Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Streymisveitur hafa sótt í sig veðrið
á undanförnum misserum og þá sér-
staklega á tímum Covid-19 og vegur
Netflix þar hvað þyngst. Dagblaðið
The New York Times greinir nú frá
því að 70 kvikmyndir verði frum-
sýndar hjá veitunni á árinu en
áskriftir að veitunni eru nú um 195
milljónir talsins. Meðal kvikmynda
sem Netflix mun frumsýna eru
myndir með stjörnum á borð við
Ryan Reynolds, Gal Gadot og
Dwayne Johnson og verða mynd-
irnar af öllu tagi, allt frá gaman- og
fjölskyldumyndum yfir í hryllings-
myndir. Af þungavigtarstjörnum
sem leika munu í þessum Netflix-
myndum má nefna Jennifer Law-
rence og Leonardo DiCaprio sem
fara með aðalhlutverkin í mynd
Adams Mckay, Don’t Look Up. Af
merkum leikstjórum sem frumsýna
munu myndir fyrir Netflix má nefna
Óskarsverðlaunahafann Jane Cam-
pion en kvikmynd
hennar nefnist
The Power of the
Dog og er með
Benedict Cum-
berbatch og Kirs-
ten Dunst í
aðalhlutverkum.
Lin- Manuel Mir-
anda mun leik-
stýra sinni fyrstu
mynd og rapp-
arinn Jay-Z kemur að framleiðslu
vestrans The Harder They Fall með
Idris Elba og Reginu King í aðal-
hlutverkum. Scott Stuber, yfir-
maður kvikmyndadeildar Netflix,
segir gæði kvikmynda Netflix fara
stöðugt vaxandi. Áður var litið á
veituna sem ógn við Hollywood og
bíóaðsókn en á tímum Covid-19 hef-
ur veitan frumsýnt fjölda kvik-
mynda sem ekki reyndist hægt að
sýna í bíóhúsum.
70 kvikmyndir frum-
sýndar á Netflix á árinu
Leonardo
Di Caprio
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikhópurinn Miðnætti, í samstarfi
við Þjóðleikhúsið, frumsýnir á morg-
un, laugardag, klukkan 13 brúðusýn-
inguna Geim-mér-ei í Kúlunni í
Þjóðleikhúsinu. Sýningin er sögð
henta einstaklega vel yngstu leik-
húsgestum, frá 18 mánaða aldri og
því tilvalin fyrsta upplifun af leik-
húsi. Geim-mér-ei er brúðusýning
án orða um ferðalag út í geim, æv-
intýraþrá, áræðni og óvænta vin-
áttu.
Segir svo í tilkynningu um það
ferðalag: „Vala er sex ára forvitin og
uppátækjasöm stelpa með brenn-
andi áhuga á himingeimnum. Kvöld
eitt brotlendir geimskip í garðinum
hennar. Vala fer um borð, kemur því
á loft og á ferðalaginu kynnist hún
sólkerfinu okkar, sér loftsteina og
halastjörnur, svarthol og geimþok-
ur. En geimskipið er bilað og brot-
lendir aftur á fjarlægri plánetu. Þar
kynnist hún Fúm, geimveru sem
hefur týnt geimskipinu sínu. Með
samvinnu og útsjónarsemi koma þau
Völu aftur heim. Þrátt fyrir að vera
ólík og hafa í fyrstu verið smeyk við
hvort annað, myndast með þeim
dýrmæt vinátta.“
Vala og Fúm lenda í aðstæðum
þar sem þau upplifa vanmátt og
hræðslu en takast á við þær áskor-
anir með sjálfstæði sínu og hug-
rekki. Segir í tilkynningu leikhóps-
ins að með sýningunni vilji hann
sýna ungum leikhúsgestum að það
sé eðlilegt að upplifa ótta gagnvart
hinu óþekkta.
Strembið að æfa
Leikhópurinn beitir brúðuleikhús-
stílnum Bunraku og sem fyrr segir
er sýningin án orða. Alls kyns hljóð
og tónlist eru þeim mun mikilvægari
en tónlistina semur og flytur Sigrún
Harðardóttir. Leikstjóri Geim-mér-
ei er Agnes Wild og leikur hún einn-
ig í sýningunni með Þorleifi Ein-
arssyni, Aldísi Davíðsdóttur, Nick
Candy og Sigrúnu, en Eva Björg
Harðardóttir sá um hönnun leik-
myndar, búninga og hannaði einnig
brúður ásamt Aldísi.
Agnes er spurð að því hvernig til-
finning sé að fá loksins að frumsýna
og segir hún það æðislegt. „Það er
búið að vera strembið líka að æfa.
Við ætluðum að byrja að æfa í októ-
ber og þá kom þriðja bylgjan og við
þurftum að hætta eftir eina æfingu.
Þegar mátti svo loksins æfa var það
æðislegt, við æfðum fyrst með grím-
ur og það er mjög erfitt að leikstýra
leikurum með grímur, sérstaklega
þegar um orðalausa brúðusýningu
er að ræða þar sem tilfinningarnar
eru sýndar í gegnum leikarana fyrir
brúðuna. Þegar þeir eru með grímur
er erfitt að sjá hvernig brúðunni líð-
ur. Annars er bara æðislegt að fá að
mæta í vinnuna og sýna og fá krakka
til að koma og horfa, að fá áhorf-
endur. Það er best,“ segir Agnes.
Mikilvægt að halda takti
Hún segir viðbrögð þeirra fáu sem
séð hafi sýninguna í æfingaferlinu
hafa verið góð. „Það er gott að fá að
vita hvort þau skilja þetta,“ segir
Agnes um börnin sem hafa mætt á
rennsli. „Við erum með einn hóp af
börnum, prufuáhorfendur, sem hef-
ur komið til okkar. Þau horfðu á
fyrsta rennslið og tengdu alveg við
þetta, fannst þetta æðislegt. Það er
svo gaman að þau tengja alltaf við
brúðurnar, þær eru eins og lifandi
leikföng á sviðinu,“ segir Agnes.
Hún segir ýmislegt koma í ljós í
slíkum rennslum með áhorfendum,
t.d. á hvað börnin séu að horfa á
sviðinu og að hverju þau hlæi.
Hvað brúðutæknina varðar segir
Agnes að hún sé þannig að brúðan sé
eins og manneskja og þrír leikarar
haldi á henni og leiki hana. Leikar-
arnir stjórni ólíkum hlutum brúð-
unnar. „Tveir af leikurunum í sýn-
ingunni voru með okkur í annarri
sýningu sem hét Á eigin fótum og þá
fengum við þjálfun í þessari sér-
stöku tækni, Bunraku. Svo kom Al-
dís Davíðsdóttir ný inn í hópinn en
hún er mikil brúðugerðarkona og
hefur unnið mikið með brúður. Hún
bara hoppaði inn og lærði þessa
tækni með okkur. Þetta er alveg sér-
stök brúðutækni, svolítill dans milli
leikaranna þriggja sem eru að leika
brúðuna, við öndum öll saman og
það er ryþmi í þessu,“ segir Agnes.
Bunraku er brúðuleikhús af því
tagi að það sést í þá sem stjórna
brúðunum. Athyglinni er engu að
síður beint algjörlega að brúðunni
og þá hverfa leikararnir í skuggann.
Agnes segir aðferðina töfrandi, engu
líkara en brúðan lifni við á sviðinu.
Við bætist svo lifandi tónlistarflutn-
ingur og lýsing og segir Agnes sýn-
inguna samspil tónlistar, brúðuleik-
ara og tæknimanns. „Þetta þarf allt
að hreyfast á sama tíma og við þurf-
um að vera á réttum tíma til að
passa við tónlistina. Ef við ruglumst
þarf hún [Sigrún] að lengja og anda
þannig að þetta er mikið samspil
þarna á milli,“ útskýrir Agnes en
Sigrún leikur á hljóðgervla, þeram-
ín, vocoder og framkallar hljóð úr
tölvu og litlu píanói auk þess að beita
röddinni. „Þetta eru svona geim-
hljóðfæri,“ segir Agnes.
Nánd í Kúlunni
Sýningin er 40 mínútur að lengd
og hentar því vel barnungum leik-
húsgestum, allt niður í 18 mánaða
aldur. Agnes segir eldri börn líka
geta lært eitt og annað af sýningunni
því þótt sagan sé einföld sé einnig
fræðst um geiminn, sólkerfið, vin-
áttu og fleira. „Þetta er mjög vina-
legt og Kúlan heldur líka vel utan
um mann, sviðið og salurinn, þannig
að þetta er mjög flott,“ segir Agnes.
„Það er nánd en samt passað upp á
allar sóttvarnir. Þetta er ekki mikill
geimur og sýningin týnist ekki,
börnin eru ekki of langt í burtu.“
Agnes er að lokum spurð að því
hver hafi verið helsta áskorunin fyr-
ir hana sem leikstjóra við uppsetn-
ingu sýningarinnar, að frátalinni
grímunotkun. „Sérstök áskorun
fannst mér vera að gera svona stóra
sögu og ferðalag lítið og einfalt. Það
er rosalega langt frá jörðinni út í
geim og hvernig kemur þú brúðu og
geimskipi á sviði út í geim? Það var
svolítil áskorun en mér finnst við bú-
in að ná henni,“ segir Agnes og þar
hafi leikmyndahönnunin skipt mjög
miklu máli.
Ljósmyndir/Eyþór Árnason
Geimfarar Frá vinstri Þorleifur Arnarsson, Agnes Wild, Nick Candy, Sigrún Harðardóttir og Aldís Davíðsdóttir.
Geimferð Í Geim-mér-ei ferðast Vala út í geim og kynnist geimveru.
Brúðurnar eins og lifandi leikföng
Brúðusýningin Geim-mér-ei verður frumsýnd á morgun í Þjóðleikhúsinu Bunraku-brúðutækni
Leikstjórinn Agnes Wild segir helstu áskorunina að koma brúðu og geimskipi á sviði út í geim