Víkurfréttir - 05.05.2021, Blaðsíða 18
Berný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar
ákvað að nýta tímann í heimsfaraldri til að fara í meira nám en hún gerði
gott betur og flutti heimili sitt aftur „heim“. Hún hefur þrátt fyrir ýmsar
takmarkanir farið í göngur og veiði en þó sett ýmislegt í „pásu“. Vonast
þó til að geta haldið innflutningspartý fljótlega.
– Hvað er efst í huga eftir veturinn?
Covid, jarðhræringar og von um
bólusetningar hefur verið ofar-
lega í huga. Jól og páskar voru með
skrýtnara móti þar sem fjölskyldan
var stöðugt að telja í hópa og vega
og meta hvort skynsamlegt væri að
hittast öll. Ég viðurkenni að maður
þarf smá aðlögun núna við að hitta
fleiri og fleiri án þess að fá sam-
viskubit. Ég er einnig að koma mér
fyrir á nýju heimili þó svo að það sé
nú tæpt ár síðan ég flutti. Ég mæli
ekki með flutningum í miðjum Covid
faraldri. En ég er afskaplega þakklát
þeim sem höfðu kjark og þor í að að-
stoða mig og er ánægð með að vera
komin heim aftur.
– Er eitthvað eftirminnilegt í per
sónulegu lífi frá vetrinum?
Ég tók ákvörðun um að skella mér
í meira nám síðasta haust sem
var kannski ekki skynsamlegasta
ákvörðunin sem ég hef tekið þar sem
ég hélt að ég hefði meiri tíma nú í
Covid til að sinna náminu en raunin
var. Það sér þó fyrir endan á þessu
öllu. Þrátt fyrir Covid tókst mér að
fara í afmörkuðum hópum, eins og
reglur leyfðu, í göngu frá Garðskaga
út að Hvalsnesi, jogadaga við Nesja-
velli og í vorveiði í Hólsá. Nokkrir
vinir og ættingjar kvöddu einnig á
síðasta ári og sumir þeirra langt fyrir
aldur fram sem mér þótti afskaplega
leitt. Mér finnst Covid áhrifin einna
leiðinlegust í tengslum við andlát
og jarðarfarir og hef hugsað mikið
til nánustu ættingja þessara aðila.
Hattavinafélag Suðurnesjabæjar
varð til á árinu en við vorum nokkur,
aðallega Útsvarslið Sandgerðis og
þjálfarar, sem rifum það upp aftur
eftir að Hattavinafélag Sandgerðis
hafði legið í dvala í nokkur ár.
Ástæðan var aðallega sú að heiðra
minningu Guðjóns Kristjánssonar
sem var einn af þjálfurum liðsins.
Ég hef fulla trú á því að Hattavina-
félagið eigi eftir að gera góða hluti í
framtíðinni – meira en að lífga uppá
föstudaga með hattaburði.
– Hversu leið ertu orðinn á Covid?
Ég er vægast sagt orðin hundleið
á Covid og tel mig hafa verið dug-
lega við að gæta mín. Ég er heppin
að hafa sloppið og hef t.d. ekki „enn“
fengið þá reynslu að fara í Covid
próf. Ég viðurkenni þó að þetta
tímabil hefur verið hollt að því leyti
að hlutir sem maður taldi sjálfsagða
eru ekki alltaf jafn sjálfsagðir. Ég
er venjulega mikið á ferðinni, hitti
fólk, fer í ferðalög og fer út að borða
en hef sett þessa hluti á „pásu“ og í
staðinn unnið mikið og verið heima.
– Ertu farin að gera einhver plön
fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu
til útlanda?
Ég er byrjuð að skoða sumarið og
vonast til að ferðast meira og taka
meira frí en síðasta sumar. Ég er búin
að bóka eina veiðiferð með nokkrum
vinkonum og vonir standa til að
veiðin verði eitthvað betri en síðasta
sumar þegar við veiddum ekki neitt.
Eins vonast ég til að heimsækja
austurlandið og Borgarfjörð eystri
sem ég reyni að gera reglulega. Fjöl-
skyldan er þaðan og mér finnst af-
skaplega gaman og gott að vera þar.
Ég hugsa að ég reyni að draga frænd-
systkini mín einnig í einhverjar ferðir
en þau hafa verið nokkuð duglega að
hanga með frænku sinni. Ég er ekki
enn búin að bóka neina ferð til út-
landa og hugsa að það muni ekki
gerast fyrr en á næsta ári, 2022. Ég
viðurkenni þó að það þarf líklega
ekki mikið til þess að plata mig til
að panta ef ástandið batnar og færi
gefst til þess að fara. Bekkjarsystur
mínar úr Sandgerðisskóla eru t.d. í
startholunum með að panta næstu
húsmæðraorlofsferð en einni slíkri
ferð til Tenerife var frestað vegna
Covid síðasta haust.
– Hvað myndir þú gera ef heim
urinn yrði Covid frír í næstu viku?
Ég myndi reyna að halda innflutn-
ingspartý og bjóða eins mörgum
vinum og ættingjum heim og rými
leyfir. Ég flutti heim aftur á síðasta
ári eftir að hafa búið í Reykjavík í
rúm tíu ár og á enn eftir að fá tæki-
færi til að bjóða almennilega heim.
– Uppáhaldsmatur á sumrin?
Ætli flatkaka með kæfu og kókó-
mjólk sé ekki í uppáhaldi þar sem
þetta „kombó“ tengist fjallgöngum
og útiveru. Annars finnst mér humar
á grillið einstaklega góður sumar-
matur.
– Uppáhaldsdrykkur á sumrin?
Mér finnst afskaplega gaman að
skála í „búblum“ og ég hlakka til að
geta skálað við vinkonurnar á pall-
inum í sumar.
– Hvert myndir þú fara með gest á
Reykjanesinu fyrir utan gosslóðir?
Ef um útlendinga væri að ræða færi
ég líklega Reykjaneshringinn. Ég
myndi byrja á Garðskaganum, fara
þaðan út á Hvalsnes og Stafnes og
áfram út að brúnni á milli heim-
skauta, að Gunnuhver og Reykja-
nesvita. Bláa lónið er auðvitað alltaf
með í myndinni og enda svo úti að
borða í Reykjanesbæ.
Ef þetta væru vinir og vanda-
menn utan Reykjaness myndi ég
reyna að plata þau í göngu – t.d.
frá Garðskaga yfir í Sandgerði eða
jafnvel út á Hvalsnes. Reyndar á
ég enn eftir að ganga gömlu póst-
leiðina á milli Sandgerðis og yfir í
Grófina í Reykjanesbæ – þannig að
það kemur einnig til greina. Það eru
óteljandi möguleikar hér á Reykja-
nesinu og margt í boði fyrir allskonar
heimsóknir, útiveru og afþreyingu.
Ég sjálf er sannarlega ekki búin að
kynna mér allt sem er í boði en úti-
vera væri alltaf ofarlega í huga. Mér
finnst einnig afskaplega skemmtilegt
að sjá hvað veitingahúsaflóran er að
breytast og verða fjölbreyttari.
– Hver var síðasta bók sem þú last?
Hin geysivinsæla bók „Einkamála-
réttarfar“ er sú síðasta sem ég
las og tengist náminu sem ég er í.
Annars er bókin Eldarnir eftir Sig-
ríði Hagalín á náttborðinu og í lestri.
– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér
núna?
Nýjasta lagið hennar Fríðu Dísar
frænku, ‘Don´t say’ er í uppáhaldi
núna og More Coffee. Mér finnst af-
skaplega notalegt að hafa tónlistina
hennar rúllandi með kaffibollanum
um helgar.
– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjar
félagi á þessu ári?
Ég hlakka til að sjá hvernig upp-
byggingin verður í Suðurnesjabæ og
hvernig nýtt aðalskipulag mun líta
út. Aðalskipulagið er í vinnslu núna,
verður reyndar ekki tilbúið á þessu
ári en er afar mikilvægt verkfæri til
að kortleggja frekari uppbyggingu.
Annars vil ég sjá heilsugæslu í
Suðurnesjabæ og tel það afar mikil-
vægt fyrir íbúa – ég geri mér þó grein
fyrir því að þetta gerist ekki heldur
á þessu ári. Annars bind ég vonir
við að hægt verði að halda viðburði
í sumar sem ekki var hægt í fyrra,
s.s. 17. júní og bæjarhátíð í einhverri
mynd. Svo vona ég auðvitað að fót-
boltasumarið verði báðum liðum
hliðhollt í sumar.
Berný Jóna Sævarsdóttir fór í nám
og flutti „heim“ í kófinu
Útsvarslið Suðurnsjabæjar ásamt þjálfurum,
þ.á.m. Guðjóni Kristjánssyni heitnum.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Tónlistarskólinn – Starf sellókennara
Holtaskóli – Starfsfólk skóla
Stapaskóli – Starfsfólk skóla
Njarðvíkurskóli – Starfsfólk skóla
Ef þú ert námsmaður á leið í nám eða að koma úr
námi, þá viljum við bjóða þér að sækja um spennandi
sumarstörf hjá Reykjanesbæ.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir í
Reykjanesbæ
Börn og fjölskyldur eru í fyrirrúmi í viðburðadagskrá maí
mánaðar. BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ
fer þá fram dagana 6.-16. maí með fjölbreyttri dagskrá.
Listahátíð barna í Duus Safnahúsum
Listsýning allra leikskóla, grunnskóla og listnámsbrautar
Fjölbrautaskóla Suðurnesja - ekki missa af þessu.
Fornleifauppgröftur í Duus Safnahúsum
Byggðasafn Reykjanesbæjar býður upp á
fornleifauppgröft í Gryfjunni.
Dýrasýning í bókasafninu
Komdu og upplifðu dýrasýningu með hljóði og mynd í
Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Lesið fyrir hund í bókasafninu
Komdu við í bókasafninu og lestu fyrir lifandi hund
8.maí kl. 11:30 – 12:30. Athugið að skráning á heimasíðu
Bókasafnsins er skilyrði fyrir þátttöku í þessum viðburði.
Ungvíkurfréttir í Suðurnesjamagasíni
Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut - fimmtudaginn 6. maí kl 21:00
Hæfileikahátíð grunnskólanna
Streymt í alla grunnskóla beint úr Stapa á föstudaginn.
Vígsla vatnsrennibrautar
Vígsla glænýrrar vatnsrennibrautar í Sundmiðstöðinni
föstudaginn 7. maí.
Skessuskokk
Skessuskokk á fimm stöðum í Reykjanesbæ,
laugardaginn 8. maí kl. 11:00-16:00
VísindaVilli
VísindaVilli með tilraunir í beinu streymi
sunnudaginn 9. maí kl. 11:00 á facebooksíðu Baunar.
Formleg opnun þrautabrautar í Njarðvíkurskógum fer fram
mánudaginn 10. maí kl. 14:00. Við minnum á fjölbreytta
dagskrá í Fjörheimum fyrir ungmenni. Nánari upplýsingar
um dagskrá og einstaka viðburði á reykjanesbaer.is og
facebooksíðu Baunar.
Mæli ekki með flutn-
ingum í miðjum faraldri
18 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár