Morgunblaðið - 02.01.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Páll Vilhjálmssonvekur athygli á
magnþrunginni og
ólæknandi minni-
máttarkennd:
Án ESB-aðildarer ekki hægt að
búa á Íslandi, er ára-
mótakveðja for-
manns Viðreisnar til
þjóðarinnar.
Íslendingar kunnaekki og geta ekki
rekið fullveðja samfélag. Í Brussel
er aftur uppskriftin að sæluríkinu.
Þorgerður Katrín lætur þess óget-ið að Evrópusambandið var
stofnað á rústum tvennra öfga, nas-
isma og kommúnisma.
Nasisminn kynnti hugmyndinaeinn foringi, eitt ríki á meðan
kommúnisminn boðaði alræði öreig-
anna.
Evrópusambandið er milliveg-urinn: eitt ríki undir skrifræði
embættismanna.
Sú Evrópuþjóð sem sneiddi aðmestu hjá öfgum 20. aldar losn-
ar loksins, loksins undan Evrópu-
sambandinu þessi áramót.
Líkt og Íslendingar eru Bretareyþjóð sem kjósa frjáls sam-
skipti i austur og vestur fremur en
skrifræðið norður og niður.
Flokkar eins og Viðreisn og Sam-fylking eru holl áminning um
frjálslynda léttlyndið fyrir miðja síð-
ustu öld sem drakk og dansaði á
meðan Evrópa tyllti sér á bjargbrún
helfararinnar.“
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Aftur á bak,
aldrei að læra!
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Nýorkubílar, þ.e. rafmagns-, tengil-
tvinn-, hybrid- og metanbílar, seld-
ust sérstaklega vel á árinu sem var
að líða, en 57,9% allra nýskráðra
fólksbifreiða árið 2020 voru af þeirri
gerð. Til samanburðar var þetta
hlutfall 27,6% árið 2019 og er því um
stórt stökk að ræða. Hreinir raf-
magnsbílar voru þar fremstir í flokki
með rétt rúmlega fjórðung af öllum
nýskráningum. „Svona hlutfallstölur
eru sjaldséðar á heimsvísu, fyrir ut-
an Noreg, og því er ljóst að Ísland er
með fremstu löndum í heiminum
hvað varðar innleiðingu nýorkubíla í
bílaflotann sinn,“ segir í tilkynningu
frá Bílgreinasambandinu. „Miðað við
þróun og aukið úrval þessara teg-
unda bíla er næsta víst að þetta mun
halda áfram á þessum nótum.“ Þá fór
nýskráning nýrra fólksbíla í heild
minnkandi árið 2020, 20% færri en
árið 2019. Þetta má skýra með miklu
færri nýskráningum bílaleigubíla, en
þó að einstaklingar og almenn fyrir-
tæki hafi keypt fleiri nýja bíla á árinu
keyptu bílaleigur 57,4% færri bíla en
2019. Mest seldu tegundir á árinu
voru Toyota með 14,8% hlutdeild,
Kia með 9,9% og rafbílategundin
Tesla með 9,6%. Bílgreinasambandið
spáir því að árið 2021 muni 11.000
nýir fólksbílar seljast, en það væri
17,4% söluaukning frá árinu 2020.
Vinsældir hreinna rafbíla aukast
Fjórðungur allra nýskráðra fólksbíla
árið 2020 er keyrður á rafmagni
Morgunblaðið/Valli
Rafbíll Sala á nýorkubílum jókst
mikið á nýliðnu ári.
Magnús Björnsson
veitingamaður lést á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 23. desember
síðastliðinn, 94 ára að
aldri.
Magnús fæddist á
Hnúki í Klofnings-
hreppi, Dalasýslu, 23.
júní 1926. Foreldrar
hans voru Björn Guð-
brandsson verkstjóri
og Unnur Sturlaugs-
dóttir húsmóðir. Hann
var næstelstur sjö
systkina.
Magnús, sem oftast
var kallaður Maddi, flutti til Kefla-
víkur 1929 og ólst upp þar. Hann
var frumkvöðull í veitingarekstri en
árið 1957 stofnaði hann matstofuna
og danshúsið Víkina í Keflavík
ásamt Sturlaugi bróður sínum sem
byggði húsið.
Víkin var fyrsta kaffitería lands-
ins og einnig vísir að fyrsta diskó-
teki landsins því á Víkurloftinu voru
haldnir dansleikir fyrir unglinga
þar sem margir kunnir hljómlist-
armenn stigu sín fyrstu skref. Árið
1966 stofnaði Magnús veitingastað-
inn Askinn. Staðirnir urðu fljótt
tveir og nutu þeir mikilla vinsælda
vegna rétta sem taldir voru nýstár-
legir á þeim tíma. Þar ber helst að
nefna glóðarsteikt kryddlegið
lambakjöt, hamborgara og kjúkling
sem var borinn fram
með frönskum kart-
öflum, hrásalati og
kokteilsósu sem varð
til á upphafsárum
Asksins.
Magnús, Valgerður
og börnin þeirra,
Birna og Valur, ráku
Askinn í 13 ár en þá
voru báðir staðirnir
seldir. Leið þeirra
hjóna lá þá á nýjar
brautir og fluttust þau
vestur um haf til Kali-
forníu þar sem Magn-
ús nam ljósmyndun og
aðstoðaði Val son sinn við að koma
á fót veitingastaðnum Valhalla sem
Magnús tók síðan við þegar Valur
lést af slysförum aðeins 31 árs gam-
all. Hjónin fluttust aftur heim 1982
en þegar heim var komið starfaði
Magnús m.a. hjá Sævari Karli,
stofnaði verðbréfasöluna Arð, flutti
inn heilsuvörur, hélt úti vefsíðunni
Gleðitíðindin og lagði stund á ljós-
myndun.
Eiginkona Magnúsar var Val-
gerður Guðlaug Sigurðardóttir, hún
lést árið 2005. Eftirlifandi dóttir
þeirra er Unnur Birna en sonur
þeirra, Sigurður Valur, lést árið
1981. Dóttir Magnúsar utan hjóna-
bands er Unnur Louisa Thøgersen.
Hann lætur eftir sig níu barnabörn
og tíu barnabarnabörn.
Andlát
Magnús Björnsson