Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202118
uðu stundum að okkur toffíkara-
mellum. Þá var hátíð.“
Skáru á sandpokana
Á þessum árum áttu margir dreng-
ir hnífa, svokallaða sjálfskeiðunga.
Voru hnífar þessir mismunandi að
gerð, sumir með margskonar tækj-
um og aðrir með tveimur blöðum,
sannkölluð fjölnotatæki. „Við not-
uðum þessa hnífa mikið til að tálga
litla trébáta sem við lékum okkur
með niður í fjöru, tálguðum örv-
ar í bogana okkar og annað sem við
dunduðum okkur við. Einhverju
sinni þegar við komum upp úr fjör-
unni við Krókalónið sáum við að
bretarnir voru búnir að grafa skot-
gröf nyrst á bakkatúninu með útsýni
yfir lónið og inn allan borgarfjörð.
Þessi skotgröf var ekki stór, kannski
4-5 metrar að lengd og röskur metri
á dýpt og breidd. Þar sem jarðveg-
urinn þarna var mjög sandborinn
urðu bretarnir að setja sand í poka
og hlaða þeim upp til að ná einhverri
dýpt á skotgröfina. Þessir strigapok-
ar voru ekki stórir, kannski 40 cm
langir og 20 cm á breidd og mjög
þéttir, fullir af sandi. Við strákarnir
höfðum gaman af því að fela okkur
niður í skotgröfinni þegar við vor-
um að skjóta úr bogum á krumma
eða bjöllur sem flugu yfir. Einhverju
sinni eftir sólríkan dag hafði ég verið
að ydda örina mína og stakk hnífn-
um í einn sandpokann sem rifn-
aði við það og sandurinn bunaði út.
Þetta fannst okkur gaman og í hugs-
unarleysi skárum við á marga poka
þannig að skotgröfin hálffylltist af
sandi. Þegar hermennirnir komu
síðar og sáu þetta varð heljarmikið
mál gert úr þessu. Þeir hafa senni-
lega haldið að þarna hefðu verið að
verki fullorðnir menn, sem hlynnt-
ir væru Þjóðverjum, sem var ekki
óalgengt í byrjun stríðs hér á landi.
Æðsti maður herafla breta kom að
máli við Þórhall fógeta og krafðist
þess að haft yrði upp á spellvirkjun-
um og þeir látnir svara til saka. fóg-
eti skipaði Sigurði Guðmundssyni að
hafa upp á sökudólgunum. Siggi var
ekki lengi að komast að hinu sanna,
því hann vissi sem var að bakkast-
rákarnir og ég værum alltaf að leika
okkur á þessu svæði. Kom hann því
vestureftir og fann okkur úlla niðri
í fjöru. Við viðurkenndum strax að
hafa skorið á sandpokana enda var
ekki annað hægt, sandur í sjálfskeið-
ungum okkar var til vitnis um það.
Siggi sagðist verða að fara með okk-
ur á fógetaskrifstofuna því þar væru
menn sem vildu tala við okkur. Þeg-
ar þangað var komið voru þrír menn
staddir á skrifstofunni; Þórhallur
fógeti, Egill Gíslason frá Hliði, sem
var túlkur, og bretinn sem var lág-
vaxinn karl með montprik. Þórhall-
ur var mjög brúnaþungur og öskraði
að það þyrfti að áminna strákana um
sannsögli. Við vorum orðnir drullu-
hræddir og vissum ekkert hvað var
að gerast. Ég kaus að segja skilmerki-
lega frá og bar við að við hefðum
leitað skjóls í norðan þræsingi, og
Egill túlkaði. Þegar ég var að stama
þessu út úr mér sá ég að brosviprur
voru farnar að færast á varir bretans
og létti okkur mikið. Niðurstaðan úr
þessari yfirheyrslu var sú að bretinn
sagði nokkur vel valin orð þess efn-
is að við hættum svona stráksskap og
málið var látið niður falla.“
Fóru inn á bannsvæði
Loks rifjar Hafsteinn upp sögu af því
þegar varðmaður úr röðum breta
hræddi nánast líftóruna úr þeim
strákunum. „Það var einu sinni sem
við pollarnir á bakka túninu vorum
næstum skotnir. Þarna um sumarið
reistu bretarnir tvo palla fyrir loft-
varnabyssur. Annan niður á breið
en hinn á Grenjum. Þessir pallar
voru kringlóttir úr járni og um þrír
metrar í þvermál og stóðu á staur-
um fet frá jörðu. Alltaf voru her-
menn á pallinum á Grenjum, senni-
lega vegna þess að enginn braggi var
þar sem hermennirnir gætu dvalið í.
Algengur leikur í þá daga var fallin
spíta og var þannig að einn af okk-
ur átti að passa upp á spítu sem var
reist upp við vegg og við hinir að
ná að fella hana án þess að hann sæi
okkur og kallaði nafn okkar. Hann
grúfði sig upp við vegg, taldi upp
á 100 á meðan hinir földu sig. Ég
man að Grétar bróðir úlla átti að
passa spítuna í þetta skiptið og finna
okkur. Hann var glúrinn og erfitt að
fela sig fyrir honum og ákváðum við
úlli að fara niður í Krókalón vest-
ur að flösinni. bretar höfðu ósk-
að eftir að íbúar ákveðinna svæði á
Skaganum, sem ég man ekki hvað
voru mörg, veldu sér fulltrúa sem
koma áttu á framfæri upplýsingum
frá herliðinu. Til dæmis um yfirvof-
andi loftárás óvinaherjanna. Í okkar
tilfelli var það Sigurður Vigfússon,
Siggi Vikk. Sjálfsagt hefur hann lát-
ið foreldra allra krakka á svæðinu
vita um ósk bretanna. Við fréttum
ekki af því og vissum því ekki að
við mættum ekki koma nærri þess-
um loftvarnabyssum og útbúnaði
þarna á Grenjunum. Þetta var áliðið
kvölds, sennilega eftir kvöldmat og
orðið skuggsýnt. Við læddumst því
með bakkanum of langt og vorum
komnir inn á bannsvæði. Varðmað-
urinn á pallinum hefur orðið var
við okkur, séð eða heyrt eitthvað,
því hann tekur snögglega byssuna á
öxl sér og miðar henni í átt til okk-
ar. Við hentum okkur flötum og
hreyfðum okkur ekki. Kallaði hann
þá eitthvað sem við skildum ekki.
Við vorum þegar þarna var komið
sögu orðnir alveg drulluhræddir en
ákváðum að reyna að skríða í burtu.
Hermaðurinn hafði þá séð að þetta
voru krakkar, en til að hræða okk-
ur þannig að við gleymdum okkur
ekki aftur, skaut hann tveimur skot-
um út í loftið, því allavega komu
engar byssukúlur nálægt okkur.
Þetta fannst mér sýna að hermenn-
irnir voru mjög vinveittir okkur
þorpsbúunum og gerðu allt til að
forðast átök við þá.“
Hafsteinn segir að eftir að bret-
arnir fóru hafi Kaninn tekið við
gæslu hér á landi, en þeir komu
aldrei til hersetu á Akranesi. bragg-
arnir sem reistir höfðu verið á Akra-
nesi voru því teknir niður og farið
með þá í borgarnes, Hvalfjörð eða
eitthvað annað. „Í júlí fór lækninga-
sveitin og tjöldin á Deildartúninu
stóðu eftir,“ segir Hafsteinn. Í lok
ársins sama ár segir Hafsteinn að
engir bretar hafi verið eftir á Akra-
nesi. Hersetan hafi því einungis
staðið í ríflega hálft ár.
mm
„Tvisvar sáum við krakkarnir þýska herflugvél fljúga í njósnaleiðangur inn á Hvalfjörð og vafalítið hefur blóðið í æðum Bret-
anna farið á mikla ferð við það.“ Aftan við Hafstein markar Vesturflösin mörk Krókalónsins, en á flösinni standa Bræðurnir,
tveir háir steinar. Ljósm. mm.
Brim við Vesturflösina. Ljósmyndasafn Akraness/ Árni Böðvarsson.
Breskir hermenn sinntu gæslustörfum við Elínarhöfða í Kalmansvík. Vistin var stundum köld enda menn kappklæddir eins og
sjá má. Hafsteinn segir að húsmæður hafi séð aumur á hermönnunum þar sem þeir þóttu illa klæddir. Prjónuðu þær handa
þeim lopavettl inga og gaukuðu að þeim. Ljósmyndsafn Akraness/ Árni Böðvarsson.