Morgunblaðið - 15.01.2021, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
✝ RagnheiðurÞóra Kolbeins
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1966. Hún
lést á krabbameins-
lækningadeild
Landspítala 27.
desember 2020.
Ragnheiður
Þóra er dóttir Þor-
steins Kolbeins bif-
reiðastjóra, f. 8.
maí 1934, d. 22.
apríl 2017, og Rósu Þorláks-
dóttur frá Sandhól í Ölfusi, f. 8.
júní 1931.
Eiginmaður Ragnheiðar Þóru
er Guðmundur Pálsson, f. 25.
maí 1963. Dóttir þeirra er (1)
Rósa Guðbjörg, f. 12. október
2004, nemandi við Verzl-
unarskóla Íslands. Systkini
Rósu Guðbjargar samfeðra eru
(2) Hrafnhildur Eva, f. 1987, í
sambúð með Hjalta Andrési, f.
1987, dóttir þeirra Heiða Mar-
grét, f. 2018, og (3) Gunnar, f.
1988, í sambúð með Ölmu Rún,
f. 1990, dóttir þeirra Kría, f.
2017. Systur Guðmundar eru
þær Auður, f. 1965, og Guð-
björg, f. 1966.
Bróðir Ragnheiðar Þóru er
aðstoðarleikskólastjóra og
gegndi hún þeirri stöðu allt til
enda starfsævinnar.
Ragnheiður Þóra var ein-
staklega félagslynd. Hún tók
virkan þátt í skátastarfi með
Ægisbúum frá barnsaldri og
fram á fullorðinsár. Íslensk
náttúra og útivist var henni
hugleikin enda alin upp við
ferðalög um hálendið með föður
sínum sem ók um árabil fyrir
Norðurleið. Hún brann fyrir
ferðalögum um landið, tók virk-
an þátt í starfi Jöklarannsókna-
félagsins um hríð, dvaldi við
harðan kost á Grímsfjalli og
toppaði Hvannadalshnjúk svo
nokkur afrek séu nefnd. Hún
var virk í sunnudagaskólastarfi
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
Útför Ragnheiðar Þóru fer
fram frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 15. janúar 2021 kl. 17.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur við-
staddir.
Vinir og vandamenn eru
hvattir til klæða sig upp, koma
saman í hæfilega stórum hópum
og upplifa athöfnina með okkur
í beinu streymi á vefslóðinni:
http://beint.is/streymi/
ragnheidurthora
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https//www.mbl.is/andlat
Jarðsett verður í kirkjugarði
Kotstrandarkirkju í Ölfusi með
hækkandi sól.
Þorvaldur Hilmar,
f. 1954. Maki hans
er Margrét Helga
Vilhjálmsdóttir, f.
1956. Börn þeirra
eru: (1) Rósa Birna,
f. 1987, maki Þór, f.
1975, sonur þeirra
Elvar Þorri, f.
2020. Systir Elvars
Þorra sammæðra
er Ragna Margrét
Larsen, f. 2014, (2)
Birkir Rafn, f. 1989, maki El-
ísabet María, f. 1992, sonur
þeirra Ólíver Máni, f. 2020, og
(3) Vilhjálmur Steinar, f. 1993.
Aðrir bræður Ragnheiðar
Þóru samfeðra eru Þröstur Ósk-
ar, f. 1958, Sigurður Hrafn, f.
1969, og Þorsteinn Már, f. 1975.
Ragnheiður Þóra ólst upp á
Dunhaga í Vesturbæ Reykjavík-
ur. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík,
leikskólakennaranámi frá Fóst-
urskóla Íslands 1994 og B.Ed.-
gráðu frá menntavísindasviði
Háskóla Íslands 2009. Nýút-
skrifuð sem leikskólakennari
hóf hún störf sem deildarstjóri á
leikskólanum Sólborg. Fljótlega
tók Ragnheiður Þóra við starfi
„Ástin mín, eiginkona, minn
besti vinur, förunautur og félagi
er látin, hún er farin.“ Þessi setn-
ing myndi sóma sér vel sem upp-
haf í rómantískri kilju, sögu þar
sem ímyndunaraflið fær lausan
tauminn og lesandinn lifir sig inn í
ástir og örlög fólks sem er hug-
arburður höfundarins. Allt verður
svo raunverulegt um stund og
þegar hæst standa leikar og
spennan og dramað er við það að
bera lesandann ofurliði getur
hann lagt frá sér bókina til að ná
andanum. Staðið upp, sett í vél,
moppað gólfin eða tekið til í ís-
skápnum.
Byrjum aftur.
„Ástin mín, eiginkona, minn
besti vinur, förunautur og félagi
er látin, hún er farin.“ Þessi setn-
ing, hversu óraunverulega sem
hún kann að hljóma, er ekki inn-
gangur að rómantískri kilju held-
ur raunveruleiki. Ástir og örlög
okkar eru ekki hugarburður höf-
undar heldur staðreynd sem við
stöndum frammi fyrir. Þegar leik-
ar standa sem hæst rennur allt
stjórnlaust áfram og það er
ómögulegt að stoppa tímann með
því að leggja bókina aftur og
freista þess að stíga út úr atburða-
rásinni.
Til að ná andanum stend ég
upp, set í vél, moppa gólfin og tek
til í ísskápnum.
Leiðir okkar Röggu lágu saman
í gegnum skátastarfið. Alvöru-
kynni áttu sér svo stað þegar við
störfuðum saman í Skátahúsinu
við Snorrabraut. Ég var skáta-
megin á hæðinni og Ragga
„skrúbba“ sá um að halda mark-
inu hreinu fyrir allt og alla. Amma
Rósa á Dunhaganum leysti hana
stundum af og þar kynntist ég
fyrst þeirri fjallkonu.
Svo liðu stundir. Þann 15. febr-
úar 2003 stóð Slysavarnafélagið
Landsbjörg fyrir þorraveislu í til-
efni af árlegum fulltrúaráðsfundi
félagsins. Teitið var haldið í
veislusalnum Ými í Skógarhlíð og
það súrasta sem hægt var að
bjóða upp á þetta kvöld var tón-
leikadagskrá okkar Blúsþrjóta
með Kidda Ólafs og Ödda í far-
arbroddi.
Til að gera langa sögu stutta þá
fór sköllótti bassaleikarinn heim
þetta kvöld með sætustu stelpunni
á ballinu og þau hafa verið saman
nánast upp á hvern dag og hverja
nótt allar götur síðan. Í þessari
rómantísku kilju er það Guð-
mundur Pálsson sem er í hlut-
verki sköllótta bassaleikarans og
Ragnheiður Þóra Kolbeins leikur
sætustu stelpuna á ballinu.
Þann 15. febrúar næstkomandi
væru liðin 18 ár frá því við leidd-
um hvort annað út í nóttina.
Að öllu gamni slepptu þá
standa málin svona. Ragga er far-
in eftir erfið veikindi og við stönd-
um eftir fullkomlega í rusli. Við er-
um reið, sorgmædd og lífið er
fullkomlega óbærilegt. Þannig
höfum við það nú þegar þetta er
skrifað.
En, það eru mörg ljós fram
undan. Rósa Guðbjörg, ávöxtur
okkar Röggu, er gullmoli sem á
framtíðina fyrir sér. Við eigum
stórkostlega fjölskyldu, vinanet
sem er óborganlegt, vinnustaði og
skóla beggja vegna sem leggja
lykkjur á leið sína til að styðja
okkur í gegnum þennan skafl. Eft-
ir að hafa upplifað aðventu og
jólahátíð á spítala vitum við að það
eiga ekki allir svona sterkt bak-
land eins og við höfum notið og
munum njóta áfram – fyrir það er-
um við þakklát og auðmjúk.
Ást og friður.
P.s. Óbærilegt.
Guðmundur Pálsson.
Mamma hefur alltaf verið eins
og besta vinkona mín. Við töluðum
saman um heima og geima og ég
var aldrei feimin að spyrja hana að
neinu. Við hlógum saman, grétum
saman, rökræddum saman, við
vorum mjög nánar. Hún kenndi
mér margt af því sem ég veit og
kann í dag.
Mamma var svo mikil hetja í
veikindunum, hún ætlaði að sigra
krabbameinið. Hún var alltaf svo
baráttuglöð og kvartaði aldrei
þótt við vissum báðar hvað hún
væri mikið veik og við héldum allt-
af í vonina um að læknarnir gætu
hjálpað.
Hún var svo dugleg og jákvæð í
öllu sem hún gerði. Hún var mikil
fyrirmynd og lífsglöð.
Við eigum sumarbústað sem
okkur þykir afar vænt um sem
heitir Sjónarhóll. Við eyðum mikl-
um meirihluta af sumrunum okk-
ar þar og fjölmörgum helgum yfir
vetrartímann. Sumarið 2020 byrj-
aði hún að kenna mér á bíl. Fyrst
voru það nokkrir hringir á túninu
en síðan fékk ég að keyra Arn-
arbælisafleggjarann allt niður að
Ölfusá.
Í þessum bíltúrum okkar
mömmu var ekki aðeins lært á bíl
heldur fór þar líka fram mikið af
okkar dýpstu og einlægustu sam-
ræðum. Mér þótti alltaf mjög
vænt um þessa bíltúra. Daginn
sem mamma fór frá okkur fór
pabbi með mig og Hrafnhildi syst-
ur í sumarbústaðinn, bara til að
komast aðeins í ró og fallegt um-
hverfi. Ég fékk að fara undir stýri
og sýna þeim leiðina okkar inn í
sólarlagið. Þegar við keyrðum svo
aftur heim í bæinn rifjuðum við
upp margar sögur úr sveitinni.
Það verður erfitt að „halda
áfram“ án hennar, það er svo
margt sem hún mun missa af.
Þessi tilfinning er ólýsanleg.
Mamma hefur alltaf verið til stað-
ar fyrir mig, alltaf hjálpað mér og
stutt mig. Að missa mömmu sína
svona ung er eitthvað sem ég hafði
aldrei ímyndað mér að gæti komið
fyrir mig. Þetta er allt svo óraun-
verulegt. Ég skil þetta ekki og
mun kannski aldrei skilja. Ég mun
sakna hennar afar mikið.
Rósa Guðbjörg.
Ragga var kraftmikil kona,
bæði ljúf og kát, og það var alltaf
mjög gott að tala við hana. Hún
hefur fylgt mér meira en hálfa ævi
mína en pabbi og Ragga byrjuðu
saman þegar ég var unglingur.
Það var auðvelt að kynnast henni
og náðum við strax vel saman. Ég
geymi í hjarta mínu ástina og
hlýjuna sem hún gaf mér, en besta
gjöfin hennar er elsku systir mín
hún Rósa Guðbjörg.
Ragga hefur alltaf verið til
staðar fyrir okkur hin. Hún var
mjög hjálpsöm, tilbúin að aðstoða
mig með bros á vör og uppbrettar
ermar. Skipti þá ekki máli hvort
hjálpin fólst í að útbúa veitingar
fyrir afmæli og tímamót í mínu lífi,
aðstoða mig við þrif þegar við
seldum fyrstu íbúðina okkar eða
passa Heiðu Margréti þegar
vinnutími okkar Hjalta skaraðist í
lok dags. Það gerði hún fúslega
svo ég gæti sinnt tónlistarnáminu.
Ég á yndislegar minningar um
hvernig Ragga umvafði Heiðu
Margréti ömmustelpuna sína með
kærleika og veitti henni ríkulega
ást, athygli og gleði. Þær voru
góðar vinkonur og gátu dundað
sér lengi við að lita, lesa og skoða
garn og glingur sem amma Ragga
átti. Við munum notalegar stundir
hjá ömmu og afa um helgar þegar
komið var inn eftir leik á Klam-
bratúni og okkar beið heitt ban-
anabrauð. Heiðu Margréti þótti
það alveg sérstaklega gott.
„Gleði, gleði“ sagði amma
Ragga og ég mun alltaf tengja við
hana. Þetta sagði hún óspart þeg-
ar eitthvað var skemmtilegt en
líka þegar henni fannst að fólk
mætti nú vera aðeins jákvæðara.
Ég sakna hennar óstjórnlega
mikið en veit að hún mun ætíð
vera með okkur og fylgjast vel
með ömmugullinu sínu. Fyrir það
er ég þakklát.
Rauður var hennar einkennis-
litur enda bæði sterkur og glaður
litur. Litur ástarinnar. Litur
ömmu Röggu.
Hrafnhildur Eva
Guðmundsdóttir.
Lífið er ekki alltaf skiljanlegt.
Ótímabært fráfall Ragnheiðar
Þóru mágkonu minnar er dæmi
um það. Þessi öfluga og jákvæða
vinkona mín hefur nú siglt yfir í
sumarlandið. Við mæðgur sitjum
eftir hryggar en yljum okkur við
fallegar minningar um einstaka
manneskju sem hefur skipað svo
stóran sess í lífi okkar.
Við vorum lánsöm að fá Röggu
inn í fjölskylduna þegar þau Guð-
mundur bróðir tóku saman. Frá
fyrstu kynnum hreif mig geislandi
brosið, glaðværð hennar og lífs-
gleði.
Margt hefur síðan verið brallað
í áranna rás og ekki síst eftir að
Rósa Guðbjörg og Auður mín
fæddust enda frænkurnar góðar
vinkonur. Áherslan hefur verið á
að njóta samveru og skapa góðar
stundir, sem svo sannarlega hefur
verið gert og dýrmætt að eiga nú
svo fallegar minningar um.
Elsku Ragga mín, við áttum
saman góðar vetrarsólstöður.
Fullkomin rólegheit og friður ein-
kenndi andrúmsloftið. Þú sagðist
hafa það pottþétt – þú varst pott-
þétt. Þú verður alltaf með mér. Ég
bið góðan Guð að blessa þig og
styðja elsku Guðmund, Rósu Guð-
björgu og okkur öll á þessum erf-
iðu tímum.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Guðbjörg Pálsdóttir.
Að kveðja Ragnheiði Þóru
mágkonu mína er erfið tilfinning.
En það geri ég í dag með bæði
sorg og söknuði, en ekki síður
þakklæti og hlýju fyrir að hafa
fengið að vera henni samferða í
nærri tvo áratugi.
Guðmundur bróðir minn og
Ragga komu einn sunnudag í
heimsókn þegar ég var með kaffi
fyrir fjölskylduna. Þá voru þau ný-
orðin kærustupar og engar form-
legar kynningar höfðu farið fram.
Þar hittum við geislandi konu sem
tók öllum vel, konu sem var ekki
aðeins falleg, sterk og ófeimin
heldur kynntumst við einlægri
konu sem varð hluti af lífi okkar í
blíðu og stríðu. Við lærðum fljótt
að henni var mjög annt um fólkið
sitt og vini, lífshlaup þeirra, sorgir
og sigra. Við skiptum hana öll
máli. Fyrir það er ég þakklát. En
nú er hún farin frá okkur.
Við yljum okkur við fallegar
minningar um Röggu. Við munum
lífsglaða konu sem mætti hverjum
manni eins og hann er. Við mun-
um umhyggju og hlýju og við
munum sterkan karakter sem
hafði bætandi áhrif á samferða-
fólkið.
Nú hvílir Ragga í örmum góðs
Guðs, sem blessar hana ríkulega
þar til við sjáumst aftur.
Auður Pálsdóttir.
Elsku vinkona mín og mág-
kona. Þú víkur ekki úr huga mér.
Mikið sem ég sakna þín. Þú varst
einungis 7 ára og ég 10 árum eldri
þegar við bróðir þinn urðum par.
Þú varst mér sem litla systir, líf
okkar samofið frá fyrstu tíð. Við
urðum strax vinkonur og sam-
ferðalag okkar hófst þar.
Tólf ára varst þú hreykin og fal-
leg brúðarmær hjá okkur og tókst
það hlutverk alvarlega eins og allt
annað sem þér var treyst fyrir.
Börnin mín hefðu ekki getað
verið heppnari með frænku, þú
sást ekki sólina fyrir þeim, tókst
þátt í öllu sem þeim viðkom af
gleði og alúð.
Þú varst alltaf á hliðarlínunni,
ef þurfti að passa, leika, fara í
göngutúra eða reiðtúra, heyskap í
sveitinni, byggja sumarbústað eða
bara að njóta.
Það kom mér ekki á óvart að þú
skyldir velja nám sem leikskóla-
kennari og það yrði þitt ævistarf.
Þú eignaðist góðar vinkonur í
náminu, sem þú hélst alltaf sam-
bandi við.
Þú réðst þig nýútskrifuð sem
aðstoðarleikskólastjóri að leik-
skólanum Sólborg og vannst þar
alla þína tíð. Þú hafðir mikla gleði
af starfinu og faglegan metnað og
eignaðist góða vini í samstarfshópi
þínum.
Skátastarf og útivist voru
áhugamál sem mótuðu þig, þú
elskaðir sveitina þína og sveitalífið
og síðar varð Fríkirkjan í Hafn-
arfirði, barnastarfið, barnakór-
arnir og vináttan sem þar ríkti,
stór hluti af lífi þínu.
Þið Guðmundur byrjuðu að
vera saman fyrir u.þ.b. 17 árum og
ég man vel þá tíma. Fljótlega
eignuðust þið gullmolann ykkar
hana Rósu Guðbjörgu og við sam-
glöddumst öll innilega. Hún ber
ykkur fagurt vitni, dugleg og list-
ræn. Samband ykkar mæðgna var
einstakt og missir hennar mikill.
Hugur ykkar leitaði í sveitina
eins og okkar og mikið vorum við
glöð þegar þið byggðuð ykkur
sumarbústað við hliðina á okkar.
Það þýddi meiri samveru og átt-
um við dásamlegar stundir saman
í sveitinni við leik og störf. Svo
dýrmætt að eiga skjól frá amstri
dagsins og eiga góðar samveru-
stundir.
Söknuður okkar fjölskyldunnar
er mikill, stórt skarð orðið sem
ekki verður fyllt.
Við þökkum þér allt liðið og
minnumst þín með gleði og þakk-
læti. Við munum halda minningu
þinni á lofti við litlu barnabörnin
okkar.
Elsku Rósa tengdamamma,
sem horfir á eftir einkadóttur
þinni, elsku Rósa Guðbjörg og
Guðmundur, sem horfið á eftir
mömmu og eiginkonu, Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við
óbærilegan söknuð og sorg. Megi
allir englar og góðar vættir vaka
yfir ykkur.
Að lokum segi ég:
Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum falin
sértu, ég alla daga minnist þín.
Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn,
dunandi fossinn kallar þig til sín.
Hann breiðir fram af bergi hvítan
skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
(Jónas Hallgrímsson)
Guð geymi þig elsku stelpan
mín.
Margrét Helga mágkona.
Á Túngötunni var Ragga
fremst meðal jafningja, sú sem gaf
grænt ljós á nýja meðleigjendur.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að búa með henni og fleira góðu
fólki um nokkurt skeið. Við áttum
það sameiginlegt að vera að fóta
okkur á vinnumarkaði, ung,
stundum ábyrgðarlaus og allir
vegir færir. Miðbæjarsambúðin
var fjörug og skemmtileg. Það
sem við gátum hlegið saman.
Minningarnar hrannast upp:
Óborganleg innilega í stofunni á
þjóðhátíðardaginn 1994 (þegar
flestir aðrir sátu fastir í sögulegri
umferðarteppu); fjallaferðir í
Núpsstaðaskóg og Lónsöræfi;
kosningabaráttan 1995; milljón
matarboð, afmælisveislur og
djamm að hætti hússins.
Það er óbærilegt til þess að
hugsa að Ragga hafi kvatt þetta
jarðlíf. Hún stendur mér lifandi
fyrir hugskotssjónum, brosmild
og full lífsorku, eins daginn sem
við hittumst síðast fyrir tilviljun á
götuhorni í miðbænum.
Ástvinum Ragnheiðar Þóru
votta ég mína dýpstu samúð. Megi
minning hennar lifa um ókomna
tíð.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Mín fyrstu kynni af Röggu voru
á menntaskólaárunum í MR. Hún
var í hinni ógurlegu Hagaskóla-
klíku sem fór um í hópum og sat
löngum stundum á Hressingar-
skálanum. Nokkrum sinnum fékk
ég, landsbyggðatúttan, að fylgja
með og þar hitti ég fyrst þessa
brosmildu stúlku sem seinna varð
mér svo náin og kær.
Nokkrum árum síðar, þegar ég
var í háskólanámi og í húsnæðis-
vanda, var mér bent á að tala við
Röggu. Hún væri aðalpotturinn í
mikilli kvennakommúnu í gríðar-
stórri íbúð á efstu hæð við Túngöt-
una. Það varð mín lukka að kom-
ast þar inn. Ragga sá að ég átti
lítið bakland í borg óttans, breiddi
út faðminn og tók mig að sér.
Leið Röggu lá stuttu síðar í
Fósturskólann og ég minnist þess
að eina vikuna var hún alltaf að
birtast með nammi til að hvetja
mig áfram í náminu eða lofa mér
góðgæti um leið og ég hefði klárað
að læra, jafnvel hóta mér öllu illu
ef ég stæði mig ekki! Seint og um
síðir kom í ljós að hún var að læra
um mismunandi tegundir umbun-
ar og ég lá svona líka vel við höggi
til rannsókna.
Lífið á Túngötunni væri efni-
viður í margar sjónvarpsseríur.
Þar voru haldnar ófáar matar-
veislur á langborðum sem náðu
enda á milli í stofunum, dansað,
sungið, daðrað og lifað. Sambýl-
ingar komu og fóru en alltaf var
Ragga bæði hjartað og þunga-
miðjan. Allir voru að móta sitt
hlutverk í lífinu. Ætti ég að sækja
um þessa vinnu, fara í þetta nám,
eignast þennan kærasta, hver er
ég? Auðvitað kom upp ágreining-
ur og drama. En þó að stundum
slettist örlítið upp á, þá var Ragga
alltaf sú sem átti í talsambandi við
alla.
Sjálf var hún hins vegar mjög
prívat og bræddi sínar lífsákvarð-
anir mestmegnis innra með sér,
áður en hún var tilbúin að ræða
þær við aðra. Þá var hún líka oft-
ast búin að ákveða sig og varð ekki
haggað, því þverari manneskju
var vart að finna. Ragga breyttist
á svipstundu í staðið naut ef ein-
hver ætlaði að rugla í hennar mál-
um!
Ragga var sveitakona í hjarta
sínu, gríðarlega fljót til verka og
gekk strax í þau störf sem fyrir
lágu. Hvort sem það var að taka á
móti lömbum á Sandhóli, þrífa
Túngötuna eftir góða veislu, elda
mat fyrir 14 manns eða nagl-
hreinsa spýtur. Hún gat allt þessi
kona.
Við deildum ást á náttúrunni og
útivist og fórum í margar útilegur,
gengum meðal annars saman upp
á Hvannadalshnúk í fyrsta sinn.
Eitt sinn eyddum við tæpum
tveimur sólarhringum saman í
tjaldi, fastar í ofsarigningu við
Grænalón undir Vatnajökli. Ekki
leiddist okkur í eina mínútu, það
var spilað, scrabblað og blaðrað út
í eitt.
Ragga þekkti alla og eins
ómannglögg og ég er, þá gat ég
bókstaflega flett upp í henni. Hún
var nefnilega alltaf með það á
hreinu hver viðkomandi væri og
hvenær ég hefði hitt hann síðast.
Þetta var eiginleiki sem við
skemmtum okkur mikið yfir og ég
kallaði hana Jónasinn minn þegar
hún komst í þennan ham.
Þegar ég flutti af Túngötunni
og byrjaði að hlaða niður börnum
kom aldrei neitt annað til greina
en að þau færu í leikskóla til
Röggu í Sólborg. Þau eiga öll sín-
ar fallegu minningar og kynntust
hlýju faðmlagi Röggu, glaðri og
brosandi á sínum heimavelli.
Ragga var mikil fjölskyldu-
manneskja og þegar Gummi kom
til sögunnar og síðar Rósa Guð-
björg, þá var hún komin á sinn
stað í lífinu.
Elsku Ragga, þetta átti ekki að
fara svona. En mikið er ég þakklát
fyrir þá lífsins lukku að hafa feng-
ið að kynnast þér. Þú munt alltaf
fylgja mér.
Brynhildur Ólafsdóttir.
Hún Ragga var gædd mörgum
mannkostum sem urðu til þess að
fólk vildi kynnast henni, vera ná-
Ragnheiður Þóra
Kolbeins