Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Joe Biden, verðandi Bandaríkja-
forseti, setti í gær fram áætlun sína
um endurreisn efnahagsins og bar-
áttuna við kórónuveiruna sem hann
hyggst fylgja á fyrstu hundrað dög-
um sínum í embætti.
Nokkur óvissa ríkir hins vegar
um hvernig muni ganga, þar sem
yfirvofandi réttarhöld í öldunga-
deildinni gegn Donald Trump, frá-
farandi forseta, munu taka nokkurn
tíma frá störfum deildarinnar, en
meðal annars á hún eftir að sam-
þykkja ráðherralista Bidens.
Þriðji neyðarpakkinn
Meðal þess sem Biden leggur til
er að Bandaríkjaþing samþykki
þriðja neyðarpakkann á innan við
ári, sem meðal annars muni fela í sér
að hver Bandaríkjamaður fái ávísun
upp á 2.000 bandaríkjadali, eða um
258.000 íslenskar krónur, en tekist
var á um slíka áætlun í öldunga-
deildinni fyrir áramót.
Þá vill Biden setja aukinn kraft
í bólusetningarherferð Bandaríkja-
manna, en hún hefur farið nokkuð
brösuglega af stað, þar sem tafir við
afhendingu á bóluefni og önnur
vandamál við skipulagningu hafa
sett strik í reikninginn.
Er stefnt að því að 100 milljón
bólusetningar fari fram á fyrstu
hundrað dögum Bidens í embætti,
en mikil óvissa ríkir um hvort sú tala
geti gengið eftir.
Réttarhöld ekki haldin í flýti
Ákæran til embættissviptingar
á hendur Trump var samþykkt í full-
trúadeildinni í fyrrinótt með 232 at-
kvæðum gegn 197 og ákváðu tíu
þingmenn repúblikana að greiða at-
kvæði með ákærunni, en í henni er
Trump sakaður um að hafa ýtt undir
árásina á þinghúsið í síðustu viku.
Chuck Schumer, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, vildi að
réttarhöldin yfir Trump gætu hafist
sem fyrst, svo hægt yrði að svipta
hann embætti, en Mitch McConnell,
leiðtogi repúblikana, sló á allar slík-
ar hugmyndir, þar sem ekki yrði
hægt að halda sanngjörn réttarhöld
á þeim stutta tíma sem eftir lifir af
valdatíð Trumps.
McConnell lýsti því hins vegar
einnig yfir að hann hefði ekki gert
upp hug sinn um hvort sakfella ætti
Trump fyrir að hafa ýtt undir
áhlaupið á þinghúsið í síðustu viku.
Sú yfirlýsing þykir ekki lofa góðu
fyrir Trump, þar sem McConnell
hefur þá ráð hans í hendi sér.
Fordæmi frá 19. öld
Áhöld hafa verið um hvort hægt
sé að halda málinu áfram eftir að
Trump lætur af embætti, en bent
hefur verið á fordæmi frá 1876, en
þá sagði William Belknap, þáverandi
stríðsmálaráðherra, af sér embætti
örstuttu áður en fulltrúadeildin sam-
þykkti að ákæra hann.
Efri deildin samþykkti þá eftir
umræðu að hún hefði vald til að rétta
yfir Belknap, með vísan til þess að
yrði hann sakfelldur yrði einnig að
svara spurningunni hvort það ætti
að meina honum að gegna embætti
aftur á vegum Bandaríkjanna. Til
þess kom ekki, þar sem öldunga-
deildin sýknaði Belknap. Tilgangur
réttarhalda yfir Trump yrði þá fyrst
og síðast til þess að svara þeirri
spurningu hvort rétt sé að meina
honum að bjóða sig aftur fram til
forseta árið 2024.
Embættistaka í skugga réttarhalda
Biden setur fram áætlun sína um endurreisn efnahagsins Ákæran á hendur Trump skyggir á
skipun ráðherra McConnell opinn fyrir því að sakfella Trump Spurning um framboð 2024
AFP
Gaddavír Mikill viðbúnaður er í Washington fyrir embættistöku Bidens í
næstu viku, og er bandaríska þinghúsið nú umkringt með gaddavír.
Bresk stjórnvöld greindu frá því í
gær að þau hygðust banna komu
allra farþega frá Suður-Ameríku og
Portúgal, vegna nýs afbrigðis
kórónuveirunnar sem komið hefur
fram í Brasilíu. Ákvörðunin nær ekki
til breskra ríkisborgara eða fólks
með fasta búsetu í Bretlandi, en
þeim verður gert að sitja í sóttkví í
tíu daga eftir heimkomu.
Ákvörðun breskra stjórnvalda
kom sama dag og neyðarnefnd Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
WHO fundaði í Genf til þess að ræða
þróunina í kórónuveirufaraldrinum,
en nokkur ný afbrigði hafa komið
fram sem hafa ýtt undir frekari
bylgjur.
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri WHO, sagði að
ein helsta áskorunin framundan væri
að tryggja að öll ríki gætu fengið að-
gang að bóluefnum gegn veirunni,
þar sem bólusetningar væru helsta
vonin um að hægt yrði að binda enda
á faraldurinn.
Byrjað að rannsaka upptökin
Nú hafa 92,5 milljónir manna
smitast af veirunni frá því að farald-
urinn kom fyrst upp, og nærri því
tvær milljónir hafa látist af völdum
hennar samkvæmt opinberum töl-
um, en talið er að þær séu nokkuð
lægri en raunin er.
Tíu manna rannsóknarteymi frá
WHO kom til Wuhan-borgar í gær,
þar sem faraldurinn átti upptök sín.
Þarf hópurinn nú að sæta sóttkví í
tvær vikur, en mun svo hefjast
handa við að rannsaka upphaf far-
aldursins.
Ferðabann á Suður-Am-
eríku vegna afbrigðis
AFP
Framleiðsla Mikil áhersla er lögð á
framleiðslu bóluefnis gegn veirunni.
WHO heldur neyðarfund um stöðuna í heimsfaraldrinum
Þessir veitingamenn í Stokkhólmi, höfuðborg
Svíþjóðar, börðu saman pottum og pönnum til
þess að mótmæla nýjum og hertum sóttvarna-
aðgerðum stjórnvalda. Veitingahúsum er nú
meðal annars meinað að veita áfengi eftir kl. 8 á
kvöldin, og mest fjórir gestir mega sitja saman.
Greint var frá því í gær að meira en 10.000
Svíar hefðu látist af völdum kórónuveirunnar,
en óttast er að þeim muni enn fjölga á næstunni.
AFP
Mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda
Giuseppe Conte,
forsætisráðherra
Ítalíu, átti í vök að
verjast í gær eftir
að Matteo Renzi,
fyrrverandi for-
sætisráðherra og
formaður Italia
Viva-flokksins,
dró stuðning sinn
við ríkisstjórnina
til baka.
Stjórnin nýtur nú ekki stuðnings
meirihluta þingmanna í efri deild
ítalska þingsins, og mun Conte því að
óbreyttu þurfa að biðjast lausnar fyr-
ir sig og ríkisstjórnina.
Stjórnarflokkarnir sem eftir sitja,
Fimmstjörnuhreyfingin og Demó-
krataflokkurinn, lýstu í gær yfir vilja
sínum til þess að fylla í skarðið með
stuðningi þingmanna stjórnar-
andstöðunnar, en ekki var víst að
nokkur þeirra hefði áhuga á því. Þá
útilokuðu flokkarnir að þeir myndu
vinna með Renzi aftur eftir brottför
hans.
Stjórnar-
kreppa
á Ítalíu
Conte leitar að
nýjum meirihluta
Guiseppe
Conte
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi
sögðu í gær að þeim væri skylt að
láta handtaka rússneska stjórnar-
andstæðinginn
Alexei Navalní
við heimkomu
sína. Navalní
hyggst snúa aftur
á sunnudaginn til
Rússlands frá
Þýskalandi, þar
sem hann hefur
verið frá því að
hann hneig niður
í miðri flugferð
frá Síberíu til
Moskvu í ágúst síðastliðnum. Þýsk
stjórnvöld segja að eitrað hafi verið
fyrir hann með taugaeitrinu Novi-
chok.
Í yfirlýsingu fangelsismála-
yfirvalda segir að þeim beri að hafa
Navalní í haldi á meðan dómari íhugi
beiðni stjórnvalda, sem lögð var
fram fyrr í vikunni, um að breyta
skilorðsbundnum dómi sem hann
hlaut árið 2014 í fangelsisvist, þar
sem Navalní hafi rofið skilorð sitt.
Settu á viðskiptaþvinganir
Navalní hefur sakað rússnesku
leyniþjónustuna FSB um að hafa
eitrað fyrir sig að undirlagi Vladim-
írs Pútín Rússlandsforseta, en rúss-
nesk stjórnvöld hafa hafnað öllum
ásökunum um að vera viðriðin málið.
Evrópusambandið ákvað hins
vegar að setja flugbann á nokkra
rússneska embættismenn, þar á
meðal yfirmann FSB, auk þess sem
bankareikningar þeirra innan sam-
bandsins voru frystir.
Verður fangelsaður
við heimkomuna
Navalní vill snúa aftur á sunnudag
Alexei
Navalní