Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 16

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skömmu fyrirjól kom útsvört skýrsla um ástandið í Vene- súela frá saksókn- araembætti Al- þjóðlega sakamáladómstólsins. Niðurstaðan var sú, að raunhæft væri að trúa því að alvarleg mannréttindabrot hefðu verið framin í landinu í nærri því fjögur ár. Þar á meðal voru stjórnvöld sökuð um að hafa beitt andstæð- inga sína pyntingum, kynferðis- ofbeldi og ofsóknum, og sagði í skýrslunni að full ástæða væri til að rannsaka frekar og eftir atvik- um sækja þá aðila sem bera ábyrgðina til saka fyrir þau brot. Í leitinni að slíkum aðilum hlýtur fyrst og fremst að verða horft á einræðisherrann Nicolas Maduro, sem nú hefur setið ólög- lega á forsetastóli landsins í um tvö ár. Þrátt fyrir ákafar tilraunir stjórnarandstöðunnar undir for- ystu Juan Guaido, fyrrverandi forseta þingsins, til þess að koma aftur á lýðræði í Venesúela, hefur Maduro og kónum hans ekki ver- ið haggað, þrátt fyrir að efna- hagsástandið og almenn kjör al- mennings hafi farið hríðversnandi dag frá degi. Í síðustu viku tók svo við völd- um „nýtt“ þing, sem kosið var til valda í kosningum í byrjun des- ember, sem stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga. Ástæðu þess má meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hófu þegar í nóvember að fangelsa hluta stjórnarand- stöðunnar og aðra sem gátu talist óþægur ljár í þúfu, og stendur sú aðför raunar enn yf- ir. Þá þótti ljóst að Maduro hefði búið svo um hnútana að tryggt væri að stuðningsmenn hans myndu enda þar í meirihluta, sama hver vilji almennings væri. Varð sú enda raunin, og ráða cha- vistar því nú yfir öllum þremur greinum ríkisvaldsins. Þrátt fyrir að kosningarnar hafi verið fordæmdar af Banda- ríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum, fær slík for- dæming því ekki breytt að Guaido ber ekki lengur formlega titil sem forseti þingsins, en til- kall hans til að vera skipaður sem settur forseti þar til hægt yrði að kjósa aftur byggðist samkvæmt stjórnarskrá landsins á þeirri stöðu. Stjórnarandstaðan á gamla þinginu hefur lýst því yfir að hún hafi framlengt umboð sitt um eitt ár í ljósi hinna ólöglegu kosninga, en ekki er víst að allar þær 57 þjóðir sem viðurkenndu Guaido sem forseta í ársbyrjun 2019 telji slíka yfirlýsingu gilda. Það er því fátt sem ógnar Mad- uro, jafnvel þó að ástandið í land- inu stefni í mikið óefni, og gerði raunar áður en heimsfaraldurinn skall á, en hann hefur orðið til þess að auka enn á þjáningar al- mennings í Venesúela. Þær þján- ingar, þar sem mannréttindabrot, stjórnmálaleg kúgun og efna- hagslegt öngþveiti haldast í hendur, má allar rekja beint til hins ömurlega stjórnarfars sósí- alistanna í Venesúela. Maduro situr sem fastast á kostnað almennings} Hert á heljargreipum Alþjóðakjarn-orkumálastofn- unin greindi frá því í vikunni að stjórn- völd í Íran væru að taka enn frekari skref til þess að þróa áfram kjarnorkuáætlun sína, en þau hafa verið iðin við það á undan- förnum vikum að brjóta gegn skuldbindingum sínum í kjarn- orkusamkomulaginu frá 2015, og hafa Íranar ekki einu sinni reynt að fara í felur með það. Þvert á móti hafa þeir greint skilmerkilega frá hverju samn- ingsbrotinu á fætur öðru, en nú síðast sögðust Íranar hafa í hyggju að rannsaka frekar hvernig hefja mætti framleiðslu á úranmálmi, en hann nýtist meðal annars til þess að fram- leiða kjarnorkuvopn. Tilgangur þessara yfirlýsinga er líklega sá að beita verðandi Bandaríkjaforseta þrýstingi strax á upphafsdögum hans í embætti. Joe Biden hefur lýst því yfir að hann vilji að Banda- ríkin taki aftur upp samkomu- lagið ógæfulega frá 2015, en hann var varaforseti þegar það var gert. Biden býr að mikilli reynslu af utanríkismálum, en hann var í um þrjá áratugi einn af leiðtog- um utanríkismála- nefndar öldunga- deildarinnar. Sú reynsla hefur ef- laust búið hann undir þvingunar- tilraunir sem þessar af hálfu Ír- ana, en spurningin verður þá sú hversu miklu Biden sé tilbúinn að fórna til þess að fá þá aftur til að fylgja samkomulaginu og hversu burðugur hann er til að standast þennan þrýsting. Íranar hafa gert ýmsar kröf- ur, meðal annars að ákvæði samkomulagsins um að refsiað- gerðir verði settar sjálfkrafa á gerist þeir brotlegir við það verði afnumin. Á sama tíma hafa Íranar ekki gert neitt sem rétt- lætir að þeir verði verðlaunaðir með þeim hætti, hvorki í kjarn- orkumálum né hvað varðar stuðning við hryðjuverkaöfl annars staðar í Mið-Austur- löndum. Spurningin um kjarnorkumál Írans verður efalítið ein af þeim mikilvægari sem Biden þarf að glíma við á kjörtímabilinu, rétt eins og hún var hjá þremur síð- ustu fyrirrennurum hans. Það á þó eftir að koma í ljós hvort Bi- den ræður við þá áskorun sem felst í hinni ískyggilegu hegðun Írana. Íranar ætla að láta reyna á Biden strax frá upphafi} Ískyggileg hegðun F rænka mín varð sjötug um dag- inn. Við ræddum um tíðarandann og hún nefndi að nú gætu allir valið sér kyn; karl, kona eða eitt- hvað annað. „Það er sannarlega gott,“ sagði hún, „að samfélagið sé ekki að skipta sér af kynferði þegnanna.“ Bætti svo við: „Svo má fólk núna skipta um nafn, ef því sýnist svo.“ Svo þagði hún í drykklanga stund og sagði stundarhátt: „Ég myndi helst vilja skipta um kennitölu.“ Við brostum bæði, en öllu gamni fylgir al- vara. Ég held að það trufli hana í raun ekkert að vera orðin sjötug. Hún er í fullu fjöri og nýtur þess að vera amma, sem er einn af kost- unum sem fylgir því oft að eldast. Ég veit ekki til þess að neinn hafi séð að afmælisdagurinn hafi dregið úr starfsgleði hennar eða kröftum. Samfélagið hefur samt ákveðið að nú hafi það ekki not fyrir störf þessarar eldkláru og kraftmiklu konu. Hún var kvödd með pomp og prakt og þar með er því lokið. Hvers konar vitleysa er þetta? Vinnandi fólk með verðmæta þekkingu er auður sem við sem þjóðfélag eig- um ekki að henda frá okkur. Aldursfordómar eru ekki betri en aðrir fordómar. Fyrir skömmu birtist viðtal við Sigrúnu Eddu Björns- dóttur leikkonu, þar sem hún varpar fram spurningunni sem er uppspretta fyrirsagnarinnar: „Hver hefur not fyrir sextuga konu?“ Í leikhúsinu eiga karlar auðveldara með að fá hlut- verk langt fram eftir aldri en konur. Sigrún sem er sex- tug er elsta fastráðna leikkonan við Borgarleikhúsið. Sigrún bendir á að líf kvenna verði þó ekki minna spennandi eftir sextugt, það sé mikill misskilningur. „Kona á mínum aldri hefur gríðarlega reynslu og nægan tíma til að sinna vinnu eftir að börnin eru flogin úr hreiðrinu.“ Það sé þó því miður ekki mikil eftirspurn eftir konum á besta aldri. Reynsla Sigrúnar á ekki bara við um kon- ur. Fjölmargir vinir og kunningjar hafa sagt mér hve erfitt þeim reynist að fá vinnu eftir fimmtugt, hvað þá þegar þeir eru orðnir eldri. Fimmtugir nú á dögum eru í blóma lífsins, en reynsla, þekking og húsbóndaholl- usta er víða lítils metin. Upp úr aldamótum sat ég í stjórn stórfyr- irtækis sem var nýkomið í eigu banka. Bankastjórinn lagði til að engir starfsmenn skyldu vinna lengur en til 65 ára og enginn vera í stjórnunarstöðu sem væri orðinn sextugur. Ég var sá eini í stjórninni sem greiddi atkvæði gegn tillög- unni og voru þó tveir stjórnarmenn um eða yfir sjötugu. Enginn annar sá þversögnina. Fyrir hvern árgang sem hverfur af vinnumarkaði tap- ar þjóðfélagið um 30 milljörðum króna. Heilum Íslands- banka á tæplega fimm árum. Eitt af aðalstefnumálum Viðreisnar er: Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Því segi ég: Neyðum engan sem vill og getur unnið lengur til þess að hætta störfum. Nú þurfum við á öllum verðmætum að halda sem aldrei fyrr. Aldur er auðlind. Benedikt Jóhannesson Pistill Hver hefur not fyrir gamalt fólk? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Flokkarnir eru í óðaönn aðundirbúa sig fyriralþingiskosningar, því þóþær verði ekki fyrr en 25. september, þá vita menn að sumarið mun lítið nýtast og allt þarf að vera klárt í vor. Óvenjufáir þingmenn hafa boðað brotthvarf úr stjórn- málum, svo máske breytingarnar verði sáralitlar. Nema auðvitað kjós- endur taki til sinna ráða í próf- kjörum. Samfylkingin Allt útlit er fyrir að Samfylk- ingin í Reykjavík verði fyrst til þess að kynna lista. Í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur logar þó allt vegna fréttar Fréttablaðsins í gær, þar sem greint var frá því hverjir væru í fimm efstu sætum samkvæmt fram- bjóðendakönnun. Sá leki þykir bera vott um miklar vélar, þar sem hún hafi aðeins átt að vera vinnugagn uppstillingarnefndar en ekki próf- kjör. Ungliðahreyfingin ein hafi smalað í könnunina, náð árangri og vilji nú láta eins og úrslitin liggi ljós fyrir. Það er óvíst. Helstu tíðindin úr könnuninni eru að Ágúst Ólafur Ágústsson var þar ekki í efstu sætum, en sennilega mega þær Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Frostadóttir heita öruggar í efstu sætum Reykjavík- urkjördæmanna tveggja. Framsóknarflokkur Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, hefur tilkynnt að hann fari ekki fram aftur í Norðvesturkjördæmi, heldur vilji hann gefa kost á sér í Reykjavík norður. Þar náði Framsókn ekki inn manni síðast og raunar hefur með- alfylgi flokksins í Reykjavík varla bifast yfir 4,5% allt kjörtímabilið. Þetta er því ekki áhættulaust útspil. Þá losnar hins vegar sæti í Norðvesturkjördæmi, sem Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og varaþingmaður, sækist eftir að fylla. Svipað er upp á teningnum í Norðausturkjördæmi, en vegna veikinda mun Þórunn Egilsdóttir ekki vera á lista flokksins. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, hefur sett stefnuna á fyrsta sætið og Líneik Anna Sævarsdóttir er ekki metnaðarlaus heldur. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir því að halda prófkjör um allt land í vor, enda ekkert prófkjör síðast og talið tímabært að spyrja flokksmenn. Þar verða sennilega mestu átökin um efsta sæti í Reykjavík milli Ás- laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þó niðurstaðan verði eftir sem áður að þau leiði sitt hvort kjördæmið. Meiri breytinga má vænta í Norðausturkjördæmi, þar sem flest- ir gera ráð fyrir að Kristján Þór Júl- íusson dragi sig í hlé. Njáll Trausti Friðbertsson, næsti maður á lista, hefur þar forskot, en fleiri munu á leiðinni. Í Norðvesturkjördæmi má sömuleiðis gera ráð fyrir breytingum í forystunni. Gengið er að því vísu að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ráðherra og varaformaður flokksins, muni fara upp í 1. sæti, en svo eru menn ekki vissir um hvort Haraldur Benediktsson haldi áfram, en eftir því var tekið að í áramóta- kveðju hans sagði Haraldur „ár breytinga“ í vændum. Viðbúið þykir hins vegar að Teitur Björn Ein- arsson sæki upp listann, en hann á fylgi að sækja bæði vestur á firði og í Skagafjörðinn. Vinstri græn Fæstir gera ráð fyrir verulegri endurnýjun á listum vinstri grænna, en eitthvað mun þó hreyfast til og forvöl í öllum kjördæmum. Stein- grímur J. Sigfússon, stofnandi flokksins, fer úr efsta sæti í Norð- austurkjördæmi, en líklega gengur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þing- flokksformaður upp í það. Umhverfisráðherrann Guð- mundur Ingi Guðbrandsson hefur boðað framboð, en ekki sagt ná- kvæmlega hvar, þó það verði nær örugglega á höfuðborgarsvæðinu. Vegna fléttufyrirkomulagsins skiptir það máli, því ef hann fengi t.d. 1. sæti í Suðvesturkjördæmi, þá gerði hann sennilega út um þingmannsferil Ólafs Þórs Gunnarssonar. Píratar Miklar breytingar eru fyrir dyr- um hjá Pírötum eins og vanalega, enda endurnýjunarkrafan samofin flokksskipulaginu. Þrír af sex þing- mönnum flokksins – Jón Þór Ólafs- son, Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson – leita ekki end- urkjörs, svo þar mun nýtt fólk knýja dyra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hyggst halda áfram, en færa sig yfir í Suðvesturkjördæmi. Framboðsmál til Alþingis á fullri ferð Morgunblaðið/Hari Þing Framboðum til Alþingis mun tæplega fækka fyrir kosningar í haust, en hins vegar kann minni breytinga á listum að vera að vænta en oft áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.