Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við höfum varla þurft aðkveikja á sjónvarpinu yfirjólin, því þessi ást á millidýranna hefur skemmt
okkur mannfólkinu svo mikið. Það er
gaman að fylgjast með þessu óvænta
ástarsambandi stóra kattarins og litla
hvolpsins,“ segir Sif Mekkin sem
dvaldi í sumarbústað í Eyjafirði yfir
hátíðirnar ásamt tveimur dætrum sín-
um og tengdasonum. Með þeim í bú-
staðnum voru fjögur gæludýr, kött-
urinn Louis Vuitton, hundurinn Leó
og kötturinn Óliver, en sú þrenning
býr að jafnaði saman á heimili Sifjar
og Sögu yngri dóttur hennar. Hvolp-
urinn Esja bættist í hópinn þegar
Kristín eldri dóttir hennar og tengda-
sonurinn Kristinn komu norður til að
halda jól með þeim í Eyjafirðinum.
Dýrin fjögur dvöldu því í fyrsta skipti
saman í heila viku yfir hátíðirnar.
„Við héldum að hvolpalætin í
Esju myndu fara í taugarnar á kett-
inum, því Esja er mjög ofvirk og rosa-
leg læti í henni. Okkur datt ekki í hug
að þau gætu virkað saman. En þetta
reyndist ást við fyrstu sýn, sem kom
okkur rosalega á óvart.“
Lætur klærnar aldrei út
Louis er mjög stór, enda er hann
af Maine Coon-tegund og hann er 18
kíló. Hann er eldri en Esja, orðinn
fullorðinn, þriggja ára, og Sif segir
hann með mjög sterka sjálfsmynd.
„Ég held hann upplifi sig sem
ljón. Hann er kóngurinn í fjölskyld-
unni og hagar sér samkvæmt því, við
öll hin, bæði fólk og dýr, erum bara
peð í hans augum,“ segir Sif og hlær.
„Af einhverjum ástæðum tókst
Esju litlu að bræða hjarta hans og
komast inn fyrir hans stóra egó. Esja
er ekki fullvaxin, hún er aðeins þriggja
mánaða, en hún hafði strax mikinn
áhuga á kettinum, sem er eins og ljón í
samanburði við hana. Hún lét stærð-
armuninn ekkert á sig fá og sótti strax
fast að honum með látum. Hann lét
sér vel líka, hörfaði ekki undan þrátt
fyrir ágeng hvolpalætin. Esja eltir
köttinn út um allt og hoppar á hann
með látum, en hann bregst bara yfir-
vegaður við, enda er kötturinn er með
stóra áru sem Esja skynjar og virðir.
Kötturinn sækir líka mikið í félags-
skap Esju og er mjög góður við hana,
hann sleikir hana og hugsar mjög vel
um hana. Hann finnur að hún þarfnast
verndar og er eins og pabbi að passa
ungann sinn. Hann agar hana líka vel,
lætur hana ekki komast upp með
neitt, slær til hennar ef hún gengur of
langt í látunum. Hann passar að láta
klærnar aldrei út heldur notar loppu-
slátt sem viðvörun og Esja var fljót að
læra hver hefur yfirburðina,“ segir Sif
og bætir við að hún hafi alls ekki búist
við að kötturinn myndi sækja svo í
hvolpinn sem raun ber vitni og leika
pabbahlutverkið við hana.
„Hann er mjög ábyrgur pabbi og
vill ekki að hún fari úr augsýn hans,
hann er alveg friðlaus nema hann sjái
hana og geti fylgst með hvað hún er að
gera, ef þau eru ekki að leika sér sam-
an eða kúra saman. Hann vill hafa
yfirsýn, eins og ljóna er háttur.“
Snýr hana niður þegar þarf
Sif segir virkilega fallegt og
skemmtilegt að verða vitni að þessari
miklu ást á milli hundsins og katt-
arins.
„Tengingin á milli þeirra er
sterk, þetta er greinilega djúp vinátta.
Þau sjá ekki sólina hvort fyrir öðru,
þetta stóra ljón og litla músin. Þau
kúra saman þegar þau hvíla sig og
sýna hvort öðru mikla hlýju. Esja
sleikir á milli þófanna á kettinum þeg-
ar hún vill gera vel við hann. Ég hef
átt hunda og ketti alla mína ævi og ég
hef unnið á dýralæknastofu en ég hef
aldrei séð svona mikla ást milli kattar
og hunds. Yfirleitt þola hundar ekki
ketti og öfugt, en það er eitthvert
pabbaeðli sem hvolpurinn Esja kallar
fram í kettinum Louis. Esja bítur
hann stundum með litlu beittu tönn-
unum sínum en Louis kvartar aldrei
undan því, heldur siðar hana bara til
með því að taka utan um hana og snúa
hana niður. Hann er aldrei vondur við
hana. Esja er mjög ofvirk og skemmti-
lega lík eiganda sínum, Kristínu dótt-
ur minni, því þegar hún var lítil var
hún líka alltaf á fullu, hoppandi út um
allt,“ segir Sif og hlær.
Eftir að Esja fór heim til sín suð-
ur til Reykjavíkur milli jóla og nýárs
með Kristínu dóttur Sifjar og Kristni
tengdasyni hennar vældi hvolpurinn
ámátlega fyrstu dagana. Eigendur
hennar gera fastlega ráð fyrir að hún
hafi saknað sárt síns hvíta loðna vinar
sem hún lék við og hnoðaðist með,
milli þess sem hún hvíldi í fangi hans.
Gera má ráð fyrir fagnaðarfundum
næst þegar þau tvö hittast.
Óvænt vinátta hunds og kattar
„Ég hef átt hunda og ketti alla mína ævi og ég hef
unnið á dýralæknastofu, en ég hef aldrei séð svona
mikla ást milli kattar og hunds. Yfirleitt þola hundar
ekki ketti og öfugt en það er eitthvert pabbaeðli sem
hvolpurinn Esja kallar fram í kettinum Louis,“ segir
Sif Mekkin um djúpa vináttu kattar og hvolps.
Alltaf saman Esja virðist líta á Louis sem pabba sinn.
Kóngur Sif í bústaðnum með köttinn Louis Vuitton, sem lítur á sig sem konung ljónanna. Esja ekki langt undan.
Kúr og faðmlag Louis passar vel upp á Esju sína, líka í kúri. Leikur Kötturinn hangir hér bókstaflega á Esju í stóru knúsi.
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14