Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 8
Fjöldi ljósabekkja
2005-2020
300
200
100
0
Heimild: Geislavarnir ríkisins
'05 '08 '11 '14 '17 '20
277
196
168
90
121 97
Ljósabekkjum á landinu fækkaði
mikið á umliðnum tíu til 15 árum eða
þar til á allra síðustu árum að ljósa-
bekkjum tók að fjölga lítillega á ný.
Geislavarnir ríkisins vekja athygli á
þessu í frétt á vefsíðu sinni en nýlok-
ið er talningu á fjölda ljósabekkja
sem almenningi er seldur aðgangur
að. Geislavarnir segjast ráða fólki
eindregið frá því að nota ljósabekki
enda fylgi notkun þeirra aukin hætta
á húðkrabbameini.
„Lítilleg aukning hefur orðið á
heildarfjölda ljósabekkja frá síðustu
talningu sem fór fram árið 2017.
Aukningin hefur orðið á höfuðborg-
arsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á
landsbyggðinni hefur hins vegar
minnkað lítillega, [...],“ segir í frétt-
inni. Fram kemur að Geislavarnir
hafa talið ljósabekki á þriggja ára
fresti frá árinu 2005 og er þetta í
fyrsta sinn sem bekkjum fjölgar
milli talninga. „Samtals selja nú 23
staðir almenningi aðgang að ljósa-
bekkjum, þar af 9 á höfuðborgar-
svæðinu og 14 á landsbyggðinni. Á
höfuðborgarsvæðinu eru þannig fáir
staðir með marga ljósabekki en á
landsbyggðinni margir staðir með
einn eða fáa bekki.“ Bent er á að
þessi lítils háttar fjölgun sé ekki í
samræmi við könnun sem sýndi
minnkandi notkun á ljósabekkjum.
Bekkjum fjölgaði lítillega síðustu ár
Aukningin er á höfuðborgarsvæði
Kannanir sýna minnkandi notkun
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott,
hollt
og næringar
ríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
Sveitarfélögin standa betur enbúist var við eftir kórónu-
veiruárið. Í greinargerð með fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar,
sem lögð var fram í borgarráði í lok
nóvember í fyrra,
kemur fram að áhrif
„efnahagskreppunnar
á útsvarstekjur borg-
arinnar eru umtals-
verð árið 2020. Í út-
komuspá ársins er
gert ráð fyrir að stað-
greiðsla útsvars aukist einungis um
1,1%. Til samanburðar var aukn-
ingin um 7,2% að jafnaði árin 2005-
2019.“
Nú geta borgaryfirvöld glaðstþví að fram kom í vikunni að
útsvarstekjur sveitarfélaganna
hefðu verið mun meiri í fyrra en áð-
ur hafði verið talið. Útsvar ársins
2020 var um 4% hærra en árið á
undan og mundu sumir rekstrarað-
ilar telja það góða niðurstöðu í
krepputíð.
Hafi borgin verið með svipaðaniðurstöðu og sveitarfélögin á
landinu og á höfuðborgarsvæðinu
að jafnaði, þá má ætla að borgin
hafi aukið útsvarstekjur sínar um
4% á milli ára, eða um það bil um
þrjá milljarða króna.
Meðal annars af þessari ástæðuvekur athygli að borgin hef-
ur nýlega alfarið lagst gegn því,
þvert á það sem Samband íslenskra
sveitarfélaga hefur gert, að fresta
fasteignagjöldum til að koma til
móts við fyrirtæki í rekstrarvanda
vegna kórónuveirufaraldursins.
Er það viljaleysi sem veldur?Eða er skuldastaða borg-
arinnar orðin svo alvarleg eftir
mikla skuldasöfnun undanfarinna
ára að borgin getur ekkert stutt við
atvinnulífið, jafnvel þó að tekjur
hennar hækki?
Er skuldavandinn
svona alvarlegur?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Laxar ehf. hafa gert langtímasamn-
ing um leigu á fóðurpramma, sem á
að þjóna eldisstöð fyrirtækisins við
Gripalda í sunnanverðum Reyðar-
firði. Pramminn er aðeins minni held-
ur en Muninn, sem sökk þar um síð-
ustu helgi. Pramminn fer væntanlega
um borð í stórt flutningaskip í Noregi
á mánudag og er reiknað með honum
til Eskifjarðar í lok næstu viku, að
sögn Jens Garðars Helgasonar fram-
kvæmdastjóra.
Skrokkurinn laskaður
Þangað til sinna fjórir þjónustu-
bátar með fóðurbyssur fóðrun fisks í
16 kvíum við Gripalda, þrír þeirra eru
í eigu Laxa, en sá fjórði er í eigu Fisk-
eldis Austfjarða. Á Gripalda eru nú
um 3.900 tonn af fiski sem verður
kominn í sláturstærð í haust.
Jens Garðar segir ljóst að allur
tæknibúnaður um borð í Munin sé
ónýtur og skrokkurinn verulega lask-
aður. Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um hvenær og hvernig honum
verður lyft af botninum, þar sem
hann liggur skammt frá kvíunum, en
líklegt er að lyftibelgir verði notaðir.
Meðan sú vinna hefur ekki verið
kortlögð hafa kafarar frá Köfunar-
þjónustunni og K-tech nýtt tímann
og sinnt fyrirbyggjandi eftirliti og
kafað niður að kvíum Laxa. Ekki hef-
ur orðið vart við tjón á þeim og ekki
heldur leka frá prammanum, en um
10.000 lítrar af hráolíu eru um borð í
honum.
Nýr fóðurprammi
fluttur til landsins
Öflugt Skandi Acercy flytur nýja prammann til landsins og er væntanlegt
til Eskifjarðar í lok næstu viku. Skipið er 157 metra langt og 27 m á breidd.