Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 11

Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Immortelle blómið. Fyrir 200.000 árum síðan bjó náttúran til betri valkost en tilbúið retínól. Nú hefur nýtt ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum verið bætt við formúlu Divine kremsins. Það virkar jafn vel og retínól sem gefur húðinni fyllingu og sléttir hana en er jafnframt mildara fyrir húðina. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? K n a s 5 0 0 w a eri gl n 4-12 | . 77-7 4 | ww .loccit n .is aeilíf ! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Offramleiðsla er á kjöti í landinu og birgðir safnast upp. Stafar það af minni neyslu vegna þess að færri ferðamenn koma vegna kórónuveirufaraldursins og ekki síst vegna mikils innflutnings á kjöti í kjölfar samninga sem gerðir voru við Evrópusambandið. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að aukinn innflutningur hafi gríðarleg áhrif á kjötmarkaðinn hér. Vandinn hafi verið nægur fyrir. „Það er tals- verð birgðasöfnun, ekki aðeins í geymslum framleiðenda heldur líka heima á búunum þar sem margra mánaða bið er eftir slátrun naut- gripa. Langan tíma tekur að draga úr framleiðslu vegna þess hversu fram- leiðsluferillinn er langur, nema helst í kjúklingarækt. Þar tekur skemmri tíma að laga framleiðslu að markaði en í svínarækt og nautgriparækt. Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því við ríkisstjórnina frá því síðastliðið vor að fresta útboðum tollkvóta vegna ástandsins, án ár- angurs. Tollkvótar fyrir innflutning frá Evrópusambandinu fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins voru auglýstir fyrir áramót auk tollkvóta fyrir Bretland fyrir allt árið. „Vandinn sem við sáum síðastliðið vor að væri fram undan er að raun- gerast núna,“ segir Gunnar. Nota má sömu rök Hann bendir á að kvótinn sem auglýstur er fyrir Bretland bætist við tollkvóta ESB, í stað þess að skipta tollkvóta ESB á milli Bret- lands og ESB eftir að Bretland yf- irgaf sambandið. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursam- sölunni, benti á það í grein í Morg- unblaðinu í vikunni að stjórnvöld gætu nýtt sér sömu rök og ESB notaði í Brexit-viðræðunum gagn- vart Bretlandi, að tryggja þurfti jafna stöðu. Misræmi hafi myndast vegna þess að ESB hafi veitt kjöt- framleiðendum mikla fjárhagslega aðstoð vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Engir geymslustyrkir Gunnar tekur undir þetta, segir að verð á kjötafurðum sé í sögulegu lágmarki í Evrópu og mikil birgða- söfnun. ESB greiði bændum beina styrki vegna faraldursins og styrki einnig afurðastöðvar til frystingar og geymslu á kjöti. Hér hafi engir slíkir styrkir verið veittir. Tæplega milljarður sé á fjárlögum fyrir þetta ár en það taki ekki á vandanum sem er núna og sé léttvægt miðað við vandann. Vandinn raungerist  Kjötbirgðir safnast upp vegna faraldurs og innflutnings  Kvóti til innflutnings frá Bretlandi bætist við ESB-kvótann Morgunblaðið/Árni Sæberg Holdanaut Löng bið er nú eftir slátrun nautgripa. Birgðirnar eru því heima á bæjunum, alveg eins og í frysti- og kæligeymslum sláturhúsanna. Evrópusambandið styrkir afurðastöðvar til að frysta kjöt og geyma. Þingmaður Miðflokksins á norska stórþinginu, Liv Signe Navarsete, spyr viðskiptaráðherra ríkisstjórn- arinnar hvers vegna stjórnvöld neiti að taka þátt með Íslandi í við- ræðum við ESB um innflutning á landbúnaðarafurðum. Og hvort stjórnin telji að innflutningurinn sé í jafnvægi við útflutning á land- búnaðarvörum til ESB. Vísar þingmaðurinn til aðgerða Íslendinga. Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra óskaði um miðjan síðasta mánuð eftir því við Evrópusambandið að tollasamn- ingur Íslands og ESB um landbún- aðarvörur verði endurskoðaður. Það var gert á grundvelli úttektar sem sýnir að forsendur samnings- ins hafa breyst og ójafnvægi er á milli samningsaðila, íslenskum út- flytjendum í óhag. Norski þing- maðurinn vísar til sams konar mis- ræmis í viðskiptum Noregs við Evrópusambandið. Iselin Nybø, viðskiptaráðherra og þingmaður Vinstriflokksins, hefur ekki svarað fyrirspurninni. Neita viðræðum með Íslandi NORSKUR ÞINGMAÐUR HERJAR Á STJÓRNVÖLD Ekki hefur enn náðst samkomulag í viðræðum AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði um endurnýjun kjarasamninga. Kjarasamningarnir runnu út 29. febrúar í fyrra. Var deil- unni vísað til ríkissáttasemjara um miðjan desember sl. eftir að slitnað hafði upp úr viðræðunum. Síðasti formlegi sáttafundur í deilunni var haldinn sl. þriðjudag og vinnufundir fóru fram en hafa ekki leitt til niður- stöðu. Ætlar samninganefnd AFLs og RSÍ að funda um næstu skref í dag. „Við vorum á vinnufundum í gær og fyrradag. Þetta er aðeins í biðstöðu núna og við ætlum að skoða fram- haldið á morgun og þá verður ákveðið hvenær næst verður fundað,“ sagði Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formað- ur AFLs, í gær. Ríkissáttasemjari fór austur á land til að stýra fundarhöld- unum í vikunni. Hún segir deiluna ekki komna á það stig að farið sé að ræða aðgerðir. Viðræður hafa staðið yfir með hléum í langan tíma og við óvenju- legar aðstæður vegna veirufaraldurs- ins í gegnum fjarfundabúnað að sögn hennar. Kjarasamningarnir ná til tæp- lega 400 starfsmanna hjá Alcoa Fjarð- aráli. omfr@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Álverið Rætt er um endurnýjun samninga fyrir um 400 starfsmenn. Ákveða næstu skref í deilunni í dag Ársæll er Guðmundsson Ranglega var farið með föðurnafn Ársæls Guðmundssonar, skólameist- ara Borgarholtsskóla, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.