Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Það eru engin tímamörk á skiptimiðunum frá okkur Gleðilegt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Nú er komið eitt nýárið enn, nýja flytur það timburmenn,“ varvarpað fram í nýársfagnaði um miðja síðustu öld þegaráfengisrómantíkin var enn viðurkennd í opinberri orðræðu.Ekki fékkst viðunandi botn á vísuna og því lifa bara fyrstu hendingarnar; ólíkt vísu Páls Ólafssonar sem fangar þó sama tíðaranda – með seinnipartinum: „Finnst þér lífið fúlt og kalt, / fullt er það með lygi og róg, / en brennivínið bætir allt, / bara að það sé drukkið nóg.“ Á okkar öld er ekki við hæfi að dýrka áfengisdrykkjuna líkt og þegar þessar vísur voru ortar; þegar ekki var ámælisvert að vera „fullur í dag fullur í gær fullur í fyrragær“ eins og þeir Jónar Marteinsson og Hregg- viðsson sungu í Kristínar Doktors Kjallara þegar þeim þótti Ísland vera sokkið. Tíðarandinn hefur breyst að þessu leyti; okkur finnst mönnunum hafa mun- að nokkuð á leið í því hvernig við tölum um hlutina. Þessi breyting tengist því hvernig umræðunni hefur verið snúið með menntun og upplýsingu, lýðræði og valddreifingu. Með almennu aðgengi að upplýs- ingum og þekkingu hafa æ fleiri getað tekið upplýstar ákvarðanir í sam- ræmi við lífsskoðanir sínar. Tungumálið er mikilvægasti miðillinn í þessu ferli og því veltur á miklu hvernig því er beitt. Fram á síðustu ár voru máttarstólpar í miðlun þekkingar hér á Vest- urlöndum menntakerfin, bókaútgáfur og fjölmiðlar. Og fólk vandist því að geta treyst upplýsingum vísindamanna, ekki síst ef þær birtust í virðulegum ritum og traustum fjölmiðlum. Það kom því flestum upp- lýstum Vesturlandabúum í opna skjöldu þegar fráfarandi forseti Bandaríkjanna snerist öndverður gegn þessu kerfi, tók að efast um vís- indin og fréttir helstu fjölmiðla og grafa þannig undan lýðræðinu. Hæst skrifuðu fjölmiðlar á borð við New York Times urðu fyrir árásum hans (sól Morgunblaðsins hefur skinið hvað skærast með sérblöðum í sam- vinnu við þennan virta bandaríska fjölmiðil) og skyndilega varð það hluti af viðurkenndri orðræðu að efast um sannreyndar fréttir; reyna með aðstoð lyga og rógs að draga máttarstólpa lýðræðisins í svaðið, s.s. fjölmiðla á borð við BBC í Bretlandi – og Ríkisútvarpið hér heima. Það hefur verið sorglegt að fylgjast með þessari atlögu lýðskrumara að upplýstri orðræðuhefð. Síðustu fjögur ár hafa lygarnar náð áður óþekktri fótfestu með þeim afleiðingum að alls kyns sjónarmið úr skúmaskotum haturs og mannfyrirlitningar hafa átt greiða leið að við- urkenndri orðræðu. Eins og vísa Páls Ólafssonar er til vitnis um er það ekki nýtt að lífið sé fullt með lygi og róg. En það er nýtt að slík sjónar- mið nái að heyrast svo hátt að þau verði hættuleg heilsu okkar; að það sé orðin tæk orðræða, í nafni eðlilegrar gagnrýni, að hafa óupplýsta skoðun á þaulreyndum niðurstöðum vísindarannsókna. Þá er fólk farið að misnota tungumálið á þann hátt að gömlu góðu málvillurnar eru há- tíð í samanburði. „Nú smáfer landið að rísa aftur“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Dagblöð „… máttarstólpar í miðlun þekkingar á Vesturlöndum voru mennta- kerfin, bókaútgáfur og fjölmiðlar.“ Gamalt og erfitt ár er liðið í aldanna skaut.En hvað er fram undan á nýju ári?Eftir átján daga flytur nýkjörinn forsetiBandaríkjanna í Hvíta húsið og þá munu margir anda léttar. Þá verður aftur hægt að horfa til Bandaríkjanna sem forysturíkis frjálsra lýðræðis- ríkja í heiminum. Og ekki veitir af. Nýjar spár brezkrar hugveitu benda til þess að á árinu 2028 muni Kína ryðja Bandaríkjunum úr vegi sem stærsta hagkerfi heims. Þeirri stöðu munu fylgja aukin áhrif Kína á heimsvísu. Þar situr einræðis- stjórn Kommúnistaflokks Kína, sem hagar sér eins og einræðisstjórnir gera alltaf. Nýjasta dæmið um það er fangelsun kínverskrar blaðakonu, sem vakti athygli á kórónuveirunni í Wuhan. Að segja frá slíku er saknæmt í Kína. Þessi breytta staða Kína á heimsbyggðinni skiptir okkur máli hér á þessari eyju í Norður-Atlantshafi. Kínverjar hafa á undanförnum árum unnið að því að auka áhrif sín á norðurslóðum. Það hefur lítið verið rætt hér og við liggur að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafi ekki tekið eftir því. En það er tími til kominn. Bretum tókst að rífa sig lausa frá Evrópusambandinu á liðnu ári. Það gekk ekki þrautalaust. Leiðtogar Evrópusambands- ins eru hræddir við að úrsögn sé smitandi. Það kem- ur í ljós á næstu árum, hvort svo reynist. En Englendinga, sem stjórna hinu Sameinaða kon- ungsríki á Bretlandseyjum, bíður nýtt verkefni. Standa þeir frammi fyrir gliðnun þessa konungsríkis? Allt bendir til að Skotar knýi á um nýja þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Verði sú raunin gæti það orðið upphafið að því að Norður-Írland fylgi í kjölfarið og jafnvel Wales. Eftir standi litla England – ekki svipur hjá sjón. Í Noregi eru vaxandi umræður um nauðsyn þess, að endurskoða EES-samninginn. Þar eins og hér eru sterkar raddir um að það hafi aldrei verið ætlunin með þeim samningi að flytja löggjafarvald aðildar- ríkja þess samnings til skriffinna í Brussel. Það er tími kominn á sambærilegar umræður hér. Í því sambandi er ástæða til að vekja athygli á ræðu, sem Arnar Þór Jónsson héraðsdómari flutti á fjar- fundi Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál hinn 1. desember sl. Þá ræðu má finna á Youtube. Hér heima fyrir beinist athyglin að veirunni og efnahagslegum afleiðingum hennar. Það er varla um- deilt að ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis hafi í öllum megindráttum tekizt vel til í viðbrögðum vegna veirunnar og afleiðinga hennar á efnahagslíf þjóð- arinnar. Bólusetning er hafin en það mun taka tíma að bólusetja alla þjóðina og ræðst ekki sízt af því hversu fljótt við fáum bóluefni til þess. En það eitt og sér dugar ekki til. Hið sama þarf að gerast um heimsbyggðina alla áður en raunveruleg efnahagsleg endurreisn hefst um heim allan sem er forsenda fyrir því, að hún hefjist hér. Þegar að veir- unni kemur eru þjóðir heims hver annarri háðar. Telja verður líklegt í ljósi þess, að þingkosningar verða næsta haust, að umræður hefjist í aðdraganda þeirra kosninga um það hvernig eigi að borga kostn- aðinn af veirunni, sem er mikill. Skuldsetning ríkis- sjóðs er eitt. Hvernig borga á þær skuldir er annað. Verður það gert með auknum hagvexti? Skatta- hækkunum? Eða niðurskurði á óþarfa útgjöldum hins opinbera? Þessar spurningar hljóta að koma til umræðu í kosningabaráttunni og frambjóðendur og flokkar verða að veita sín svör, hver og einn. Kannski leiða þær umræður til þess að annað mál komist á hina pólitísku dagskrá samfélagsins, sem er löngu tímabært. Og þá er átt við að það er kominn tími á róttækan uppskurð á opinbera kerfinu, bæði hjá ríki og sveit- arfélögum. Þar er annars vegar um að ræða mikla peningasóun í óskilvirkt kerfi og hins vegar enn alvarlegri vanda, sem er viðleitni kerfisins til þess að taka í sínar hendur völd, sem eiga hvergi annars staðar að vera en hjá kjörnum fulltrúum, bæði á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Það er titringur í pólitíkinni, ef svo má að orði komast. Hann var byrjaður áður en fjármálaráðherra lagði leið sína í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá titringur snýst um vaxandi þörf flokka á miðj- unni og til vinstri til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá stjórn landsins. Sú þörf er ekki ný af nálinni. „Allt er betra en íhaldið“ er gamalt slagorð. Það var mikið haft á orði fyrir þingkosningarnar 1956. Í að- draganda þeirra voru lögð drög að vinstristjórn eftir þær kosningar. Það tókst að koma henni á en hún varð ekki eins langlíf og stefnt var að. Það er ástæða til að ætla að svipaðar hugmyndir séu á ferð nú og hafi verið í einhvern tíma og að jarðvegur kunni að vera fyrir þeim. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í núverandi ríkisstjórn hefur reynt á þolrifin bæði hjá VG og Framsóknarflokkn- um. Á vinstri kantinum sjá menn fyrir sér, að með sama hætti og tekist hafi að ýta Sjálfstæðisflokknum til hliðar í borgarstjórn Reykjavíkur sé það hægt á vettvangi landsstjórnar. Á tímum kalda stríðsins voru vinstristjórnir hættu- legar vegna þess að þær snerust um að koma banda- ríska varnarliðinu úr landi. Nú á tímum er hættan sú að slíkri ríkisstjórn er ekki hægt að koma á nema með því að leiða ESB- sinna til valda. Og reynslan sýnir að þeir geta náð árangri, þótt samstarfsaðilar séu andvígir aðild Ís- lands að ESB. Þingkosningarnar næsta haust geta þess vegna orðið örlagaríkari en fólk áttar sig á. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hafi áttað sig á þessu? Á nýju ári Þingkosningarnar næsta haust geta orðið örlagaríkar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Oftast er ágreiningur í stjórn-málum þess eðlis, að ekki verður með fullri vissu úr honum skorið, enda er lífið undirorpið óvissu. Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? spurði Jón Hreggviðsson. Enginn vissi með fullri vissu, hvað hafði gerst, þegar Sigurður böðull sálaðist. Þó eru til mál, sem atvikin hafa hagað því svo, að unnt er að skera úr um þau. Eitt þeirra er Ice- save-málið. Strax og ljóst varð, að þjóðin myndi fella samning Svavars Gestssonar, buðu Bretar miklu betri kjör, þótt niðurstaðan yrði að lokum sú, sem við höfðum nokkur haldið fram allan tímann, að það hefði ekki verið um neitt að semja, því að ís- lenska ríkið hefði ekki borið ábyrgð á viðskiptum einkaaðila. Samningur Svavars var eins og Sigurður Már Jónsson sagði í fróðlegri bók sinni um málið „afleikur aldarinnar“. Sam- anburðurinn á samningi Svavars og síðan þeim, sem Lee Buchheit gerði, nægði til að skera úr um málið. Við hefðum sparað okkur hundruð millj- óna í vexti með samningi Buchheits, svo að ekki sé minnst á allt annað. Hér voru mistökin mælanleg: Tveir samningamenn, tvær niðurstöður. Nú er því miður komið til sögu ann- að dæmi jafnskýrt. Það eru samn- ingar íslenskra stjórnvalda um bólu- efni vegna veirufaraldursins, sem gengið hefur um heiminn. Svo virðist sem Íslendingar fái ekki nægt bólu- efni fyrr en seint á árinu. Stjórnvöld hafa leikið stórkostlega af sér. Heil- brigðisráðherra tók aðeins númer á biðstofu Evrópusambandsins og ætl- aði að bíða þar auðsveip eftir því, að nafn Íslands yrði kallað upp. Hún virðist ekki haft áhuga á að nýta sér einkaaðila, sem voru boðnir og búnir til aðstoðar. Þegar þetta er skrifað, á síðasta degi ársins 2020, hafa Ísraels- menn hins vegar þegar bólusett fleira fólk en Íslendingar eru í fyrri umferð. Hvað höfðu samningamenn þeirra, sem samningamenn Íslendinga höfðu ekki? Hér eru mistökin mælanleg: Tvær þjóðir, tvær niðurstöður. Við höfðum öll skilyrði til að losna úr þessari prísund á fyrstu mánuðum ársins 2021. Í Icesave-málinu átti að hneppa okkur í áratuga skuldafang- elsi. Nú á að loka okkur inni fram eft- ir ári eins og við værum í Austur- Þýskalandi, og á meðan munu ein- hverjir deyja, aðrir smitast og fyrir- tæki fara í þrot. Það tókst að leiðrétta afglöpin í Icesave-málinu. Vonandi tekst það líka í Covid-19-málinu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hef ég drepið mann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.