Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Hjörvar Steinn Grétarssonsigraði á Atskákmóti Ís-lands en mótið var hald-ið dagana 26. og 27. des- ember. Í fyrri hlutanum fóru fram sjö umferðir þar sem tefldar voru sjö umferðir og komust sjö efstu menn í útsláttarkeppni um titilinn. Tímamörk voru 10:3. Guðmundur Kjartansson fékk beinan keppn- isrétt sem Íslandsmeistari 2019. Í undankeppninni var Hjörvar Steinn hlutskarpastur með sex vinn- inga af sjö mögulegum en ½ vinningi minna fengu Jóhann Hjartarson, Davíð Kjartansson og Arnar Gunn- arsson. Hjörvar var talinn sigurstrang- legur í úrslitakeppninni og einnig Jóhann Hjartarson, sem hefur verið duglegur að taka þátt í mótum á net- inu undanfarið. Þeir mættust í und- anúrslitum, unnu hvor sína skákina, en bráðabanaskák þeirra var hætt í miðjum klíðum vegna þess að skák- stjórinn hafði stillt klukkuna vit- laust. Jóhann var þá með yfirburða- stöðu. Þeir byrjuðu því upp á nýtt og Jóhann átti gjörunnið tafl en þegar hér komið sögu hafði leikið af sér með 30. Da7xc7. Íslandsmótið í atskák 2020: Jóhann – Hjörvar Steinn Hér er tvímælalaust best að leika 30. … Dxe3 og eftir 31. Dxc8 Dxf4+ ásamt 32. … Dxe5 er staðan jafn- teflisleg. Hjörvar valdi hins vegar að leika … 30. … Bxh3?! 31. Kxh3?? Gáir ekki að sér. Eftir 31. Df7! er hvíta staðan ennþá unnin. 31. … Dxe3+ 32. g3 Dxg1 33. Rg4 Dh1+ - og hvítur gafst upp. Í úrslitum mætti Hjörvar Guð- mundi Kjartanssyni og vann báðar skákirnar og titilinn. Taflmennska á netinu gengur yfirleitt snurðulaust fyrir sig en stundum koma upp vandamál. Sam- bandið rofnaði hjá Davíð Kjartans- syni í bráðabanaskák við Arnar Gunnarsson og hann féll úr leik af þeim völdum. Huginn í fjórða sæti á EM kvenna Það er engu líkara en skákgyðjan Caissa hafi svifið vængum þöndum inn á sviðið í þáttaseríunni „Queen’s gambit“. Áhrifin eru þegar komin fram og við hæfi að konurnar eigi síðasta orðið við þessi áramót. Tvö íslensk skákfélög áttu tvö lið í Evr- ópukeppni klúbba sem fram fór á netinu dagana 21. og 22. desember. Huginn tefldi fram í borðaröð Lenku Ptacnikovu, Hallgerði Helgu Þor- steinsdóttur, Jóhönnu Björgu Jó- hannsdóttur og Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur, sem ekki hafði teflt opinberlega í 12 ár. Fjölnir hafði innan sinna raða Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Hrund Hauks- dóttur, Lisseth Acevedo og Sigríði Björgu Helgadóttur. Tímamörk á hverja skák voru 15:5. Mótinu var skipt upp í fimm riðla en meðal þátt- takenda voru hinar frægu Muzyc- huk-systur frá Úkraínu. Huginn hlaut sjö stig af 14 mögulegum og varð í 4. sæti í sínum riðli en Hall- gerður og Jóhanna, sem hlutu fjóra vinninga af sjö mögulegum, bættu stigatölu sína um tæplega 300 elo- stig. Lið Fjölnis hafnaði í 7. sæti af níu liðum í sínum riðli. Ljóst er að kom- inn er fram sterkur kjarni íslenskra skákkvenna og er það spá mín að vænta megi góðra frétta af þeim á nýju ári. Eftirfarandi staða kom upp í viðureign Hugins við þýskt lið skip- að rússneskum skákkonum og þess- um stórmeistara kvenna frá Úkra- ínu: EM skákfélaga – kvennaflokkur 2020: Olga Babiy – Hallgerður Helga 34. … Re5! Nú eru báðir biskupar hvíts í upp- námi. 35. Be3 Hxf1! 36. Bxf1 Eða 36. Bxd4 Rf3+ og 37. … Rxd4 36. … Bxe3 37. Hxe5 Bf4+ - og hvítur gafst upp því að hrók- urinn fellur. Hjörvar Steinn Íslandsmeistari í atskák Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Einbeitt Hallgerður náði árangri upp á tæplega 2300 elo-stig. Hinn 10. desember kynnti ríkisstjórnin „ný metnaðarfull markmið í loftslags- málum“. Í tilkynning- unni kemur fram að Ís- land ætli sér að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda um 55% til ársins 2030 frá því sem var árið 1990 en fyrra markmið var 40% sam- dráttur. Um er að ræða samflot með ESB og Noregi. Þetta mark- mið er mikilvægt og nauðsynlegt enda þótt óásættanlegri hlýnun verði ekki forðað nema samdráttur í losun verði á heimsvísu. En hvernig gengur okkur og samflotsþjóðunum að nálgast þetta markmið? Hluti losunar Evrópuríkja fer fram innan sameiginlegs uppboðs- markaðar losunarheimilda og stjórnvöld einstakra ríkja eru ekki ábyrg fyrir henni heldur svæðið í heild sinni. Þessu er þannig farið um stóriðju hér á landi og alþjóða- flug fellur einnig undir samevr- ópskt uppboðskerfi. Í heildina er stefnt að meiri samdrætti í upp- boðshluta losunarinnar en hinum almenna. Fróðlegt er að sjá hvernig losun gróðurhúsalofttegunda1) hefur þróast í einstökum Evrópulöndum frá 1990 til 2018 en nýrri tölur hafa ekki verið birtar. Austur-Evrópu- ríki hafa þá sérstöðu að þar var gríðarlega mikil losun fyrir fall Sov- étríkjanna í árslok 1991 sem síðan snarminnkaði og því eru þau ekki með í þessari umfjöllun. Af Vestur- Evrópuríkjum hefur losun dregist mest saman í Bretlandi, um 38%, og þannig hafa Bretar næstum náð fyrra markmiði um samdrátt. Sömu sögu er að segja af Þýskalandi en þar er samdrátturinn 30%. Sam- dráttur losunar í Danmörku, Sví- þjóð og Finnlandi er fimmtungur eða meira. Losun hefur aukist í 7 löndum: Austurríki, Noregi, Ír- landi, Portúgal, Spáni, Kýpur – og Íslandi. Aukningin er yfir 50% á Kýpur og Ís- landi en annars staðar minni. Stór hluti Evr- ópu er þannig kominn vel á veg að ná fyrri markmiðum í sam- drætti losunar og vill ESB væntanlega vera öðrum fordæmi með því að bæta enn í. Tæplega 40% los- unar frá Íslandi eru ekki á beinni ábyrgð stjórnvalda en eru hluti af við- skiptakerfi ESB með losunarheim- ildir og þessi hlutur losunar er sá sem hefur vaxið mest frá árinu 1990. Ég áætla hins vegar að árið 1990 hafi losun sambærileg þeirri sem nú er á beinni ábyrgð stjórnvalda verið um 2,8 milljónir tonna og hún var nokk- urn veginn óbreytt árið 2018. Bráð- birgðatölur benda til þess að aukn- ing hafi orðið árið 2019. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda á Ís- landi hefur því enn ekki hafist. Árleg losun gróðurhúsaloftteg- unda á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þarf að minnka um 1,5 milljónir tonna af CO2-ígildum fyrir árið 2030 ef hið nýja markmið á að nást. Til samanburðar má geta þess að losun frá vegasamgöngum nam tæplega milljón tonnum árið 2018 og losun fiskiskipaflotans var innan við 700 þúsund tonn. Það er ekkert auð- hlaupið að því að ná fyrri mark- miðum stjórnvalda og þaðan af síður að bæta í þegar vegferðin til minni losunar er varla hafin. 1) Um er að ræða alla losun aðra en þá sem stafar af landnotkun og breytingum af henni. Millilandaflug er heldur ekki með- talið. Gögn eru frá Eurostat. Vegferð sem er varla hafin Eftir Sigurð Guðmundsson » Stjórnvöld hafa til- kynnt metnaðarfullt markmið um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda... Sigurður Guðmundsson Höfundur er skipulagsfræðingur. sigurdur.gudmundsson@forrad.is Sigurður Jónsson fæddist 2. janúar 1777 á Stað á Snæ- fjallaströnd þar sem faðir hans var þá prestur. Foreldrar hans voru séra Jón Sigurðsson prestur og Ingibjörg Ólafs- dóttir húsfreyja. Faðir Sig- urðar, Jón Sigurðsson eldri, tók við Hrafnseyrarsókn árið 1786 og Sigurður var vígður að- stoðarprestur hans árið 1802. Þegar faðir Sigurðar lést árið 1821 tók Sigurður við prests- embættinu á Hrafnseyri. Sig- urður var síðar gerður prófast- ur Ísafjarðarprófastsdæmis árið 1836. Sigurður kvæntist Þórdísi Ólafsdóttur, sem einnig var komin af prestum, en faðir hennar var séra Jón Ásgeirs- son prestur á Mýrum í Dýra- firði og síðar á Holti í Önund- arfirði. Sigurður og Þórdís eru foreldrar Jóns Sigurðssonar forseta, en hann var skírður í höfuðið á móðurafa sínum, Jóni Ásgeirssyni, sem hafði látist ári áður en hann fæddist, en með nafngiftinni varð hann þó al- nafni föðurafa síns. Hjónin Þórdís og Sigurður hættu búskap árið 1851 og sett- ust að hjá dóttur sinni Mar- gréti í Steinanesi. Sigurður Jónsson lést 31. október 1855 og voru hann og Þórdís kona hans bæði jarðsett í Otradalskirkjugarði í Vestur- Barðastrandarsýslu. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Jónsson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.