Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Raforkugeirinn á Ís-
landi hefur frá upphafi
byggst á ríkiseinokun
með úthlutun ríkis-
valdsins á sérleyfum til
virkjunar vatnsafls og
jarðvarma til fyr-
irtækja í eigin eigu, en
frá 2003 og fram á
þennan dag með mark-
aðsráðandi stöðu fyrir-
tækja í opinberri eigu.
Árið 2003 voru sett
raforkulög um vinnslu,
flutning, dreifingu og
viðskipti með raforku
og þá með samkeppni í
vinnslu og viðskiptum
í huga.
Til að ná mark-
miðum raforkulaga
var leitast við að koma
á sjálfræði aðgreindra
eininga innan raforku-
fyrirtækja með eigin
bókhaldi og rekstri.
Sem dæmi var
Landsnet stofnað við
að flutningskerfið var
fært frá Landsvirkjun yfir í sjálf-
stætt fyrirtæki sem nú er í meiri-
hlutaeigu Landsvirkjunar, en ríkið
hyggst taka til sín eignarhlutann á
næstunni.
Enn sem komið er hefur ekki tek-
ist að koma á virkri samkeppni á raf-
orkumarkaði. Til þess að svo verði
er nauðsynlegt að koma á markaði
með raforku sem byggist t.d. á dag-
legum uppboðum fyrir markað
morgundagsins. Það er verkefni
Landsnets.
Tímasetning orkuframkvæmda
Samkvæmt fræðinni ætti ný
vatnsaflsvirkjun að vera tímasett
þegar breytilegur rekstrarkostn-
aður kerfisins er orðinn meiri en
fjármagns- og rekstrarkostnaður
virkjunarinnar.
Ný vatnsaflsvirkjun gæti kostað
3,5 mUSD/MW (mUSD: milljónir
bandaríkjadollara). Með 40 ára fjár-
hagslegum endingartíma, 6% árleg-
um reiknivöxtum og
kostnaði vegna rekst-
urs og viðhalds sem
nemur 1% af stofn-
kostnaði á ári, má
áætla að árlegar jafn-
greiðslur til að greiða
niður fjárfestinguna á 40 ára end-
ingartíma þurfi að vera 0,268
mUSD/ári/MW. Tekjur til þess
koma frá raforkusölu. Ef gert er ráð
fyrir 80% nýtni á uppsettu afli (7.000
klst. nýtingartíma á ári) verður
framleiðsluverð raforku frá virkjun
0,268*1000/7 = 38,30 USD/MWh.
Breytilegur rekstrarkostnaður er
áætlaður með rekstrarhermun þar
sem mismunandi flokkar varaafls
(sýndarvirkjanir, enska: VPP virtual
power plants) eru gangsettir ef
virkjunarkerfið annar ekki eftir-
spurn. Varaafl með lægsta verð jafn-
gildir verði á ótryggðri raforku til
stóriðjuvera 15 USD/MWh og hæsta
verð á orkuskerðingu er sett 500
USD/MWh (mín ákvörðun). Kalla
mætti breytilegan rekstrarkostnað
úr hermuninni sniðgöngukostnað
(enska: avoided cost). Jaðarverð
sniðgöngukostnaðar lýsir því hvern-
ig meðaltal þess kostnaðar yfir öll
vatnsár breytist með stærð raforku-
markaðar mælt í USD/MWh. Regl-
an er sú að meðan jaðarverð snið-
göngukostnaðar er minna en fram-
leiðsluverð virkjunar ætti að bíða
með gangsetningu þar til jaðarverð
nær framleiðsluverði. Þar er skil-
greind orkugeta sem í þessu tilviki
er 21.175 GWh/a.
Sjá meðfylgjandi skýringarmynd.
Rétt er að taka fram að raf-
orkuverð spilar ekki inn í þessa
mynd en mun gera það með þriðja
orkupakkanum.
Staðhæfingar
Bjarna Bjarnasonar
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, skoðaði hlutina á
þessum nótum í blaðagrein í Morg-
unblaðinu 14.10. 2020 þar sem hann
hélt fram að núverandi markaðsálag
á raforkukerfið væri 7% undir orku-
getu, þó án þess að geta um hvaðan
þær upplýsingar komu. Þessar stað-
hæfingar Bjarna urðu ódauðlegar
með ávarpi Jóns Kalmanns Stef-
ánssonar rithöfundar á ráðstefnu
um hálendisþjóðgarð 1.12. 2020.
Tökum nú mið af ofangreindri
orkugetu upp á 21.175 GWh/a. Sam-
kvæmt upplýsingum frá raf-
orkuspárnefnd var raforkumark-
aðurinn 19.829 GWh árið 2018 eða
6,4% lægri en orkugetan og 19.489
GWh/a árið 2019 eða 8,0% lægri en
orkugetan. Það rímar ágætlega við
grein Bjarna.
Óvissan
Á skýringarmyndinni er lárétti
ásinn eða raforkumarkaðurinn
sýndur á bili frá 16.000 GWh/a þegar
fyrsti snefilkostnaður fer að koma
fram og upp í 25.000 GWh/a þegar
jaðarverð sniðgöngukostnaðar hefur
beygt af í grennd við verðlag orku-
skerðingar á 500 USD/MWh, en þá
er aukning markaðar að öllu leyti
tekin upp með orkuskerðingu.
Ef reiknuð er orkugeta fyrir hvert
vatnsár sem notað er í hermuninni
og stillt inn á meðaltalið 21.175
GWh/a þá verður að hafa miðlanir í
upphafi hvers árs 80% af fullri miðl-
un. Lægsta gildi orkugetu verður
18.850 GWh/a og hæsta gildið 22.950
GWh/a eða með breytileika upp á
4.100 GWh/a. Staðalfrávik reyndist
vera 955 GWh/a.
Niðurstöður fyrir hvert vatnsár
eru sýndar á myndinni með 55 gul-
um kúlum á lárétta ásnum.
Óvissuna hefði alveg eins mátt
sýna með því hvernig niðurstöður
einstakra vatnsára mynda meðaltal
sniðgöngukostnaðar en það var látið
ógert að sinni.
Meðaltalið segir því ekki allt og
þarf jafnan að hafa breytileikann í
huga.
Reynsla síðustu ára og loftslags-
spár benda til að öfgar í veðurfari og
þar af leiðandi í rennsli vatnsfalla
eigi eftir að aukast og þarf vissulega
að huga að því.
Svo að lokum
Nefndir atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins um raforku-
öryggi og orkustefnu til 2050, sem
nýlega skiluðu áliti í skýrslum, hefðu
gjarnan mátt taka tillit til þessarar
óvissu við sína umfjöllun.
Vonandi verður aðferðum við
tímasetningu virkjunarfram-
kvæmda breytt á næstunni og orku-
verð á raforkumarkaði látið ráða
meiru þar um, en það er í samræmi
við ákvæði þriðja orkupakkans.
Orkugeta raforkukerfisins og
breytileiki í rennsli vatnsfalla
Eftir Skúla
Jóhannsson
» Leidd eru
rök að því að
orkugeta raf-
orkukerfisins í
dag sé 21.175
GWh/a. Mikil-
vægt er að átta
sig á því hvernig
óvissa í vatns-
rennsli spilar
þar inn.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Allt um
sjávarútveg