Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ Rútur Sigurð-ur Rútsson
fæddist 4. október
1970 í Hafnarfirði.
Hann lést á heimili
sínu 30. desember
2020. Foreldrar
hans voru Rútur
Óskarsson, f. 3.
mars 1930 að
Berjanesi í Austur-
Eyjafjallahreppi í
Rangárvallasýslu,
d. 24. september 1996, og Sig-
ríður Karlsdóttir, f. 13. maí
1934 að Borg í Reykhóla-
hreppi. Rútur Sigurður var
yngstur fimm bræðra sem
voru: Karl, f. 6. júní 1954, Ósk-
ar Loftur, f. 13. júní 1958,
Sumarliði Jóhann, f. 16. desem-
og framleiðslufyrirtækið Stími
hf. 1995. Þar starfaði hann við
uppsetningu og smíðar á ýmiss
konar vélum og búnaði, að-
allega fyrir álver. Á starfsárum
sínum hjá Stími hf. tók hann
sér hlé frá vinnu og hóf nám
við Háskóla Íslands í eðl-
isfræði. Því námi lauk hann
ekki þrátt fyrir afburðanáms-
árangur. Árið 2006 seldu bræð-
urnir fyrirtækið og var kaup-
andinn VHE í Hafnarfirði,
Vélaverkstæði Hjalta Einars-
sonar. Þar starfaði hann svo til
dauðadags.
Rútur Sigurður var ókvænt-
ur og barnlaus.
Útför Rúts Sigurðar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 15. janúar, klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir. Streymi verð-
ur frá athöfninni á:
youtu.be/ijuYfgwF4CA
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
ber 1959, og Ingi
Borgþór, f. 3. maí
1964. Rútur Sig-
urður ólst upp í
Hafnarfirði og bjó
þar alla tíð. Hann
fór ungur að vinna
og starfaði fyrst
hjá verktakafyr-
irtækinu JVJ í
Hafnarfirði sem
meðal annars sá
um ýmsa þjónustu
við álverið í Straumsvík. Eftir
nokkurn tíma þar réð hann sig
til starfa á vélaverkstæði ál-
versins og hóf þar starfsnám í
vélvirkjun. Þar starfaði hann
nokkurn tíma að námi loknu,
eða þar til hann ásamt bræðr-
um sínum stofnaði verktaka-
Það var mikið áfall að fá þær
fréttir að elsku Siggi frændi væri
horfinn á braut, þessi góði dreng-
ur farinn og ekki fleiri símtöl frá
honum. Mér fannst alltaf gaman
þegar hann hringdi og við spjöll-
uðum oft lengi saman. Hann var
einstaklega skemmtilegur, flug-
gáfaður og flottur strákur.
Við áttum langa sögu saman
enda ólst hann upp í næstu götu
við mig og fjölskyldur okkar nán-
ar, hann á Svalbarði 12 og ég á
Móabarði 20b. Eftir að pabbi
minn lést þegar ég var lítil stelpa
og mamma fór að vinna allan dag-
inn var ég alltaf velkomin á Sval-
barðið. Það var ósjaldan að ég
skottaðist þangað og átti alltaf at-
hvarf þar hjá Siggu frænku og
Rút og verð ég alltaf þakklát fyr-
ir það.
Ég á bara góðar minningar um
elsku Sigga og áttum við margar
góðar stundir saman sem krakk-
ar og einnig eftir að við urðum
fullorðin. Alveg er ég viss um að
þessum rólyndisdreng hafi nú
fundist frænka sín aðeins of mik-
ið fiðrildi stundum og jafnvel of
stjórnsöm á köflum þegar við
vorum í leynifélagi í denn, en ég
held mér hafi verið fyrirgefið
það.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
hafa fengið að verða samferða
þessum eðaldreng í gegnum lífið
og ég veit að hann er á betri stað
núna.
Takk fyrir allt Siggi minn, ég
mun aldrei gleyma þér og ég
vona að þú hafir vitað hvað mér
þótti vænt um þig.
Ég samhryggist elsku Siggu
frænku og allri fjölskyldunni
innilega.
Hvíl í friði elsku frændi.
Sigríður Guðnadóttir (Sigga
Guðna).
Ég veit eiginlega ekki hvar ég
á að byrja, þar sem ég hef verið
orðlaus, síðustu dagar hafa verið
mér þungbærir vegna þess að þú
ert dáinn elsku vinur minn.
Ætli ég reyni nú samt ekki að
byrja þegar við vorum litlir, þeg-
ar þú labbaðir inn Svalbarðið
með forlátan leðurkúrekahattinn
fullvopnaður með strá í munnin-
um, ég gekk á eftir þér fullur
aðdáunar, stelpurnar og krakk-
arnir í hverfinu skutust inn í
garðana skelkuð, þetta var eins
og sena í gamalli John Wayne-
mynd þar sem þú varst aðalhetj-
an. Þetta gerðum við nokkuð oft
eða þar til Ponta (kötturinn hans
Summa) meig í hattinn og man ég
að það var allt gert til að reyna að
redda hattinum, pabbi fór með
hann á hvert leðurverkstæðið á
fætur öðru til að reyna að þrífa
hattinn og ná lyktinni úr en allt
kom fyrir ekki.
Það má segja að þú hafir verið
aðalhetjan í mínu lífi eftir þetta,
hvort sem það var í leynifélaginu
S.Í.V. Örninn, unglingsárunum, í
bílaviðskiptum og svo mætti
lengi telja. Ég leitaði með allt
bókstaflega til þín, með alla skap-
aða og óskapaða hluti og hafðir
þú gott lag á að segja manni til og
hafðir mikla innsýn í hin ótrúleg-
ustu málefni, þú varst ótrúlega
góður námsmaður og hafðir gott
lag á hvers konar námsgreinum
og leitaði ég oft til þín og er gam-
an að segja frá því að í eina skipt-
ið sem ég fékk 10 í íslensku var
þegar ég skrifaði ritgerð í Hótel-
og veitingaskólanum og þú sagðir
mér frá hvað ég ætti að skrifa um
og skrifaðir ritgerðina meira að
segja niður fyrir mig og þegar ég
sýndi þér ritgerðina með öllum
þeim stafsetningarvillum sem
henni fylgdu þá varstu stoltur af
mér. „Fékkst 10 samt með 100
stafsetningarvillum.“ (Þess
vegna mun ég ekki láta yfirfara
þessa minningargrein með staf-
setningu í huga). Og svo þegar
árin liðu þá nýttu strákarnir mín-
ir þína leiðsögn þegar á fram-
haldsskólaárin hjá þeim var kom-
ið og voru það ófá skiptin sem þú
komst hingað heim og hjálpaðir
strákunum mínum og verður það
skrítið að þú komir ekki meir að
hjálpa þeim þegar mun líða á vor-
ið og próftíminn kemur. Þú varst
með gott hjarta og vildir öllum
vel.
Og þegar Aron eða Mikael
fóru í prófin þá var alltaf hringt
og spurt hvernig hefði gengið, þú
vildir fylgjast með og varst stolt-
ur þegar vel gekk og uppörvandi
þegar ekki gekk eins vel.
Elsku vinur, það er svo vont og
erfitt að vita til þess að við mun-
um ekki hittast um sinn, en ég er
svo ánægður og þakklátur á þess-
ari erfiðu kveðjustund að við
fengum kristilegt uppeldi og við
munum hittast í eilífðinni þegar
minn tími kemur og það huggar
mig að þú trúðir og kenndir mér
svo margt í trúnni, eins og t.d. að
boðorðin 10 gætu eiginlega bara
hafa verið eitt orð sem er orðið
kærleikur og kærleika hafðir þú
nóg af elsku vinur. Elsku elsku
vinur, bless í bili.
Samúel Gíslason.
Elsku besti frændi okkar.
Það er svo skrýtið hvað lífið
getur breyst á svipstundu. Að fá
fréttir um að þú hafir verið bráð-
kvaddur á næstsíðasta degi þessa
furðulega árs er eitthvað sem
enginn átti von á og svo ótrúlega
erfitt að meðtaka.
Hugur okkur hefur síðustu
daga reikað aftur í tímann til
margra góðra minninga sem við
eigum af flotta og skemmtilega
frænda okkar sem var að okkar
mati mesti töffarinn í bænum.
Frá því við vorum lítil börn á
Svalbarði og þú bjóst í næsta húsi
við okkur hefur alltaf verið gam-
an að vera í kringum þig, svo
sniðugur og mikill húmoristi.
Þú hefur sennilega ekki verið
mikið eldri en um tvítugt í fyrstu
minningum okkar en þær eru all-
ar einstaklega svalar, hvort sem
þær snúa að vatnsrúminu þínu í
forstofuherberginu, snjósleða-
ferðum eða mótorhjólum.
Þú varst eldklár og alltaf
áhugasamur um skólagöngu okk-
ar bræðrabarnanna. Þér fannst
mikið til námsins koma og spurð-
ir ítarlega um hina og þessa
áfanga og hlustaðir með áhuga á
nákvæmar lýsingar af námsefn-
inu.
Þú leyndir því ekki að þú varst
stoltur af skólabröltinu og þar af
leiðandi varð maður sjálfur alltaf
aðeins stoltari af sjálfum sér eftir
spjall við þig og fyrir það erum
við afar þakklát. Þín verður sárt
saknað elsku Siggi.
Hvíl í friði.
Hanna Sigrún, Sigríður Ösp
og Guðberg.
Elsku besti og skemmtilegi
stóri frændi minn.
Það var ólýsanlega sárt og
vont og erfitt að fá símtal frá
pabba seint um kvöld daginn fyr-
ir gamlársdag til þess að til-
kynna mér að þú hefðir orðið
bráðkvaddur.
Þegar ég hugsa svo til baka þá
eigum við fullt af fallegum og
skemmtilegum minningum sam-
an.
Minningar frá því þegar við
krakkarnir stálumst til að hoppa
í vatnsrúminu þínu heima hjá
ömmu og afa.
Minningar frá öllum stórtæku
jólagjöfunum sem þú gafst okk-
ur, stundum mömmu og pabba
til ama sökum stærðar og há-
vaða í þeim. Það var auðvitað
alltaf stutt í grín og stríðni þegar
þú komst við sögu.
Ég á líka fullt af minningum
þar sem þú gafst þér tíma til
þess að aðstoða mig með námið
mitt, bæði stærðfræðina í sam-
ræmdu prófunum og svo með
eðlis- og stærðfræði í MR. Þú
varst yfirburðaklár og ég skildi
aldrei hvernig þú fórst að því að
vera svona minnugur. Við börn
bræðra þinna og vina vorum svo
sannarlega heppin hvað þú varst
þolinmóður og skemmtilegur
kennari.
Ég las um daginn yfir sms-
samskipti okkar á milli og rakst
á eitt þar sem þú varst að peppa
mig, litlu frænku, upp fyrir fæð-
ingu Arons sonar míns.
Það varst ekta þú. Hugsaðir
fallega um alla í kringum þig
þegar þú gast.
Vilborg mín 7 ára á einnig
margar fallegar minningar um
þig og þegar ég sagði henni að
þú værir látinn þá teiknaði hún
fallegustu mynd í heimi.
Hún teiknaði mynd af þér, sér
og Inga Rafni. Þar voruð þið
Ingi Rafn með vængi en ekki
hún.
Svo skrifaði hún; elsku Siggi
frændi, ég sakna þín svo mikið!
Ertu uppi á himnum með Inga
Rafni litla bróður mínum?
Svo grétum við mæðgur sam-
an og ég sagði henni að þið vær-
uð örugglega að gera eitthvað
svakalega skemmtilegt og Rútur
afi væri pottþétt með ykkur.
Elsku Siggi, það er sárt að
kveðja.
Þú varst einstakur, fyndinn,
skemmtilegur og klár og skilur
eftir stórt skarð í hjörtum okkar
allra.
Þín litla frænka,
Telma Borgþórsdóttir.
Elsku Siggi. Á köldu og
dimmu síðdegi í byrjun árs barst
mér fréttin um andlát þitt og
myrkrið varð svartara og kuld-
inn beittari.
Þar kvaddi maður með gott
hjartalag sem gerði veröldina
betri bara með tilvist sinni – þótt
tilvistin virtist ekki alltaf vera
honum sjálfum auðveld. Það er
þetta með gæfuna og gjörvileik-
ann.
Þú hafðir til að bera allt sem
prýða má einn mann; kærleiks-
ríka upplagið, skemmtilega og
beitta húmorinn, leiftrandi gáf-
urnar og fallegt yfirbragðið.
Þakka þér allan hlýhuginn,
vináttuna og skemmtilegu sam-
tölin um heima og geima. Ég mun
varðveita minningarnar, og bóka-
röðina sem þú gafst mér um árið,
Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi,
ætla ég að lesa endrum og eins til
þess að rifja upp fallegu viðhorfin
sem spegluðust í sýn þinni á inn-
tak bókanna.
Jenný Guðrún.
„Aumasti hégómi, segir pré-
dikarinn, aumasti hégómi; allt er
hégómi! Hvaða ávinning hefur
maðurinn af öllu striti sínu, er
hann streitist við undir sólinni?
Ein kynslóð fer og önnur kemur,
en jörðin stendur að eilífu. Og
sólin rennur upp og sólin gengur
undir og hraðar sér til samastað-
ar síns, þar sem hún rennur upp.
Vindurinn gengur til suðurs og
snýr sér til norðurs, hann snýr
sér og snýr sér, og fer aftur að
hringsnúast á nýjan leik. Allar ár
renna í sjóinn, en sjórinn verður
aldrei fullur; þangað sem árnar
renna, þangað halda þær ávallt
áfram að renna. Allt er sístrit-
andi, enginn maður fær því með
orðum lýst; augað verður aldrei
satt af að sjá og eyrað verður
aldrei mett af að heyra. Það sem
hefir verið, það mun verða, og
það sem gjörst hefir, það mun
gjörast, og ekkert er nýtt undir
sólinni.“ (Prédikarinn 1. kafli
vers 2-10, eldri þýðing)
Siggi minn, ég þekkti þig svo
vel en samt svo lítið, eins og ég
þekki sjálfan mig en skil samt að í
raun geri ég það ekki. Hvað vilj-
um við og hvert stefnum við? Af
hverju viljum við og af hverju
stefnum við í þá átt sem við
stefnum? Speki Prédikarans er
árþúsunda gömul og hana er erf-
itt að hrekja. Flestir geta leitt
hana hjá sér en enginn getur
hrakið hana.
Þú varst að svo mörgu leyti
eins og hún Ingibjörg amma okk-
ar, afburðagáfaður og mundir og
skildir allt í smáatriðum, sem þú
nokkurn tíma lærðir. En gleðin
hvarf frá þér þegar þú, eins og
allir aðrir, gast ekki hrakið speki
Prédikarans!
Ég get það ekki heldur en
börnin mín, konan mín, barna-
börnin og Guðsonurinn minn,
hjálpa mér. Því eitthvað í alheim-
inum segir mér að það sé tilgang-
ur með því að elska. Elsku Siggi
minn, þú varst svo hlýr og góður
við börnin okkar og ég veit að ef
þú hefðir sjálfur átt börn þá hefði
speki Salómons horfið í skugg-
ann. Þú hefðir elskað þau og
dekrað og lifað fyrir þau. Það er
einmitt eins og Kristur sjálfur
gerði. Hann lifði ekki né dó fyrir
sjálfan sig heldur fyrir mig og
þig.
Ég get ekki lýst því hve mikið
ég sakna þín elsku bróðir en þú
kemur ekki aftur til mín, ég kem
til þín.
Þinn bróðir, Boggi
Ingi Borgþór Rútsson.
Rútur Sigurður
Rútsson
✝ Pétur A. Ma-ack Pétursson
fæddist í foreldra-
húsum, Ekru á
Reyðarfirði, 6.
nóvember 1944.
Hann lést á Hrafn-
istu, Ísafold, í
Garðabæ 1. janúar
2021. Foreldrar
hans voru Agla
Stefanía Bjarna-
dóttir húsmóðir, f.
4. maí 1924 á Eskifirði, d. 18.
mars 2017, og Pétur A. Maack
Þorsteinsson bifvélavirkja-
meistari, f. 21. desember 1919
á Reyðarfirði, d. 23. ágúst
2006.
Bræður Péturs eru Bjarni, f.
1946, Þorsteinn, f. 1953, Egill,
f. 1955, og Sigurður, f. 1963.
Pétur giftist Bjarndísi Maríu
Markúsdóttur, f. 1948, hinn 16.
júní 1967. Börn
þeirra eru: 1) Þór-
hildur Þöll, f.
1970, gift Birgi
Bragasyni, börn
þeirra eru Ársól
Eva, f. 1998,
Bjarndís Diljá, f.
2001, og Bragi
Már, f. 2007. 2)
Reynir Freyr, f.
1977, í sambúð
með Evu Arnfríði
Aradóttur, f. 1988, dætur
þeirra eru Matthildur María, f.
2016, og Ísold Agla, f. 2016.
Útför Péturs fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 15. jan-
úar 2021, klukkan 11. Streymt
verður frá athöfninni og má
finna slóðina á:
https://youtu.be/ondMVNo7tzk
og virkan hlekk á streymi á
https://www.mbl.is/andlat
Í dag kveðjum við Pétur vin
okkar sem lést 1. janúar sl.
Við eigum ómetanlegar minn-
ingar um samveru okkar, höfum
þekkst allt frá barnæsku, þar
sem við erum flest frumbyggjar í
Kópavogi. Pétur fæddist reyndar
á Reyðarfirði, hann var elsta
barn foreldra sinna, Öglu og Pét-
urs, sem fluttu í Kópavog þegar
strákurinn var á öðru ári. For-
eldrar hans bjuggu eftir það í
Kópavogi allt til æviloka. Pétur
og konan hans, Bjarndís, hafa
líka búið lengst af í Kópavogi.
Við kynntumst öll í gegnum
skátastarfið. Þar var Pétur, eða
Peddi, eins og hann var oftast
kallaður, félagi frá því skátafé-
lagið Kópar var endurreist.
Hann var góður félagi og ætíð
hrókur alls fagnaðar. Síðar tók
hann þátt í stofnun fyrstu drótt-
skátasveitar landsins, Andro-
medu, og í framhaldi af því stofn-
un Hjálparsveitar skáta í
Kópavogi. Við erum flest uppalin
í þessum samtökum og höfum
verið vinir alla tíð síðan. Saman
tókum við þátt í rifi á bragga, til
að afla efniviðar í skátaskálann
Þrist, sem hópurinn átti stóran
þátt í að reisa í Esjuhlíðum. Eftir
að við giftum okkur og fórum að
búa, stofnuðum við gönguhóp,
sem hefur hist í hverri viku, í
tugi ára. Við hittumst til skiptis
hvert hjá öðru, gengum saman
og héldum svo samsæti á heim-
ilum okkar, þar sem vináttan óx
og dafnaði með árunum. Við
ferðuðumst líka saman víða um
land og víða um heim og áttum
saman ómetanlegar unaðsstund-
ir. Þar var „Bleiki pardusinn“,
Weapon-bíll sem karlpeningur-
inn í liðinu gerði upp á sínum
tíma, stór þáttur og á vinnu-
staðnum við heimili Hrefnu og
Guðjóns í Melgerði voru bornar
fram veitingar þegar hungur
svarf að, undir nafninu „Bragi og
Rósa“ (Bragakaffi + Melrose-
te). Á Bleika pardusnum voru
farnar ótaldar fjallaferðir og
einnig var vinsælt að aka rúntinn
í Reykjavíkurborg á sínum tíma
og ómetanlegt að halda upp á 17.
júní um borð. Pétur var hafsjór
af fróðleik og afburðaminnugur.
Það var hægt að fletta upp í hon-
um eins og í alfræðiorðabók, t.d.
þekkti hann öll bílnúmer, hver
átti hvað og hvar gamlir Kópa-
vogsbúar bjuggu. Hann var frá
upphafi mikill bílaáhugamaður.
Faðir hans rak bílaverkstæði við
heimili þeirra við Urðarbraut og
þar kviknaði bíladella Péturs.
Hann kynnti sér og vissi bók-
staflega allt um bíla og ómetan-
legt að geta leitað til hans, þegar
eitthvað bjátaði á. Bjarndís og
Pétur voru höfðingjar heim að
sækja, alltaf tekið á móti okkur
með góðgæti, gleði og vináttu.
Síðustu árin urðu Pétri erfið.
Hann fékk heilablóðfall aðeins 59
ára gamall og Parkinson-veiki í
framhaldi af því, sem háði honum
mjög undir það síðasta, átti erfitt
með hreyfingar og var háður
hjólastól síðustu árin, en hann
átti áfram sinn þátt í göngu-
klúbbnum, fékk hlutverk á heim-
ilum okkar og heiðursnafnbótina
„húsvörður“. Bjarndís og Pétur
hafa bæði notið afar góðrar þjón-
ustu og umhyggju á Ísafold, þar
sem þau hafa búið undanfarið.
Þar höfum við hitt þau og átt
saman góðar stundir, allt þar til
samkomubann var sett á. Við
sendum góðri vinkonu okkar,
Bjarndísi, og börnum þeirra,
Þórhildi Þöll og Reyni Frey, og
fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur.
Ásrún og Haraldur, Hrefna
og Guðjón, Lára og Bjarni.
Pétur Maack
Pétursson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar