Skessuhorn - 10.02.2021, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202122
Ný könnun landshlutasamtaka sveit-
arfélaga hefur nú verið birt. Könn-
unin var gerð meðal íbúa landsins og
spurt út í búsetuskilyrði, hamingju
og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að
könnuninni stóðu landshlutasamtök
sveitarfélaga ásamt byggðastofnun
og var hún gerð á íslensku, ensku
og pólsku og framkvæmd í septem-
ber og október síðastliðnum. Nið-
urstöðurnar byggja á svörum frá
10.253 þátttakendum, þar af 1.635
á Vesturlandi. Þetta er í fyrsta sinn
sem svo víðtæk könnun um þessi
efni nær til allra svæða landsins og
er markmiðið að hún verði eftirleið-
is gerð á 2-3 ára fresti og geti ver-
ið sveitarfélögum og stjórnvöldum
mikilvægt tæki í búsetu- og byggða-
þróun. Höfundar skýrslunnar eru
hagfræðingarnir Vífill Karlsson hjá
SSV og Helga María Pétursdóttir
hjá SSNE. Könnunin byggir á hlið-
stæðri íbúakönnun sem gerð var árið
2017 en nú er hún mun viðameiri,
auk þess sem fyrri könnun náði ekki
til allra svæða landsins. Á þeim svæð-
um sem báðar kannanirnar náðu til
má í sumum tilfellum sjá viðhorfs-
breytingar hjá íbúum á þessu tíma-
bili. Vesturland býr svo vel að hlið-
stæð könnun hefur áður verið unnin
af SSV fyrir svæðið.
Spurt var um 40 atriði sem snerta
búsetuskilyrði. Sem dæmi um fjöl-
breytileika í efnisatriðum má nefna
friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnu-
öryggi, launatekjur, húsnæðismál,
nettengingar, vegakerfi, vöruverð,
þjónustu við fatlaða og aldraða, raf-
magn, ásýnd bæja og sveita, almenn-
ingssamgöngur og margt fleira. Efn-
isatriðin snúa því að samfélagsinn-
viðum sem og þjónustuþáttum á for-
ræði ríkis og/eða sveitarfélaga. Vest-
mannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörð-
ur eru þau svæði sem best koma út í
heildarstigagjöf. Heildareinkunn var
hins vegar lægst í Dölum og á sunn-
anverðum Vestfjörðum. Í saman-
burði við önnur búsetusvæði lands-
ins fá íþróttir (tækifæri til íþrótta/
tómstundaiðkunar), umferðaröryggi
og vöruverð lægsta einkunn í Döl-
um. Þessi tvö svæði gefa einnig al-
menningssamgöngum lága einkunn
í samanburði við önnur svæði, sem
og farsímasambandi, þjónustu við
fatlaða og vegakerfinu. Dalamenn
reyndust einnig óánægðastir þeirra
sem könnunin náði til með vöruverð,
umferðaröryggi, mannlíf og laun.
Þó íbúar í Vestmannaeyjum, á Ak-
ureyri og við Eyjafjörð mælist með
hæsta heildarstigagjöf í könnuninni
þá er mismunandi hvaða þætti þeir
eru ánægðir með. Í samanburði við
önnur svæði gefa Vestmannaeyingar
mannlífi, skipulagsmálum, umferð,
umferðaröryggi, íbúðaframboði,
framfærslu og viðhorfi til sveitarfé-
lags góða umsögn. Akureyringar eru
jákvæðastir gagnvart háskóla, fram-
haldsskóla, almenningssamgöngum,
íbúðaframboði, vegakerfi, menn-
ingu, umhverfismálum og sorpmál-
um.
Samantekt fyrir
Vesturland
Íbúasvæði Vesturlands eru fjögur
í könnuninni, þ.e. Dalir, Snæfells-
nes, borgarfjarðarsvæði, Akranes
og Hvalfjörður (saman). Heildar-
fjöldi svara á Vesturlandi var 1.635.
Íbúar á þessum svæðum voru einn-
ig spurðir í hliðstæðri könnun árið
2017. Í heildarstigagjöf fyrir land-
svæðin 24 og þau 40 búsetuskilyrði
sem spurt var um var Snæfellsnes í
5. sæti, Akranes og Hvalfjörður í 6.
sæti, borgarfjarðarsvæði í 21. sæti og
Dalir í 23. sæti.
Jákvæðastir íbúa Vesturlands í af-
stöðu til síns sveitarfélags voru íbú-
ar á Snæfellsnesi. Neikvæðastir í af-
stöðu til síns sveitarfélags voru íbú-
ar í Dölum. Íbúar Akraness og við
Hvalfjörð voru meðal þeirra jákvæð-
ustu í könnuninni á landinu hvað
varðar almenningssamgöngur, þjón-
ustu dvalarheimila, farsímakerfi,
þjónustu við fatlaða, aðstoð við fólk
í fjárhagsvanda, þjónustu framhalds-
skóla, grunnskóla og tónlistarskóla,
heilsugæslu, framboð íbúða, íþróttir,
unglingastarf, nettengingar og raf-
magn. Þeir voru jákvæðastir allra á
landinu hvað leikskólaþjónustu og
vöruverð snertir. Íbúar Akraness
og við Hvalfjörð voru einna helst
óánægðir með skipulagsmál, nátt-
úru, menningu, mannlíf og friðsæld.
Íbúar borgarfjarðarsvæðis gáfu í
samanburði við aðra dvalarheimila-
þjónustu háa einkunn, sem og þjón-
ustu framhaldsskóla, háskóla og leik-
skóla, auk þess að vera meðal þeirra
ánægðustu með vöruverð. borgfirð-
ingar reyndust hins vegar óánægð-
astir allra í könnuninni með skipu-
lagsmál. Dalamenn komu verst af
öllum þátttakendum á landinu út
úr þáttum á borð við afþreyingu, al-
menningssamgöngur, farsímaþjón-
ustu, framhaldsskóla, framfærslu
sína almennt, háskóla, íþróttir, laun,
mannlíf, umferðaröryggi, þjónustu
við útlendinga og vöruverð. Þeir
voru hins vegar ánægðastir allra með
loftgæði og gáfu heilbrigðisþjón-
ustu og friðsæld einnig háa einkunn
í samanburði við aðra. Íbúar á Snæ-
fellsnesi gáfu ásýnd hæsta einkunn
allra og voru einnig ánægðir með
loftgæði, sorpmál, umferðaröryggi
og umhverfismál. Snæfellingar voru
meðal þeirra sem verst komu út hvað
nettengingar varðar.
Breytingar frá könnun
árið 2017
Þegar svör úr könnuninni nú voru
borin saman við hliðstæða könnun
árið 2017 sjást breytingar á viðhorfi
íbúa á Vesturlandi í ýmsum mála-
flokkum. Íbúar á Akranesi og við
Hvalfjörð telja að framboð á íbúð-
um til sölu, þjónusta við aldraða
og fatlaða og framboð leiguíbúða
hafi batnað mest frá árinu 2017 en
staða atvinnumála og atvinnuöryggi
hafi versnað mest á sama tíma. Íbú-
ar töldu nú möguleika til framhalds-
skólanáms mikilvægara málefni en
áður en áhersla á almenningssam-
göngur er ekki eins mikil og áður.
flestir þættir jukust þó að mikilvægi
frá 2017. borgfirðingar telja heilsu-
gæslu og skipulagsmál hafa versn-
að mest frá 2017 en að nettenging
hafi batnað mest. Möguleika til há-
skóla- og framhaldsskólanáms telja
þeir mikilvægari en áður en áhersla
á atvinnuúrval og almenningssam-
göngur dróst mest saman. Í Döl-
um hefur nettenging batnað mest að
gæðum frá 2017, að mati íbúa. Þeir
töldu mannlíf hafa versnað. Áhersla
þeirra á vöruverð jókst mest að mik-
ilvægi frá fyrri könnun en áhersla
á almenningssamgöngur minnk-
aði mest á tímabilinu. Snæfellingar
telja framboð leiguíbúa vera þann
þátt sem hafi batnað mest frá 2017
en almenningssamgöngur og net-
tengingar hafi á sama tíma versnað
mest. Mesta aukning mikilvægis var
að þeirra mati á þjónustu við útlend-
inga en íbúar á Snæfellsnesi leggja
nú minni áherslu á almenningssam-
göngur og laun. mm
Í desember síðastliðnum mælti
Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, umhverfis- og auðlindaráð-
herra, fyrir frumvarpi á Alþingi um
Miðhálendisþjóðgarð. Samkvæmt
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
þjóðlendur í sameign þjóðarinnar
innan miðhálendislínu verði gerð-
ar að þjóðgarði, en á miðhálendi
landsins eru ein stærstu óbyggðu
víðerni Evrópu auk náttúru- og
menningarminja. Kveðið er á um
stofnun miðhálendisþjóðgarðs í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn-
ar en mætir engu að síður and-
stöðu nokkurra stjórnarþing-
manna. Sömuleiðis gætir mikillar
andstöðu við málið víða af lands-
byggðinni.
Í kjölfar þess að mælt var fyrir
frumvarpinu var í desember ósk-
að eftir umsögnum um það heim-
an úr héraði. Áberandi andstaða
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
og sömuleiðis á vestanverðu Suð-
urlandi. Þá mætir stofnun Miðhá-
lendisþjóðgarðs afgerandi and-
stöðu á Vesturlandi ef marka má
umsögn sem stjórn Samtaka sveit-
arfélaga á Vesturlandi sendi inn 1.
febrúar sl. Þar segir m.a: „Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi leggja
þunga áherslu á að um stofnun
þjóðgarðs ríki almenn sátt við þau
sveitarfélög og íbúa sem hagsmuna
hafa að gæta við stofnun þjóðgarða.
Af þeim umsögnum og ályktun-
um sem fram hafa komið, m.a. frá
sveitarfélögum, er ljóst að nægjan-
leg sátt hafi ekki myndast um mál-
ið. Meðan svo er telur stjórn SSV
ótímabært að stofna til Hálendis-
þjóðgarðs og hvetur því Alþingi
til þess að gefa málinu lengri tíma
þannig að sátt geti náðst um fram-
tíðarskipulag verndunar hálend-
isins.“ Í svipaðan streng taka til
dæmis Stykkishólmsbær og Dala-
byggð sem segja í umsögnum sín-
um að ekki sé tímabært að leggja
fram frumvarpið að svo komnu
máli. Í borgarbyggð er meirihluti
sveitarstjórnar hlutlaus gagnvart
hálendisþjóðgarði en minnihlut-
inn andvígur stofnun hans.
mm
Sveitarfélög á
Vesturlandi andvíg
stofnun Miðhá-
lendisþjóðgarðs
Mæla búsetuskilyrði og hamingju í nýrri íbúakönnun á landsvísu
Snæfellsnes og Akranes koma vel út en Dalir reka lestina
Í skýrslunni er landinu skipt upp í 24 svæði eins og hér má sjá.
Snæfellsnes er í fimmta sæti á landsvísu samkvæmt könnuninni, en Akranes/
Hvalfjarðarsveit í sjötta sæti. Borgarfjörður og Dalir skora hins vegar umtalsvert
lægra. Ljósm. úr safni/ tfk.