Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 02.06.2021, Blaðsíða 19
Betri líðan og hagsæld barna Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðar- menn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur með barnabótum . Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barna- bætur ekki tekjutengdar en í Dan- mörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Á Íslandi byrja skerðing- arnar við 351.000 kr á mánuði! Fólk með meðaltekjur hér á landi fá ekki barnabætur. Tekjutengingin er í hinum nor- rænu ríkjunum í gegnum tekju- skattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. Við í Samfylkingunni jafn- aðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjár- hagslegan stuðning við barnafjöl- skyldur á næsta kjörtímabili verði að barnafjölskyldur með meðal- laun fái óskertar barnabætur. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðli- legur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. E f b a r n a b æ t u r yrðu greiddar út mán- aðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 krónur á mánuði með einu barni undir sjö ára hjá sambúðarfólki en 44.000 krónur til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir sjö ára er greiðslan 55.000 krónur á mánuði hjá sam- búðarfólki en 78.000 krónur hjá einstæðum foreldrum. Fresta barneignum Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, s.s. kennara, hjúkrunarfræðinga og bankastarfsmenn, segja þær allar að barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Of margar þeirra fresta barneignum vegna efnahags. Breytum þessu. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“ og leggið Sam- fylkingunni lið í kosningunum í september. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og oddviti Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi. Stuttu eftir að hann útskrifaðist úr námi í viðskiptafræði frá University of West Florida fann Marteinn Urbancic að „níu til fimm“ skrifstofulífið var ekki fyrir sig og ákvað að skipta um stefnu. Marteinn skráði sig í atvinnuflugnám við Flug- akademíu Keilis, sem síðar sameinaðist Flugskóla Íslands og saman mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn öflugasta flugskóla Norðurlandanna. „Ég hafði haft augastað á fluginu í nokkur ár en hafði alltaf haldið áfram í viðskiptafræðinni þar sem það gekk vel að læra þrátt fyrir að hafa fundist námið óspennandi. Ég ákvað því að breyta til og læra eitt- hvað sem mér þætti spennandi og skráði mig í flugnám. Ég féll strax fyrir fluginu eftir fyrsta kynn- ingarfund og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa breytt um stefnu,“ segir Marteinn. Fékk skírteinið í hendurnar á fordæmalausum degi Marteinn byrjaði í flugnáminu í nóvember 2017 og útskrifaðist úr bóklega hlutanum í maí 2019. Við tók verklegur hluti námsins sem lauk í mars 2020 og fékk hann því atvinnuflugmannsskírteinið afhent sama dag og fyrsta samkomubannið var sett á hérlendis. Þrátt fyrir óheppilega tímasetn- ingu hefur Marteinn nýtt tímann vel undanfarið ár. Hann skráði sig í flugklúbb, tók að safna flugtímum og horfir bjartsýnn til framtíðar. „Flugið býður upp á svo margt, ekki bara á Íslandi. Það er hægt að ráða sig í störf út um allan heim og eru margir spennandi staðir í boði til að fá reynslu,“ segir Marteinn sem verður klár þegar að kallið kemur og vonast til að vera kominn á Boeing 737 Max vélar Icelandair innan þriggja ára. Eftirminnilegasta flugferðin hluti af náminu Marteinn segir eftirminnilegasta flug sitt hafa verið 300 sjómílna soloflug, sem er hluti af náminu hjá Flugaka- demíu Íslands. Þar skipuleggur flug- neminn langt flug og flýgur það einn. „Mitt flug var á fallegum vetrar- degi þar sem allt var í snjó á jörðinni en frábært flugveður, heiðskírt og enginn vindur. Ég flaug á Rif sem er á Snæfellsnesi, skoðaði Kirkjufell sem er fallegasta fjall Íslands. Þaðan á Sauðárkrók og svo hátt og langt aðflug til Vestmannaeyja, þar er flottasti flugvöllur landsins og mjög gaman að lenda þar. Frábær dagur og geggjað útsýni.“ Marteinn mælir eindregið með því að skrá sig í flugnám hjá Flugaka- demíu Íslands þrátt fyrir núverandi ástand í flugheiminum sem skapast hefur sökum Covid-19. „Þessi bransi er alltaf upp og niður. Það er sagt að best sé að læra í niðursveiflu því þá kemur þú beint inn í uppsveifluna við útskrift og það vantar alltaf góða flugmenn.“ Vöntun á flugmönnum í kortunum Nýleg rannsókn Oliver Wyman, sem fjallað var um í CNN Business, spáir mikilli vöntun á flugmönnum á kom- andi árum og er talið að flugfélög fari að finna fyrir yfirvofandi vöntun strax á næsta ári. Árið 2025 er talið að vöntun verði á 34 þúsund flug- mönnum og gangi ferðatakmarkanir yfir hraðar en núverandi spár gefa til kynna má áætla að vöntunin verði nær 50 þúsund flugmönnum. Að auki hafa skellir í ferðamanna- iðnaðinum löngum fælt einstaklinga frá flugnámi og mun það líklega ýta enn frekar undir vöntunina. Því má segja að tíminn sé núna til þess að láta drauminn rætast og skella sér í flugnám. Opið er fyrir umsóknir í flugnám við Flugakademíu Íslands, áhuga- samir geta kynnt sér námið á www.flugakademia.is Þreyttist á „níu til fimm“ og skráði sig í flugnám FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sögur af sjónum Uppbygging í Grindavík ... og fleira áhugavert! víkurFrÉttir á SuðurnESjuM í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.