Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: White Frost/ Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmímottu, sóllúga. Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur). 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott- asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.280.000 m.vsk VERÐ 13.380.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Eigum á leiðinni nokkra Lariat, Lariat Sport og Platinum bíla. Bjóðum uppá glæsilega 37” breytingu. Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdrif, 2” upphækkun að framan, 35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir framstuðara, hærra loftinntak og öndun á hásingum (framan og aftan) og millikassa. Sem sagt original stórkostlegur OFF ROAD bíll! 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. VERÐ FRÁ 12.990.000 m.vsk 2021 Ford F-350 TREMOR Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfestir Ingólfur ásamt hópi fjárfesta er að setja á annað hundrað milljónir króna í verkefnið X-Mist. Fjárfestir í byltingarkenndri vöru  Ingó veðurguð leiðir hóp fjárfesta  X-mist kynnir sótthreinsiúða sem veitir loftvörn í heila viku Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég held að það sé óhætt að full- yrða að þetta er algjörlega bylting- arkennd vara. Hún gæti komið til með að breyta sótthreinsun eins og við þekkjum hana,“ segir tónlist- armaðurinn og nú fjárfestirinn Ing- ólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð. Vísar hann í máli sínu til sótt- hreinsiúða fyrirtækisins X-Mist, sem nú eru að fara á markað hér á landi. Tónlistarmaðurinn er einn eigenda X-Mist. Umræddar vörur eru unnar úr svokallaðri Bio Tabs-töflu sem framleidd er úr lífrænum efnum. Taflan heyrir undir sótthreinsiflokk sjö sem jafnframt er sterkasta sótt- hreinsun sem fyrirfinnst. Um skoska vöru er að ræða sem hefur verið í þróun frá árinu 2017. Mjög stór fjárfesting Aðspurður segist Ingólfur hafa heyrt af henni í gegnum góðan vin, Davíð Rúnarsson. „Frá því að varan varð í raun tilbúin fyrir þremur árum hefur hún þurft að fara í gegnum alveg svaka- lega margar rannsóknir til að verða söluhæf. Hún kemur upphaflega frá skoskum doktor í efnafræði, sem finnur upp töflu úr efninu. Félagi minn var réttur maður á réttum stað og kynntist því vörunni nýkom- inni úr verksmiðju. Hann hefur í framhaldinu samband við mig og ég varð spenntur,“ segir Ingólfur og bætir við að frá þeim tíma hafi fleiri bæst í hópinn. Nú telji hópurinn um sex til sjö einstaklinga. Stofnkostn- aður verkefnisins er á annað hundr- að vinna í þessu á hliðarlínunni. Þetta er stór fjárfesting en við höf- um alveg gríðarlega trú á vörunni.“ Veitir loftvörn í heila viku Til að byrja með verða vörur X- Mist í þremur flokkum; heimili, bílar og hreingerning. Til að hreinsa viðkomandi rými er úðabrúsinn hristur og þrýst á hnapp. Í kjölfarið dreifist úðinn um rýmið þar sem hann sótthreinsar alla snertifleti og eyðir út öðrum sýklum og bakt- eríum. Að auki skilur úðinn eftir loftvörn í sjö daga og ætti því að nýtast vel á tímum kórónuveirunnar. Hópurinn að baki verkefninu er nú kominn með einkaleyfi fyrir vörunum í Skandinavíu. Að sögn Ingólfs hafa fyrstu við- brögð hér á landi verið mjög góð, en vörurnar eru nú komnar í verslanir. „Við erum að byrja að vinna þetta, en við vildum byrja á markaðnum hér heima. Fyrstu viðbrögðin hafa verið mjög sterk.“ Ingólfur segist síðar meir sjá fyr- ir sér að fyrrnefnd tafla geti reynst ein helsta söluvara X-Mist. „Hún gæti orðið bylting. Hún er uppleys- anleg í vatni og getur verið í kring- um dýr. Þetta gjördrepur bakteríur eins og til dæmis salmonellu og lis- teríu, og gæti því breytt miklu í öll- um matvælaiðnaði.“ að milljónir króna og því ljóst að talsvert fjármagn þarf til að ýta verkefninu úr vör. „Við erum sex til sjö að vinna í þessu og svo eru fleiri Viðar Guðjónsson Oddur Þórðarson Athugun skriðusérfræðinga á stækk- un sprungu sem myndaðist eftir skriðuföllin á Seyðisfirði um miðjan desember er nú lokið. Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur á Veður- stofu Íslands, segir að mælitæki hafi ekki sýnt neina hreyfingu á fleka sem óttast var að færi af stað. Það sem vefmyndavélar Veður- stofu sýndu hins vegar var að um- rædd sprunga hafði stækkað. „Speglamælingar okkar sýndu enga breytingu en við sjáum hins vegar á ljósmyndum úr vefmyndavél að sprungan hefur lengst. Hins vegar hefur flekinn sem fylgst er með ekki hreyfst,“ sagði Esther í samtali við mbl.is í gær. Esther sagði einnig að dróna- myndir myndu skýra betur hversu mikið sprungan hefði stækkað. Vinna við hreinsunarstarf á skriðusvæðinu var stöðvuð á meðan athugun Veð- urstofu fór fram. Heimilt er nú fyrir verktaka sem sinna hreinsunarstarfi að fara aftur inn á svæðið en það hafði verið rýmt í gær. Hús á því svæði þar sem skriðurnar féllu í desember eru enn mannlaus. Spá talsverðri úrkomu Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær um stöðu mála á Seyðisfirði og Eskifirði. Þar segir að af öryggisástæðum hafi hreinsunar- vinnu innan áhrifasvæðis skriðunnar verið hætt. Það hafi verið gert eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað. Strax í kjölfarið segir að stjórnendur Síldar- vinnslunnar á Seyðisfirði hafi ákveðið að stöðva vinnslu. Í tilkynningu lögreglu kemur einn- ig fram að talsverðri úrkomu sé spáð á Seyðisfirði aðfaranótt laugardags. Draga á úr úrkomuákefð um klukkan 15 á laugardag og á þeim tíma er upp- safnaðri úrkomu spáð 50 mm. Áfram verður vætusamt seinnipart laugar- dags og fram á sunnudag, um 15 mm uppsöfnuð úrkoma. Vegna úrkom- unnar er sagt að mögulega komi til frekari rýminga og að staðan verði endurmetin í dag og kynnt í kjölfarið. Um Eskifjörð segir í tilkynningu lögreglu að úrkoma þar verði ein- hverju minni en á Seyðisfirði og að þar verði hlýrra. Uppsöfnuð úrkoma á Eskifirði klukkan 14 á laugardag á að vera 35 mm samkvæmt spám. Vætusamt verður fram á sunnudag, um 10 mm uppsafnað. Stækkandi sprunga þar sem skriður féllu  Skriðusvæðið var rýmt í gær  Spá úrkomu um helgina Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Hús á skriðusvæðinu eru enn mannlaus eftir rýminguna. Tilkynningar til Lyfjastofnunar um andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer eru nú orðnar sjö talsins. Í öllum tilvikum er um að ræða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma á hjúkr- unar- eða dvalarheimilum. Alls hef- ur Lyfjastofnun borist 61 tilkynn- ing um mögulegar aukaverkanir, þar af átta alvarlegar. Þetta staðfesti Rúna Hauksdóttir Hvannberg í samtali við mbl.is í gær en RÚV hafði greint fyrst frá málinu. Rúna sagði að allir einstakling- arnir hefðu verið bólusettir 29. eða 30. desember síðastliðinn. „Tímalengd frá bólusetningu og fram að andláti er töluvert mismun- andi hjá þessum einstaklingum,“ sagði Rúna. „Eins og tölfræðin er þá er al- mennt talað um að það séu 18 and- lát á viku á dvalarheimilum. Þetta er kannski frekar tengt þeirri töl- fræði en bólusetningunni. Þetta er líka að raungerast í löndunum í kringum okkur. Noregur er búinn að tilkynna um 23 andlát hjá öldr- uðum einstaklingum eftir bólusetn- ingu,“ sagði Rúna ennfremur. Rannsókn Embættis landlæknis á aukaverkunum miðar vel. Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.