Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Hollande Á norðurslóðum birtast loftslags- breytingar með skýrum hætti. Bráðnun sjávaríssins skapar ofsa- veður í fjarlægum álfum. Græn- landsjökull brotnar í hafið og sjávarborð hækkar um allan heim. Í aðdraganda Parísarráðstefn- unnar var mikilvægt að tengja sam- an þróun á norðurslóðum og þörfina á samningi í loftslagsmálum. Því kaus ég að rækta sambönd við áhrifamenn í Frakklandi; byggði fyrst á góðum tengslum við Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra og virtan leiðtoga í Evrópu. Svo við sjálfan forseta Frakklands, Franço- is Hollande. Ég bauð honum að koma á Hringborð norðurslóða – Arctic Circle og flytja þar stefnu- ræðu rétt fyrir setningu hins mikla alþjóða- fundar í París. Samvinnan við Rocard reyndist notadrjúg og skemmtileg. Hann var leiftr- andi greindur; goðsögn í frönsk- um stjórnmálum; myndaði á sínum tíma mótvægið í flokki sósíalista við hinn mikla foringja Mitterand; gerðist á efri árum lærifaðir Macrons, núverandi forseta. Rocard var mikill áhugamaður um heim- skautin og í forystu um gerð samn- ings um friðun Suðurskautslands- ins. Sarkozy forseti hafði gert hann að sérstökum sendimanni í mál- efnum beggja skauta jarðar. Það sýndi mikla framsýni hjá Sarkozy, sem þó tapaði næstu forsetakosn- ingum fyrir Hollande. Rocard var endurskipaður í embættið. Hinn aldraði og virti sendimaður Frakk- lands hafði þá slegið í gegn á fjölda funda vítt og breitt um norðurslóðir; flutti sjarmann í gámum, gáfurnar leiftrandi. Við áttum góða fundi á Bessastöð- um og ég bauð honum að halda fyrirlestur í hátíðasal Háskólans. Þar var húsfyllir. Áður en ég ýtti Hringborðinu úr vör ræddi ég áformin ýtarlega við Rocard í löngum kvöldverði sem fram fór í stofunni þar sem Fjölnismenn sátu fyrrum á skólabekk. Rocard skildi á augabragði að hugmyndin um Arc- tic Circle var í takt við tíðarandann; uppbygging þinganna í samræmi við lýðræðiskröfur samtímans: sérhver þátttakandi hefði sama rétt til mál- flutnings; aðgerðarsinni gat, líkt og forseti, tekið frumkvæði í umræðun- um. Rocard hét mér stuðningi og kom svo á fyrstu þing Hringborðsins. Það gaf okkur vigt í Evrópu; goð- sögnin hafði verið á Arctic Circle! Því töldu margir rétt að koma næst. Rocard kunni vel að meta á hvern hátt Hringborð norðurslóða gaf Frakklandi kost á að flytja stefnu sína. Hann hafði oft kvartað yfir því að á fundum Norðurskautsráðsins, hinna formlegu samtaka ríkjanna á svæðinu, hefðu fulltrúar áheyrnar- ríkja eins og Frakklands ekki rétt til að taka til máls; gætu bara hlustað. Ég hafði oft vitnað í kvörtun hans: „Frakkland er ekki vant því að fá ekki orðið!“ Mér hafði líka bæst annar liðs- auki: Segolène Royal, ráðherra hreinnar orku og sjálfbærni í ríkis- stjórn Hollandes. Hún hafði í ára- tugi verið sambýliskona forsetans og þau áttu saman nokkur börn; voru helsta valdaparið í Sósíal- istaflokki Frakklands. Sama árið og hægri öflin tefldu fram Sarkozy höfðu þau keppt hvort við annað um að verða frambjóðandi til forseta. Segolène vann ástmann sinn, sem var áfram formaður Sósíalista- flokksins. En hún tapaði fyrir Sarkozy. Næst var röðin komin að Hol- lande sem tókst að velta Sarkozy úr sessi. Eftir nokkurt þóf á fyrstu ár- um forsetatíðar fann Hollande styrk í því að gera fyrrverandi sambýlis- konu sína að ráðherra. Sú ákvörðun skóp umtal og blaðaskrif. Samband þeirra hafði löngum verið vinsælt umræðuefni á kaffihúsum Parísar. Þegar ég sótti, einu sinni sem oft- ar, þing Alþjóðastofnunar um sjálf- bæra orku, IRENA, sem haldið var í Abú Dabí, bauð forstjórinn, Adnan Amin, okkur Segolène til kvöldverð- ar. Á dagskrá var einkum hvað Frakkar gætu lært af Íslendingum um nýtingu jarðhita. Þótt Segolène væri ný á þessu sviði var áhugi hennar afgerandi og því bauð ég henni til Íslands. Þá gæti hún séð með eigin augum tæki- færin sem felast í jarðhitanum. Hún þáði boðið og heimsóknin varð árangursrík. Ég hitti hana líka síðar á skrifstofu hennar í gömlu höfðingjasetri í París. Þar bauð hún til morgunverðar; egg úr eigin hæn- um; grænmeti úr garði ráðuneytis. Þau Rocard og Royal voru sitt úr hvorum armi Sósíalistaflokksins. Því þurfti að virkja þau á ólíkan hátt. Bæði reyndust mér vel; komu á tengslum við forseta Frakklands, ruddu brautina fyrir boðið til Hol- landes um að mæta á þing Hring- borðs norðurslóða – Arctic Circle í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál. Mér barst tilkynning um að Hol- lande forseti vildi hitta mig í Elysée- höllinni. Sendiherrann var ábúðar- mikill yfir erindinu. Ég hélt því til Parísar og mætti í hið fræga stjórn- arsetur forsetans. Þar var Hollande úti á tröppum og fylgdi mér til fund- arsalar, sem búinn var gömlum hús- gögnum í stíl við höllina. Ég afhenti honum myndabók sem ég hafði látið gera sérstaklega – bara í tveimur eintökum – til að flytja honum á slá- andi hátt boðskapinn um norður- slóðir, hreina orku og loftslags- breytingar; hvers vegna þing Hringborðsins í Hörpu væri kjörinn vettvangur fyrir stefnuræðu um mikilvægi árangurs í væntanlegum loftslagssamningum í París. Niðurstaðan lá fljótt fyrir. Hann samþykkti að koma. Sá líka tæki- færin í heimsókn á jökul. Það myndi vekja athygli fjölmiðla. Ég hafði bætt slíkri ferð í boðið – aukabeitu til að freista hans. Ég hélt að þessi niðurstaða ætti að vera leyndarmál til haustsins. Skrifstofa forseta Frakklands gaf hins vegar strax út tilkynningu um að Hollande kæmi á Hringborðið. Íslenskir fjölmiðlar fengu fréttina því beint frá París. Urðu sumir ærið hissa. Það tók þá tíma að átta sig á gildi Hringborðs norðurslóða. Frakklandsforseti varð fyrri til að kveikja á perunni. Þegar fáeinir dagar voru í þingið lenti Evrópusambandið í enn einni krísunni. Leiðtogar landanna þurftu að mæta á aukafund í Brüssel og sá var haldinn að morgni þingdagsins. Því gat Hollande ekki lent í Reykja- vík fyrr en upp úr hádegi. Þaðan flugum við honum á þyrlu að Sól- heimajökli; franska pressan fylgdi með í annarri. Ég ætlaði að efna lof- orðið um „photo-op“ við jökulbrún. Hollande og Royal, sambúðarfólk á fyrri tíð, keppinautar um framboð til forseta, sátu á móti okkur Dorrit í þyrlunni. Við vorum bara fjögur. Nokkur þoka var og lágskýjað á leiðinni; minna um útsýni. Því var spjallað. Óneitanlega var það sér- kennilegt að sjá þau sitja þarna hlið við hlið, líkt og par sem enn gæti verið í sambúð. Engir aðrir elsk- hugar höfðu verið eins áhrifaríkir í frönskum stjórnmálum nútímans. Hugur minn leitaði til fjölmargra umsagna í fjölmiðlum. Þau höfðu í áratugi verið gáta. En þarna sátu þau, sæl og glöð, algerlega prófessj- ónal í framgöngu; biðu þess að sjá jökulinn, skynja stærðirnar í breyt- ingum á loftslaginu. Ég ákvað að láta þyrluna lenda nálægt svæði sem jökullinn þakti í þann mund sem ég fæddist fyrir vestan. Láta síðan forseta Frakk- lands og ráðherrann, þau skötuhjúin François og Segolène, ásamt skara fjölmiðlafólksins, ganga í um hálfa klukkustund; vegalengdina sem jök- ullinn hafði hopað á ævi minni; yfir svartan sandinn, urð og grjót. Á þann hátt fengju þau sterka tilfinn- ingu fyrir hraða breytinganna. Þegar við komum að jaðri Sól- heimajökuls beygði Dorrit sig niður, tók upp klakahnullung, gegnsæjan ísinn sem flaut á tjörn, rétti Hol- lande; lét hann snerta og finna. Sú mynd birtist í fjölda franskra fjöl- miðla; varð eins konar tákn um til- gang ferðarinnar. Síðan leiddum við hann inn að hellum jökulsins og skildum hann þar eftir – einan. Létum forsetann hlusta á bráðnun íssins, hljóðin sem ég hef stundum nefnt „tónlist lofts- lagsbreytinganna“ – music of Clim- ate Change – á erlendum fundum. Hollande stóð þar lengi; einn með sjálfum sér og jöklinum. Gekk svo hægum skrefum til baka. Sagði fátt. Nokkru síðar flutti hann magnaða ræðu í Hörpu; greinilega innblásinn af boðskap jökulsins, tónlist bráðn- unarinnar. Að mestu var hún blaða- laus. Greinilega önnur en textinn sem ræðuskrifararnir í Elysée- höllinni höfðu afhent honum. Þegar ég kom til Parísar á lofts- lagsráðstefnuna sagði Christiana Figueres, framkvæmdastjóri Lofts- lagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að ferðin til Íslands hefði haft mögn- uð áhrif á Hollande. Áður hefði hans pólitíska heilabú sinnt aðdraganda samninganna í París á vélrænan hátt. Þegar hann kom til baka frá jöklinum og þingi Hringborðsins voru hjarta og sál orðin kjarninn í baráttunni. Ræðan í Hörpu var sú eina sem Hollande flutti um lofts- lagsmál í aðdraganda hins sögulega sáttmála í París. Meðan ég dvaldist á Parísar- ráðstefnunni var haldin sérstakur Dagur hreinnar orku. Kjarni hans var alþjóðlegt málþing. Þar fluttum við Segolène ræður. Svo var ýtt úr vör Heimssambandi jarðhitans með þátttöku fjölmargra ríkja og alþjóð- legra samtaka. Þar voru Ísland og Frakkland í forystu. Það hélt síðar þing í Flórens. Mér var þá boðið þótt forsetatíðin væri að baki. Á lokavikum hennar fórum við Dorrit ásamt þúsundum Íslendinga á ný til Frakklands; horfðum á sigurgöngu íslenska landsliðsins í fótbolta. Á hinum fræga leik þegar við unnum England sat ég við hlið forystusveitar enska knattspyrnu- sambandsins. Sætaskipan var þann- ig háttað í stúkunni. Þeir voru í fyrstu með hrokafulla fimmaurabrandara á kostnað Ís- lendinga; bentu á þúsundir landa sem voru mættir á völlinn: „Nú, það er bara öll þjóðin mætt! Enginn heima!“ Háðið tilvísun í smæð Ís- lendinga. Þegar okkar menn fóru að skora lækkaði risið á þeim ensku. Þeir læddust svo burt eftir leikinn. Þessi sigur hafði í för með sér að Ísland lék gegn Frökkum á leik- vanginum í París. Þar mætti Hol- lande forseti. Allir vita að við töpuðum leiknum enda getur Frakkland státað af titl- um Evrópumeistara og heimsmeist- ara. Þegar flautað var til leiksloka streymdu frönsku áhorfendurnir út í sigurvímu. Þúsundirnar frá Íslandi tóku hins vegar að hylla íslenska lið- ið – þrátt fyrir tapið – með hinum kunna söng og víkingaklappi. Eftir skamma stund voru Íslendingarnir einir á áhorfendasvæðinu – og sungu; þjóðkór, þrátt fyrir tapið. Samkvæmt öryggisreglum átti Frakklandsforseti að hraða sér á brott í fylgd varðanna. Þegar söng- ur Íslendinganna tók að hljóma nam Hollande staðar, stóð áfram með okkur í stúkunni, hlustaði hugfang- inn. Hann skynjaði mátt fólksins. Sá sigurviljann í söngnum. Skildi að framganga landsliðsins snerist ekki bara um fótbolta – heldur þjóðina, vilja hennar og samstöðu. Hollande stóð enn í stúkunni. Verðirnir farnir að ókyrrast. Leið- togi Frakklands hlustaði áfram á raddir Íslendinganna sem nú áttu allan leikvanginn. Hið sterka afl; stjórnmál í gervi fótboltans. Það skildi forseti þjóðar sem fræg er fyrir byltingar. Hann hafði áður staðið við brún Sólheimajökuls og hlustað á tónlist bráðnunar. Nú var það söngurinn á leikvanginum sem flutti honum ann- an boðskap. Við kvöddumst með þéttu handa- bandi. Lokaorð forseta Frakklands voru: „Þessum söng mun ég aldri gleyma.“ Tónlist loftslagsbreytinganna Bókarkafli | Sögur handa Kára eftir Ólaf Ragnar Grímsson er safn lýsinga á fólki og atburðum í mörgum löndum frá forsetatíð Ólafs Ragnar Gríms- sonar og árunum eftir það. Ólafur rifjar upp atburði og persónur í stíl smásögunnar, og beitir bæði skarp- skyggni og kímni við frásögnina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótvægi Í bókinni Sögur handa Kára rifjasr Ólafur Ragnar Grímsson upp atburði og uppákomur frá áratuga forsetatíð sinni og árunum eftir það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.