshúsi • 2 vinnuljós framan og 2 aftan • Vinnublikkljós Verð með ámoksturstækjum kr. 12.680.000 án vsk. ve rð m ið að v ið g en gi E U R 1 5 5 MF 5S.115 Búnaður: Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga óskar að ráða mjólkurfræðing til starfa Vegna aukinna umsvifa í matvælavinnslu óskum við eftir að ráða mjólkurfræðing til starfa sem fyrst. Í fyrirtækinu er starfrækt fjölbreitt matvælavinnsla, ostagerð, smjörgerð, sósugerð og próteinvinnsla. Eins er ráðgert að hefja vinnslu alkóhóls úr mjólkursykri síðar á þessu ári. Starfið felst m.a. með eftirliti með vélbúnaði í ostagerð, mjólkurvinnslu og próteingerð. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Magnús Freyr Jónsson í síma 899-2938 eða á netfangið magnus.jonsson@ks.is eða Jón Þór Jósepsson í síma 825-4637 eða á netfangið jon.thor.josepsson@ks.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.