Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru kunndæmi til fráEvrópu og Bandaríkjunum að að börn frægra for- eldra í stjórn- málum, ríkidæmi eða hvoru tveggja rugga stund- um bát „þeirra gömlu“ með óþægilegum hætti. Hitt er sjaldgæfara að „þau gömlu“ sem eiga alla sína frægð frá af- kvæmum sínum taki ruggið að sér. Þeir Macron forseti Frakklands og Johnson for- sætisráðherra fluttu hefðbund- inn boðskap um áramót. Voru báðir uppteknir af brexit, sem átt hefur stóra sviðið í áratug. Fyrri hluti þess tíma snerist um aðdraganda þjóðaratkvæð- isins og úrslit. Seinni helming- urinn snerist ekki síst um sam- eiginlegt átak ESB-búrókrata og svikahrappa á Bretlands- eyjum sem reyndu sameigin- lega að tryggja að brexit yrði aðeins nafnið eitt. Það munaði hársbreidd að hinum ólystuga söfnuði tækist ætlunarverk sitt að koma aftan að bresku þjóð- inni, svo minnti helst á Icesave- uppákomuna hér heima, sem Sjálfstæðisflokkur hefur ekki enn komist yfir og njörvaðist enn sem meinsemd eftir óvænt óheilindi í orkupakkanum. En Boris hafði loks sitt fram er honum bættist öflugur hóp- ur kjósenda úr Verkamanna- flokki sem tryggði svo öruggan þingmeirihluta að svikahrapp- ar horfðust loks í augu við ofur- efli liðs ættjarðarvina. Í áramótaspjalli Macrons sagði forsetinn að „brexit“ væri „afurð blöndu lyga og lof- orða sem ættu enga stoð“. Ávarp forsetans var flutt fáein- um stundum eftir að hinn sjö- tugi skurðlæknir, Jean-Michel Macron eldri, hafði opinber- lega afgreitt þann yngri sem stjórnmálamann sem gengi eingöngu fyrir eiginhags- munum sínum. Emmanuel Macron sagðist í sínu ávarpi hafa verulegar efa- semdir um að styrkur fullveldis Breta dygði þeim eftir brottför þeirra úr ESB. Fjölmiðlar sögðu ræðu for- setans minna á drauma hans um aukinn samruna ákvarðana og valdboðs ESB, þótt sjálf- sagt séu þeir einnig reistir á þeirri von að Frakkar muni hafa, ásamt Þjóðverjum, loka- orð um allt sem skipti máli í sambandinu. En hvað áhrif og mikilleik varðar er hins vegar bent á að Macron hefði beitt sér sérstaklega gegn því að Bretar næðu að endurheimta yfirráð fiskveiðiréttinda sinna. Hefði hann einungis náð að tefja um stundarkorn að niður- staða fengist um viðskipta- málin, en hefði að öðru leyti haft fátt og lítið upp úr krafsi sínu þegar horft væri til lengri tíðar en fá- einna ára. Breskir fjölmiðlar höfðu sakað Macron um að blása til öngþveitis með flutninga yfir Ermarsund með hrópum um „nýtt breskt veiru- afbrigði“ að yfirskini. Sú veira hafði þá þegar verið skráð í fjölda landa í Evrópu. En Macron þurfti einnig að nota ávarpið til að afsaka handar- bakavinnubrögð ESB í bólu- setningu, sem bitnaði á Íslandi eftir að ráðamenn þar höfðu að ástæðulausu hengt sig í ESB eins og er orðinn ófrávíkjan- legur kækur áhrifalausra stjórnmálamanna í bandi emb- ættisliðs. Aðeins örfá hundruð höfðu fengið bólusetningu í Frakk- landi en rúmlega milljón manns í Bretlandi. Á meðan á þessu ströggli franska forset- ans stóð sungu enn í eyrum hans nýútsprungnar fordæm- ingar pabba gamla um „forseta eiginhagsmuna“. Og sá gamli bætti reyndar við að óneitan- lega hefði sonurinn umtals- verða leikræna hæfileika og ætti einnig gott með það að draga fólk á tálar, og hvort tveggja væru mikilvægir hæfi- leikar fyrir stjórnmálamann. Á meðan á þessu gekk kom Stanley Johnson, faðir Borisar, sér í fjölmiðla, sem hann á gott með. Nú var fréttin sú að Stanley væri að halda upp á sigur Borisar í brexit með sín- um hætti. Sagðist Stanley átt- ræður nú ætíð hafa verið fylgj- andi ESB-aðild og hefði greitt atkvæði gegn útgöngu 2016 þegar Boris barðist fyrir henni. Nú nýtti hann daginn þegar viðskiptasamningur náðist til að óska eftir frönsku vegabréfi og vísaði til ætternis forfeðra sinna. Myndi Boris nýta sér þannig rök gæti hann stutt um- sóknir um vegabréf í mörgum löndum. Kannski getur Stanley fengið Jean-Michel Macron til að mæla með umsókninni við strákinn. En Nigel Farage, brexit- hetja, var á öðrum slóðum en þeir Macron og Stanley John- son. Hann sagði þetta „stóra stund í breskri þjóðarsögu og endapunkt á langri leið þús- unda baráttumanna. Fyrir ná- kvæmlega ári var útgöngu úr ESB fagnað, og nú brottför úr innri markaði og tollabanda- lagi. Við hugsum óneitanlega til Norður-Írlands og sjó- manna okkar. En fögnum engu að síður í upphafi árs 2021 sjálfstæðu Stóra-Bretlandi. Það er eiginlega skömm að því að pöbbarnir skuli ekki vera opnir“. Lokaorðin um brexit og útgönguna voru litrík og eftirtektar- verð} Strákapabbar taka svið A nnar dagur nýs árs. Það er eitt- hvað við upphaf árs sem er svo kærkomið. Von um betri tíð, ný markmið, nýjar áherslur. Þessi áramót höfum við að auki annars konar frelsi, sem felst í þeim heimsfar- aldri sem við vonandi sjáum brátt fyrir endann á. Þá gefst okkur tækifæri til að endurstilla kerfin okkar og gera gott samfélag betra. Við búum í góðu velferðarsamfélagi sem er ríkt að auðlindum náttúru og mannfólks. Við erum menntað og vel upplýst samfélag sem stendur ótrúlega þétt þegar á reynir. Fyrir það getum við þakkað. En hér þrífst líka spilling og því miður virðist ekki ríkur vilji hjá stjórnvöld- um til að vinna gegn henni. Spilling vegur að grundvallarréttindum fólks, mannréttindum, réttarríki, lýðræði og lífsskilyrðum. Spilling birtist okkur milli ríkja heims en einnig milli fólks og fyr- irtækja í stórum sem smáum samfélögum. Hún er þó ávallt á þann veg að valdi er beitt í þágu fárra gegn fjöld- anum, í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum og bitnar allra harðast á þeim sem minnst eiga og fæstu ráða. Þeir sem fara með opinbert vald verða að sýna að þeir séu traustsins verðir. Eins verða þeir sem veita valdið, sjálfur almenningur, að vera meðvitaðir um það hlutverk sitt og senda skýr skilaboð þegar misbeiting valds á sér stað. Spillingin nærist á óskýrum mörkum og því verður ramminn utan um valdhafa að vera skýr og valdmörkin sömuleiðis. Þeir sem valdið hafa verða að fá skýr skilaboð um að ekki sé annað í boði en að fara eftir leik- reglum samfélagsins í hvívetna, hvort sem um er að ræða grundvallarreglur sem bundnar eru í lög eða óskráðar reglur samfélagsins um sanngirni, réttlæti og jafnvægi. Þar er það al- menningur sem veitir aðhald en einnig eftir- litsstofnanir sem því miður standa margar of veikt hér á landi. Eins skipta fjölmiðlar höfuð- máli þegar kemur að aðhaldi með valdhöfum. Víða um heim eru fjölmiðlar studdir myndug- lega með opinberum fjármunum, einmitt til að geta verið óháðir og veitt valdhöfum aðhald og þar þurfum við að gera betur. Við sem störfum í stjórnmálum, í stjórn sem og stjórnarandstöðu, förum með vald og verð- um í okkar verkum að vera meðvituð um það. Þegar við horfum framhjá misgjörðum sam- starfsfólks okkar eða annarra valdhafa tökum við þátt í að auka hér spillingu og misrétti. Spillingin þrífst þar sem náungasamfélag er mikið og meðvirkni vegna kunningsskapar ríkjandi og þess vegna þurfum við öll í því örsamfélagi sem hér er að vera enn meira á varðbergi. Það er ekki mannvonska að setja öðrum mörk, það er hvorki ósanngjarnt né óréttlátt að krefjast þess að reglum sé fylgt, heldur í þágu heilbrigðs og réttláts samfélags. Ég vona að árið 2021 veiti okkur nýtt upphaf að betra og heil- brigðara samfélagi. Við gerum það saman. Helga Vala Helgadóttir Pistill Gerum gott samfélag betra Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Byggðin á Seyðisfirði er allt-of útbreidd miðað við að-stæður þar, það er undirurðarhjöllum úr fornu urðarjöklaseti með fíngerðu efni sem er viðkvæmt fyrir því að hlaupa fram eftir miklar rigningar. „Með tilliti til náttúrufars og staðhátta ber Seyðisfjörður ekki svo mikla og út- breidda byggð eins og nú er í inn- anverðum firðinum,“ segir Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur. Hann hefur í ára- tugi stundað jarðfræðirann- sóknir, meðal annars á Austur- landi, og þekkir því vel til stað- hátta og að- stæðna þar. „Beggja vegna Seyðis- fjarðar er byggðin undir hlíðum með fornu urðarjöklaseti með fíngerðu efni, sem er viðkvæmt fyrir auknu rakamagni. Hættir því til að hlaupa fram eftir miklar rigningar. Slíkt gerðist á Seyðisfirði og raunar víðar á Austfjörðum í kjölfar mikilla rign- inga árið 2002. Þá voru höfð uppi varnaðarorð og horft til endurskoð- unar á þeim áformum til framtíðar sem gerð höfðu verið. Þau spor má ekki fenna yfir,“ segir Ágúst. Urðartungur á hreyfingu Um aðstæður á Seyðisfirði seg- ir jarðfræðingurinn þykkar urðar- tungur í fjallshlíðinni ofan við bæinn sunnanmegin hafa verið á hreyfingu í þúsundir ára. Nærri þeim stað þar sem skriðan féll rétt fyrir jól mjak- ist urðin fram að meðaltali með ná- lega 3-5 cm hraða á ári. Þung, raka- blendin urðin sígi fram og ýti fram þurrara efni í hjallabrúninni og þar með aukist halli urðarbrúnarinnar. Brún urðanna standi með bratta sem heldur jafnvægi meðan efnið er tiltölulega þurrt. Missi svo styrk sinn ef raki eða vatnsmagn í efninu fer yfir ákveðin mörk. „Þetta er líkt og þykk steypa sem flýtur út ef vatni er bætt í hana. Urðin hleypur svo fram í stórrigningum, eins og gerðist á dögunum,“ segir Ágúst. Skriður á Seyðisfirði sem féllu árið 1950, sem kostuðu fimm manns- líf, og 1989 komu niður í kjölfar rigninga. Því má segja að sagan endurtaki sig reglulega ef rýnt er í ritaðar heimildir allt frá miðri nítjándu öld. Ummerki í jarðvegi í byggðinni á þessum slóðum sýna ennfremur, að sögn Ágústs, að fyrir mörg hundruð árum hafi fallið stærri skriður en féllu þar nú. Mjög hlið- stæð efnisgerð og á Seyðisfirði var í urðarbingnum í Hítardal á Mýrum sem hljóp fram í júlí 2018. Hliðstæð efnisgerð er í urðartungunum á Al- menningum á Siglufjarðarleið þar sem jarðskrið er viðvarandi. „Vegurinn við Strákagöng er í mikilli hættu og gæti tekið af. Varð- andi Seyðisfjörð, þá tel ég afar var- hugavert að stefna á gerð botn- langajarðganga frá Héraði niður á Seyðisfjörð fyrir kostnað sem að öll- um líkindum stefnir í 40 milljarða króna, án þess að skoða allt þetta mál heildstætt,“ segir Ágúst. „Byggðin á Seyðisfirði er í hættu vegna náttúrulegra aðstæðna þar og yfirlýsingar stjórnmálamanna um endurreisn og jarðgangagerð eru umhugsunaverðar þegar hugsan- lega er þar verið að ræða um heild- araðgerða- og framkvæmdakostnað er nálgast 50 milljarða króna.“ Kvikleirinn laus í Noregi Aðstæður á Seyðisfirði og í Ask í Gjerdrum í Noregi, þar sem mikið jarðfall fór af stað 30. desember, eru gjörólíkar og engu hægt saman að jafna, segir Ágúst. Í Ask hafi losnað um kvikleir þar sem forn sjávar- setlög úr leirkenndu efni hafi verið bundin af salti um þúsundir ára. Nú sé saltinu að skola út og þá fari jarð- efnin á hreyfingu. Það séu aðstæður sem eigi sér fáar þekktar hliðstæður á Íslandi. Þó er hér þekkt dæmi frá árinu 2004 þegar unnið var að undir- stöðum fyrir álver í Reyðarfirði. Þá voru tvær gröfur notaðar við að grafa leirfylltan stóran slakka þegar skyndilega flaut mikið efni úr kvik- leir fram og sluppu gröfumenn mjög naumlega með skrekkinn. Byggðin á Seyðisfirði talin í mikilli hættu Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Þungar búsifjar og mikið tjón fylgdi skriðunum sem féllu skömmu fyrir jól. Hamfaravakt er í bænum enda krefjast aðstæður þess. Ágúst Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.