Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 21
Sumarnámskeið 2021 Golfklúbbur Suðurnesja heldur golfleikjanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum sex til þrettán ára (fædd 2008–2015) Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru. Mæting er í golfskálann. Markmið námskeiðsins: Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga, og eru leiðbeiningar gjarnan í formi golfleikja ýmiss konar. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfigetu barnanna en umfram allt að börnin hafi gaman og skemmti sér. Í lok hvers námskeiðs verður boðið upp á pylsupartí ásamt kynningu á íþróttinni fyrir foreldra iðkenda. Námskeiðin: Nr. 1: 9. til 16. júní kl. 9–12. (kennsludagar eru 9.,10.,11.,14.,15. og 16.) Nr. 2: 9. til 16. júní kl. 13–16. (kennsludagar eru 9.,10.,11.,14.,15. og 16.) Nr. 3: 28. júní til 2. júlí kl. 9–12. Nr. 4: 28. júní til 2. júlí kl. 13–16. Nr. 5: 12. til 16. júlí kl. 9–12. Nr. 6: 12. til 16. júlí kl. 13–16. Skráning: Skráning á síðunni gs.felog.is og nánari upplýsingar hjá sp@gs.is Gjald: Fimm daga námskeið kr. 13.000 | Sex daga námskeið kr. 15.500 Yfirumsjón: Sigurpáll Sveinsson, íþróttastjóri GS, ásamt leiðbeinendum úr afreksstarfi GS. Gott að hafa í huga: Börnin fá nestispásu og við mælum með að þau komi með hollt og gott nesti með sér. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og þurfa alltaf að hafa með sér hlífðarfatnað því veðrið er oft breytilegt. Golfsett og kylfur: Börn mega endilega koma með sitt eigið golfsett eða kylfur en einnig er hægt að fá lánað á meðan á námskeiðinu stendur. Nýr maður í brúnni hjá Njarðvík „Ég er mjög spenntur og hlakka til að keppnin hefjist“ – segir Benedikt Rúnar Guðmundsson, nýráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfuknattleik karla. Benedikt Rúnar Guðmunds- son hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá körfu- knattleiksdeild Njarðvíkur. Njarðvíkingar komust ekki í úrslitakeppni Domino’s- deildarinnar í ár og háðu auk þess harða fallbaráttu undir lok tímabilsins – sem er eitt- hvað sem jafn stórt nafn og Njarðvík er í körfuboltanum á Íslandi getur ekki verið sátt við. Víkurfréttir áttu gott spjall við Benedikt, nýráð- inn þjálfara í Ljónagryfjunni alræmdu. – Þessi árangur í vetur er ekki eitt- hvað sem Njarðvíkingar eiga að sætta sig við. „Nei, við ætlum að gera allt sem við getum til að búa til gott lið fyrir næsta vetur og vera með sam- keppnishæft lið – búa til gott lið sem vinnur leiki og verður vonandi í efri hlutanum á næsta ári. Við erum að vinna í leikmanna- málum núna, byrja á því að ræða við þá sem eru fyrir og svo förum við í það að skoða hvort þurfi að bæta við og í hvaða stöður. Þetta er nú bara á byrjunareit eins og er enda ég ný- tekinn við. Það er allt á fullu.“ – Verður þú einn eða færðu ein- hvern með þér í þetta? „Ég er allavega einn núna en á eftir að finna einhverja til að hafa mér til halds og trausts, einhverja til að styrkja þjálfarateymið og vinnur vel saman. Þetta ræðst vonandi á næstu viku eða tveimur.“ Benedikt þjálfar kvennalandslið Íslands og verður áfram með það. Hann segir það alveg ganga upp enda komi landsliðsverkefnin í skorpum. „Það á alveg að ganga upp, það er svona meira í gluggum.“ Þjálfar einnig yngri flokka félagsins „Svo á ég eftir að hitta Loga [Gunn- arsson], yfirþjálfara yngri flokka Njarðvíkur, og við eigum eftir að sjá hvaða yngri flokka ég kem til með að þjálfa á næsta ári. Það er í höndum Loga og unglingaráðs hvaða flokkar það verða. Maður vill líka hafa puttana í yngri flokkunum og hafa áhrif á þá sem koma upp í félaginu.“ – Hvenær byrja svo körfuboltalið að koma saman og æfa fyrir næsta tímabil? „Það er mjög misjafnt. Ég hef verið að byrja sumaræfingar í júní en þá hafa tímabilin verið að enda töluvert fyrr. Kannski verður byrjað eitthvað seinna núna af því að þetta var svo langt tímabil og erfitt, menn þurfa náttúrlega hvíld til að hlaða batteríin. Ég á eftir að finna út úr því og taka púlsinn á leikmönnum.“ Er hálfgerður Njarðvíkingur „Ég er Vesturbæingur að upplagi, elst upp í Vesturbænum og fell fyrir körfuboltanum sem ungur drengur í KR. Ég var mest í fótbolta fyrst en svo prófaði ég körfuna og varð ást- fanginn af körfuboltanum. Þetta er búið að vera mitt aðalstarf núna í töluverðan tíma.“ Benedikt þjálfaði síðast meistara- flokk kvenna hjá KR tímabilið 2019– 2020 en hann hefur komið víða við sem þjálfari á undanförnum árum. „Ég tók mér frí frá meistaraflokks- þjálfun síðasta vetur en á undan því var ég með meistaraflokk kvenna hjá KR í þrjú ár en ég á sögu í Njarðvík. Ég bjó í Njarðvík frá 1995 til 2000 þegar ég flutti að heiman.“ – Hvernig stóð á því? „Það var nú bara tilviljun. Ég ákvað að flytja að heiman og félagi minn og fyrrverandi formaður körfuknatt- leiksdeildar KR, Ingólfur Jónsson, náði sér í konu í Njarðvík og flutti þangað. Þau bentu mér á íbúð sem ég fór að leigja. Ég bjó í Njarðvík í fimm ár, eignaðist marga vini og þjálfaði hjá Njarðvík í tvö ár, frá 1998 til 2000. Á þessum tíma náði ég mér í konu í Njarðvík til 26 ára en við skildum á síðasta ári. Við eigum þrjú börn saman, tvo stráka og eina stelpu, og svo á ég gott fólk þarna sem er hálfgerð fjölskylda mín.“ Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í minnibolta Um þarsíðustu helgi fór fram Íslandsmótið í minnibolta 11 ára þar sem Njarðvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar Lið Njarðvíkur, undir stjórn Einars Árna Jó- hannssonar, vann fjóra af fimm leikjum helgar- innar. Á laugardeginum unnust þrír flottir sigrar, gegn Hamar og gegn feiknasterkum liðum Fjölnis og Stjörnunnar. Á sunnudag töpuðu Njarðvíkingar óvænt fyrir UMFK og því var mikið undir í síðari leik liðsins sem var gegn Breiðabliki, hann unnu Njarðvíkingar 31:35 og innsigluðu Íslands- meistaratitilinn. Grindavík Íslandsmeistarar í stúlknaflokki – Sigur á Keflavík í úrslitaleik Grindavík varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki um helgina eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Grindavík byrjaði úrslitaleikinn mun betur og voru komnar með tólf stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Keflavík náði að komast aftur inn í leikinn en þær náðu þó aldrei að jafna hann. Að lokum vann Grindavík með þremur stigum, 61:64. Jenný Geirdal Kjartansdóttir var valin maður úrslitaleiksins en hún skilaði fimmtán stigum, fjórtán fráköstum, tveimur stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Þá bætti Hekla Eik Nökkvadóttir við nítján stigum, sex fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Í liði Keflavíkur var Anna Lára Vignisdóttir atkvæðamest með 22 stig og sjö fráköst. Brenton Birmingham, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og Kristín Örlygsdóttir, formaður, ásamt Benedikt við undirritun samningsins. Mynd af vef UMFN: Jón Björn – jbolafs@gmail.com Benedikt með Jenný Lovísu, dóttur sinni, þegar hún varð Íslandsmeistari með 10. flokki Njarðvíkur. Jenný Lovísa hefur fetað í fótspor föður síns og fæst við þjálfun hjá KR. . . . við ætlum að gera allt sem við getum til að búa ti l gott l ið fyrir næsta vetur og vera með sam- keppnishæft l ið – búa ti l gott l ið sem vinnur leiki og verður vonandi í efri hlutanum á næsta ári   . . . víkurFrÉttir á SuðurnESjuM í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.