Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 40
Rithöfundurinn og ljóðskáldið Sjón mun sitja fyrir svör-
um í þætti breska ríkisútvarpsins BBC, World Book
Club, á alþjóðlegu útvarpsstöðinni BBC World Service á
morgun, 3. janúar, kl. 16.06. Mun hann svara spurn-
ingum lesenda hvaðanæva úr heiminum um bók sína
Mánasteinn – drengurinn sem var aldrei til, sem heitir í
enskri þýðingu Moonstone: The Boy Who Never Was.
Segir á vef BBC að þar sé á ferð hrífandi skáldsaga um
seiglu mannsins og mannleg tengsl. Bókin hlaut Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin árið 2013 og hefur verið
þýdd á 30 tungumál.
Sjón svarar spurningum um Mána-
stein í bókmenntaþætti BBC
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Fannar Þór Friðgeirsson handboltamaður úr ÍBV ætlar
ekki að halda áfram að spila þegar hann flytur til Akur-
eyrar næsta sumar. „Miðað við mínar áætlanir myndi
ég hvort sem er ekki hafa tíma til að spila handbolta ef
ég hefði áhuga á því,“ segir Fannar, sem ætlar að ljúka
tímabilinu í Vestmannaeyjum en það er hans átjánda í
meistaraflokki. »32
Flytur til Akureyrar og
hættir í handboltanum
ÍÞRÓTTIR MENNING
ingaár fæðst, höfundarnir hafi haft
sterka sýn á hvernig það skyldi gert
og þeir skipt með sér verkum. Þegar
handritið hafi verið komið í góðan
farveg hafi hún og ritnefndin farið
yfir textann og tveir ritrýnar jafn-
framt lagt hönd á plóg fyrir próf-
arkalestur. „Ég hélt utan um verk-
efnið og gætti þess að það stöðvaðist
ekki.“
Tímapressan var mikil og þegar
kórónuveiran skall á hægðist á öllu.
Helga Jóna segir að samt hafi verið
mikill vilji til þess að bókin kæmi út
á nýliðnu ári, 100 árum eftir að
rýmkun kosningalaganna tók gildi.
„Það var ótrúlega ánægjuleg tilfinn-
ing að sjá verkið loksins koma út eft-
ir fimm ára ferli,“ segir hún. Bætir
við að mikil vinna hafi átt sér stað á
síðustu metrunum og tiltekur sér-
staklega hönnun, umbrot og öflun
mynda. „Það var gríðarlega mikill
léttir að sjá þegar allt small saman,
að fá fallegan prentgrip í hend-
urnar.“
Helga Jóna bendir á að í verkinu
séu birtar frumrannsóknir, sem hafi
vantað í söguna, og sjónarhorn
kvennanna sé mikilvægt innlegg, því
sagan hafi yfirleitt verið sögð af
karlmönnum, en bókin hefur verið
tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna og Fjöruverðlaunanna.
„Þessar tilnefningar eru mjög mik-
ilvægar og staðfesta hvað verkið er
mikilvægt innlegg í umræðuna,“
segir Helga Jóna.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fræðiritið Konur sem kjósa eftir
Erlu Huldu Halldórsdóttur, Krist-
ínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði
Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þor-
valdsdóttur hefur vakið mikla at-
hygli og var helsta skrautfjöður
Sögufélags á nýliðnu ári. „Okkur var
mikið í mun að
koma vönduðu
og fallegu
verki frá okk-
ur, verki sem
væri aðgengi-
legt fyrir al-
menning,“ seg-
ir Helga Jóna
Eiríksdóttir,
ritstjóri bók-
arinnar, sem er ríkulega mynd-
skreytt.
Sögufélag var stofnað 1902 í þeim
tilgangi að gefa út sögulegar íslensk-
ar heimildir. Félagið gefur meðal
annars út tímaritið Sögu og hefur
gefið út margar bækur og ritraðir.
Ákveðið var að ráðast í gerð bók-
arinnar á 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna árið 2015 og kostaði
Alþingi útgáfuna. Þá var Guðni Th.
Jóhannesson tengiliður stjórnar
Sögufélags og ritstjóri verksins.
Þegar hann var kjörinn forseti Ís-
lands tók Helga Jóna við sem rit-
stjóri, en hún var í stjórn Sögufélags
2011-2017. „Ég var beðin að taka
þetta verkefni að mér og gerði það
með glöðu geði enda mjög spennandi
verkefni.“
Mikilvægi sjónarhorns kvenna
Helga Jóna er með MA-gráðu í
sagnfræði frá Háskóla Íslands og
MPA í opinberri stjórnsýslu, einnig
frá HÍ. Hún hefur starfað á Þjóð-
skjalasafni Íslands frá 2007, lengst
af við eftirlit og ráðgjöf til afhend-
ingarskyldra aðila, og nú síðast við
umsjón og kennslu námsbrautar í
hagnýtri skjalfræði, en námsbrautin
er samstarf Þjóðskjalasafns og HÍ.
Auður Styrkársdóttir, Kristín
Ástgeirsdóttur og Sumarliði R. Ís-
leifsson voru í ritnefnd bókarinnar.
Hlutverk Helgu Jónu var meðal
annars að boða fundi með nefndinni
og höfundum. Hún segir að þau hafi
hist reglulega og lagt línurnar. Á
þessum fundum hafi hugmyndin um
að skipta bókinni upp í 10 kosn-
Skrautfjöður Sögufélags
Helga Jóna Eiríksdóttir í fótspor forseta Íslands
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ritstjóri Helga Jóna Eiríksdóttir er ánægð með Konur sem kjósa.