Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 20

Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202120 Ákveðið hefur verið að fyrir lok þessa árs verði umgjörð fyrir al- mennt ökunám orðin stafræn frá upphafi til enda. Tekur það til um- sókna, ökunámsbóka, upplýsinga- gáttar fyrir nemendur og ökukenn- ara, ökuskóla, prófa og útgáfu öku- skírteina. Markmiðið er að einfalda ökunámsferlið, fækka snertiflöt- um milli stofnana og bæta til muna þjónustu við nemendur og öku- kennara. Gert er ráð fyrir því að annað ökunám og ökunám til auk- inna ökuréttinda fylgi síðan í kjöl- farið. „Mikil tækifæri eru fólgin í að einfalda umgjörð ökunáms og bæta rafræna stjórnsýslu. Það er tímabært að ökunámið verði markvissara og umhverfisvænna í takt við nútíma- tækni. Við viljum kveðja prentuðu ökunámsbækurnar, auðvelda fólki að fara í gegnum ökunámið og gera próf rafræn, að undanskildu gamla góða verklega prófinu,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Samgöngustofa ber ábyrgð á ökunámi og mun stýra verkefninu í samvinnu við hlutaðeigandi ráðu- neyti og sýslumannsembætti, sem gefa út ökuskírteini í umboði rík- islögreglustjóra. Verkefnastofa um stafrænt Ísland mun hafa um- sjón með að þróa tæknilausnir til að stafrænt ökunámsferli verði að veruleika. Unnið í þremur áföngum Verkefnið verður unnið í nokkrum áföngum sem fylgja þeirri tímaröð sem ökunemar fara í gegnum öku- námsferlið. Í fyrsta áfanga verður unnið að nýju rafrænu umsókna- ferli. Vinna við það er hafin hjá Samgöngustofu, sýslumannsemb- ættunum og Stafrænu Íslandi. Í öðrum áfanga verður rafræn öku- námsbók og tenging hennar við ökunema, ökukennara, ökuskóla, ökugerði og alla þá aðila sem tengj- ast þessum miðpunkti ökunámsins. Loks mun þriðji og síðasti áfang- inn felast í að gera ferlið í kringum próftöku og útgáfu skírteina staf- rænt ásamt allri umsýslu í kring- um það. Eins og fyrr segir er stefnt að allt bóknám til ökuréttinda verði stafrænt fyrir næstu áramót. mm Dúi J. Landmark hefur verið ráð- inn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni. Um er að ræða nýtt starf sem er ætlað að styrkja fræðslu- og kynningarmál Land- græðslunnar sem hefur nú starfað í 114 ár að því að vernda og við- halda þeim auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. „Vægi þessara málaflokka hefur aldrei verið jafn augljóst og nú, og því vill Landgræðslan sem þekking- ar- og þjónustustofnun efla miðlun og upplýsingagjöf til almennings og hagaðila. Hjá Landgræðslunni starfa um 60 starfsmenn að jafn- aði auk sumarstarfsfólks, höfuð- stöðvar hennar eru í Gunnarsholti á Rangárvöllum auk starfsstöðva á Egilsstöðum, Húsavík, Hvanneyri, Sauðárkróki og Reykjavík,“ segir í tilkynningu. Dúi Landmark að Skagamaður að uppruna. Upphaflega lærði hann framleiðslu sjónvarps- og fjölmiðla- efnis auk ljósmyndunar í EfET skólanum í París frá 1986-1990 auk Markaðs- og útflutningsfræði við HÍ. Hann hefur fjölbreytta reynslu úr fjölmiðlun og efnisframleiðslu sem sjálfstæður framleiðandi auk þess að stunda ljósmyndun og sinna fararstjórn. Rifja má það upp að rætt var við Dúa í jólablaði Skessu- horns þar sem birtar voru myndir frá Grænlandsvöl hans. mm frítt verður inn á valin söfn í sam- starfi við sveitarfélög um land allt í dag, miðvikudaginn 10. febrúar. Geðhjálp stendur fyrir átakinu G- Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaum- ur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G- vítamín. Í dag er G-vítamín dags- ins að „Gleyma sér“. Því er tilval- ið að fara á safn sem er góð leið til að gleyma sér og njóta menningar og lista í leiðinni. Meðal safna sem taka þátt má nefna að Norska Hús- ið og Vatnasafnið á Stykkishólmi verður opið í dag, miðvikudaginn 10. febrúar. Norska húsið – bygg- aðsafn Snæfellinga og Hnappdæla verður opið frá kl. 14-16. Vatnasafn er opið kl. 14-16, en fólk verður að koma í Norska húsið til að fá kóða inn á Vatna- safn. „Endilega nýtið tækifærið, ef ekki á þeim degi, þá þegar hentar. Það er verð- mætt að leyfa sér að gleyma sér. frekari upplýsingar um söfn sem taka þátt má finna á gvi- tamin.is. Það þarf ekki að skrá sig til að fá aðgang að söfnunum. Á gvitamin.is er hægt að skrá sig og fá heilræði dagsins send í tölvu- pósti allan þorra ásamt möguleika á fjöldanum öllum af geðbætandi vinningum sem dregnir eru út dag- lega,“ segir í tilkynningu. mm Í liðinni viku rituðu forsvarmenn ríkisstjórnarinnar og bændasam- taka Íslands undir samkomulag um breytingar á rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar- ins. Samkomulagið er hluti af end- urskoðun búvörusamninga. „Í sam- komulaginu er tæpt á fjölmörg- um atriðum sem eiga að styrkja og styðja við íslenskan landbúnað. Sérstök áhersla er lögð á loftslags- mál og er kveðið á um að íslenskir landbúnaður verði að fullu kolefn- isjafnaður eigi síðar en árið 2040. Þá er samstaða um að ný landbún- aðarstefna fyrir Ísland verði grunn- ur að endurskoðun búvörusamn- inga árið 2023. Jafnframt er kveð- ið á um að fjármunir úr ramma- samning búvörusamninga renni til bændasamtaka Íslands, m.a. til út- færslu á búvörumerki fyrir íslensk- ar landbúnaðarafurðir að norrænni fyrirmynd. Um leið er í samkomu- laginu ákvæði um tollvernd sem er hluti af starfsskilyrðum landbúnað- arins,“ segir í tilkynningu. „Það er ánægjulegt að loks hafi verið lokið við endurskoðunina en tæknileg atriði hafa verið umfangs- mikil þar sem nýstofnaður Mat- vælasjóður hefur áhrif á samning- inn,“ segir Gunnar Þorgeirsson for- maður bændasamtakanna. „Einnig er mikilvæg grein í samningnum þar sem fram kemur að tollar séu hluti af starfsumhverfi landbúnaðar og þar að auki verður tekið tillit til þróunar á þeim vettvangi. Í hluta af framlagi samningsins, sem rennur beint til bændasamtakanna, er við- urkennd sú ábyrgð sem samtökin bera gagnvart opinberum aðilum á grundvelli laga. Stuðningur við þróun búvörumerkis fyrir íslenska framleiðslu er einnig hluti ramma- samningsins sem er mikilvægt skref fyrir íslenska matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. „Í samkomulaginu sem nú var undirritað er að finna ákvæði sem ég er sannfærður um að muni styrkja undirstöður landbúnaðarins, m.a. ákvæði um að ný landbúnaðar- stefna fyrir Ísland, sem mun liggja fyrir í vor, verði grunnur að endur- skoðun búvörusamninga árið 2023. Um leið verður mælaborð landbún- aðarins skref í að skapa betri yfirsýn yfir stöðu greinarinnar á hverjum tíma og útfærsla búvörumerkis fyr- ir íslenskar landbúnaðarafurðir að norrænni fyrirmynd verður mikil- vægt verkefni í að tryggja sérstöðu íslenskra vara á markaði, til hags- bóta fyrir framleiðendur og neyt- endur,” sagði Kristján Þór Júlíus- son sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra við þetta tilefni. mm beitningsvélarbáturinn Indriði Kristins bA komst ekki til heima- hafnar á Tálknarfirði síðastliðinn mánudag. Ástæðan var sú að ís lok- ar höfninni þar. Því varð Indriði að landa afla sínum í Ólafsvík. Afli bátsins var un 14 tonn í tvær lagn- ir. Á meðfylgjandi mynd er fannar Jónínuson að landa. af Bóklegt ökunám verður gert stafrænt Stefnt að samningi um starfs- skilyrði landbúnaðar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður samninganefndar ríkisins. Ljósm. Golli. Dúi Landmark. Ljósm. frg. Dúi ráðinn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni Ís lokar höfninni á Tálknafirði Fáðu þér G-Vítamín – opið í Stykkishólmi í dag

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.