Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Hafi vilja og burði
til góðra verka
Að óbreyttu fara kosningar til Alþingis Íslendinga fram laugardaginn 25. sept-
ember næstkomandi. Óvissuþættirnir hvað það snertir eru einkum þeir hvort
samstarf ríkisstjórnarflokkanna haldi út kjörtímabilið. fátt bendir reyndar til
annars enda virkar fremur kært milli forsvarsmanna flokkanna, allavegana á yf-
irborðinu. Þeir virðast hafa samið um hvaða mál fái brautargengi síðustu metra
samstarfsins og má nefna bankasölu, hálendisþjóðgarð og barnafrumvarp til
marks um það. Nú þegar innan við ein meðganga er til kosninga er þess að
vænta að flokkar sem hyggjast bjóða fram fari að láta vita af sér.
Norðvesturkjördæmi er fámennt og strjálbýlt í samanburði við önnur. Vegna
reglna um jafnan atkvæðisrétt landsmanna grúfir sífellt sú ógn yfir að hér þurfi
að fækka þingmönnum. Þeir eru nú sjö kjördæmakjörnir og eitt jöfnunar-
þingsæti. Síðast fékk Miðflokkurinn jöfnunarsætið sem enginn veit hver hrepp-
ir það fyrr en búið er að telja upp úr öllum kjörkössunum undir morgun á kosn-
inganóttu. Þessir átta þingmenn þurfa síðan að gæta hagsmuna umbjóðenda
sinna hvarvetna, frá Akranesi í suðri, um Vestfirði og Norðurland vestra, allt
norður í Skagafjörð. Hér er því um gríðarlega víðfeðmt kjördæmi að ræða og
ólík svæði þegar kemur að ýmsum hagsmunum íbúa. Til að rækta tengsl sín við
kjósendur eru sumir þingmenn duglegir að fara reglulega um og heyra hvaða
mál brenna á fólki. Af því leiðir að mér er ómögulegt að skilja þann pirring sem
reglulega hlýst af ferðakostnaði þingmanna. Meðan núverandi kjördæmaskipan
er við lýði fagna ég því að þingmenn séu á ferðinni og held að margur sparn-
aður í ríkisrekstri gæti verið nauðsynlegri. Góður þingmaður er nefnilega með
puttann á púlsinum hverju sinni enda starfar hann í skjóli umbjóðenda hvar sem
þá er að finna í kjördæminu. Á liðnum árum og kjörtímabilum geri ég mér vel
grein fyrir því að þau tengsl eru misjafnlega vel ræktuð.
Hér á landi búum við við flokksræði. Það eru stjórnmálaflokkar sem ákveða
hvernig valið er á framboðslista. Það getur verið býsna flókið ef búa á til lista
sem höfðar til sem flestra og dýrkeypt ef það mistekst. fæstir landsmenn eru í
dag flokksbundnir og því eru mjög margir sem velja einstaklingana á framboðs-
listunum jafnvel frekar en flokkana sem þeir tilheyra. Vissulega eru þó margir
sem kjósa ætíð sama flokkinn, af gömlum vana og jafnvel af því foreldrarnir
kusu þannig og þar áður foreldrar þeirra. Enn aðrir velja að setja atkvæði sitt
á ákveðinn flokk til að tryggja honum betri möguleika þegar kemur að ríkis-
stjórnarsamstarfi.
Sjálfur hef ég verið utan flokka frá því áður en ég kom að stofnun Skessu-
horns fyrir hartnær aldarfjórðungi síðan. finnst það bæði eðlilegt og rétt enda
tel ég að fjölmiðill eins og okkar eigi að vera hafinn yfir tengsl við stjórnmála-
flokka. Við eigum að gæta hagsmuna allra, kvenna jafnt sem karla, ungra sem
aldinna. Enda er í mínum huga vafasöm afstaða að binda trúss sitt við ákveðinn
stjórnmálaflokk því þeir breytast ekki síður en við sjálf.
Í ljósi þess hversu kjördæmið er víðfeðmt bíður flokksfélaganna nú að setja
saman framboðslista sem vænlegir eru til vinsælda. Þurfa að gæta að kynjaskipt-
ingu, staðsetningu og fjölmargum öðrum þáttum. fyrstu prófkjörin fara fram í
þessum mánuði en aðrir flokkar eru rólegri í tíðinni og taka jafnvel ekki ákvörð-
un fyrr en með vorinu. Undir yfirborðinu er hins vegar löngu byrjað að takast á
um skipan fulltrúa. Dæmi eru um að menn hafi fyrir löngu undirbúið framboð
sín, flutt jafnvel milli byggðarlaga til að kynnast sem flestum. Það er gott og
blessað, enda er bara jákvætt að metnaður liggi á bakvið ákvörðun um framboð
til Alþingis. Verra er hins vegar ef slagur milli byggðarlaga um frambjóðendur
í bitastæð sæti verður of harður. Umfram allt er mikilvægt að þeir sem veljast
í forystusæti hafi bæði burði og vilja til að gegna svo þýðingarmiklu starfi sem
þingmennska er. Það skiptir nefnilega raunverulegu máli að til forystu veljist
öflugt fólk sem tilbúið er að berjast fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar því við
erum nú þegar orðinn minnihlutahópur sem þarf að láta vel í okkur heyra.
Magnús Magnússon
Verktakar hafa nú hafist
handa við að grafa grunn
við Ölkelduveg í Grund-
arfirði en það er nú eitt-
hvað sem ekki er sér-
lega algengt. Þarna mun
rísa glæsilegt einbýlishús
við Ölkelduveg 23. Þetta
verður kærkomin viðbót
við húsnæðiskost bæjar-
ins en þónokkur hreyf-
ing hefur verið á fasteign-
um í Grundarfirði upp
á síðkastið. Það er alltaf
ánægjulegt fyrir íbúa að sjá
slíkar framkvæmdir innan
bæjarmarkanna. tfk
Á fundi stjórnar Veiði-
félags Arnarvatnsheið-
ar í síðustu viku var
samþykkt að bjóða upp
á leyfi til dorgveiða í
úlfsvatni. Stöngin mun
kosta fimm þúsund
krónur og eru menn
beðnir um að setja sig í
samband við Snorra Jó-
hannesson veiðivörð (s.
892-5052) til að fá upplýsingar
um færð og annað sem nauðsyn-
legt er að vita ef menn ætla í vetr-
arferð inn á heiðina.
Þar sem ekki eru all-
ir búnir farartækjum til
vetrarferða upp á há-
lendið bendir veiði-
félagið á að Kristján
Kristjánsson sem rek-
ur Mountain taxa ætl-
ar að bjóða upp á ferð-
ir í dorgveiði á heiðina
núna í vetur en Kristján
er vel kunnugur á svæð-
inu og með góða bíla í slík vetrar-
ferðalög. mm
Peningastefnunefnd Seðlabankans
gaf það út 3. febrúar síðastliðinn
að stýrivextir verði áfram óbreytt-
ir. Meginvextir bankans, vextir á
sjö daga bundnum innlánum, verða
því áfram 0,75%. Samkvæmt nýrri
þjóðhagsspá kemur fram að svo
virðist sem innlend eftirspurn hafi
verið þróttmeiri í fyrra en áður
var áætlað og efnahagssamdrátt-
urinn því minni en bankinn spáði
í nóvember. Á þessu ári eru einnig
horfur á að innlend eftirspurn vaxi
meira en áður var spáð en á móti
vega lakari útflutningshorfur. Þró-
un efnahagsmála mun þó markast
af framvindu farsóttarinnar.
Verðbólga jókst í janúar þegar
hún mældist 4,3%. Þar vega enn
þungt áhrif gengislækkunar krón-
unnar á verð innfluttrar vöru. Á
sama tíma hefur verð innlendr-
ar vöru einnig hækkað sem end-
urspeglar að einhverju leyti þrótt
innlendrar eftirspurnar. Þá hef-
ur alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð
hækkað og við bætast óhagstæð
grunnáhrif frá janúar í fyrra. Sam-
kvæmt spá Seðlabankans eru horf-
ur á að verðbólga verði um 3,9%
á fyrsta fjórðungi ársins en að hún
hjaðni tiltölulega hratt er líður á
árið enda töluverður slaki til staðar
í þjóðarbúinu og gengi krónunnar
hefur hækkað undanfarna mánuði.
„Peningastefnunefnd mun beita
þeim tækjum sem nefndin hefur
yfir að ráða til að styðja við þjóðar-
búskapinn og tryggja að verðbólga
hjaðni aftur í markmið innan ásætt-
anlegs tíma,“ segir í yfirlýsingu frá
stofnuninni. mm
Ábúendur á Glitstöðum í Norð-
urárdal hrukku upp um miðja nótt
aðfararnótt þriðjudags í síðustu
viku þegar þyrla Landhelgisgæsl-
unnar flaug þar yfir í lágflugi, lægra
en venja er til, svo drundi í húsum.
Þarna var Tf-EIR á ferð en þyrl-
an hafði verið kölluð út til að sækja
veikan einstakling. Þyrlan fór til
móts við sjúkrabíl og lenti nærri
fornahvammi, að sögn Ásgeirs
Erlendssonar upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar. Eftir flugtak
var flugið hækkað en vegna ókyrrð-
ar í lofti varð að lækka flugið aftur
niður í þúsund fet og fljúga þann-
ig út Norðurárdalinn. Þyrlan flutti
sjúklinginn á Landspítalann í foss-
vogi og lenti þar með hann klukkan
4:38 um nóttina. arg
Stýrivextir verða áfram óbreyttir
Byrjað að grafa fyrir húsi
í Grundarfirði
Þyrla í lágflugi yfir Norðurárdalnum
Nú er hægt að kaupa
dorgveiðileyfi í Úlfsvatni