Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Við fyrstu sýn skýtur það skökku við að þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu og mikla óvissu á vinnumarkaði hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað nokkuð ört á árinu. Á sama tíma hefur verð á atvinnuhúsnæði farið lækkandi og margt sem bendir til vaxandi offram- boðs á atvinnuhúsnæði af ýmsu tagi á meðan mikil uppsöfnuð þörf er fyrir íbúðarhúsnæði og lítið af nýju hús- næði á leið á mark- aðinn. Þetta segir Páll Pálsson fasteigna- og fyrirtækjasali en hann telur helst mega skýra verðþróun íbúðar- húsnæðis með lækkandi stýri- vöxtum. Töluverð hreyfing var á markaðinum árið 2020 að nokkrum mánuðum undanskildum: „Árið byrjaði vel en í mars fór allt í flækju og var salan í apríl 54% minni en í sama mánuði árið á undan. Síðan hóf markaðurinn að rísa á ný og haust- ið gekk mjög vel svo að á seinni helm- ingi ársins komu mánuðir þar sem seldust meira en þúsund eignir en í dæmigerðum mánuði má reikna með sex til sjö hundruð seldum eignum. Heilt á litið var salan á íbúðamarkaði um 9-10% meiri en í fyrra.“ Frá janúar til og með nóvember hækkaði fermetraverð fasteigna í fjöl- býli um u.þ.b. 4% en 5,7% í sérbýli. Til samanburðar var hækkunin um 2,4% árið 2019 og 4,6% árið þar á undan. Ár- ið 2017 nam árshækkunin 10,5% og mátti einkum skýra með grósku í ferðaþjónustu og eftirspurn eftir íbúð- um til útleigu til ferðamanna. Ef höfuðborgarsvæðið er tekið út fyrir sviga nam heildarhækkunin þar um 7-8% á árinu 2020. Lágir vextir freista Segir Páll helstu skýringuna á hækkun þessa árs að vextir fast- eignalána eru með lægasta móti. Neytendur láti það því ekki stoppa sig þótt fasteignaverð leiti upp á við enda bæti fimm eða tíu milljónum hærra kaupverð ekki miklu við mán- aðarlegar afborganir á láni sem greitt er upp á fjórum áratugum. Þá er auð- veldara fyrir fólk að láta það eftir sér að fara í nýrra, stærra eða veglegra húsnæði þegar vextir eru lágir. Er þó vert að hafa gætur á þessari þróun því meirihluti kaupenda velur óverð- tryggð lán með breytilegum vöxtum og getur reiknað með æ þyngri greiðslubyrði þegar stýrivextir hækka. Alla jafna hefði mátt vænta þess að mikið atvinnuleysi myndi kæla fast- eignamarkaðinn en Páll segir mæl- ingar sýna að það hafi einkum verið fólk í neðri þrepum launastigans sem hafi misst vinnuna s.s. vegna örðug- leika ferðaþjónustufyrirtækja, veit- inga- og skemmtistaða. „Þetta er hópur sem er líklegri til að vera á leigumarkaði frekar en að eiga fast- eign enda höfum við séð leiguverð lækka um rösklega 1% á árinu.“ Það á líka þátt í hækkun fasteigna- verðs á þessu ári að framboð hefur ekki haldið í við eftirspurn en und- anfarin misseri hafa margir varað við að samdráttur væri í nýframkvæmd- um, m.a. vegna vaxandi erfiðleika verktaka við að fá fyrirgreiðslu hjá bönkunum. „Á sama tíma erum við að sjá eftirspurn aukast og sést m.a. á aðsóknartölum fasteignavefs Mbl.is. Aldrei hafa heimsóknir á vefinn farið yfir 25.000 á viku fyrr en á þessu ári þegar komu vikur með yfir 26.000 og jafnvel meira en 27.000 heimsóknum. Fjarvinna breytir markaðinum Kórónuveirufaraldurinn kann að marka tímamót á atvinnuhúsnæðis- markaði og útlit fyrir mikið offramboð á komandi árum. Páll nefnir að vegna flutninga opinberra stofnana og stór- fyrirtækja megi reikna með að 40- 60.000 fermetrar skrifstofurýmis losni miðsvæðis í Reykjavík á næstu miss- erum og árum. Við það bætist versl- unarhúsnæði sem stendur tómt eða vannýtt bæði vegna fækkunar ferða- manna og færslu verslunar yfir á netið. Þá hefur því verið spáð að með góðri reynslu vinnustaða af fjarvinnu í far- aldrinum muni skrifstofufyrirtæki sjá sér leik á borði og láta sér nægja langt- um minna skrifstofuhúsnæði. Reikn- ast Páli til að frá júlí 2019 til mars 2020 hafi atvinnuhúsnæði lækkað í verði um rösklega 20%. Leiguverð hefur lækkað sömuleiðis og eru t.d. margar verslanir með veltutengda leigusamninga og hafa leigusalar þeirra þurft að taka á sig miklar lækkanir í faraldrinum. Sveitarfélögin hafa brugðist Þótt það kæti eigendur íbúðarhús- næðis að verð fari hækkandi segir Páll að um leið verði erfiðara fyrir unga fólkið að koma inn á fasteignamark- aðinn og eins hætt við því að skulda- byrði heimilanna aukist með tilheyr- andi áhættu. Þá skapi það ýmis vandamál í hagkerfinu og á vinnu- markaði ef húsnæði verður miklu dýr- ara en það þyrfti að vera, með tilheyr- andi áhrifum á kaupmátt fólks. Brýnt sé að auka framboð og auðvelda mark- aðinum að leita jafnvægis en þar eru sveitarfélögin stærsta hindrunin, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem framboð á lóðum hefur verið með minnsta móti, lóðaverð í hæstu hæðum og miklar flækjur í stjórnkerfinu sem húsbyggjendur þurfa að glíma við. Til marks um hægaganginn í stjórn- kerfinu segir Páll að það geti hæglega tekið allt að þrjú ár frá því einstakling- ur eða verktaki eignast lóð og þar til hann getur hafið framkvæmdir. „Þetta þýðir að um þrjú til fimm ár líða frá kaupum á lóð og þar til hægt er að fá einhvern arð af verkefninu,“ segir Páll og bætir við að stjórnsýslan þyki bæði dyntótt og ófyrirsjáanleg. „Veit ég um marga verktaka sem þurfa að setja upp sparibrosið og tipla á tánum í kringum fulltrúa bæjarfélaganna sem hafa valdið til að segja af eða á um byggingarframkvæmdir og minnstu breytingar.“ Breyti skrifstofum í íbúðir Seinaganginum fylgir bæði aukinn fjármagnskostnaður og almennt tjón fyrir kaupendur sem þurfa að bíða lengur eftir nýtilegu húsnæði. Eykur svo enn frekar á vandann hvað lóða- verðið er hátt og nefnir Páll dæmi af nýlegu útboði þar sem hæstbjóðandi greiddi fyrir lóð á ósköp venjulegum stað sem nam 12-13 milljónum króna á hverja íbúð sem byggð verður á reitn- um. Páll segir fermetrann á höfuð- borgarsvæðinu í dag kosta nærri hálfa milljón króna en finna megi nýleg hús- byggingarverkefni í öðrum landshlut- um þar sem fermetraverðið er nærri þriðjungi minna og því ljóst að hátt lóðaverð á stóran þátt í því hve dýrt íbúðarhúsnæði er í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögum. Að mati Páls er brýnt að sveitar- félögin breyti um stefnu eða í það minnsta taki höndum saman um sam- eiginlega langtímaáætlun um framboð á íbúðarhúsnæði sem haldist í hendur við mannfjöldaspár. Þá megi laga margt með auknu frelsi í skipulags- og húsbyggingarmálum og t.d. blasi núna við sú einfalda lausn að liðka fyrir því að lausu atvinnuhúsnæði verði breytt í íbúðir. „Við þekkjum dæmin frá stór- borgum eins og New York þar sem þykir mjög eftirsóknarvert að búa í gömlum skrifstofu- og iðnaðarbygg- ingum þar sem hátt er til lofts og gluggar stórir.“ Sveitarfélögin ýta upp fasteignaverði Morgunblaðið/Eggert Skortur Páll segir sveitarfélögin þurfa að breyta um stefnu eða a.m.k. sam- einast um langtímaáætlun svo að framboð íbúða fylgi mannfjöldaspám.  Ef ekki væri fyrir hægfara stjórnsýslu og mjög hátt lóðaverð væri íbúðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu mun ódýrara  Stefnir í offramboð af atvinnuhúsnæði sem bráðupplagt væri að breyta í íbúðir Páll Pálsson Verð rafmyntarinnar bitcoin fór yfir 29.500 dali í viðskiptum á fyrsta degi ársins en hafði þá hækkað um rösk- lega helming í verði í desembermán- uði. Reuters greinir frá að verð bitcoin, mælt í bandaríkjadölum, hafi fjórfald- ast á árinu 2020. Hefur hækkunin ver- ið mest frá því í september og raf- myntin nærri þrefaldast í verði á síðustu fjórum mánuðum ársins. Sitt sýnist hverjum um þróunina. Þannig grunar Nouriel Roubini, hagfræðiprófessor við New York Uni- versity, að hækkunin sé einkum drifin áfram af markaðsmisnotkun og að fjársterkir aðilar séu að blása upp verð rafmyntarinnar. Bendir hann á vísbendingar um að rafmyntin Teth- er, sem notar þjóðargjaldmiðla sem fót, sé notuð í viðskiptum til að blása upp verð bitcoin. Spáir Roubini því í nýlegu viðtali við Yahoo Finance að stutt sé í að bólan springi. Athygli vekur að ólíkt bitcoin-ból- unni 2017 hefur ekki borið mikið á umfjöllun um verðþróun rafmyntar- innar í fjölmiðlum en mörgum þótti aukinn sýnileiki hennar eiga mikinn þátt í bólunni sem óx hratt og sprakk með látum fyrir sléttum þremur ár- um. ai@mbl.is AFP Flug Erfitt er að sjá að nokkuð annað en spákaupmennska eða markaðs- misnotkun geti skýrt ævintýralega hækkun bitcoin á síðasta ársfjórðungi. Enn hækkar bitcoin í verði  Fjórfaldaðist gagnvart dal á liðnu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.