Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 10
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Eyjafjörður
Akureyringar og Eyfirðingar al-
mennt hafa náð góðum árangri í
flokkun og endurvinnslu, en eitt af því
sem safnað er saman norðan heiða er
úrgangsolía og fita af heimilum. Sér-
stökt trekt, græna trektin, stendur
íbúum til boða til að auðvelda söfnun
olíunnar á heimilunum. Hver og einn
íbúi sem safnar og skilar afgangsolíu
og fitu er í raun eigin olíuframleið-
andi, því einn lítri af olíu sem skilað er
til endurvinnslu verður með íblöndun
metanóls að einum lítra að lífdísil.
Æ fleiri heimili kjósa að safna
fitunni saman enda er ávinningur
þess mikill; fita sem fer í fráveitukerf-
ið getur valdið tjóni, m.a. stíflum sem
fara illa með dælur og búnað. Þá er
verðmæt vara búin til úr þeim úr-
gangi sem safnast með grænu trekt-
inni, en hjá félaginu Orkey er búinn
til lífdísill sem nýtist sem orkugjafi og
hefur þannig í för með sér minni inn-
flutning á jarðefnaeldsneyti.
Græna trektin hefur verið í boði
á Akureyri frá því síðla árs 2015.
Undanfarin ár hafa heimilin safnað
og skilað inn um sex tonnum af úr-
gangsolíu og fitu á ári. Veitingahús og
mötuneyti skila um tífalt meira magni
eða um 60 tonnum árlega, þannig
safnast 70 tonn af olíu og fitu árlega í
gegnum fitusöfnunarkerfið sem
Norðurorka, Orkey, Terra og Ak-
ureyrarbær hafa byggt upp.
Akureyrarbær hvetur íbúa bæj-
arins til að hreinsa til nú þegar hátíð-
arhöldum lýkur senn. Jólatrén hafa
þá lokið sínu hlutverki og eru íbúar
beðnir að koma þeim í réttan farveg, í
gáma sem komið hefur verið fyrir við
helstu verslanir bæjarins. Þá fellur
mikið rusl til um áramót þegar flug-
eldum er skotið á loft og hefur ruslið
legið á víð og dreif um bæinn eftir
flugeldaskotin. Nú eru bæði íbúar og
fyrirtæki beðin að taka til eftir ára-
mótagleðina í sínu nærumhverfi. Von-
andi taka allir vel í þessi tilmæli.
Nú í byrjun nýs árs verður hafist
handa við að safna saman myndum
sem til eru af Svalbarðseyrarvita.
Fjöldi mynda er til af vitanum sem
teknar hafa verið í áranna rás. Sval-
barðseyrarviti var byggður árið 1920
og varð því 100 ára á nýliðnu ári. Lag-
að hefur verið til umhverfis vitann og
þegar lagfæringum á varnargörðum
lýkur næsta vor eða sumar verða
lagðar hellur við hann. Einnig á að
setja upp skilti með upplýsingum um
vitann og dýralífið í kringum Sval-
barðstjörn.
Sveitarfélög við fjörðinn kost-
uðu byggingu vitans að hluta til á sín-
um tíma, en bróðurpartur kostnaðar-
ins var greiddur úr ríkissjóði. Vitinn
er byggður eftir sömu teikningu og
vitarnir í Hrísey og Papey. Árið 1933
var byggt steinsteypt anddyri við
Svalbarðseyrarvita en hönnuðir vit-
ans voru þeir Thorvald Krabbe og
Guðmundur J. Hlíðar verkfræðingur
og hönnuður anddyris Benedikt Jón-
asson verkfræðingur.
Íbúum í Hörgársveit heldur
áfram að fjölga. Þeir eru nú um 650
talsins. Nýtt íbúðahverfi er í bygg-
ingu við Lónsbakka og gera áætlanir
ráð fyrir að íbúum muni fjölga um 200
til 250 á næstu árum. Einnig er verið
að byggja á öðrum svæðum í sveitar-
félaginu og segir í áramótapistli
Snorra Finnlaugssonar sveitarstjóra
að líklega verði íbúar Hörgársveitar
um 900 innan fárra ára.
„Þessari fjölgun þarf að mæta
með uppbyggingu innviða og er
stækkun leikskólans Álfasteins dæmi
þess. Nú eru 45 börn í leikskólanum
og strax í vor verða þau komin yfir 50
og mun fjölga jafnt og þétt. Leikskól-
inn er fullsetinn og verður það þar til
byggingu nýrrar deildar verður lokið
í mars en með henni getum við mætt
fjölguninni sem fram undan er,“ segir
Snorri, sem fagnar hverjum nýjum
íbúa.
Þá nefnir hann að ánægjulegt sé
að verða vitni að ásókn í nýjar og
glæsilegar íbúðir sem til sölu eru í
sveitarfélaginu. „Fólk kann að meta
umhverfið og orðsporið um gott sam-
félag, sem hlúir vel að menntun og
uppeldismálum,“ segir hann enn
fremur.
Í Þelamerkurskóla eru nú 67
nemendur og mun þeim fjölga tals-
vert frá og með árinu 2023 og jafnt og
þétt eftir það gangi áætlanir eftir.
„Skólastarf Álfasteins og Þelamerk-
urskóla er hjartað í samfélaginu, öfl-
ugt og gott og mörgum öðrum til eft-
irbreytni,“ segir Snorri.
Eyfirðingar duglegir að safna fitu
Hundrað ára viti á Svalbarðseyri Góður árangur náðst í flokkun og endurvinnslu í Eyjafirði
Sex tonn af úrgangsolíu á ári Íbúum fjölgar hratt í Hörgársveit og stækka þarf leikskólann
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Líkt og aðrir landsmenn voru Akureyringar duglegir að skjóta upp flugeldum núna á gamlárskvöld.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hörgársveit Íbúum hefur fjölgað og mikið er byggt í sveitarfélaginu
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Mercedes Benz C300e 4matic AMG line 2020
Erummeð glæsileg eintök af þessum stórskemmtilega bíl til sýnis og sölu.
Eknir frá 5-15 þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 50 km. Sjálfskiptir, fjórhjóladrifnir (4matic).
AMG line innan og utan. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi o.fl. Nokkrir litir í boði.
VERÐ frá 7.990.000
Audi A3 E-tron Design 2018
Erummeð glæsileg eintök af þessum
vinsæla bíl til sýnis og sölu.
Eknir frá 8-31þkm. Bensín og
rafmagn (plug in hybrid),
drægni 44 km. Sjálfskiptir,
framdrifnir. Stafræntmælaborð,
leiðsögukerfi, 18“ álfelgur o.fl.
Nokkrir litir í boði.
VERÐ frá
4.390.000
Sjón er sögu ríkari, sýningarbílar á staðnumog reynsluakstur í boði.
Sigurgeir Guðmanns-
son, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur,
andaðist á Vífilsstöðum
miðvikudaginn 30. des-
ember síðastliðinn, 93
ára að aldri.
Foreldrar Sigurgeirs
voru Guðmann Hró-
bjartsson vélstjóri og
Þorgerður Sigurgeirs-
dóttir. Hann var elstur
sjö systkina, fæddur í
Reykjavík 2. maí 1927.
Að loknu stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1947 stundaði Sigurgeir nám í
skipaverkfræði í Glasgow í Skotlandi
í einn vetur, en hugurinn var við
íþróttirnar heima og eftir það helgaði
hann þeim líf sitt.
Sigurgeir var framkvæmdastjóri
ÍBR í 42 ár, 1954-1996, og sinnti síð-
an ýmsum verkefnum fyrir banda-
lagið þar til fyrir nokkrum árum.
Hann var jafnframt fyrsti fram-
kvæmdastjóri Laugardalshallar,
1965-1969, og framkvæmdastjóri Ís-
lenskra getrauna 1969-1984. Faðir
hans var einn af stofnendum Hamp-
iðjunnar og stjórnarmaður í á fjórða
áratug. Sigurgeir tók við af honum
og hætti þar í stjórn 2013.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
naut krafta Sigurgeirs nánast allt
hans líf. Eftir að hafa leikið fótbolta
með yngri flokkum KR
sneri hann sér að þjálf-
un 1951 og var þjálfari
yngri flokka félagsins í
áratugi. Hann þjálfaði
líka meistaraflokk, sem
vann til allra verðlauna
sem í boði voru með
hann sem þjálfara og
varð til dæmis Íslands-
og bikarmeistari 1963.
Auk þjálfarastarfa
tók Sigurgeir að sér
ýmis verkefni fyrir KR.
Hann var stjórnar-
maður í nokkrum deild-
um, formaður knattspyrnudeildar,
formaður handknattleiksdeildar og
fararstjóri í mörgum ferðum flokka
innanlands og utan, m.a. til Liverpool
þegar lið félaganna tóku í fyrsta sinn
þátt í Evrópukeppni og mættust á
Anfield 1964.
Sigurgeir var sæmdur ýmsum við-
urkenningum. Hann var meðal ann-
ars heiðursfélagi KR og ÍSÍ, fékk
gullstjörnu ÍBR, gullmerki KSÍ og
Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands
og var sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf á vett-
vangi íslenskrar íþróttahreyfingar.
Sigurgeir var ókvæntur, en eign-
aðist Rannveigu með Maríu Hildi
Guðmundsdóttur og lifir hún for-
eldra sína.
Útförin verður í kyrrþey að ósk
hins látna.
Andlát
Sigurgeir Guðmannsson