Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Uppselt var eftir hádegi í gær á skíðasvæðið í Bláfjöllum, á fyrsta degi skíðavetrarins. Magnús Árna- son, framkvæmdastjóri Skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að fylgja sótt- varnaráðstöfunum og að dagurinn hafi verið góður. „Við erum glaðir með þetta. Þetta var eiginlega framar vonum hvernig þetta gekk og hvað fólk var jákvætt. Það voru margir með grímu og það lagðist vel í fólk að það þurfti að skipta upp í holl. Eins og með annað í þessu kófi þarf maður oftar að panta sér tíma en þar sem maður kemst að hefur maður líka meira pláss,“ segir Magnús, en skíðakappar þurfa nú að kaupa miða ann- aðhvort fyrri eða seinni hluta dagsins og er deginum þannig skipt í tvennt. Fyrsti skíðadagur vetrarins Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Konan, sem var í bifreiðinni sem hafnaði í sjónum við Djúpveg í vest- anverðum Skötufirði á laugardag, lést á gjörgæsludeild Landspítalans síðar sama kvöld. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Eig- inmaður hennar og ungt barn voru einnig í bílnum og njóta þau lækn- isaðstoðar en frekari upplýsingar um líðan þeirra hafa ekki verið gefn- ar út. Fjölskyldan var nýkomin heim frá Póllandi og var á leiðinni á Flateyri þar sem þau höfðu búið sér heimili. Í gærkvöldi lá ekki fyrir hver tildrög slyssins voru. „Áður hefur verið upplýst um al- varlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun þegar bifreið fór út af veginum í Skötufirði og hafnaði í sjónum, með þremur manneskjum innanborðs. Fjölskyldan sem í bíln- um var, hjón með ungt barn, var flutt til frekari læknismeðferðar í Reykja- vík með þyrlum Landhelgisgæslunn- ar,“ sagði í tilkynningu frá lögregl- unni á Vestfjörðum. Fyrstir til að reyna björgun voru vegfarendur en fjölmennt lið lög- reglu, sjúkraflutningafólks og lækna, slökkviliðs og björgunar- sveita var sent á vettvang auk þess sem tvær þyrlur Landhelgisgæsl- unnar voru kallaðar út og sendar á vettvang. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang um 11:16, klukkustund eftir að tilkynning um slysið barst. Á annan tug viðbragðsaðila sem komu að björgun fjölskyldunnar voru sendir í sóttkví þar sem fjöl- skyldan var nýkomin frá Póllandi og var á leið í sóttkví fram að síðari sýnatöku. Lést á gjörgæsludeild Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Banaslys Kona á þrítugsaldri, Kamila Majewska, lést á spítala eftir slysið.  Hjón og ungt barn voru í bifreið sem hafnaði í sjónum í Skötufirði  Á annan tug viðbragðsaðila sendir í sóttkví Áætlaður kostnaður Reykjavíkur- borgar vegna styttingar vinnuvikunn- ar á árinu 2021 er samtals 519,3 millj- ónir króna vegna A-hluta. Þetta kemur fram í svari mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkur- borgar sem lagt var fram á fundi borgarráðs fimmtudaginn 14. janúar við fyrirspurn sem borgarfulltrúi Miðflokksins lagði fram á fundi borg- arráðs í nóvember á síðasta ári. Stærsti hluti kostnaðarins verður til á velferðarsviði borgarinnar en áætlað er að hann verði um 473 millj- ónir króna. Kostnaðurinn á íþrótta- og tómstundasviði verður tæpar 45 milljónir króna og tæplega tvær millj- ónir á umhverfis- og skipulagssviði. Í svarinu segir að stytting vinnu- skyldu vaktavinnufólks úr 40 í 36 virkar stundir, muni að óbreyttu hafa veruleg áhrif á starfsemi starfsstaða og svokallað mönnunargat muni myndast. „Við því þarf að bregðast og í kostnaðarmati er gert ráð fyrir að kostnaður vegna yfirvinnu lækki og að mönnunargatinu verði mætt á dag- vinnutíma.“ Þá kom fram í svari mannauðs- og starfsumhverfissviðs við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hjá Reykjavíkurborg starfi ríflega 10 þúsund starfsmenn í um 7.500 stöðugildum. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins voru ósáttir með óná- kvæmni í svarinu og létu bóka að það væri til marks um að borgin hefði misst yfirsýn yfir stöðugildin hjá borginni. thor@mbl.is Stytting vinnuvikunnar kostar borgina 520 milljónir  Ríflega 10 þúsund starfa hjá borginni í um 7.500 stöðugildum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðhús Upplýst var um kostnaðinn á fundi borgarráðs í síðustu viku. Þór Steinarsson thor@mbl.is Þrjú skip voru send frá Austfjörðum síðdegis í gær á Seyðisfjarðardýpi til að leita loðnu eftir að þær fréttir bár- ust frá togurum að þar væri talsvert af loðnu á ferðinni. Hafrannsókna- stofnun bað áhöfn Víkings, sem var þá á leið til löndunar á Vopnafirði, að fara yfir svæðið og staðfesta fregn- irnar. Niðurstaðan var sú að töluvert af loðnu væri að finna í kantinum á um 50 mílna kafla frá Hvalbakshalla og norður. Í ljósi þeirra upplýsinga tók Hafrannsóknastofnun þá ákvörðun að ástæða væri til að ráð- ast í leitina. Þetta segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, í samtali við Morg- unblaðið. Hann tekur þó fram að ekki sé hægt að fagna fundinum enn sem komið er. „Það er allt of snemmt að segja til. Við vitum meira eftir 2-3 daga en það er alla vega eitthvert líf í þessu. Veðurglugginn fyrir næstu brælu er 2-3 dagar og er það of skammur tími til að sigla rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni austur. Hafrann- sóknastofnun sendi tvö teymi austur til að manna tvö af þremur skipum, þ.e. Polar Amoroq og Ásgrím Hall- dórsson, og þau fóru í gær til mæl- inga en þriðja skipið verður notað til að afmarka útbreiðsluna til að spara tíma,“ bætir Sigurður við. Getur verið viðbót Loðnuleit fimm skipa lauk mánu- daginn 11. janúar. Loðna fannst meðfram landgrunnskantinum norð- an Íslands allt austur að Langanes- dýpi. Fjarlægðin frá Langanesi að Seyðisfjarðardýpi er slík að það get- ur verið að skipin fimm hafi farið á mis við loðnuna sem fannst nú um helgina og að hún sé viðbót við það sem fannst á Langanesi. Eftir leitina fyrr í mánuðinum var ekki tilefni til að auka útgefna ráðgjöf fyrir loðnu að mati Hafrannsóknastofnunar og stendur hún því óbreytt frá því í des- ember í 22 tonnum. Á meðan leitinni stóð náði hafís yfir stóran hluta rannsóknarsvæðis sem hafði áhrif á leitina. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að loðnuskorturinn væri gríð- arleg vonbrigði sem myndi hafa í för með sér mikið tjón fyrir sjávarútveg- inn til framtíðar. Fréttir af loðnu á stóru svæði eystra  Þrjú skip send út til að mæla magnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.