Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
VINNINGASKRÁ
353 9524 19286 30267 41098 53756 63168 73375
538 9799 20315 30388 41474 53790 63219 73485
1140 9817 20615 30645 42282 53903 63277 73689
1233 10054 21303 30816 42638 54133 63451 74093
1235 10285 21605 30900 42714 54314 64289 74113
1553 10547 21831 30910 43187 54327 64398 74776
1586 10932 21964 31394 43754 54339 64517 74817
1646 11247 22422 31644 43821 54540 65059 74854
1739 11283 22494 31746 43887 54739 65081 75043
2279 11521 22504 31935 45047 54901 65304 75400
2345 11775 22608 32341 45147 55811 65311 75693
2395 12108 22616 32373 45544 55962 66172 75728
2399 12768 23115 32389 45757 56021 66645 76096
2546 13143 24042 32727 47374 56173 66935 76226
2608 13586 24228 32858 47437 56386 66985 76706
2906 13962 24710 33115 47455 56673 67061 76756
4109 14093 24817 34375 48562 56820 67306 76964
4140 14212 24916 34474 48763 57054 67409 77147
4141 14592 24932 34761 48979 57207 67738 77227
4331 14677 25117 35032 49168 57425 67987 77451
4637 15113 25390 35289 49190 57594 68054 77547
4887 15602 25614 35732 49565 58149 68190 77650
4977 15799 25691 36396 50056 58209 68569 77830
4986 15858 26024 36621 50388 58229 68577 77957
5074 16095 26110 36669 50629 58324 68603 78140
5202 16289 26262 37086 50899 58835 68840 78449
6041 16401 26457 37371 51770 59040 69651 78518
6272 16405 26695 37606 51780 59370 70078 78824
6405 16408 27003 37774 51882 59437 70099 79074
7583 16945 27541 37887 52040 59549 70184 79423
7979 17345 28239 38136 52063 59596 70653 79872
8245 17644 28329 38576 52264 59697 70738
8731 17653 29004 38592 52793 59756 71129
8973 17686 29212 39891 53138 60009 71398
9130 18086 29774 40105 53412 61104 71652
9461 18259 30098 40211 53439 62463 72434
9496 18783 30230 40575 53552 62998 72722
423 13754 25833 33617 46132 54785 60191 75347
881 14525 27402 34256 46405 55521 60545 76747
2092 15178 28473 37241 47699 55959 60706 77445
2541 15481 28650 38052 48008 56113 61703 77835
3857 16676 28759 39744 48260 56868 62021 77868
4250 17883 29273 39765 48374 57050 62349 78596
5263 18054 29319 40358 48553 57724 65553 78607
6241 18546 30136 40978 48654 58007 67806 79289
8194 21580 30277 43799 49252 58272 68197 79515
9190 23731 30287 44039 50735 58287 68956
9234 24349 30527 44093 52583 58300 70159
10165 25230 30693 45045 53643 60024 73897
13429 25549 33112 45594 54524 60068 74023
Næstu útdrættir fara fram 21. & 28. jan 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
9760 17707 44136 74887 74967
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1615 10160 24096 30603 45891 61677
4157 15354 24284 32994 47418 67674
5773 20581 25559 37012 48247 68340
6115 23610 27570 41758 51213 76944
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
6 0 4 9 1
37. útdráttur 14. janúar 2021
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?
Fyrir nokkrum vik-
um sat greinarhöf-
undur með fáeinum
prestum og drakk með
þeim kaffi. Hafði einn
þeirra á orði að ástand-
ið innan þjóðkirkjunnar
væri ekki ólíkt því sem
greinir í ævintýri H.C.
Andersens um nýju föt-
in keisarans, það vant-
aði bara barnið til að
benda á klæðaleysið.
Segja má að í greinunum sem
Morgunblaðið hefur birt að undan-
förnu hafi greinahöfundur farið með
hlutverk barnsins og bent á klæða-
leysi kirkjuyfirvalda, sem hingað til
hafa talið sig umvafin purpura og
dýru líni. Hvernig stendur á að
kirkjuyfirvöld skynja ekki hversu
kviknakin þau eru? Er það kannski
vegna þess að þau hafa safnað í kring-
um sig strípalingum, sem telja sig
skarta vönduðum vefnaði þótt nekt
þeirra blasi við öllum öðrum? Ófremd-
arástandið innan þjóðkirkjunnar hef-
ur gert það að verkum að frásagnir og
kenningar um það sem á ensku nefn-
ist administrative evil – en kalla
mætti á íslensku stofnanaillsku – hafa
orðið hugleiknar þeim er hér ritar.
Jafningjaþrýstingur
Greinarhöfundur tekur fram að
enginn er hann sérfræðingur í stofn-
anaillsku – og kannski er til betra orð
yfir fyrirbærið á íslensku. Eru kenn-
ingar um slíka illsku allrar athygli
verðar auk þess sem hægt er að
tengja þær við fræga frásögn Ágúst-
ínusar kirkjuföður af perutrénu sem
hann stal ávöxtum af sem unglingur.
Frásögn Ágústínusar, sem er að
finna í Játningum hans, segir frá því
er hann í félagi við jafningja sína og
kunningja tók sér fyrir hendur um
nótt, er enginn sá til, að stela perum
af perutré nágranna síns. Tíndu ung-
lingarnir töluvert magn af trénu, án
þess að ætla sér annað með þjófnað-
inum en að koma illu til leiðar. Fór
svo að endingu að þýfinu var mest-
megnis fleygt fyrir svínin.
Ágústínus veltir þessu bernsku-
breki fyrir sér í allnokkru máli og spyr
hvernig á þessu tilgangslausa illvirki
unglinganna hafi staðið. Einnig er
honum spurn hvað það var sem fékk
hann sjálfan til að taka þátt í því, þar
sem hann gat fengið jafngóðar perur
af perutré foreldra sinna. Kemst hann
að þeirri niðurstöðu að ekki hafi það
verið löngunin í perurnar, sem knúði
hann til þátttöku, heldur hafi það ver-
ið hrein illska, þar sem ekkert annað
en ánægjan af því að taka þátt í að
skemma og spilla rak hann áfram.
Frásögn Ágústínusar hefur í gegn-
um aldirnar leitað á
guðfræðinga og heim-
spekinga, sem í auknum
mæli hafa beint sjónum
sínum að þeim þætti
þjófnaðarins sem rekja
má til jafningjaþrýst-
ings en slíkur þrýst-
ingur er jafnan tilkom-
inn vegna þess að
einstaklingar vilja falla
inn í hópinn og hljóta að
launum þá viðurkenn-
ingu sem í slíkri upp-
hafningu felst.
Sú spurning vaknar
hvort „peruþjófa“ sé að finna innan ís-
lensku þjóðkirkjunnar? Er til í dæm-
inu að þar taki fólk þátt í „perustuldi“
til að geðjast öðrum og falla inn hóp-
inn? Hér er vitaskuld talað í líkingum.
Sagan af perustuldinum minnir
einnig á orð Páls postula í Rómverja-
bréfinu um það góða og það vonda:
„Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki,“
segir hann, „en það vonda, sem ég vil
ekki, það gjöri ég.“ Þessi orð postul-
ans eru til áminningar um að okkur er
ekki alltaf sjálfrátt og að við þurfum
oftar en ekki á leiðsögn að halda, s.s.
leiðsögn Krists, en greinarhöfundur
hefur spurt sig að því undanfarin ár
hvort þjóðkirkjan sé búin að gleyma
þeirri leiðsögn. Hvað hefur orðið um
samvisku þjóðkirkjunnar? Hví er
margs konar ranglæti og níðingshætti
leyft að viðgangast innan hennar at-
hugasemdalaust?
Hlýðni og undirgefni
Þegar fræðimenn fjalla um stofn-
anaillsku beinist athyglin fyrr en síðar
að Þýskalandi nasismans og mishátt-
settum en leiðitömum strengja-
brúðum, sem orðalaust framfylgdu
fyrirskipunum er leiddu til óhæfu-
verka. Umtalaðastur er stormsveit-
arforinginn Adolf Eichmann, sem við
réttarhöld í Jerúsalem árið 1961 bar
þeirri vörn við að hann hefði einungis
hlýtt fyrirskipunum yfirmanna á
stríðstímum auk þess sem hann hefði
svarið eið að hollustu við Hitler. Hafði
sams konar vörn áður verið notuð af
sakborningum við réttarhöldin í Nürn-
berg og dregur þessi varnarháttur
nafn af borginni. Eichmann benti einn-
ig á í vörn sinni að væri skipunum ekki
hlýtt yrðu afleiðingarnar sundrung og
upplausn.
Rannsóknir Bandaríkjamannsins
Stanleys Milgrams á sviði félagssálar-
fræði verða einnig nærtækar í þessu
sambandi en sem prófessor við Yale-
háskóla stóð hann fyrir tilraunum til
að kanna hlýðni fólks og undirgefni.
Gáfu niðurstöður hans til kynna að
ekki þyrfti að beita miklum þrýstingi
til að láta meiri hluta manna fram-
fylgja fyrirmælum sem þó gætu haft í
för með sér alvarlegar afleiðingar.
Nú á dögum er í umfjöllun fræði-
manna um stofnanaillsku á það bent
að fólk verði oft samdauna eigin
stofnana- og fyrirtækjamenningu og
fyrir vikið gagnrýnislaust á alls kyns
óheiðarleg vinnubrögð og skaðlega
framgöngu. Þá hættir fólki líka til að
líta svo á að stofnanaofbeldi og -illska
sé bara eitthvað sem rísi upp við sér-
stakar sögulegar aðstæður, sem séu
því fjarlægar bæði í tíma og rúmi, og
geti því engan veginn myndast í
tengslum við það sjálft. Vara fræði-
menn sérstaklega við slíkum við-
horfum og benda á að í þeim leynist
hættur. Vísa þeir til þess að það var
einmitt „venjulega“ fólkið með „ofur-
venjulegu“ viðhorfin sem á tímum
nasismans gerði helförina fram-
kvæmanlega. Einnig benda þeir á að
stofnanaillska ræðst ekki af ólögum
eða harðneskjulegum fyrirskipunum
á blóðugum vígvöllum heldur verður
hún til við fremur venjulegar að-
stæður þar sem andrúmslofti skað-
legra viðhorfa og óheilbrigðra mark-
miða er leyft að ná fótfestu eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
Myrkur og meðvirkni
Í viðtali Morgunblaðsins í október
við sr. Óskar Inga Ingason, sóknar-
prest á Snæfellsnesi, sem áður hefur
verið minnst á í skrifum greinar-
höfundar, kom fram að innan þjóð-
kirkjunnar ríkti óheilbrigt og skað-
legt ástand. Talaði hann þar um
myrkur og ómenningu auk þess sem
hann sagði ótta og þöggun ríkja.
Jafnframt lagði sr. Óskar áherslu á
að hann teldi kirkjuyfirvöld ábyrg
fyrir þessu ástandi en tók sérstaklega
fram að gott starf væri unnið í söfn-
uðum vítt og breitt um landið.
Því miður veit greinarhöfundur allt
of vel um hvað sr. Óskar er að tala og
telur ástæðu til að ætla að stofnana-
illska hafi hreiðrað um sig innan þjóð-
kirkjunnar þar sem ekki verður fram
hjá því horft að margskonar óhæfa
hefur óhindruð náð fram að ganga
vegna þess að fólk hefur staðið hjá
aðgerðalaust. Hefur verið sárt að
verða vitni að slíkri meðvirkni á vett-
vangi stofnunar sem hefur það hlut-
verk með höndum að boða Jesú Krist
í orði og verki.
Þrífst stofnanaillska
innan þjóðkirkjunnar?
Eftir Kristin Jens
Sigurþórsson »Hvað hefur orðið um
samvisku þjóðkirkj-
unnar? Hví er margs
konar ranglæti og níð-
ingshætti leyft að við-
gangast innan hennar
athugasemdalaust?
Kristinn Jens
Sigurþórsson
Höfundur er síðasti sóknarpresturinn
sem sat Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd.
kristinnjens@icloud.com
Á meðan ríkið mokar
núna milljörðum króna
á dag til fólksins í boði
framtíðarskattpíndra
barna okkar hlýtur að
mega gera þá kröfu á
móti að ýmis vitleysa
ríkisins verði skorin al-
mennilega niður við
trog. Þar má byrja á
hælisleitendum: Ófært
er að öðrum hverjum
íbúa heimsins sem
dettur í hug að sækja um landvist
hér sé það ekki aðeins leyfilegt held-
ur sé okkur skylt að taka við honum
og moka síðan milljörðum króna á
ári í allt það sem honum tengist í
fjölda ára, með sérréttindi langt um-
fram aðra þá sem hér búa.
Halda mætti að sú ótrúlega ánauð
sem Covid-kreppan hefur lagt á
þjóðina hafi kennt henni að hætta
hverju því strax sem eykur þessa
píningu. Nei, öðru nær,
blásið er í lúðrana og
fjöldanum hleypt í
þverrandi sjóðina sem
landinn hafði stoltur
safnað í áratugum
saman.
Veirutímar
Á þetta allt bætist
síðan áhættan og álag-
ið sem færist hingað á
Covid-tímum við það
að taka við fólkinu
hingað, á meðan marg-
ar aðrar vestrænar þjóðir takmarka
þetta af hörku svo að flæðið nær
stöðvast hjá þeim. Sóttvarnahúsum
okkar fjölgar enda er drjúgur hluti
vistmanna úr hópi hælisleitenda.
Málið er svo viðkvæmt í pólitíkinni
að fáir falast eftir tölum um hlutfall
hælisleitenda í sóttkví, hvað þá smit-
uðum eða smitendum samkvæmt
sóttrakningu, þótt komið hafi
smitsprengjur í þeim hópum. Eng-
land setti harðar reglur um komur
fólks frá löndum í suðurhluta Afríku
til þess að reyna að takmarka smit
nýja Covid-afbrigðisins í landinu.
Sé einhver að tengja þetta við
kynþátt, trúarbrögð eða annað slíkt,
þá er það til þess að afvegaleiða um-
ræðuna. Hér er um fjármál og heil-
brigðismál að ræða. Hættum að taka
við hælisleitendum þar til það er
öruggt og við höfum efni á því. Enn
er langt í að hvort tveggja verði upp-
fyllt.
Ekkert hæli í bili
Eftir Ívar Pálsson »Hér er um fjármál
og heilbrigðismál að
ræða. Hættum að taka
við hælisleitendum þar
til það er öruggt og við
höfum efni á því.
Ívar Pálsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
með útflutningsfyrirtæki.