Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 1

Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 1
M Á N U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  14. tölublað  109. árgangur  POPPSAGA ÍS- LANDS GEFIN ÚT Í KÍNA ÆTLAR AÐ GANGA Á FIMM- VÖRÐUHÁLS VILL HALDA Í KYRRÐ OG TIGN ÖRÆFANNA EIRÚN FIMMTUG 24 GUÐRÚN SVANHVÍT 10DR. GUNNI SÁTTUR 11 „Kostir núverandi endurgreiðslu- kerfis eru margir, og það er minn vilji að endur- greiðsluhlutfallið verði hækkað, upp í 35%. Það eru ein- mitt núna kjör- aðstæður til þess að styrkja enn betur við kvik- myndagerðina, og í því fælust stór tækifæri. Við gætum auðveldlega gert kvikmyndaiðnað að fjórðu útflutnings- stoð Íslands, laðað hingað til lands fleiri ferðamenn og skapað miklar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Samtök iðnaðarins og Samband ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda hafa lagt fram hugmyndir þess efnis að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerð- ar verði tímabundið hækkuð til að laða stór erlend kvikmyndaverkefni hingað til lands. Viðræður hafa staðið yfir við atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið síðustu mánuði, síðast á fundi í desember. Hugmyndirnar gera ráð fyrir því að stór verkefni sem kosta á milli 1-2 milljarða í framkvæmd geti fengið endurgreiðslu á 30% kostnaðar en verkefni yfir 2 milljörðum gætu fengið endurgreiðslu á 35% kostnaðar. „Við þurfum að fjölga störfum og slík verkefni örva eftirspurn, ekki síst hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hug- verkasviðs Samtaka iðnaðarins. »14 Ræða hækkun endurgreiðslna  Kjöraðstæður fyrir kvikmyndagerð Lilja Alfreðsdóttir Björt borgarljósin skinu fallega og spegluðu sig í Reykjavík- urtjörn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Stórir kranar gnæfa yfir byggingasvæðum enda er þess vænst að athafnalíf landans komist fljótlega aftur á snúning, enda fer vonandi að sjá fyrir endann á kórónufaraldrinum. Þá vekur ekki síður bjartsýni og gleði meðal landans að daginn er farið vel að lengja, eða um nærri klukkustund samanlagt frá vetrarsólstöðum. Ágætt veður var á landinu í gær, en kuldi er í kortunum og búast má við snjókomu á Norðurlandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Björt eru borgarljósin en kuldinn er kominn í kortin Alþingismenn, sem koma saman til funda að nýju í dag eftir jólaleyfi Al- þingis, búast við líflegum umræðum á næstunni. Meðal stórmála sem koma til umfjöllunar þingsins á næstunni eru frumvarp forsætisráð- herra til breytinga á nokkrum ákvæðum stjórnarskrárinnar og svo fyrirhuguð sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Væntanleg bankasala verður til umfjöllunar á Alþingi strax í dag þegar Bjarni Benediktsson fjár- málaherra flytur Alþingi munnlega skýrslu um málið og stöðu þess. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar telur ríkisstjórnina þurfa að undirbúa söluna á bankan- um betur áður en haldið verður af stað. Mikilvægt sé að verja almanna- hag í ferlinu öllu. Sama máli gegni um atvinnumálin, þar sem nú sé þörf á uppbyggingu og nýsköpun eftir Covid-faraldurinn. Á næstunni mun Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á stjórnarskrá, það er ákvæði sem lúta að auðlindum í þjóðareign, umhverf- is- og náttúrumálum, þjóðtungunni og ýmsum atriðum varðandi fram- kvæmdarvaldið og embætti forseta Íslands. „Ég tel brýnt að að stjórnarskrár- frumvarpið verði að lögum nú á vor- þingi. Að undanförnu hefur farið mikil vinna í málið og ég vona að okk- ur auðnist að ná samstöðu um nauð- synlegar breytingar,“ segir Kol- beinn Óttarsson Proppé þingmaður VG. Hann telur að umræður á þingi á næstunni verði líflegar enda séu í deiglunni málefni þar sem átakalínur séu skarpar. sbs@mbl.is Bankasala og stjórnar- skrá stórmál vorþingsins  Salan verði undirbúin betur  Kallað er eftir samstöðu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Kemur aftur saman til funda í dag eftir jólaleyfi. MÁtakalínurnar... » 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.