Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 40
30- 70% AFSLÁTTUR G ER Ð U FR Á B Æ R K A U P FY R ST U R K EM U R –F Y R ST U R FÆ R G ER IÐ G Æ Ð A -O G V ER Ð SA M A N B U R Ð Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Sýningar á Gosa í leikstjórn Ágústu Skúladóttur hefjast á ný í Borgarleikhúsinu á morgun. Sýningin var frum- sýnd á Litla sviði leikhússins snemma á síðasta ári, en hætta þurfti sýningum snögglega vegna samkomu- takmarkana. Gosi var valin barnasýning ársins á Grímunni 2020. Vegna yfirstandandi sóttvarnareglna hefur sýningin verið færð yfir á Stóra sviðið. Önnur breyting er að Árni Þór Lárusson hefur tekið við titil- hlutverkinu. Árni Þór, sem lauk leikaraprófi á háskóla- stigi frá LAMDA 2019, átti að leika í Orlando sem frum- sýna átti á Nýja sviðinu í desember sl. en sú uppfærsla hefur verið færð yfir á næsta leikár. Gosi snýr aftur um helgina FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildin, fór af stað með látum en önnur umferð deildarinnar hófst í gær, hundrað dögum eftir að Þór á Akureyri tók á móti Keflavík í lokaleik fyrstu umferðar deildarinnar í Höllinni á Akureyri. Í Vesturbæ tók KR á móti Tindastóli í leik þar sem úrslitin réðust á lokamínútunum. Það sama var upp á teningnum í Njarðvík þar sem Haukar voru í heimsókn. Þá réðust úrslitin einnig á lokamínútunum þegar ÍR fékk Val í heimsókn. Þá er Stjarnan með fullt hús stiga eftir sigur gegn Hetti í Garðabæ. »34 Úrvalsdeild karla hófst með miklum látum og þremur spennutryllum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngkonan og lagasmiðurinn Sigrún Stella Haraldsdóttir sendi frá sér nýtt lag á streymisveitum fyrir helgi, en hún hefur vakið æ meiri at- hygli í Kanada og á Íslandi undan- farin misseri og ár. Á nýliðnu ári gaf hún út lagið „Sideways“, sem hefur fengið mikla spilun og var í fjórða sæti á vinsældalista Bylgjunnar 2020, á eftir Helga Björns í fyrsta sæti („Það bera sig allir vel“), Bríeti („Esjan“) og Ingó veðurguði („Í kvöld er gigg“). „Þegar ég sendi frá mér lag er ég algerlega grunlaus um hvaða við- tökur það fær og geri mér engar grillur, en tónlistarferðalagið hefur verið skemmtilegt og ég er yfir mig þakklát fyrir undirtektirnar sem „Sideways“ hefur fengið,“ segir Sig- rún Stella, sem býr í Toronto í Kan- ada. Hún segist vera sérstaklega ánægð með spilunina á íslenskum út- varpsstöðvum og viðtökur Íslend- inga. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og ég þakka öll- um sem hafa nennt að hlusta á mig syngja.“ Viðbrögðin í Kanada hafa ekki verið síðri en þar er hún frekar á heimavelli, þótt hún hafi komið reglulega til Íslands, áður en kórónuveirufaraldurinn hindraði för. „Kanadíska ríkisútvarpið CBC hefur spilað lagið frá strönd til strandar í Kanada og ég átti ekki von á því,“ segir Sigrún Stella. Bætir við að lagið hafi líka fengið mikla spilun á útvarpsstöðinni CKUA í Al- berta og það hafi vissulega komið sér á óvart. „Þessar stöðvar hafa líka grafið upp eldri lög eins og „Let it Burn“ svo ég er alsæl.“ Á eigin forsendum Sigrún Stella bendir á að vegna heimsfaraldursins hafi ekki verið hægt að halda venjulega tónleika fyrir fólk í sal í nær eitt ár og athygl- in, sem hún hafi fengið, sé því enn at- hyglisverðari. Tónlistarfólk þurfi á tónleikum að halda, en ótrúlegt sé að sjá hvað streymi á netinu og viðtöl í fjölmiðlum hafi mikið að segja. „Þetta er allt svo undarlegt, engir tónleikar Toronto, sem er þekkt fyr- ir að vera með úrval tónleika á hverju kvöldi, en ég þarf ekki að kvarta.“ „So Cold“ heitir nýjasta lag Sig- rúnar Stellu og kom út síðastliðinn föstudag. Hún segist ætla að nota kraftinn, sem fylgi nýju ári, og gefa út fleiri lög á næstunni. „Síðan stefni ég á að plata með þessum lögum komi út í vor og þá er ég að hugsa um að vera með útgáfutónleika á netinu.“ Hún er á mála hjá enska út- gáfufyrirtækinu Hospital Records og segir það mikilvægt. „Það gefur mér tækifæri til að vinna við tónlist- ina, taka upp og gefa út á mínum for- sendum.“ Sigrún Stella vonar að hún geti komið til Íslands í sumar og haust. „Ég ætla að spila og syngja á Bræðslunni og Iceland Airwaves ef ástandið leyfir.“ Ljósmynd/Jen Squires Í High Park í Toronto Söngkonan og lagasmiðurinn Sigrún Stella Haraldsdóttir sendi frá sér nýtt lag fyrir helgi. Skemmtilegt tónlistar- ferðalag Sigrúnar Stellu  Söngkonan stefnir á Bræðsluna og Iceland Airwaves

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.