Skessuhorn - 10.02.2021, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202126
Pennagrein
Í síðustu pennagrein fjallaði ég um frávik í starfsemi Norður-
áls, sem hafði alvarlegar afleiðingar og sýnir hversu erfið eftir-
fylgni er, ef mengun sést ekki með berum augum og mælingar
eru ekki nægjanlegar. Í landbúnaðarhéraði þar sem sífellt er til
staðar loftborinn iðnaðarúrgangur er algjört skilyrði:
Að vöktun umhverfisins sé rétt gerð og upplýsingagjöf •
snurðulaus.
Að virkt eftirlit sé með viðkomandi fyrirtækjum. •
Að aðili á vegum hins opinbera sjái um alla þætti vöktun-•
ar, en ekki sá sem veldur mengun.
Vegna lofsverðrar staðfestu sauðfjárbænda í Hvalfirði hefur
sauðfé verið vaktað fyrir flúor nánast frá því starfsemi Norð-
uráls hófst. Þannig hafa safnast mikilvægar upplýsingar sem
varða þennan þátt. bændum á vöktunarbæjum hefur verið
gert að skila hvert haust fjórum hausum af sláturlömbum og
fjórum hausum af fullorðnu fé til flúorgreiningar. Skil á þess-
um sýnum hafa yfirleitt gengið vel og til eru samfelldar grein-
ingar síðan 2001 sem gefa talsverðar upplýsingar um dreif-
ingu flúors við Hvalfjörð.
Mismunandi flúorálag eftir svæðum
Lítum aðeins á niðurstöður flúormælinga í lömbum eftir
mengunarslysið 2006. Línuritin eru úr vöktunarskýrslu ársins
2009. berum saman myndir 6.3. og 6.4
Svæðið vestan við iðjuverin, sem kallað er hér Vestursvæðið,
varð lang verst úti í mengunarslysinu 2006 eins og sést á línu-
ritunum. Meðaltal flúors í lömbum mældist allt að 1600 ppm
(milljónustu hlutar) sunnan við Akrafjall. Við
eðlilegt ástand ætti þessi tala að vera talsvert
innan við 100 ppm í lömbum sem ekki hafa
aðgang að fjörubeit.
flúorálagið var ekki aðeins lang mest á Vestursvæðið árið
2006, heldur er það viðvarandi ástand. Á töflunni sést að mun-
urinn hefur orðið allt að sexfaldur. Álagið er mest á þurrkatím-
um en þá eru austanáttir ríkjandi.
Taflan er unnin upp úr vöktunarskýrslum áranna 2010 - 2019.
Norðanverðum Hvalfirði er skipt upp í þrjú svæði: Vestur-,
Norður- og Austursvæðið. Tekin eru meðaltöl af hverju svæði. Í
skýrslunum má sjá hvaða bæir eru í vöktun á hverju svæði. Töl-
urnar eru ppm (milljónasti hluti).
Auðvitað hljóta viðvörunarbjöllur að hafa hringt hjá Um-
hverfisstofnun, faxaflóahöfnum, sveitarstjórnum, Þróunar-
félagi Grundartanga og þingmönnum Norðvesturkjördæmis,
því þessar upplýsingar eru aðgengilegar öllum. fróðlegt væri að
heyra skoðanir þessa fólks á framtíð Vestursvæðisins. Vonandi
ríkir ekki það viðhorf að því megi fórna fyrir Grundartanga.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
Grundartangi og Vestursvæðið
Mynd 6.3. sýnir áhrif mengunarslyss í Norðuráli 2006 á flúor í
lömbum vestan við Grundartanga.
Mynd 6.4. sýnir áhrif mengunarslyss í Norðuráli 2006 á flúor í
lömbum norður og austur af Grundartanga.
Á árinu 2021 eru 70 ár frá því að
Skagamenn urðu fyrst Íslands-
meistarar í knattspyrnu. Það afrek
vakti athygli um allt land og mark-
aði upphafið að einstakri sigur-
göngu á knattspyrnunnar á Akra-
nesi og þeirrar menningar og
ímyndar Akraness sem henni hef-
ur fylgt. Þessi merkilega saga tek-
ur bæði til kvenna og karlaliðanna,
sem eiga sínar goðsagnir, afreks-
fólk, eftirminnilegar sigurstundir
og viðburði. Þá eru á árinu einnig
35 ár liðin frá því að Knattspyrnu-
félag ÍA var stofnað, en stofnun
félagsins var nauðsynleg skipulags-
breyting frá því fyrirkomulagi sem
áður hafði verið um áratugi með
knattspyrnuráði á vegum Íþrótta-
bandalags Akraness þar sem KA og
Kári tefldu fram sameiginlegu liði.
Auk knattspyrnunnar hefur Akra-
nes á að skipa áhugaverðri sögu af-
reka í öðrum íþróttagreinum m.a.
sundi og golfi en innan íþrótta-
bandalagsins eru nú alls 19 félög
og ætla má að minnsta kosti 30%
bæjarbúa séu iðkendur og félagar í
þessum félögum og hlutfallið mun
hærra ef með er tekið allt það fólk
sem leggur íþróttahreyfingunni lið
með sjálfboðastarfi. Það eru því
mikil verðmæti fólgin í íþróttastarf-
inu á Akranesi.
Þó svo að áhugi okkar undirrit-
aðra beinist einna helst að knatt-
spyrnunni er verðugt að íhuga hver
hlutur íþróttamála er í samfélaginu
á Akranesi og hvernig hlúð er að
íþróttafólki. Í því sambandi skiptir
máli að skoða hvernig staðið er að
afreksstarfinu, sem í dag er í raun
stærsta forsenda fjármögnunar fé-
lags eins og knattspyrnufélagsins
og þar með fjölbreyttrar starfsemi.
Akraneskaupstaður hefur í gegn-
um árin staðið að uppbyggingu
íþróttamannvirkja, en síðustu árin
hefur áherslan verið á golf, hesta-
mennsku og fimleika en lengi hafa
verið í bígerð framkvæmdir á Jað-
arsbakkasvæðinu, sem löngu eru
tímabærar þó svo að þær bæti ekki
aðstöðu knattspyrnunnar nema að
takmörkuðu leyti.
Í samantekt sem Jón Þór Þórð-
arsonar tók saman fyrir nokkru um
framlög bæjarfélaga til íþróttafé-
laga kemur í ljós að Akranes er tals-
vert á eftir sveitarfélögunum víða á
landinu þrátt fyrir viðbót á síðasta
ári. Í skipuriti Akraneskaupstað-
ar tilheyra íþróttamálin skóla- og
frístundasviði, sem er býsna víð-
tækt svið og fer með liðlega helm-
ing útgjalda bæjarfélagsins. Ekki
hefur orðið vart við mikla um-
fjöllun um stefnumál íþrótta inn-
an sviðsins í fundargerðum annað
en hefðbundin rekstrarmál. Hins
vegar má benda á að í allflestum
sveitarfélögum sem eru sambæri-
leg við Akranes eru skipaðar sér-
stakar íþróttanefndir sem er rökrétt
ef bæjarfélög vilja leggja sérstaka
áherslu á þann málaflokk. Þetta er
til umhugsunar fyrir samfélag sem
vill kenna sig við íþróttabæ í fremstu
röð. Það er skoðun okkar að vægi
íþrótta og tengsl íþróttahreyfing-
arinnar við bæjarfélagið ættu vera
markvissari og traustari ef Akranes
á að halda stöðu sinni í breyttum
heimi íþróttahreyfingarinnar. Sam-
tal bæjar og íþróttahreyfingarinnar
er slitrótt og ÍA á í raun enga for-
mælendur innan nefnda bæjarins.
Þessu þarf að breyta.
Þá má nefna að í nýlegri könnun
um skipulagshugmyndir á svæðinu
við Jaðarsbakka og Langasand er
m.a. spurt hvort byggja eigi íbúð-
ir á æfingasvæðinu og hvort jafnvel
eigi að flytja íþróttasvæðið „eitt-
hvað annað“. Þær spurningar vekja
ekki gleði í brjóstum okkar m.a.
þegar horft er til einstakrar stað-
setningar íþróttasvæðisins, bæjar-
og íþróttasögulegra viðburða, sér-
stöðu svæðisins og möguleika þess
til frekari þróunar í þágu íþrótta-
og æskulýðsstarfs. Í þessari könnun
hefði því farið betur á því að spyrja
hvað þyrfti til að styrkja enn frekar
innviði Akraneskaupstaðar á sviði
íþrótta á Jaðarsbökkum. Eitt er víst
að það verður ekki gert með íbúða-
byggð á svæðinu.
Í heimi knattspyrnunnar hefur
margt breyst m.a. aðgengi að fjár-
munum til að reka það starf sem
þar er unnið. Rekstrargrundvöllur
félaganna verður því sífellt þyngri
sem á endanum bitnar á gæðum
starfsins – sem þó eru gerðar sí-
auknar kröfur til. Íþróttasvæðið á
Jaðarsbökkum, sem vissulega er
umfangsmikið nýtur þeirrar breyt-
ingar þegar Akraneshöllin var reist.
En aðrir þættir hafa síðustu árin
orðið útundan svo sem búningsklef-
ar og aðstaða starfsfólks og þjálfara
félagsins, sem hefur nánast verið á
hrakhólum. Þá hefur sífellt verið
þrengt að nauðsynlegri félagsað-
stöðu á svæðinu með bráðabirgða-
reddingum. KfÍA hefur á síðustu
árum lagt metnað í að ráða til starfa
vel menntaða þjálfar og lagt áherslu
á faglegt starf enda sífellt gerðar
ríkari kröfur um að félagið standist
bestu mælikvarða þegar kemur að
æskulýðs- og íþróttastarfi. Það sama
á eflaust við um önnur félög á Akra-
nesi – en minna hefur farið fyrir því
hvernig standa skuli að málum og
styðja afreksstarfið, sem er gríðar-
lega mikilvægur þáttur til þess að
viðhalda stöðu knattspyrnunnar á
meðal bestu félaga á Íslandi.
Því miður gera sér of fáir grein
fyrir því hversu íþróttir á Akranesi
eru mikilvægur þáttur í æskulýðs-
starfi, afreksstarfi og bæjarsálinni.
Við megum ekki með nokkru móti
glata stöðu okkar, sögu, hefð og
sérstöðu, sem hefur áunnist frá því
að sigursælt Íslandsmeistaralið árið
1951 markaði sporin í magnaðri
íþróttasögu bæjarins. Því hvetjum
við til þess að hafinn verði ný sókn
til frekari afreka, sem verði ung-
um sem eldri, konum og körlum til
sóma um lengri framtíð.
Gísli Gíslason
Gunnar Sigurðsson
Jón Gunnlaugsson
Pennagrein
Íþróttabærinn Akranes