Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 34

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 býr að því að eiga foreldra sem eru afskaplega framsýn og kynntu undir mennta- og menningarþrá hjá börn- um sínum, en öll fóru börnin utan til náms. Í bréfi Þórðar til Þorvaldar, bróður síns, skrifar Þórður að hann láti Kristínu læra latínu og stærð- fræði eins og bræður hennar. Ástæða þess að Edinborg varð fyrir valinu var sennilega sú að þar bjó Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og Eleanora konu hans,“ segir Þóra og bendir á að þau hjón hafi verið bræðradætrunum Kristínu og Maríu Kristínu Þorvaldsdóttur Stephensen (1883-1907), innan handar í Edin- borg, en þangað sigldi frænka Krist- ínar árið 1900 til að stunda mynd- listar- og tónlistarnám. Í sýningar- skránni er að finna grein eftir Helgu Kress, prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, þar sem hún rýnir í bréf Maríu til móður sinnar og bréf Þórðar til Þorvaldar sem varðveitt eru í Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og Þjóðminjasafni Íslands. Önnur grein í sýningarskránni er eftir Hrafnhildi Schram listfræðing þar sem hún rýnir í málaraferil Kristínar. Þar kemur fram að Maríumyndirnar í Akureyrarkirkju hafi Kristín málað með olíu á striga. Hrafnhildur bendir á að skraut- skriftin neðst í myndfleti verkanna tveggja, þ.a. Ave Maria, sem sýnir boðun Maríu, og In Terra Pax, sem birtir Maríu með Jesúbarnið, og blómaskreytingin sé mjög í anda þeirrar listhreyfingar sem einkenndi myndlist, hönnun og byggingarlist í lok 19. aldar og kallast art nouveau. Segir Hrafnhildur að geta megi sér þess til að þar birtist áhrif frá náms- tíma Kristínar í Skotlandi, þar sem art nouveau var áberandi á þeim tíma, í myndlist, hönnun og bygging- arlist. Þóra bendir á að það veki sér- staka athygli hversu nákvæmlega andlitið á Jesúbarninu er málað. „Óneitanlega hvarflar að sú hugsun að hún hafi haft í huga ákveðið barnsandlit,“ segir Þóra og vísar þar til Ingva, sonar Kristínar, sem lést á þriðja ári 1911. Of róttækar hugmyndir Þóra bendir á að hægt sé að nálg- ast líf og list Kristínar með ýmsum hætti. Í því samhengi bendir hún á þriðju greinina í sýningarskránni þar sem Sigríður Matthíasdóttir doktor í sagnfræði fjallar um kven- réttindastefnu og sósíalisma í hug- myndum Kristínar eins og þær birt- ust í fyrirlestrinum Heimilið sem Kristín flutti á kvennafundi á Akureyri 1918 og birti í tímaritinu Hlín ári síðar, en Helga Kress leitaði viðbragða við birtingunni á sínum tíma. „Það áhugaverða er að Helga fann engar heimildir um viðbrögð. Hug- myndum Kristínar virðist einfald- lega hafa verið mætt með þögninni. Helga dregur þá ályktun að þessar hugmyndir hafi verið of róttækar fyrir tímann, að það hafi sennilega þótt jaðra við brjálæði í þorpinu Akureyri að setja fram hugmyndir þess efnis að konur þyrftu svigrúm til jafns við karla til að þroska hugs- un sína og mennta sig,“ segir Þóra og bendir á að Kristín hafi vafalítið verið innblásin af þeirri öflugu kvenréttindahreyfingu og umræðu um jafnréttismál sem áberandi var í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir aldamótin 1900. Ein víðförlasta kona landsins „Kvenfrelsis- og jafnréttis- hugmyndir voru einnig áberandi innan Guðspekihreyfingarinnar, sem hún var í forsvari fyrir hér- lendis,“ segir Þóra og rifjar upp að Guðspekihreyfingin á Akureyri hafi byrjað sem leshringur þar sem þátt- takendur þýddu og lásu hvert fyrir annað upp úr blöðum og tímaritum sem þau fengu send að utan. „Í fundargerðabók frá þessum tíma má sjá að Kristín þýddi mikið af þessum greinum og bjó þá sennilega að góðri tungumálakunnáttu eftir veru sína erlendis,“ segir Þóra og tekur fram að viðbúið sér að Kristín hafi rætt um bæði sósíalisma og kvenfrelsi við tengdaföður sinn. „Matthías var, eins og hún, mikill femínisti og það er sem ég heyri samræður þeirra fyrir mér.“ Líkt og Hrafnildur bendir í grein sinni á virðist Kristín hafa verið ákaflega viljasterk og hugrökk kona, sem lagðist í ferðalög eftir að hafa komið upp börnum sínum. „Eftir að Kristín fór frá Akureyri 1932, dvald- ist hún í þremur heimsálfum, við nám og störf, og hefur vafalítið verið ein víðförlasta kona landsins á þess- um tíma,“ skrifar Hrafnhildur, en auk þess að dveljast í Evrópu og Bandaríkjunum dvaldi Kristín ásamt yngstu dótur sinni, Herdísi Elínu, sem nefnd var Dísella, í Adyar á Indlandi 1932-1933. Þar í borg bjó Annie Besant, leiðtogi Alþjóðlegu guðspekihreyfingarinnar enda voru aðalstöðvar hreyfing- arinnar þar. „Á yngri árum ferðaðist Kristín talsvert með eiginmanni sín- um. Í miðri fyrri heimsstyrjöld árið 1916 ferðuðust þau meðal annars til Berlínar. Árið 1923 fór hún til Vín- arborgar á aðalfund Guðspekihreyf- ingarinnar þar í borg og til Feneyja og 1926 dvaldi hún um tveggja mán- aða skeið í London á vegum hreyf- ingarinnar,“ segir Þóra og bendir á að í störfum sínum fyrir bæði Rauða krossin og Guðspekihreyfinguna hafi Kristín aflað sér góðs tengsl- anet sem hún hafi búið að síðar á æv- inni. Ein þeirra sem ruddu brautina „Eftir skilnaðinn vildi hún taka upp þráðinn að nýju, frá því hún var við nám í Edinborg, stunda myndlist og bæta við sig þekkingu á því sviði,“ segir Þóra. Í grein sinni rifjar Helga upp að síðustu ár ævinnar hafi Krist- ín átt heima í Bournemouth á Eng- landi þar sem hún mun hafa málað mikið. Því liggur beint við að spyrja Þóru hvort líklegt sé að til séu fleiri málverk eftir Kristínu, en þau sem verið hafa í eigu fjölskyldunnar. „Það er mjög spennandi spurning sem ég veit ekki svarið við. Það er alveg hægt að ímynda sér að hún hafi sent verk heim eða skilið ein- hver verk eftir erlendis, en við vitum það ekki,“ segir Þóra og tekur fram að hún voni að frekari rannsóknir verði gerðar á líf, list og hug- myndum Kristínar. „Það væri áhugavert að skoða Kristínu betur í kvenna- og kynja- sögulegu samhengi. Hún skrifaði mjög mikið á opinberum vettvangi á sínum tíma, m.a. í Ganglera riti Heimspekifélagsins,“ segir Þóra og tekur fram að mikilvægt sé að beina sjónum að þeim konum sem voru brautryðjendur sinnar kynslóðar. „Við þurfum að þekkja fortíðina til að geta stefnt inn í framtíðina. Það er á öllum tímum gagnlegt að þekkja sögu sinna forvera, bæði karla og kvenna. Kristín var ein þeirra sterku kvenna sem rutt hafa braut- ina,“ segir Þóra að lokum. María Maríumyndirnar sem Kristín færði Akureyrarkirkju að gjöf. Í þeim má sjá áhrif frá Art Nouveau, sem áberandi var í Edinborg á námstíma Kristínar í Skotlandi. Hvorki er vitað hvar né hvenær þær voru málaðar. Indland Mæðgurnar Kristín (lengst til hægri í öftustu röð) og Dísella (önnur frá vinstri í fremstu röð) í góðum hópi í borginni Adyar á Indlandi árið 1933. Viljasterk og hugrökk kona  Málverk og ljósmyndir Kristínar K. Þórðardóttur Thoroddsen sýnd í Listasafninu á Akureyri  Talaði fyrir því að konur þyrftu svigrúm til jafns við karla til að þroska hugsun sína og mennta sig Blóm Olía á striga stærð 40.5 x 61.5 sm á blindramma. Mynd í einkaeigu. Menntuð Kristín K. Þórðardóttir Thoroddsen tvítug að aldri 1905. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Með þessum tveimur málverkum í Akureyrarkirkju sýnir Kristín að hún er mjög vel skóluð og augljós- lega málari sem kann til verka og hefur hugmyndir til að byggja á. Ég hugsaði því með mér að það hlytu að vera til fleiri bitastæð verk frá hendi þessara málara,“ segir Þóra Sigurðardóttir um Maríumyndir Kristínar Katrínar Þórðardóttur Thoroddsen. Þóra er sýningarstjóri sýningar sem nefnist Kristín K. Þórðardóttir Thoroddsen (1885- 1959) – Málverk og ljósmyndir sem opnuð var í Listasafninu á Akureyri nú í desember og stendur fram yfir miðjan maímánuð á þessu ári. Í vandaðri sýningarskrá bendir Þóra í inngangsgrein sinni á að lítið sé vitað um tilurð Maríumyndanna sem Kristín færði Akureyrarkirkju að gjöf á tíma- bilinu 1940-1942. Kristín, sem fæddist í sept- ember 1885, var dóttir Þórðar Thoroddsen læknis og Önnu Lovísu Péturs- dóttur Guðjónsen, en bróðir Krist- ínar var Emil Thoroddsen tónskáld. Í yfirliti yfir lífsferil Kristínar aftast í sýningarskránni má sjá að hún sigldi til Edinborgar til náms aðeins 19 ára gömul og dvaldi í Kaup- mannahöfn tveimur árum seinna með unnusta sínum Steingrími Matthíassyni lækni, sem var sonur Matthíasar Jochumssonar, prests og þjóðskálds. Kristín og Steingrímur giftu sig 1906 og sama ár tók hann við embætti héraðslæknis á Akur- eyri þar sem þau hjónin bjuggu næstu tvo áratugi og eignuðust níu börn, en misstu þrjú þeirra í frum- bernsku. Kristín var meðal stofn- enda Lystigarðsins á Akureyri 1912 og starfaði með Guðspekistúkunni Systkinabandinu sem stofnuð var á Akureyri 1913. Hún var einnig stofnfélagi Rauða kross deildar á Akureyri 1925. Þremur árum seinna tók við hún embætti forseta Guð- spekihreyfingarinnar á Íslandi og gengdi þeirri stöðu í sjö ár eða til ársins 1935. Kristín og Steingrímur undirrituðu samning um sambúðar- slit 1934 og næstu árin dvaldi Krist- ín við nám í myndlist og liststörfum ýmist í Bretlandi eða Bandaríkj- unum. Hún sneri heim til Íslands síðla árs 1958 og lést á Landakots- spítala í október 1959 74 ára að aldri. Snúið að tímasetja verkin Eftir að hugmyndin að sýningunni kviknaði setti Þóra sig í samband við afkomendur Kristínar. „Börn henn- ar eru öll látin, en höfðu ráðstafað til sinna barna málverkum Kristínar. Þetta reyndust vera um 25 verk af ýmsum gæðum og greinilega frá ýmsum tímum,“ segir Þóra og tekur fram að nokkuð snúið hafi verið að tímasetja verkin þar sem Kristín merkti verk sín aldrei með ártali. „En með því að fá öll verkin í eitt rými og með hjálp Ólafs Inga Jóns- sonar, forvarðar hjá Listasafni Íslands, var mögulegt að geta sér til um tímasetningar, en það eru engar heimildir frá henni sem segja til um hvenær hún er að mála hvað,“ segir Þóra og bendir á bréf Kristínar og dagbækur hafi verið brennd að henni látinni í samræmi við ein- dregna ósk hennar sjálfrar en bréf sem hún skrifaði börnum sínum séu varðveitt. Sem fyrr segir sigldi Kristín til Edinborgar til náms 1904, en á þess- um tíma fóru flestir Íslendingar til Kaupmannahafnar til náms. „Kristín Þóra Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.