Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.05.2021, Blaðsíða 17
Métropole eftir Anomalie Þetta er án efa uppáhalds platan mín eftir uppá- haldstónlistarmanninn minn. Hann er búinn að móta spilamennskuna mína og það sem ég sem og spila er yfirleitt byggt á hans stíl. Scenery and Mellow dream eftir Ryo Fukui Fyrsti jazz sem ég heyrði og það sem að kom mér stefnuna til að byrja með, mér finnst hann ennþá gera þetta betur heldur en hinir gömlu djassararnir. Melkweg eftir Jameszoo og Jules Buckley Synthar og Sinfóníusveit, það gerist ekki betra. Hef hlustað á þessu plötu nonstop síðustu mánuði og hefur hún gjörbreytt sjóninni minni á hvað strengjasveitir geta gert mikið séu þær notaðar rétt. Gotcha Now Doc eftir Cory Henry Besti organistinn í bransanum, spilamennskan hans kom mér í orgelið og ég hefði aldrei byrjað að spila á það ef það væri ekki fyrir þennan snilling. Lagið Seven á þessari plötu er must listen. Salad Days eftir Mac DeMarco Þetta er ein af uppáhaldsplötunum mínum sem er skrýtið því að það er hvorki píanó né jazz í henni. Þessi plata kenndi mér að tónlist þarf ekki að vera flókin og maður þarf ekkert heldur að vera ein- hver tónlistarsnillingur heldur er þetta allt um að mynda sér sinn eiginn stíl. uppáhaldsplötur Hauks arnórssonar SMELLTU Á PLÖTURNAR TIL AÐ HLUSTA AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA INNRITUN Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2021–2022. Við getum bætt við okkur nokkrum nýjum nemendum, t.d. á blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri, rafbassa og harmoníku. Sækja skal um á vef skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“. Við vekjum athygli á nýju námi sem er kynningarnám á blásturshljóðfæri fyrir nemendur sem verða í 3. – 5. bekk skólaárið 2021–2022. Nú þegar hefur kynning á því borist til forráðamanna í gegn um Mentor. Við vekjum einnig athygli á því að það er í boði fyrir nemendur í 3. – 7. bekk Stapaskóla að sækja hljóðfærakennslu á skólatíma með sama hætti og gert er í öðrum grunnskólum Reykjanesbæjar. Skólastjóri – Svo ertu bara farinn að spila með gömlum reynsluboltum, hvernig finnst þér það? „Já, þetta eru engin smá kallar. Það er ótrúleg og sturluð reynsla að fá að spila með svona flottum lista- mönnum. Sigurgeir, hinn sólóleik- arinn, er auðvitað með svo mörg ár á bakinu – maður á ekki séns í þetta lið.“ Eftir því sem líður á samtal okkar þá kemur betur í ljós að Haukur er ekki mikið fyrir að fylgja ekki þessum hefðbundnu stefnum í tón- listarvali sem flestir jafnaldrar velja. Hann fer sínar eigin leiðir og tónlist- arsmekkur Hauks virðist vera tals- vert þroskaðri og lengra kominn en sú popptónlist sem heyrist á flestum útvarpsstöðvum í dag. – Hvernig tónlist finnst þér skemmtilegast að leika? „Ég er bara djassari og fönkari, fyrst og fremst, og er í fönkhljómsveit. Hljómsveitin heitir Midnight Li- brarians sem er skipuð Suðurnesja- mönnum úr Keflavík og Garði ... og svo mér úr Grindavík. Við semjum og flytjum fönktónlist og það er stefnan hjá okkur að gefa út plötu í sumar.“ – Djass og fönk er nú kannski ekki endilega það sem unga fólkið hlustar á í dag. „Nei, ekki alveg. Mér finnst þetta ein- faldlega besta tónlistin – persónulega get ég ekki þetta popp og rapp sem hinir eru í. Ég byrjaði í klassíkinni en hún heillar mig ekki, ég lauk grunnprófi í klassískum píanóleik en svo færði ég mig alfarið yfir í rythmísku deildina.“ – Er hljómborðið þá helsta hljóð­ færið þitt, ekki píanóið? „Já, hljómborðið er vopnið mitt – það er bara fókuserað á það og ekkert annað.“ Ætlar að starfa við tónlist Haukur og unnusta hans, Kleópatra Thorstenssen Árnadóttir, stefna bæði á að gera listina að sinni at- vinnu. Haukur hefur sett stefnuna á tónsmíðabraut í Listaháskólanum og sett sér það markmið að gera tón- listina að sínu ævistarfi en Kleópatra stefnir á myndlist. „Við erum búin að vera ágætlega lengi saman, í sex ár,“ segir Haukur. „Kleópatra er naglafræðingur og listakona, hún var að klára nagla- fræðina og ætlar í myndlistarskóla í framhaldinu. Hjá mér hefur það alltaf verið stefnan að vinna við tónsmíðar, ekkert annað hefur komist að síðan ég var krakki. Kannski langaði mig að verða lögga þegar ég var ellefu ára en síðan þá hef ég bara ætlað að verða tónsmiður,“ segir þessi efnilegi tón- listarmaður en áður en við sleppum að honum takinu biðjum við Hauk að velja fimm plötur sem hafa haft áhrif á hann sem tónlistarmann. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.