Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 32

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 England Everton – West Ham ............................... 0:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 65 mín- úturnar með Everton. Manchester United – Aston Villa ........... 2:1 Staðan: Liverpool 16 9 6 1 37:20 33 Manch. Utd 16 10 3 3 33:24 33 Leicester 16 9 2 5 29:20 29 Everton 16 9 2 5 26:20 29 Chelsea 16 7 5 4 31:18 26 Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26 Tottenham 15 7 5 3 26:15 26 Manch. City 14 7 5 2 21:12 26 Southampton 16 7 5 4 25:19 26 West Ham 17 7 5 5 24:21 26 Leeds 16 7 2 7 30:30 23 Wolves 16 6 3 7 15:21 21 Arsenal 16 6 2 8 16:19 20 Newcastle 15 5 4 6 17:24 19 Crystal Palace 16 5 4 7 20:29 19 Burnley 15 4 4 7 9:20 16 Brighton 16 2 7 7 18:25 13 Fulham 15 2 5 8 13:23 11 WBA 16 1 5 10 11:35 8 Sheffield Utd 16 0 2 14 8:27 2 B-deild: Sheffield Wednesday – Derby ................ 1:0 Staðan: Norwich 22 13 5 4 30:20 44 Brentford 22 11 8 3 36:21 41 Swansea 22 11 7 4 25:12 40 Bournemouth 21 10 8 3 36:18 38 Watford 21 10 7 4 24:15 37 Reading 22 11 4 7 32:27 37 Stoke 22 9 8 5 26:21 35 Barnsley 22 10 4 8 27:28 34 Middlesbrough 21 9 6 6 25:17 33 Bristol City 22 10 3 9 23:24 33 Preston 22 10 2 10 30:30 32 Huddersfield 22 9 4 9 27:30 31 Luton 22 8 6 8 20:24 30 Blackburn 22 8 5 9 36:27 29 Cardiff 22 8 5 9 29:25 29 Millwall 20 5 10 5 17:18 25 Coventry 22 5 8 9 20:30 23 Birmingham 22 5 8 9 17:27 23 QPR 22 4 9 9 20:30 21 Sheffield Wed. 23 6 7 10 15:23 19 Derby 22 4 7 11 14:24 19 Nottingham F. 22 4 7 11 15:26 19 Rotherham 20 4 4 12 19:29 16 Wycombe 22 3 6 13 15:32 15 Spánn Athletic Bilbao – Real Sociedad.............. 0:1 Osasuna – Alavés...................................... 1:1 Staðan: Atlético Madrid 14 11 2 1 27:5 35 Real Madrid 16 10 3 3 28:15 33 Real Sociedad 17 8 5 4 26:12 29 Sevilla 14 8 2 4 17:10 26 Villarreal 16 6 8 2 20:16 26 Barcelona 15 7 4 4 29:15 25 Granada 15 7 3 5 19:23 24 Celta Vigo 16 6 5 5 22:22 23 Cádiz 16 5 4 7 11:20 19 Real Betis 16 6 1 9 19:30 19 Levante 15 4 6 5 20:21 18 Athletic Bilbao 16 5 3 8 18:19 18 Alavés 16 4 6 6 14:18 18 Getafe 15 4 5 6 12:16 17 Elche 14 3 7 4 13:17 16 Eibar 16 3 7 6 12:16 16 Valencia 16 3 6 7 22:24 15 Real Valladolid 16 3 6 7 15:24 15 Osasuna 15 3 4 8 14:24 13 Huesca 16 1 9 6 14:25 12  NBA-deildin Indiana – Cleveland ........................... 119:99 Washington – Chicago ..................... 130:133 Orlando – Philadelphia ...................... 92:116 Houston – Sacramento..................... 122:119 Toronto – New York .......................... 100:83 Oklahoma City – New Orleans.......... 80:113 Utah – Phoenix ................................... 95:106 Staðan í Austurdeild: Philadelphia 4/1, Indiana 4/1, Orlando 4/1, Atlanta 3/1, Brooklyn 3/2, Cleveland 3/2, Boston 3/2, Charlotte 2/2, Miami 2/2, New York 2/3, Chicago 2/3, Milwaukee 2/3, To- ronto 1/3, Detroit 0/4, Washington 0/5. Staðan í Vesturdeild: LA Clippers 4/1, Phoenix 4/1, New Orleans 3/2, Sacramento 3/2, LA Lakers 3/2, Minnesota 2/2, Utah 2/2, Golden State 2/2, Portland 2/2, San Antonio 2/2, Houston 1/2, Dallas 1/3, Denver 1/3, Oklahoma City 1/3, Memphis 1/3.   Oliver Heiðarsson, framherji Knattspyrnufélagsins Þróttar, mun semja við FH á næstu dögum. Frá þessu var greint á 433.is. Oliver er 19 ára gamall og var einn af ljósum punktum hjá Þrótti á erfiðu tíma- bili hjá liðinu. Þróttur rétt slapp við fall úr Lengjudeildinni á markatölu þegar Íslandsmótin í knattspyrnu voru flautuð af í nóvember vegna kórónuveirunnar. Oliver ákvað að nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum og hefur því verið frjálst að ræða við önnur félög undanfarið. Oliver úr Þrótti í FH HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson ætlar að leggja harpixið á hilluna að þessu keppn- istímabili loknu. Hann ætlar að ljúka tímabilinu með ÍBV en ætlar í fram- haldinu að snúa sér að öðru og flytj- ast búferlum ásamt fjölskyldunni. „Já, við fjölskyldan tókum þá ákvörðun að flytja norður næsta sumar. Konan er frá Akureyri. Hennar fjölskylda hefur átt og rekið fyrirtæki fyrir norðan í tutt- ugu ár eða svo. Það hefur eiginlega alltaf legið fyrir að flytja þangað þegar ferlinum lyki. Mér finnst þetta vera fínn tímapunktur að hætta í handboltanum og snúa mér að öðru,“ sagði Fannar. Hann segist hafa orðið var við að fólk sé undrandi á að hann ætli að láta staðar numið. Hann er ekki nema 33 ára og hefur sloppið ágæt- lega við meiðsli á ferlinum. Fannar bendir á að hann hafi byrjað 16 ára í meistaraflokki hjá Val. „Maður er aðeins orðinn þreyttur. Fólk áttar sig ekki endilega á því hversu lengi maður hefur verið að. Þetta eru orðin átján tímabil í meist- araflokki og þar af átta í Þýskalandi. Þetta hefur tekið sinn toll af skrokknum þótt maður líti yfirleitt út fyrir að vera nokkuð ferskur á vellinum. Einhvern tíma kemur að því að menn vilja gera eitthvað ann- að.“ Ekki tími fyrir handbolta Fjölskyldan flytur þá að óbreyttu til Akureyrar næsta sumar. Þar eru tvö félög með metnaðarfull hand- boltalið. Er útilokað að öðru hvoru þeirra takist að draga Fannar á flot næsta vetur? „Haft var samband við mig um leið og þetta fréttist. Miðað við mín- ar áætlanir þá myndi ég hvort sem er ekki hafa tíma til að spila hand- bolta ef ég hefði áhuga á því. Það stóð heldur ekki til að til- kynna með látum að við myndum flytja norður. En ég greindi for- ráðamönnum ÍBV frá því að ég hefði tekið þessa ákvörðun vegna þess að ég er með samning við félagið til árs- ins 2022. Hægt er að segja honum upp sumarið 2021 sem ég ætla þá að nýta mér. En ég vildi gefa þeim tíma til að gera áætlanir út frá þessu. Á lítilli eyju var þetta fljótt að fréttast og þá fór út lítil frétt í staðarmiðl- inum. Hún kom ekki alveg rétt út því þar leit þetta út eins og ég ætlaði að hætta núna,“ sagði Fannar og hann mun ljúka tímabilinu með ÍBV, jafn- vel þótt Íslandsmótið muni ganga inn í sumarið eins og útlit er fyrir. Höfum nýtt tímann ágætlega Hann telur að hjá ÍBV geti menn leyft sér að vera bjartsýnir þegar Ís- landsmótið hefst að nýju, hvenær sem það verður. Liðið vann þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í haust áður en gert var hlé á mótinu. „Við erum ekkert hræddir við að byrja aftur. Við erum búnir að æfa svakalega vel miðað við aðstæður og höfum nýtt tímann bara ágætlega. Vorum á fínu skriði þegar mótið stoppaði. Við erum bjartsýnir en maður hefur smá áhyggjur af því hvort eitthvert bakslag komi eftir áramót. Leikjaplanið er nú orðið ansi þétt eins og þessu er raðað,“ sagði Fannar Friðgeirsson í samtali við Morgunblaðið. Farinn að þreytast eftir 18 tímabil  Fannar lýkur tímabilinu með Eyja- mönnum og flytur svo til Akureyrar Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sigur Fannar Þór Friðgeirsson reynir að brjótast í gegnum vörn Vals þegar ÍBV vann leik liðanna í þriðju umferð deildarinnar í lok september, 28:24. Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðs- markvörður í knattspyrnu um ára- bil, kvaddi um áramótin sænska fé- lagið Djurgården eftir að hafa leikið með því samtals í níu ár, frá 2009 til 2012 og aftur frá 2016. Guðbjörg, sem er 35 ára, er þriðji leikjahæsti Íslendingurinn í sænsku úrvalsdeildinni með 152 leiki, alla fyrir Djurgården. Hún lék þrjá síð- ustu leiki tímabilsins 2020 eftir að hafa eignast tvíbura í janúar- mánuði. Henni er þakkað fyrir glæsilegan feril með félaginu í ítar- legri umfjöllun á heimasíðu þess. Guðbjörg kveður Djurgården Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Farin Guðbjörg Gunnarsdóttir leik- ur ekki áfram með Djurgården. Pólverjinn Robert Lewandowski varð markahæstur evrópskra knattspyrnumanna á almanaks- árinu 2020, frá janúar til desember, og vann það afrek annað árið í röð. Lewandowski skoraði 47 mörk í 44 leikjum fyrir Bayern og pólska landsliðið. Hann gerði hins vegar 54 mörk í 58 leikjum á árinu 2019. Annar var Cristiano Ronaldo með 44 mörk fyrir Juventus og Portú- gal, þriðji var Romelu Lukaku með 40 mörk fyrir Inter og Belgíu og fjórði Erling Haaland með 39 mörk fyrir Dortmund og Noreg. Lewandowski aftur efstur AFP Skorar Robert Lewandowski gerði samtals 47 mörk á árinu 2020. Manchester United fór upp að hlið Liverpool á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar í fótbolta með 2:1-sigri á Aston Villa á Old Trafford í gær- kvöldi. Eins og oft áður reyndist Portúgalinn Bruno Fernandes ör- lagavaldur en hann skoraði sigur- markið úr víti á 61. mínútu. Eftir 16 leiki eru Liverpool og Manchester United saman á toppn- um með 33 stig, en Liverpool er með betri markatölu. Liðin eru þau sigur- sælustu í sögu enska fótboltans; United hefur 20 sinnum orðið enskur meistari og Liverpool 19 sinnum. Langt er síðan liðin börðust saman á toppnum en árið 2009 varð United Englandsmeistari og Liverpool hafn- aði í öðru sæti, en þau hafa ekki end- að í tveimur efstu sætunum síðan. United hefur verið á mikilli sigl- ingu og ekki tapað í tíu leikjum í röð og unnið átta af þeim. Á sama tíma hefur Liverpool hikstað og gert tvö óvænt jafntefli í röð gegn WBA og Newcastle. Bíða nú margir spenntir eftir leik Manchester United og Liv- erpool á Anfield hinn 17. janúar næstkomandi. Í hinum leik gærdagsins mættu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton lærisveinum Davids Moyes í West Ham á Goodison Park. Urðu lokatölur 1:0 West Ham í vil en Tékk- inn Tomás Soucek skoraði sigur- markið á 86. mínútu í bragðdaufum leik. Sigurinn var sá fyrsti hjá Moyes á Goodison Park síðan hann yfirgaf Everton árið 2013. Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 64 mínúturnar með Everton og hefur oft leikið betur. Tapið hægir á Everton sem hafði unnið fjóra deildarleiki í röð en liðið er í fjórða sæti með 29 stig. West Ham er í 10. sæti með 26 stig. johanningi@mbl.is AFP Sigur Leikmenn Manchester United fagna sigurmarkinu í gærkvöldi. Stórveldin jöfn á toppnum  United upp að hlið Liverpool

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.