Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
✝ Kjartan Leif-ur Sigurðsson
fæddist 26. októ-
ber 1941 í Reykja-
vík. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 13. des-
ember 2020.
Foreldrar
Kjartans voru
Sigurður Jónsson
prentari, f. 19.
júní 1917, d. 30.
okt. 1997, og Ingibjörg Ólafs-
dóttir athafnakona, f. 13. jan-
úar 1915, d. 23. apríl 2006.
Systkini Kjartans samfeðra
eru Ólafía, f. 27. okt. 1935,
Vilborg, f. 26 okt. 1939, Ólaf-
ur Kr., f. 24. apríl 1943, Valdi-
mar og Hlöðver, f. 16. okt.
1945, Sigríður, f. 18. júní
1948, Jón Snorri, f. 17. apríl
1950. Hálfsystir Kjartans er
Hansína Jensdóttir, f. 27.
október 1954.
Þann 28. nóv. 1964 kvæntist
Helgi Jónsson, f. 25. júní
1956, 6) Kjartan Örn, f. 16.
apríl 1967, maki Guðbjörg
Kristín Bárðardóttir, f. 8.
ágúst 1972.
Barnabörnin eru 20 og
langafabörnin eru 9.
Kjartan ólst upp í Reykja-
vík og Vestmannaeyjum.
Kjartan vann margvísleg
störf í gegnum tíðina. Byrjaði
í lögreglunni um tvítugt og
var þar í 7 ár. Jafnhliða því
var hann að byrja sem sjálf-
stæður atvinnurekandi og var
með sjálfstæðan rekstur af
ýmsu tagi. M.a. stofnaði hann
ásamt Ólafi bróður sínum Pílu
Rúllugardínur og Glampann
ljósaverslun sem hann til
margra ára var kenndur við.
Seinna tók við tímabilið þar
sem hann var þekktur sem
Kjartan í Snara. Kjartan ferð-
aðist mikið um landið í sölu-
ferðum sínum fyrir Snara og
dagbókarútgáfuna Varmá og
kynntist fjölda fólks í hinum
ýmsum þorpum landsins.
Sín síðustu ár glímdi Kjart-
an við heilsubrest og neyddist
af þeim sökum til að hætta að
vinna.
Útför hefur farið fram.
Kjartan Friðriku
Rósu Sigur-
björnsdóttur, f.
15. mars 1940.
Foreldrar hennar
voru Sigurbjörn
Friðbjarnarson, f.
19. febrúar 1906,
d. 21. júní 1988,
og Jórunn Ása
Sigurðardóttir, f.
22. des. 1897, d.
20. júní 1973.
Börn Kjartans og Friðriku
Rósu eru: 1) Jórunn Ingibjörg,
f. 3. sept. 1964, maki Þorkell
Gunnarsson, f. 28. nóv. 1959.
2) Sigurbjörn, f. 28. mars
1969. 3) Sigurður Ingi, f. 7.
desember 1970, maki Sólveig
Sigurðardóttir, f. 1 júní 1968.
4) Jens Pétur, f. 17. mars
1976, maki Harpa Óskars-
dóttir, f. 7. janúar 1982.
Einnig átti Kjartan börnin
5) Snæfríði Írisi Berglindi, f.
5. mars 1961, maki Júlíus
Frá því ég man eftir mér hef-
ur verið mjög auðvelt að bregða
mér, vinum og vandamönnum til
mikillar skemmtunar, og var afi
Kjartan ekki undanskilinn því.
Fyrsta minningin mín af afa
og ömmu í Starró var þegar ég
var sex ára gömul. Ég var að
koma í heimsókn með móður
minni og Sigurbirni (stjúppabba)
og tóku á móti mér brosmild
hjón á besta aldri. Maðurinn var
risavaxinn en konan minni í snið-
um. Við vorum tiltölulega ný-
komin inn fyrir í fremri stofuna
þegar brjálað hávært tröll kemur
óumbeðið, öskrar ókristilega
hátt og ég flý bak við sófa skelf-
ingu lostin. Til allrar hamingju
var hér ekki um að ræða hið illa
Breiðholtsskrímsli, sem étur
börn og ketti, heldur einungis
húsbóndann á heimilinu sem
vildi bjóða mig, litlu Siggu, hjart-
anlega velkomna inn á kolbilaða
elskulega heimilið sitt. Varð nú
uppi fótur og fit því ekki voru all-
ir sammála um ágæti þessarar
hugmyndar, enda fremur undar-
legt að bjóða barn velkomið í ný
húsakynni með því að hræða úr
því vitið. Húsfrúin sjálf tók það á
sig að stoppa þessa vitleysu með
því að kalla hátt og skýrt „Kjart-
an!“ og var það nóg til þess að
gríman var tekin niður og litlu
Siggu veitt öll sú andlega aðstoð
sem hægt var til að koma henni
aftur á beinu brautina í lífinu.
Umræða um að gríman væri úr
sér gengin og kominn tími á
framhaldslíf á undarlegum hefð-
um hófst strax í kjölfarið og lof-
orð um að ég þyrfti aldrei að sjá
grímuna aftur var mér til mik-
illar gleði, efnt alla tíð síðan.
Þótt það væri alltaf stutt í grín
og glens hjá afa Kjartani var
kærleikurinn aldrei langt undan.
Afi var mikil viskubrunnur, hon-
um þótti gaman að segja sögur
og var einkar laginn við að koma
þeim frá sér. Ellefu ára missti ég
föðurafa minn í sömu viku og ég
eignaðist litla systur, sem eftir á
að hyggja var mér mjög erfitt.
Ég var á milli fjölskyldna og átti
erfitt með sorgarferlið vegna afa
því á sama tíma var ég að eignast
systur og vildi gleðjast yfir því.
Þá hafði ég griðastað heima hjá
ömmu og afa í Starró. Ég þurfti
ekki að leggja neitt af mörkum,
ég þurfti ekki einu sinni að segja
neitt, ég gat setið hjá þeim og
hlustað á spjall þeirra á milli eða
lesið bók í friði og ró.
Þegar ég eignaðist mitt eigið
barn tóku amma og afi í Starró
innilega á móti okkur (engin
gríma í þetta skipti) og virtust
tengjast honum Alexander á
ótrúlegum hraða, enda hefur
sonur minn ekkert á móti allri at-
hygli sem hann hefur fengið. Það
var mjög erfitt að útskýra fráfall
langafa Kjartans fyrir fimm ára
dreng á sunnudagsmorgni. Alex-
ander spurði margs um dauðann,
drauga, engla og Guð sem ég
hafði ekki endanlegt svar við en
að lokum komumst við að þeirri
niðurstöðu að langafi væri hjá
Guði og gæti vakað yfir okkur
sem engill. Guð hafði bara þurft
á afa að halda og afi var tilbúinn
að fara á vit næstu ævintýra.
Sigríður Sólveig.
Fyrir um það bil tuttugu og
fimm árum vorum við hjónin á
leið í flug til Barcelona og í bið-
röðinni til að komast um borð í
flugvélina tók okkur tali maður
sem næstur á eftir okkur var í
röðinni. Hafði hann í frammi grín
og gamansemi um röðina, biðina
eftir að komast um borð og ann-
að sem í huga hans kom.
Til að byrja með leist mér ekki
alls kostar á þennan gamansama
náunga, en fljótlega kom í ljós að
húmor okkar lá algerlega saman
og þegar fram liðu stundir gátum
við hlegið og skemmt okkur með
afar líku gríni um allt og alla og
þó mest sjálfa okkur.
Frá og með biðröðinni á
Keflavíkurflugvelli áttum við
margar ánægjustundirnar með
Kjartani og Rósu, fórum í mörg
ferðalögin saman, innanlands og
utan, ásamt því að eiga saman
marga notalegu stundina í heim-
sóknum hvert til annars og ekki
síst á gamlárskvöldi, en þeirra
kvölda nutum við Eva í góðu
yfirlæti árum saman með Kjart-
ani og Rósu á heimili þeirra í
Orrahólunum, eða á meðan
heilsa allra leyfði.
Hjónaband Kjartans og Rósu
var einstaklega gott og farsælt
og aldrei varð ég vitni að ósam-
komulagi þeirra á milli, þvert á
móti var samband þeirra ein-
stakt og unnu þau afar náið og
vel saman á heimilinu og við at-
vinnurekstur sinn áratugum
saman. Kjartan var útsjónar-
samur og farsæll í viðskiptum og
vann Rósa þétt með manni sínum
í þeim sem öðru, enda sambandið
traust og saman byggðu þau sér
og börnum sínum fallegt og gott
heimili í Orrahólunum.
Heimsóknir til þeirra
hjónanna voru alltaf ánægjuleg-
ar og á meðan Eva og Rósa
ræddu saman um lífið og til-
veruna grínuðumst við Kjartan
með sama líf og tilveru, alltaf á
léttum nótum og var þá hlátur-
inn og gleðin í fyrirrúmi, enda
Kjartan einstaklega léttur og
góður í skapi og þrátt fyrir
ríkjandi gamansemi tókst hann á
við lífið af fullri alvöru og þrótti
alla tíð.
Kjartan var einn þeirra
manna sem ekki trufla heilbrigð-
iskerfið að óþörfu að eigin mati,
þótt full ástæða væri til, enda
kom í ljós að veikindi hans voru
orðin hálfóviðráðanleg þegar
hann loksins lét tilleiðast að láta
rannsaka hvað það væri sem í
raun hefði verið að angra hann til
nokkurra ára.
Sjúkdóminn, þótt erfiður væri,
barðist Kjartan við af æðruleysi,
kvartaði ekki en gerði grín að
sjálfum sér og veikindunum fram
á síðustu stundu. Að lokum sigr-
aði sjúkdómurinn og þótt loka-
kallið bærist skyndilega og hafi
ekki verið algerlega óvænt var
það sárt og söknuðurinn mikill.
Við Eva viljum með þessum
fátæklegu kveðjuorðum um kær-
an vin færa Rósu, börnum þeirra
og öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur og biðjum
þeim allrar blessunar og heilla á
erfiðum tímum.
Axel Axelsson.
Kjartan Leifur
Sigurðsson
✝ ÞorsteinnHelgi Jóhann-
esson fæddist 18.
maí 1944 á Ytri-
Rauðamel í Eyja-
hreppi. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Seljahlíð í
Reykjavík 27. des-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru þau Vigdís El-
ísabet Einbjarn-
ardóttir, f. 7. ágúst 1917, d. 31.
ágúst 1998, og Jóhannes Jó-
hannesson, f. 23. mars 1916, d.
28. júlí 1949. Þorsteinn átti eina
eldri systur, Huldu Báru Jó-
hannesdóttur, f. 19. júlí 1940, d.
1. mars 2020, og eina yngri syst-
ur, Ragnheiði Stefánsdóttur, f.
14. ágúst 1960.
Eftirlifandi eiginkona Þor-
steins er Svanlaug
Vilhjálmsdóttir, f.
18. júní 1944. Þau
giftust 26. desem-
ber 1970 og áttu
gullbrúðkaup degi
áður en Þorsteinn
lést. Börn þeirra
eru: 1) Vilhjálmur,
f. 24. júní 1971, eig-
inkona hans er
Olga Hafsteins-
dóttir, börn þeirra
eru Karen Sif, Sunna Svanlaug
og Aron Orri. 2) Jenný Vigdís, f.
19. apríl 1974, eiginmaður henn-
ar er Gísli Fannar Gylfason,
börn þeirra eru Dagbjört, Díana
Ósk, Ívar Andri og Svava Lind.
Útför Þorsteins fer fram frá
Seljakirkju í dag, 2. janúar 2021,
klukkan 11.00 og verður athöfn-
inni streymt á seljakirkja.is.
Elsku pabbi minn, það er
skrítið að hugsa til þess að sím-
inn muni ekki framar hringja og
ég heyra röddina þína. Það var
ómetanlegt að geta leitað til þín
og það var ekki svo sjaldan sem
það gerðist. Þú varst alltaf tilbú-
inn til að aðstoða meðan heilsan
leyfði og líka eftir að hún hætti að
leyfa. Þó að þú gætir ekki gert
hlutina sjálfur varstu samt tilbú-
inn að leiðbeina mér. Af þessu
lærði ég mikið og fyrir það er ég
óendanlega þakklátur. Þú hafðir
svo gaman af að segja frá og þá
var stutt í fallega brosið þitt. Þú
hafðir svo gaman af að tala við
barnabörnin og þau voru svo
heppin að eiga þig sem afa. Ég
mun sakna þín mikið elsku pabbi
minn og ég veit að nú líður þér
vel og að þú ert á góðum stað.
Minning mín um þig
er aðeins ljúf og góð.
Þú varst alltaf svo góður,
gerðir allt fyrir mig.
Þú varst þakklátur
fyrir allt sem gert var fyrir þig.
Þú varst fyrirmynd mín
og verður fyrirmyndin alla mína tíð.
Ég á eftir að sakna þín,
hvernig þú brostir, hvernig þú talaðir.
Ég kem svo og heimsæki þig
þegar minn tími kemur.
(IÝr. 1992)
Vilhjálmur Þorsteinsson.
Í dag kveð ég þig í hinsta sinn
elsku pabbi minn. Ég er mikið bú-
in að hugsa um þig síðustu daga.
Þakklæti er mér efst í huga.
Þakklæti fyrir að hafa átt þennan
ljúfa góða pabba sem hafði alltaf
trú á mér og kenndi mér svo
margt. Alltaf varstu til staðar fyr-
ir mig á meðan heilsan leyfði.
Sama hvort mig vantaði pössun,
aðstoð við bílaviðgerðir eða bara
til að spjalla.
Síðustu ár voru þér erfið elsku
pabbi minn eftir að heilsan fór
versnandi og veit ég að þú ert
hvíldinni feginn.
Ég kveð þig með þessum orð-
um:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jenný Vigdís.
Í dag kveðjum við afa Steina,
hann var mjög góður maður. Við
erum þakklát fyrir allar minning-
arnar sem við eigum um hann.
Hann kenndi okkur að tálga og
það var ýmislegt föndrað og mikið
spjallað í skúrnum hjá afa. Það
var alltaf gott að leita til hans.
Hann var alltaf til staðar fyrir
okkur ef við þurftum á honum að
halda. Hvíldu í friði elsku afi okk-
ar, við vorum heppin að eiga þig
að.
Díana Ósk, Ívar Andri,
Svava Lind og Dagbjört.
Elsku afi okkar. Við minnumst
þín með hlýhug. Þú varst alltaf svo
ljúfur og með ofboðslega góða nær-
veru. Það var margt sem þú kennd-
ir okkur barnabörnunum þínum.
Alltaf þegar við komum í heimsókn
sýndirðu okkur hvað þú varst bú-
inn að vera að bralla í bílskúrnum.
Þú varst ávallt tilbúinn að leyfa
okkur að prófa og spreyta okkur á
hlutunum. Þegar þú varst einn
heima þegar við kíktum og amma á
flakki varstu alltaf fljótur að bjóða
upp á kræsingar og sjá til þess að
enginn færi með tóman maga. Við
þráðum að fá sjóðheitar nýbakaðar
pönnukökur sem þú gerðir iðulega.
Þótt þú værir nokkuð hógvær að
upplagi þá varstu rosalegur sögu-
maður. Þú hafðir ótrúlega gaman
af því að segja okkur frá þinni
æsku og því sem þú upplifðir í
gegnum tíðina. Okkur þótti alltaf
vænt um þær stundir sem við sát-
um hjá þér og áttum þessi samtöl,
það situr efst í minni okkar. Þú
varst handlaginn, við gátum alltaf
stólað á að þú gætir græjað hlutina
fyrir okkur því ef þú gætir það ekki
gæti það sennilega enginn. Áhuga-
málin hjá strákunum má rekja
fyrst og fremst til þín, bíladella og
allt sem tengist tækni.
Það var magnað hvað þú varst
klár og fljótur að læra á tæknina á
þínum efri árum. Við grínuðumst
oft með það hversu marga síma
einn maður þyrfti og það sama á
við um bílana. Söfnunaráráttan var
mikil.
Við vissum alltaf að þú elskaðir
okkur öll alveg ofboðslega mikið
þótt þú hefðir ekki oft orð á því. Þú
varst stoltur af afrekum okkar, á
hve góðum stað í lífinu við værum
öll og hversu heppinn þú værir að
vera afi okkar. Þú hafðir oft orð á
því að við skyldum elta drauma
okkar og grípa þau tækifæri sem
okkur byðust í lífinu því það væri
sárt að lifa í eftirsjá. Við söknum
þín ólýsanlega mikið en við vitum
að þér líður vel núna og þú vakir yf-
ir okkur. Hvíldu í friði elsku afi, við
elskum þig óendanlega.
Sunna Svanlaug, Karen
Sif og Aron Orri.
Þorsteinn Helgi
Jóhannesson
Að morgni 15.
október síðastliðins
opnaði ég FB-síðu
mína og var um leið
minnt á hverjir
vina minn ættu afmæli þann
dag. Venjulega læt ég nægja að
senda afmæliskveðu með skila-
boðum á FB en þennan dag átti
sérstakur maður afmæli og
hann átti meira skilið en kveðju
á FB.
Maðurinn var Sigurliði Guð-
mundsson frændi minn eða Silli
„bróðir“ eins og ég ávallt kallaði
hann. Silli var sonur Guðmund-
ar Ragnars Einarssonar og
móðursystur minnar Sigrúnar
Magnúsdóttur frá Hrauni í
Grindavík. Þar sem Sigrún
frænka og Ragnar opnuðu
heimili sitt og tóku mig unga
upp á sína arma upplifði ég mig
ávallt sem hluta af fjölskyld-
unni.
Börnin þeirra fjögur voru
mér sem systkin og fór Silli þar
fremstur í flokki. Þrátt fyrir að
Silli væri 12 árum eldri en ég á
ég margar minningar um ótrú-
lega fallegan og glæsilegan
frænda sem bræddi hjörtu með
fallega brosinu sínu og geislandi
augum. Ég man hann svo vel í
forstofunni í gamla húsinu í
Melgerðinu, í támjóum skóm,
jakkafötum og skyrtu með
lakkrísbindi um hálsinn, með
Presley-greiðslu og reykjandi
sígarettu. Sígarettureiknum
blés hann frá sér og hringjum út
í loftið sem ég átti að elta og
setja höndina gegnum. Silli
frændi var greinilega kominn
með unglingaveikina því hann
var að fara á ball.
Silli var ekki bara glæsilegur
á velli, hann var mikill listamað-
Sigurliði
Guðmundsson
✝ Sigurliði fædd-ist 15. október
1942. Hann lést 20.
desember 2020.
Útför Sigurliða
fór fram 28. desem-
ber 2020.
ur í höndunum og
vandaður verkmað-
ur sem ávallt mátti
sjá á heimilum hans
og nú síðast í Boða-
þingi þar sem hann
bjó með Ríkeyju
sinni. Heimili
þeirra var smekk-
legt og í loftinu lá
friður og mikill
kærleikur sam-
hentra einstak-
linga. Á borð voru bornar mikl-
ar veitingar og nefndi Ríkey
iðulega að þetta hefði Silli henn-
ar bakað eða eldað og var
greinilegt að þau kunnu bæði
vel til verka og unnu vel saman.
Heimsóknir til Silla og Ríkeyjar
glöddu mig alltaf því ég sá að
Silli var hamingjusamur og leið
vel með Ríkeyju sinni. Hann var
greinilega kominn heim. Takk
elsku Ríkey fyrir allt sem þú
varst Silla gegnum tíðina, það
var unun að sjá hve fallegt var á
milli ykkar.
Mínar einlægustu samúðar-
kveðjur elsku Ríkey, Siggi Ragn-
ar, Teddi og fjölskyldur.
Silli var ekki maður margra
orða en ávallt góður og tryggur
vinur, nokkuð sem ég svo sann-
arlega varð aðnjótandi þegar
mest á reyndi. Slíkur vinur og
bróðir átti meira og betra skilið
en afmæliskveðju á FB. Þar sem
heimsóknir á Covid-tímum eru
takmarkaðar tók ég símann og
hringdi.
Elsku Silli minn, ekki óraði
mig fyrir því að þetta væri síð-
asta samtal okkar hér á jörðu. Að
samkomulag okkar um að hittast
eftir Covid yrði aldrei að veru-
leika er svo óraunverulegt. Kallið
kom brátt og þú hvarfst á braut.
Eftir sitja fallegar minningar um
góðan dreng og ástríkan bróður.
Takk elsku bróðir fyrir allt
það sem þú hefur verið mér.
Megi ljós og kærleikur ávallt
fylgja þér á vegferð þinni hvar
sem þú ferðast.
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir.
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir
og amma,
RAGNHILDUR GUÐNADÓTTIR,
Skrúð, Reykholtsdal,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi
27. desember.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigfús Kristinn Jónsson
Einar Guðni Jónsson Josefina Morell
og barnabörn