Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 23
FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum STYRKT AF vinalegur bær Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum Njarðvíkingurinn María Tinna Hauksdóttir og dansfélagi hennar, Gylfa Má Hrafnssyni, urðu Íslandsmeistarar í ballroom-dönsum fullorðinna um helgina. Frábær árangur fyrir ungt par á sínu fyrsta ári í flokki full- orðinna. Það má segja að síðustu dagar hafi verið viðburðarríkir hjá Maríu Tinnu en hún dúxaði frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja síðasta föstudag. Íslandsmeistaramótið var haldið í Fagralundi um helgina og voru fimm erlendir dómarar að dæma. „Þetta er fyrsta árið sem við til- heyrum flokki fullorðinna,“ segir María Tinna. „Við höfum þó áður fengið að keppa upp fyrir okkur. Við sigruðum alla fimm dansana en þeir eru; vals, tangó, vínarvals, foxtrot og quickstep. Þetta var skemmtileg keppni og var þetta mjög skemmti- legur endir á erfiðu ári, Covid-ári. Núna hefjum við undirbúning fyrir keppnisferðir erlendis sem hefjast vonandi í lok sumars. Vonandi fáum við bólusetningu sem fyrst svo að við getum farið. Næsta mót er British Open en það verður haldið í Blackpool á Englandi í lok ágúst.“ Þróttarmaskínan tætir af stað Pepsi Max-deild kvenna: Ósanngjarnt tap Keflavík tapaði 1:2 þegar liðið tók á móti ÍBV á HS Orkuvellinum á fimmtudag. Gegn gangi leiksins skoraði ÍBV vafasamt sigurmark á lokamínútum leiksins auk þess að tvö mörk voru dæmd af Keflavík. Keflavík situr í níunda sæti með þrjú jafntefli og tvö töp. Mark Keflavíkur: Aerial Chavarin (36’). Mjólkurbikar kvenna: Keflavík úr leik Keflavík tapaði fyrir Fylki á útivelli í sextán liða úr- slitum Mjólkurbikarsins á mánudag. Varnarleikur Kefl- víkinga gaf sig á síðasta hálftímanum og Fylkir vann að lokum stórsigur, 5:1. Fylkir náði forystunni í lok fyrri hálfleiks (45’+1). Keflavík jafnaði leikinn á 55. mínútu en Fylkir skoraði fjögur mörk á síðasta hálftímanum (60’, 63’, 90’+1 og 90’+4). Mark Keflavíkur: Kristrún Ýr Hólm (55’). Lengjudeild kvenna: Jafntefli í Kórnum Grindavík og Augnablik mættust í Fífunni á föstudag en vegna veðurs höfðu fé- lögin skipti á heimaleikjum. Grindvíkingar komust yfir í byrjun síðari hálfleiks en skömmu fyrir leikslok jafnaði Augnablik (84’). Grindavík situr í níunda sæti eftir þrjú jafntefli og eitt tap. Mark Grindavíkur: Júlía Ruth Thasaphong (46’). Lengjudeild karla: Sigur fyrir vestan Grindvíkingar unnu mikilvægan 2:3 útisigur á Vestra á sunnudag. Með sigrinum komst Grindavík í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig. Mörk Grindavíkur: Sigurður Bjartur Hallson (3’ víti og 61’ víti), sjálfsmark (71’). 2. deild karla: Kári - Njarðvík 0:2 Njarðvíkingar sigruðu Kára í fjórðu umferð 2. deildar þegar leikið var á föstudag. Njarðvík er nú í sjötta sæti deildarinnar með sex stig. Mörk Njarðvíkur: Andri Fannar Freysson (22’) og Einar Orri Einarsson (33’). 2. deild karla: Leiknir - Reynir 4:2 Reynir Sandgerði lék gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Reyð- arfirði á föstudaginn og Leiknismenn komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik (18', 34' og 43'). Reynir minnkaði muninn með tveimur mörkum fyrir hálfleik en Leiknir skoraði fjórða mark sitt á 67. mínútu. Reynir situr í sjöunda sæti með sex stig eins og Njarðvík. Mörk Reynis: Fufura Barros (45’+1 víti og 45’+4). 2. deild karla: Víðir - KFG 1:0 Víðismenn fögnuðu sigri þegar þeir lögðu KFG í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á fimmtudag. Eina mark leiksins skoruðu Víðismenn í seinni hálfleik. Víðir er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig. Mark Víðis: Sigurður Karl Gunnarsson á (54’). Tveir Íslandsmeistaratitlar til Grindavíkur Þrjú silfur og eitt brons Júdódeild UMFG tók þátt í Íslandsmóti yngri flokka um helgina. Hópurinn var félaginu til mikils sóma sem endranær og náði frábærum árangri. Grindavík sendi sjö þátttakendur á mótið en heildarfjöldi keppenda var 56 frá sjö fé- lögum. Zofia Dreksa varð Íslandsmeistari stúlkna U13 -40 og Kent Mazowiecki var Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -66. Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi: Stúlkur U13 -40 Zofia Dreksa, Íslandsmeistari Natalía Gunnarsdóttir, 2. sæti Drengir U13 -60 Markús Ottason, 2. sæti Stúlkur U15 -57 Friðdís Elíasdóttir, 4. sæti Drengir U15 -66 Kent Mazowiecki, Íslandsmeistari Stúlkur U21 -70 Tinna Ingvarsdóttir, 2. sæti Drengir U21 -90 Ísar Guðjónsson, 3. sæti Ingólfur Rögnvaldsson Íslandsmeistari Daníel Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar lenti í öðru í sínum flokki (drengir U21 -66) en hann keppti í þyngdarflokki upp fyrir sig. Suðurnesjamaðurinn Ingólfur Rögn- valdsson, sem keppir fyrir Júdófélag Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -73. Frábær árangur og enn og aftur sýnir Suðurnesjafólk að júdóíþróttin stendur framarlega á Reykjanes- skaganum. Hópurinn frá Grindavík með þeim Arnari Má Jónssyni og Aron Snæ Arnarssyni, þjálfurum júdódeildar UMFG. Daníel með silfur og Ingólfur með gull. Tinna María og Gylfi Már með verðlaunin sem þau hlutu fyrir sigur á Íslandsmótinu. knattSPYrnuSaMantEkt Þróttur hefur heldur betur styrkt stöðu sína í 2. deild karla eftir að hafa byrjað mótið rólega, með tveimur jafnteflisleikjum. Í síðustu tveimur umferðum hafa Þróttarar skorað hvorki fleiri né færri en níu mörk en aðeins fengið á sig tvö. Í þriðju umferð skellti Þróttur öðru toppliðanna, ÍR, með fimm mörkum gegn einu á útivelli og á sunnudag tóku Þróttarar á móti Haukum á Vogaídýfuvellinum og þá var svipað uppi á teningnum. 4:1 urðu lokatölur fyrir Þrótti sem er komið í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir KF og ÍR. Dagur Ingi Hammer skoraði þrennu gegn Haukum en Rubén Lozano Ibancos eitt. Dagur Ingi Hammer við það að skora þriðja mark sitt í leiknum. Á innfelldu myndinni fagna markvörðurinn Rafal Stefán Daníelsson og Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar. VF-mynd: Hilmar Bragi Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is Sigurður Bjartur skoraði úr tveimur vítum gegn Vestra. Aerial Chavarin er snögg og stórhættuleg í sókninni. Júlía Ruth skoraði mark Grindavíkur. víkurFrÉttir á SuðurnESjuM í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.