Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Jólin eru hátíð ljósa og gleði. Fagnaðu á
öruggan og áhyggjulausan hátt með okkur.
Þú færð brunavarnapakka í nýrri
vefverslun okkar www.securitas.is/jolin
Öryggiskerfi
SAMSTARFSAÐILI
15:04 100%ÖRUGG
JÓL
30 ára Lísa Dögg ólst
upp á Hellissandi og
býr þar enn. Lísa Dögg
vinnur í leikskóla.
Helsta áhugamál Lísu
Daggar er samvera
með fjölskyldu og vin-
um. Hún hefur mjög
gaman af söng líka og syngur oft, t.d. á
þorrablótum og þegar tími gefst.
Maki: Adam Geir Gústafsson, f. 1989,
sjómaður á Sveinbirni Jakobssyni frá
Ólafsvík.
Börn: Davíð Geir, f. 2011; Elín Dögg, f.
2014 og Hafalda Guðrún, f. 2019.
Foreldrar: Davíð Óli Axelsson, f. 1967,
sjómaður og Guðrún Halla Elíasdóttir, f.
1970, húsmóðir. Þau búa einnig á Hellis-
sandi.
Lísa Dögg Davíðsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er óþarfi að gefast upp þótt
þér finnist aðrir ekki skilja málstað þinn.
Býr eitthvað að baki þögn vinar?
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki efasemdir um sjálfa/n þig
slá þig út af laginu. Þú hefur allt sem þú
þarft og meira til. Þú ferð á stefnumót
fljótlega sem mun breyta lífi þínu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hikaðu ekki við að þiggja hjálp
samstarfsmanna þinna þegar hún er boðin
fram af góðum hug. Reyndu að sjá það já-
kvæða í öllum, þá líður þér betur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Röng ákvörðun sem þú tókst fyrir
löngu, lætur þig finna fyrir samúð í garð
þeirra sem eiga um sárt að binda. Þú getur
gert ýmislegt til að hjálpa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að forðast rifrildi í dag. Vertu
því ekki smeyk/ur þótt þér sýnist margt
snúið við fyrstu sýn. Þér er alveg óhætt að
hafa meiri trú á samstarfsmönnum þínum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þurft að leggja hart að þér
síðastliðna mánuði. Einfaldaðu líf þitt, það
þarf ekki að vera svona flókið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Viljir þú hafa áhrif og koma þér á
framfæri skaltu gera það með því að vera
þú sjálf/ur. Einlægni þín mun snerta aðra.
Þér verður boðið í brúðkaup fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er nauðsynlegt að leika
sér og af því hefur þú ekki gert nóg und-
anfarið. Mundu að áhyggjur af hlutunum
breyta engu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér liði miklu betur ef þú
hreyfðir þig meira, góður göngutúr er
besta hreyfingin. Þrasgjarn ættingi rekur
inn nefið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér tekst að koma miklu til leið-
ar í dag ef þú tekur höndum saman við
aðra. Ástarsambönd geta verið flókin, þú
finnur fyrir því þessa dagana.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samningaviðræður sem tengj-
ast fjármálum munu sennilega snúast þér í
hag. Farðu með gát og reyndu að ljúka öll-
um verkefnum sem þú hefur tekið að þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Mundu að öllum orðum fylgir
ábyrgð. Ekki segja neitt sem þú veist að
særir, teldu upp að tíu og róaðu þig niður.
Nýja árið verður fjölskyldunni gott.
skýlunum. Eiður vann hjá fyrir-
tækinu um sex ára skeið, allt þar til
þeir hættu starfseminni á Íslandi.
„Núna í apríl 2019 byrja ég í starfi
hjá Reykjavíkurborg og er rekstr-
arstjóri í hverfabækistöðinni uppi í
Jafnaseli. Ég rek stöðina og skipu-
legg öll verkefni, en þau geta verið
ýmis konar, allt frá hreinsun í borgar-
var skemmtilegur tími og oft krefj-
andi, en við vorum mikið að gera við
bíla fyrir bílaleigur, sem var að fjölga
með mikilli fjölgun ferðamanna.“ Eið-
ur vildi þó breyta til og hann fór að
vinna fyrir danska fyrirtækið AFA
JCDecaux, en þeir sáu um rekstur
strætóskýla Reykjavíkurborgar auk
þess að sjá um allar auglýsingar á
E
iður Fannar Erlendsson
fæddist 3. janúar 1981 í
Reykjavík, en ólst upp í
Sandgerði og bjó þar
alveg fram til ársins
2004, þegar hann flutti til Reykja-
víkur.
„Það var mjög gott að alast upp í
Sandgerði og stutt að fara út í náttúr-
una, með heiðina við bæjardyrnar og
þar lékum við krakkarnir okkur mik-
ið. Svo var maður mikið í fjörunni og
að veiða á bryggjunni. Það var auðvit-
að ekki mikið um að vera í svona litlu
plássi, en þá þurfti maður bara að
finna upp skemmtunina sjálfur, því
ekki var maður neitt mikið að hangsa
í tölvum eða horfa á sjónvarpið.“
Eiður var þrjú sumur í sveit í Kár-
dalstungu í Vatnsdal í Húnavatns-
sýslunni. „Pabbi hafði verið þarna í
sveit og þau eiginlega erfðu mig eftir
hann,“ segir hann hress í bragði og
bætir við að hann sé alltaf í góðu sam-
bandi við fólkið sem býr á bænum.
„Það var skemmtilegt að læra að um-
gangast dýrin í sveitinni, en þetta var
fjárbú og svo voru líka hestar.“
Eftir grunn- og framhaldsskóla í
Sandgerði fór Eiður út á vinnumark-
aðinn og vann ýmis störf í Sandgerði
og Keflavík. Árið 2004 fór hann að
vinna sem vaktmaður á Landspít-
alanum og síðar á geðdeild spítalans.
Þar mætti hann líka örlögunum og
ástin kviknaði. „Ég kynntist þar Mar-
íu, konunni minni, en hún er hjúkr-
unarfræðingur og vinnur enn á Land-
spítalanum. Við höfum verið saman
síðan þótt okkur hafi ekki tekist að
gifta okkur í sumar eins og til stóð af
augljósum ástæðum. Við bíðum bara
eftir betra tækifæri, því vonandi fer
þessu ástandi að linna.“
Árið 2006 fór Eiður í Tækniskólann
í Reykjavík og lauk námi í vélstjórn
2010. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn
af vélum og bílum og í Sandgerði var
maður oft á skellinöðrum og ég hafði
mjög gaman af því að gera við og
stússa í vélum. Svo vann ég líka í vél-
smiðjunni í Sandgerði áður en ég kom
í bæinn, svo það lá eiginlega beint við
að ég færi í Tækniskólann því ég var
sterkur á þessu sviði.“
Strax eftir að náminu lauk fór Eið-
ur að vinna hjá Bílastofunni ehf. á
Bíldshöfða og er þar í þrjú ár. „Þetta
landinu og að setja upp ruslatunnur
og bekki svo eitthvað sé nefnt.“
Þegar Miðflokkurinn var stofnaður
árið 2017 var Eiður Fannar tólfti
maður á lista Reykjavíkurkjördæmis
Suður. „Á þessum tíma þegar verið
var að stofna flokkinn var ég mjög
áhugasamur um áherslur flokksins í
mörgum málum í pólitíkinni, svo ég
Eiður Fannar Erlendsson rekstrarstjóri – 40 ára
Flugið Eiður Fannar hefur haft mikinn áhuga á flugi frá því hann fór fyrst í loftið með föður sínum og er með einka-
flugmannsleyfi sjálfur. Hér er hann með Maríu að skoða landið frá öðru sjónarhorni og fljúga frjáls eins og fuglinn.
Flugáhuginn erfist milli kynslóða
Jökulsárlón Eiður Fannar kann vel
við sig úti í náttúrunni og hér er
hann við Jökulsárlón í góðu veðri.
Fjölskyldan Jólin 2020. F.v.: María, Eiður Fannar með hvolpinn Draum í
fanginu, Kristján Jens, Guðmundur Gunnar og Erlendur Fannar.
30 ára Hanna Guð-
rún ólst upp á Höfn í
Hornafirði og býr þar
enn. Hanna Guðrún
vinnur á skrifstofunni
hjá fiskvinnslunni
Skinney-Þinganesi.
Helstu áhugamál
hennar eru að gera eitthvað skemmtilegt
með fjölskyldunni og eins samvera með
vinum.
Maki: Tryggvi Valur Tryggvason, f. 1983,
veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu.
Börn: Björgvin Aríel, f. 2012; Íris Alba, f.
2016, og Óliver Atlas, f. 2019.
Foreldrar: Þorkell Kolbeins, f. 1961, vinn-
ur hjá stéttarfélaginu Afli, og Eyrún
Steindórsdóttir, f. 1953, húsmóðir. Þau
eru búsett á Höfn.
Hanna Guðrún Kolbeins
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is