Skessuhorn - 09.06.2021, Qupperneq 31
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 2021 31
Hjólreiðadeild Breiðabliks stóð
fyrir hjólreiðakeppni á Snæfellsnesi
laugardaginn 5. júní síðastliðinn.
Þar var keppt í fjórum flokkum og
var byrjað að ræsa klukkan 10 um
morguninn. A-Flokkur karla hjól-
aði 161 km og voru þeir ræstir út
kl. 10:00. B-Flokkur karla, junior
karla og masters karla hjóluðu 108
km og voru ræstir út klukkan 10:50.
A-Flokkur kvenna hjóluðu 108 km
og voru þær ræstar út klukkan 10:10
og að lokum B-Flokkur kvenna,
junior kvenna, masters kvenna og
U15 karla hjóluðu 72 km og voru
þau ræst út klukkan 10:15.
Það var Hafsteinn Ægir geirs-
son sem sigraði A flokk karla á tím-
anum 4:11:00.53 en Óskar Ómars-
son og Eyjólfur guðgeirsson voru
nokkrum sekúndubrotum á eftir
honum. mikil spenna. Í A flokki
kvenna sigraði Bríet kristý gunn-
arsdóttir á tímanum 3:29:27.92 en
Hafdís Sigurðardóttir og Silja Rún-
arsdóttir kom rétt á eftir henni yfir
línuna. Heimamaðurinn Þorsteinn
Bárðarson frá Rifi sigraði í masters-
flokki karla á tímanum 03:05:30.16
en hann var rúmum tveimur sek-
úndum á undan Sigurði Hansen
og Steinari Þorbjörnssyni. Veðrið
var ágætt á norðanverðu nesinu en
keppendur lentu í töluverðum mót-
vindi á sunnanverðu nesinu. kepp-
endur voru 119 sem hjóluðu þenn-
an dag og mikil og góð stemning í
hópnum. tfk
knattspyrnufélagið kári sem leikur í
2. deild karla í knattspyrnu fór aust-
ur á Fáskrúðsfjörð á sunnudaginn
og lék við lið Leiknis í Fjarðabyggð-
arhöllinni. Eina mark leiksins kom
strax á sjöttu mínútu þegar Björgvin
Stefán Pétursson hamraði boltann í
netið fyrir heimamenn. káramenn
fengu dauðafæri skömmu síðar til
að jafna leikinn en boltinn fór rétt
fram hjá. Andri júlíusson, leikmað-
ur kára, skallaði boltann yfir markið
eftir hornspyrnu í seinni hálfleik og
undir lok leiks fékk kári aftur gott
færi þegar Ármann ingi Finnboga-
son átti gott skot sem markvörður
Leiknis varði vel og lokatölur 1-0
fyrir Leiknismenn.
Hart var barist í leiknum og alls
fengu átta leikmenn gul spjöld í
leiknum. Þá fékk fyrrnefndur Andri
rautt spjald skömmu fyrir leikslok
eftir glæfralega tæklingu og er kom-
inn í tveggja leikja bann eftir að hafa
fengið rautt spjald fyrr í sumar. Ekki
er það til að bæta ástandið að alls eru
um tíu leikmenn kára að glíma við
meiðsli þessa dagana og því þunn-
skipaður hópurinn. Þess má geta að
meðalaldur káraliðsins í þessum leik
var rétt í kringum 20 ár sem gerir
það líklega að yngsta liði í sögu 2.
deildar. kári situr nú á botni deild-
arinnar með aðeins eitt stig eftir
fimm umferðir en næsti leikur liðs-
ins er gegn Fjarðabyggð sem er einu
sæti ofar í deildinni með tvö stig og
því ljóst að um svokallaðan sex stiga
leik er að ræða. Leikurinn fer fram í
Akraneshöllinni næsta laugardag og
hefst klukkan 14.
vaks
Reynismenn léku gegn liði Ýmis úr
kópavogi í B-Riðli 4. deildar karla í
knattspyrnu í Ólafsvík á sunnudaginn.
Skemmst er frá því að segja að Reynir
þurfti að sætta sig við stórtap, lokatöl-
ur 2-6. Eiður gauti Sæbjörnsson kom
Ými yfir snemma leiks en Heimir Þór
Ásgeirsson jafnaði rétt fyrir hálfleik og
staðan 1-1. Eiður var aftur á ferðinni
fyrir gestina eftir rúmlega klukkutíma
leik og síðan bættu þeir Fannar gauti
gissurarson og Valdimar Ármann
Sigurðsson tveimur mörkum við
skömmu síðar fyrir Ými. Eiður gauti
bætti við tveimur mörkum á lokamín-
útunum en í millitíðinni hafði Heim-
ir Þór minnkað muninn fyrir heima-
menn með sínu öðru marki í leiknum.
Slæmt tap Reynismanna staðreynd og
eru þeir með þrjú stig eftir fjórar um-
ferðir í sínum riðli í deildinni.
Næsti leikur Reynismanna er gegn
Herði frá Ísafirði á Ólafsvíkurvelli
föstudaginn 11. júní og hefst klukkan
20. vaks
Skallagrímsmenn gerðu góða ferð á
Stokkseyri síðastliðið miðvikudags-
kvöld þegar þeir léku við heima-
menn og unnu nauman en sterk-
an sigur, 3-2. Sigurjón Ari guð-
mundsson kom Skallagrími yfir
eftir 18 mínútna leik og þar við
sat í hálfleik. Stokkseyringar jöfn-
uðu í byrjun síðari hálfleiks en sú
sæla stóð ekki lengi yfir því (Super)
mario miguel Pascual skoraði einni
mínútu síðar og var aftur á ferðinni
fyrir Skallagrím á 53. mínútu með
sitt fjórða mark í deildinni í sumar
og staðan orðin 3-1. Trausti Eiríks-
son hleypti smá spennu í leikinn
rétt fyrir leikslok þegar hann skor-
aði fyrir Stokkseyringa en lengra
komust heimamenn ekki og sigur
Skallagríms staðreynd, 3-2.
Skallagrímur situr nú í 3.-4. sæti
B-riðils 4. deildar ásamt SR eftir að
hafa lokið þremur leikjum. Næsti
leikur liðsins var í gær í Fagralundi
í kópavogi við lið Smára en var
ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í
prentun.
vaks
Víkingur Ólafsvík gerði jafntefli við
lið Þórs frá Akureyri í 1. deild karla,
Lengjudeildinni í Ólafsvík á laug-
ardaginn. gestirnir í Þór komust
yfir á tíundu mínútu leiksins með
marki Orra Sigurjónssonar áður en
kareem isiaka jafnaði metin fyrir
heimamenn skömmu fyrir leikhlé.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks náðu
Þórsarar hins vegar aftur forystunni
þegar jakob Snær Árnason skoraði
og staðan í hálfleik 1-2.
Enn seig á ógæfuhliðina hjá Vík-
ingi snemma í síðari hálfleik þegar
Emmanuel Eli keke fékk dæmda
á sig vítaspyrnu sem aftasti maður
og fékk því beint rautt spjald. mar-
vin darri Steinarsson, markvörð-
ur Víkings, gerði hins vegar vel og
varði vítaspyrnu Alvaro montejo. Á
72. mínútu fékk markaskorari Vík-
ings, kareem isiaka, beint rautt
spjald fyrir að slá í andlit varnar-
manns Þórs en tveimur færri jöfn-
uðu heimamenn hins vegar met-
in. Var þar að verki varamaðurinn
marteinnTheodórsson með mark
tíu mínútum fyrir leikslok og og
héldu heimamenn það út og náðu
í sitt fyrsta stig í sumar. Víkingur
situr þó enn á botni Lengjudeild-
arinnar með eitt stig eftir fimm
umferðir en næsti leikur liðsins
er gegn Fjölni á Extra vellinum í
grafarvogi fimmtudaginn 10. júní
og hefst klukkan 19.15.
vaks
kvennalið ÍA, sem leikur í Lengju-
deildinni í knattspyrnu, lék gegn
liði FH á Akranesvelli á sunnu-
dagskvöldið. Fyrirfram var búist
við hörkuleik enda liðin jöfn með
sex stig eftir fjórar umferðir en það
fór ekki alveg svo. Skagastúlkur
voru reyndar mjög öflugar fyrstu
25 mínútur leiksins og hefðu átt að
minnsta kosti að gera eitt mark eða
tvö en lukkan var ekki með þeim í
liði. Þegar líða tók á fyrri hálfleik-
inn náðu gestirnir öllum tökum á
leiknum og skoruðu fyrsta mark
leiksins rétt fyrir hálfleik þegar
Þóra Hreggviðsdóttir skoraði fyrir
FH og staðan 0-1.
Í seinni hálfleik höfðu gestirn-
ir enn meiri yfirburði og bættu
tveimur mörkum við. Fyrst var það
Brittney Lawrence sem skoraði
skömmu eftir hálfleik og það var
síðan katrín S. Vilhjálmsdóttir sem
gulltryggði sigur FH tólf mínútum
fyrir leikslok og lokastaðan því 3-0
fyrir FH. Næsti leikur ÍA er gegn
liði grindavíkur á grindavíkur-
velli þriðjudaginn 15. júní og hefst
klukkan 19.15.
vaks
Hjólreiðamaður fer yfir endamarkið eftir erfiðan dag á fararskjótanum.
Bikarmót Breiðabliks
í Grundarfirði
Svipmynd úr leiknum. Ljósm. af.
Reynir Hellissandi tapaði
stórt gegn Ými
Úr leik Skallagríms gegn KM síðasta sumar. Ljósm. Ottó Ólafsson.
Skallagrímur vann Stokkseyri
Kári tapaði þriðja
leiknum í röð
Byrjunarlið Kára gegn Leikni F í leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Sveinbjörn Geir Hlöðversson.
Víkingur Ó. náði í
sitt fyrsta stig
Úr leik Víkings og Þórs á laugardaginn.
Ljósm. af
Ósigur hjá Skagastúlkum gegn FH