Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heiðarskóli vann Skóla- hreysti í sjötta sinn Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í sjötta sinn eftir spennandi úrslitakeppni sem fram fór síðasta laugardag. Heiðarskóli fékk 64 stig, hálfu meira en Laugar- lækjarskóli. Keppin var æsispennandi og Heiðarskóli var með bestan árangur í upphífingum og dýfum. Heiðarskóli var með 4,5 stigum meira en Lauga- lækjarskóli fyrir síðustu keppnina sem var hraðabrautin. Laugalækjar- skóli vann hana en Heiðarskóli endaði í þriðja sæti í henni og það tryggði honum sigur í keppninni. Lið Heiðarskóla er skipað þeim Emmu Jónsdóttur (armbeygjur og hreystigreip), Heiðari Geir Hallssyni (upphífingar og dýfur), Jönu Fals- dóttur (hraðaþraut) og Kristóferi Mána Önundarsyni (hraðaþraut). Varamenn voru Katrín Hólm Gísla- dóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson. Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur í keppninni í ár, 45 talsins. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum, gerði 47 dýfur og 45 upphífingar. Holtaskóli og Akurskóli voru meðal tólf skóla í úrslitum en komust ekki í efstu þrjú sætin. Birgir gefur kost á sér í 1. sæti – fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sækist eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Suður- kjördæmi fyrir komandi Alþingis- kosningar. Ákveðið var á fundi stjórnar kjördæmafélagsins að við- hafa uppstillingu. Birgir er einn af stofnendum Miðflokksins og hefur verið odd- viti flokksins í Suðurkjördæmi frá 2017. Hann er fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis og hefur flutt fjölmargar breytingartillögur við fjárlög á kjörtímabilinu. Má þar nefna auknar fjárveitingar til; heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni, löggæslumála og rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi, hjúkr- unarheimila, stuðningsstarfa öryrkja, geðheilbrigðismála, heimaþjónustu aldraða, tvöföldun Reykjanesbrautar og átaks til að draga úr atvinnuleysi á Suðurnesjum. Birgir leggur áherslu á ráðdeildar- semi í ríkisrekstri, hagræðingu innan ráðuneyta, sem hafa vaxið hratt í tíð núverandi rík- istjórnar og ár- angursmiðaða f járlagagerð, þannig að al- m e n n i n g u r geti treyst því að almannafé sé nýtt með s k y n s ö m u m hætti. Í utan- r í k i s m á l u m telur hann Ísland eiga vannýtt tækifæri á sviði viðskiptasamninga og fríverslunar, meðal annars með sjávarafurðir. Auk þess hafi Ísland allt til að bera til að koma að frið- arumleitunum á alþjóðavettvangi. Birgir hefur verið ötull talsmaður landbúnaðarins. Hann hefur látið sig sérstaklega varða grunngildi samfélagsins, sem eiga undir högg að sækja. Birgir er guðfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í alþjóðasamskiptum og utanríkis- þjónustu frá Bandaríkjunum. VÖRUMIÐLUN, REYKJANESBÆ – ATVINNA HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Óskum eftir bílstjórum á lyftubíl og trailer, og til að sinna tilfallandi störfum. Skilyrði að viðkomandi tali íslensku. Nánari upplýsingar veitir Haraldur í síma 840 7781 eða á sudurnes@vorumidlun.is Skólahreystiliði Heiðarskóla var vel fagnað á mánudaginn þegar það mætti til skóla. VF-mynd: Hilmar Bragi FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Veðurguðirnir hafa verið í misjöfnu skapi að undanförnu og óvanalega stíf en þurr austan og suðaustanátt gekk yfir landið í síðustu viku. Á flóði í Keflavíkurhöfn mátti sjá mikinn sjávargang og sjórinn gekk yfir bryggj- urnar og langt upp á land, eins og sjá má á myndum Einars Guðbergs. Kári í vondu vorskapi! 4 // víkurFrÉttir á SuðurnESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.