Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 12
Notkun ferðagjafar stjórnvalda Heimild: Stjórnarráðið
Veitingar
Gisting
Samgöngur
Afþreying
Þann 6. janúar sl. höfðu
193 þúsund nýtt ferðagjöf fyrir alls um
743 milljónir króna
36%
26%
13%
24%
Alls
743
m.kr.
usta fari í gang í sumar. Hvort farið
verði í sérstök úrræði hvað það varð-
ar eigi eftir að koma í ljós. „Ég held
að allt komi til greina þegar við erum
í þessari óvissu og við viljum að sjálf-
sögðu styðja við atvinnulíf í landinu
eins og við höfum verið að gera. Ef
ferðaþjónustan fer hægt og seint af
stað á þessu ári hljótum við að verða
opin fyrir einhverjum sérstökum
hvata gagnvart Íslendingum. Það
væri tiltölulega kostnaðarlítil leið í
stóra samhenginu, ef hún yrði til að
auka innspýtingu og umsvif í ís-
lenskri ferðaþjónustu.“
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að mörg veitingahús eiga í miklum
rekstrarvanda. Spurð hvort frekari
ívilnanir til að styðja við veitinga-
geirann komi til álita segir Þórdís
ríkisstjórnina meðvitaða um erfiða
stöðu geirans. Óskað hafi verið eftir
frekari tilslökunum til að geta búið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Miðvikudaginn 6. janúar höfðu 193
þúsund einstaklingar sótt ferðagjöf
fyrir 743 milljónir króna.
Spurð hvort
áhuginn hafi
komið á óvart rifj-
ar Þórdís Kol-
brún Reykfjörð
Gylfadóttir ferða-
málaráðherra
upp að þessu mál-
efni hafi verið vel
tekið í þinginu og
í ferðaþjónust-
unni. Og svo fyrst
og fremst af Ís-
lendingum sem tóku vel í ferðagjöf-
ina þegar hún var komin til.
Takmarkanir reyndust meiri
Spurð hvort til greina komi að
bjóða frekari stuðning eða ívilnanir, í
ljósi þess að nú er útlit fyrir fáa er-
lenda ferðamenn á fyrri hluta ársins,
hið minnsta, segir Þórdís Kolbrún að
gert hafi verið ráð fyrir uppgangi í
ferðaþjónustu í ár. Nú stefni í að sá
bati verði síðar á ferðinni, með hlið-
sjón af stöðu faraldursins erlendis.
„Okkar forsendur gera ráð fyrir
900 þúsund erlendum ferðamönnum
á þessu ári. Auðvitað geta hlutirnir
breyst hratt, og maður vonar það
besta varðandi bóluefnin og stöðuna
í öðrum ríkjum, en það þarf ansi mik-
ið að raðast með okkur til að þær for-
sendur muni nást á þessu ári,“ segir
Þórdís Kolbrún. Efnahagslífið eigi
mikið undir því að innlend ferðaþjón-
til tekjur. Ef slíkt komi ekki til þurfi
frekari stuðning. Engin ákvörðun
hafi verið tekin um slíkt.
Regluverkið flókið
Þá vísar Þórdís til úttektar sem
unnin var í samstarfi við Efnahags-
og framfarastofnunina, OECD, á
samkeppnisstöðu byggingargeirans
annars vegar og ferðaþjónustunnar
hins vegar. Niðurstaðan sé að hér sé
regluverk flókið og margvísleg gjöld
lögð á greinarnar.
„Það er til mikils að vinna að
stjórnkerfið hrindi þeim tillögum í
framkvæmd. Og halda þarf til haga
að staðan var víða þung fyrir kórónu-
veirufaraldurinn, svo fyrirtækin
voru mörg í veikri stöðu til að takast
á við þessa erfiðleika sem honum
hafa fylgt, laun hafa hækkað mikið
og skattar og gjöld eru há,“ segir
Þórdís Kolbrún um stöðuna.
743 milljónir í ferðagjöfina
Ráðherra segir koma til álita að ýta undir ferðalög í sumar
Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
markaðarins, þ.e. SA og ASÍ, eru í
ráðandi stöðu í þessum efnum jafn-
vel þótt þessir aðilar stjórni aðeins
7 sjóðum af 21 í landinu og að baki
þeim er innan við helmingur eigna
lífeyriskerfisins.“
Segir Ólafur Páll að mjög stefnu-
markandi ákvarðanir um kerfið séu
teknar í samningum þessara aðila.
„Það þarf að hleypa fleirum að
borðinu, bæði sjóðum opinberra
starfsmanna og öðrum hagsmuna-
aðilum. Það er eina leiðin til þess að
ná víðtækri sátt um kerfið.“
Segir Ólafur Páll að samráðsleys-
ið eigi sér ýmsar birtingarmyndir
en m.a. þá að síðastliðið haust hafi
ríkisstjórnin boðað umdeildar laga-
breytingar á grundvelli lífskjara-
samnings ASÍ og SA, sem feli í sér
mestu breytingar á lífeyrissjóða-
kerfinu sem gerðar hafi verið í tvo
áratugi.
„Það á að ráðast í þessar breyt-
ingar og í kjölfarið er ráðist í gerð
grænbókar um kerfið. Þarna er far-
ið í hlutina í öfugri röð miðað við
það sem eðlilegt mætti teljast. Það
birtist enda í umsögnum um frum-
varpið þegar það var lagt fram til
kynningar í lok árs 2019. Þar er
mjög kvartað undan samráðsleysi.“
Skylduaðildin burt í skrefum
Spurður út í hvað það sé sem
helst þurfi að ná meira samráði og
samstöðu um segir Ólafur Páll að
það lúti að auknu valfrelsi fólks og
afnámi skylduaðildar í skrefum.
„Þar mætti byrja á lífeyrissjóð-
um sem hafa rofið öll tengsl við
stéttarfélög. Þá má nefna að kjara-
samningur fjármálaráðherra við
lækna og verkfræðinga er tíma-
skekkja. Með þeim eru læknar og
verkfræðingar sem starfa hjá rík-
inu skikkaðir til þess að greiða í til-
greinda sjóði, án formlegra tengsla
við stéttarfélög. Það er óeðlilegt að
ríkið semji svo um að tilteknar
stéttir greiði í lífeyrissjóði sem
starfa á samkeppnismarkaði.“
Segir Ólafur Páll að sú tilhögun
stangist á við meginreglur um sam-
keppni og stuðli að ójafnræði á milli
sjóðfélaga sem eru jú eigendur líf-
eyrissjóðanna.
„Það er aðkallandi að skoða
þessa hluti í samhengi og aðlaga
kerfið betur að þörfum sjóðfélaga
og draga úr forræðishyggju og mið-
stýringu sem einkennir kerfið um
of.“
Hann hefur áður gagnrýnt op-
inberlega hina svokölluðu til-
greindu séreign sem komið var á í
tengslum við hækkað mótframlag
atvinnurekenda í lífeyrissjóði
starfsfólks. Tilgreind séreign er ný
tegund séreignar og alls ekki svo
frábrugðin svokallaðri frjálsri sér-
eign. Með umræddum breytingum
hafi lítið verið horft til ríkjandi
fyrirkomulags og í raun verið að
flækja kerfið um of, segir Ólafur
Páll.
Markaðir í ójafnvægi en ávöxt-
un sjóðsins þó góð á liðnu ári
Spurður út í gengi Íslenska
lífeyrissjóðsins á liðnu ári segir
Ólafur Páll að það hafi verið gott.
„Þrátt fyrir ójafnvægi í efna-
hagsumhverfinu komu verðbréfa-
markaðir vel út þegar upp var stað-
ið og endurspeglast það í ávöxtun
allra ávöxtunarleiða Íslenska lífeyr-
issjóðsins. Sjóðfélögum hefur hald-
ið áfram að fjölga á sama tíma.“
Líkt og meðfylgjandi tafla sýnir
var raunávöxtun ólíkra leiða frá
3,1% og upp í 10,3% á árinu 2020.
Auka þurfi val fólks um sjóði
Morgunblaðið/Hari
Samningar ASÍ og SA hafa mikil áhrif á skipulag lífeyriskerfisins.
Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins gagnrýnir samráðsleysi við lagabreytingar Segir
miklar breytingar fram undan í lífeyrismálum Íslenski skilaði allt að 10,3% raunávöxtun í fyrra
Raunávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins
10%
8%
6%
4%
2%
0%
10 ár 5 ár 2020
Líf 1 Líf 2 Líf 3 Líf 4 Samtrygging
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Það er útlit fyrir að rekstur lífeyr-
issjóða hafi gengið almennt vel á
nýliðnu ári en þeir snúast hins veg-
ar um fleira en eignir og fjárfest-
ingar og það er mikilvægt að bregð-
ast við margvíslegri gagnrýni sem
fram hefur komið á kerfið og þróa
það í takt við
breytta tíma og
vilja almenn-
ings.“
Þetta segir
Ólafur Páll
Gunnarsson,
framkvæmda-
stjóri Íslenska
lífeyrissjóðsins.
Hann hefur nú
stýrt sjóðnum í
sjö ár en starfaði
áður um langt árabil að lífeyrismál-
um á vettvangi fjármálaráðuneyt-
isins.
„Í endurskoðun á lífeyriskerfinu
þarf að taka mið af þörfum launa-
fólks og breytingum á vinnumark-
aði þar sem hreyfanleikinn er orð-
inn mun meiri en var. Tryggja þarf
valfrelsi fólks þannig að það ákveði
sjálft hvar lífeyrisréttindi þess eru
varðveitt og ávöxtuð,“ segir Ólafur
Páll en segir hins vegar að umbóta-
vinnan sé ýmsum vandkvæðum
bundin.
„Lagaleg umgjörð sjóðanna og
umræðan um þróun þeirra er ekki
nægilega lýðræðisleg. Aðilar vinnu-
Ólafur Páll
Gunnarsson
● Hagfræðideild Landsbankans spáir
því að verðbólgan fari úr 3,6% í 3,9%
í janúarmælingu Hagstofunnar. Bygg-
ist það á því mati að vísitala neyslu-
verðs lækki um 0,42% milli mánaða.
Bendir deildin á að áfengi og tóbak
hafi hækkað um áramót en gera megi
ráð fyrir lækkun vegna útsala á fatn-
aði, skóm, húsgögnum og heimilisbún-
aði.
Segir hagfræðideildin að húsnæði
án reiknaðrar húsaleigu muni hækka
vegna hækkana á sorphirðugjaldi og
þá muni kostnaður við menntun einn-
ig hækka vegna hækkunar leikskóla-
gjalda í Reykjavík.
Spá því að verðbólgan
verði 3,9% í janúar
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
15. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.2
Sterlingspund 175.37
Kanadadalur 100.77
Dönsk króna 20.97
Norsk króna 15.086
Sænsk króna 15.366
Svissn. franki 144.31
Japanskt jen 1.2338
SDR 184.92
Evra 156.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.3755
Hrávöruverð
Gull 1852.4 ($/únsa)
Ál 2025.5 ($/tonn) LME
Hráolía 56.83 ($/fatið) Brent