Skessuhorn - 09.06.2021, Síða 28
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Þróunarfélag grundartanga, sam-
starfsfélag sveitarfélaga og fyrir-
tækja á grundartangasvæðinu, hef-
ur áorkað miklu á starfstíma sínum.
Félagið hefur gegnt grundvallar-
hlutverki í að greina og vinna með
tækifæri til verðmætasköpunar og
byggja undir fjölgun starfa og meiri
verðmætasköpun. Treysta umhverfi
þeirra mikilvægu fyrirtækja sem
starfa á svæðinu. Starfsemi fyrir-
tækjanna er í raun fjöregg byggðar
á svæði og nær langt út fyrir sveit-
arfélög á Vesturlandi. Þá liggur á
svæðinu stór virkjunarkostur í glat-
varma. Virkjunarkostur sem nýtir
auðlindastrauma svæðisins betur.
Þrjú verkefni til eflingar
á Grundartangasvæðinu
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka
hef ég sérstaklega beitt mér í þrem-
ur meginverkefnum sem öll styðja
og efla starfsemi á grundartanga. Í
fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinn-
ar, fyrir ári síðan, beitti ég mér fyrir
fjármunum, 50 milljónum króna, til
að greina möguleika á framleiðslu
á rafeldsneyti. Í því felast gríðarleg
tækifæri. Treysta í sessi þá orku-
stöð Íslands sem grundartangi er
og láta reyna á hvort möguleikar á
eldsneytisframleiðslu séu fýsilegir.
Í umræðum um orkuskipti í sam-
göngum er í vaxandi mæli horft til
slíkra orkugjafa og þar skipta höf-
uðmáli öflugar raforkutengingar
sem svæðið býr að og nálægð við
höfn.
Því til viðbótar hef ég nú beitt
mér fyrir breytingum á raforkulög-
um sem hefur grundvallarþýðingu
fyrir þau verkefni sem þróunar-
félagið hefur unnið að.
Í þriðja lagi hefur þróunarfélagið
áður fengið stuðning til undirbún-
ings að byggingu hitaveitu innan
svæðis á grundartanga. Sá stuðn-
ingur kom frá Orkusjóði.
Tímamót
Það eru mikil tímamót að látið sé
reyna á breytingar á raforkulögum
til að virkja og nýta glatvarma, því
lagaumgjörð hefur skort. meiri-
hluti atvinnuveganefndar Alþingis
hefur að mínu frumkvæði lagt fram
breytingar á frumvarpi, sem er til
umfjöllunar á Alþingi um raforku-
mál. Verði samstaða um þá breyt-
ingu, raungerast áform Þróunar-
félags grundartanga. Sérstök heim-
ild sem heimilar nýtingu á glat-
varma til orkuframleiðslu, verður
þá raunhæfur kostur. Loksins. Fátt
skiptir meira máli en að láta sig
hagsmuni grundartangasvæðisins
varða. Það hef ég og mun hafa að
leiðarljósi. Nýting á glatvarma mun
verða hin nýja sókn grundartanga-
svæðisins.
Haraldur Benediktsson
Höf. er 1. þingmaður NV kjör-
dæmis og oddviti Sjálfstæðisflokksins í
kjördæminu
Leiðinlegasti þátturinn í stjórnmála-
starfi að mínu mati er keppni milli
samherja og vina um sæti á framboðs-
lista og þá sérstaklega prófkjör. jafn
nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta
verið draga þau oft fram neikvæðustu
hliðar stjórnmálanna. Nú eru Sjálf-
stæðismenn í kjördæminu í prófkjörs-
baráttu þar sem Haraldur Benedikts-
son og Þórdís kolbrún R. gylfadótt-
ir takast á um fyrsta sæti framboðslist-
ans fyrir alþingiskosningarnar í sept-
ember. Við verðum að vona að barátt-
an á milli þessara góðu þingmanna og
stuðningsmanna þeirra verði málefna-
leg og drengileg allt til enda. Þórdís
kolbrún sækist eftir því að velta Har-
aldi úr 1. sæti listans. Hún hefur fullan
rétt til þess og gerir það á sínum for-
sendum en enginn á neitt sæti frátekið
í prófkjöri. Hún er varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og hefur staðið sig vel
sem ráðherra. Hún hefur sýnt mikið
æðruleysi og yfirvegun sem ráðherra
ferðamála á erfiðum tímum og vaxið í
starfi. Hún er framsýn og áræðin og
hefur margt til að bera sem prýðir góð-
an stjórnmálamann.
Haraldur hefur líka staðið sig sér-
lega vel sem foringi Sjálfstæðismanna
í kjördæminu. Hann hefur verið vak-
inn og sofinn yfir hagsmunamálum
þéttbýlissvæða jafnt og hinna dreifðu
byggða og leitt áfram mál s.s. lagn-
ingu ljósleiðara og vegamál og staðið
þétt með hagsmunum íbúa kjördæmis-
ins varðandi opinbera þjónustu. Har-
aldur hefur sýnt í forustuhlutverki sínu
í fjárlaganefnd Alþingis að hann kann
mjög vel til verka og nær að vinna vel
með samstarfsmönnum í meirihluta og
þeim sem skipa minnihluta enda nálg-
ast hann mál af sanngirni og á málefna-
legan hátt.
Ég kynntist Haraldi sérstaklega vel
þegar hann var í lykilhlutverki við að
verja Háskólann á Bifröst og hina há-
skólana í kjördæminu, LBHÍ og Hóla-
skóla. Að þessum skólum var hart sótt
og fjárveitingar til Háskólans á Bifröst
lækkaðar verulega og svo virtist sem
vilji yfirvalda stæði til að loka skólan-
um. Haraldur var sá sem ég, þá rekt-
or skólans, gat alltaf leitað til og allt-
af fengið fullan stuðning við að koma
fjárveitingum til skólans í eðlilegt horf.
Háskólinn á Bifröst var kominn á góð-
an stað með metfjölda nemenda og á
fjárhagslega góðum grunni þegar ég
lét af starfi rektors á síðasta ári.
Ég tel að Haraldur sé almennt í kjör-
dæminu í góðu áliti sem alvöru stjórn-
málamaður og mikilvirkur þingmaður.
Allir sem ég hef talað við, hvar í flokki
sem þeir standa, bera honum vel sög-
una og hann á virðingu þeirra. Ég man
ekki eftir því að hafa heyrt Harald sjálf-
an hallmæla nokkrum manni og hann
getur unnið með öllum.
Í prófkjörinu þurfa Sjálfstæðismenn
að svara þeirri spurningu hvort þeir
telja ástæðu til að afturkalla það traust
sem Haraldur hefur haft til að leiða
framboðslista flokksins. Ekkert af verk-
um Haraldar finnst mér gefa tilefni til
þess. Þvert á móti er mikil ástæða til
þess að endurnýja þetta traust sem
honum hefur verið sýnt.
Ég álít að það sé enginn ósigur fyr-
ir Þórdísi kolbrúnu þótt hún nái ekki
kjöri í fyrsta sætið og verði áfram í
öðru sæti. Traust til hennar yrði end-
urnýjað. Staða hennar sem ráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins yrði
óbreytt. Þórdís kolbrún á vonandi eft-
ir að vera lengi áfram í stjórnmálum og
láta til sín taka. Staða hennar minnir
mig að nokkru leyti á stöðuna í Norð-
urlandskjördæmi eystra á sjöunda ára-
tugnum þegar jónas Rafnar var í efsta
sæti framboðslistans en magnús jóns-
son var í öðru sæti. magnús varð fjár-
málaráðherra 1965 þegar gunnar
Thoroddsen varð sendiherra í kaup-
mannahöfn en í kosningunum 1967
skipaði magnús áfram annað sæti
framboðslistans (og varð svo varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins á árinu
1973). Engum datt í hug að það væri
verið að setja magnús niður þótt jónas
Rafnar skipaði áfram fyrsta sæti fram-
boðslistans.
Ég hvet Sjálfstæðismenn til að taka
þátt í prófkjörinu og að ganga þannig
fram í baráttunni að framboðslistinn
verði samhentur og einbeittur í að afla
flokknum stuðnings í kosningunum í
september. Vilhjálmur Egilsson
Pennagrein
Glatvarmi – ónýttur
virkjunarkostur
Pennagrein
Haraldur
Benediktsson
– endurnýjað
traust
Pennagrein
Nú styttist í prófkjör okkar Sjálfstæð-
ismanna í Norðvesturkjördæmi og
vonandi verður þátttaka í prófkjörinu
góð því það er upptaktur að kosninga-
baráttunni fyrir Alþingiskosningarnar
í haust. góð þátttaka í prófkjörinu og
öflugur framboðslisti sendir skýr skila-
boð til annarra flokka um styrk Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu og gefur
fyrirheit um góða uppskeru í komandi
kosningum.
Hópurinn sem býður fram krafta
sína til næstu fjögurra ára er í senn
sterkur og fjölbreyttur en engum dylst
að hjá okkur eru mjög öflugir kandíd-
atar sem gera tilkall til oddvitasætisins.
Í þeirri baráttu er viðbúið að hart verði
glímt og kastljósið verði að mestu á
oddvitabaráttunni. Hætta er á að aðr-
ir frambjóðendur falli í skuggann og
gefist lítið svigrúm til að kynna sig og
sín áherslumál, verði jafnvel dregnir í
dilka með oddvitunum. Í þeirri bar-
áttu megum við ekki missa sjónar á
því að velja okkur sigurstranglegt lið
sem tryggir okkur gott veganesti inn í
komandi kosningabaráttu.
Að því sögðu langar mig langar
til að deila með ykkur kynnum mín-
um af frambjóðandanum Örvari má
marteinssyni sem tekið hefur þeirri
áskorun að gefa kost á sér í annað
sæti listans. Örvari má kynntist ég
í gegnum sameiginlega setu okkar í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem
spannar nú rúmlega sex ára tímabil,
en þar vakti hann strax athygli mína
fyrir dugnað, skelegga framgöngu og
gott innsæi í málefni landsbyggðar-
innar, jafnvel niður í fjármál og fjár-
hagsstöðu einstakra sveitarfélaga.
Þeir sem þekkja Örvar vita að hann
brennur fyrir öllu sem við kemur
útgerð og fiskvinnslu enda starfað
sem sjómaður og við sjávarútveg frá
blautu barnsbeini. Í dag er hann skip-
stjóri og rekur smábátaútgerð í Snæ-
fellsbæ með myndarbrag ásamt konu
sinni Hörpu Björnsdóttur. Aðr-
ir málaflokkar sem eru Örvari hug-
leiknir eru atvinnumál á breiðum
grunni og því tengt rekstrarskilyrði
sveitarfélaga, bætt heilbrigðisþjón-
usta á landsbyggðinni, alvarleg staða
hjúkrunarheimila
sem og samgöngu-
mál svo helstu
dæmi séu tekin.
Þetta eru allt mála-
flokkar sem skipta
okkur kjósendur í Norðvesturkjör-
dæmi miklu máli.
Örvar hefur í gegnum tíðina sinnt
mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og er í dag varabæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Snæ-
fellsbæ auk þess að vera formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna og
sitja í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Örvar er maður sem liggur ekki á
skoðunum sínum en er ávallt tilbúinn
að hlusta og greiða götu góðra hug-
mynda. Hann er frambjóðandi sem
ég vil tefla fram í okkar liði í næstu
alþingiskosningum og því hvet ég þig
lesandi góður til að kynna þér hvað
Örvar már marteinsson hefur fram
að færa fyrir kjördæmið okkar og til
landsmálanna – þar fer að mínu mati
frambjóðandi sem á skýrt erindi.
Ólafur Adolfsson, lyfsali
Að eiga erindi