Morgunblaðið - 18.01.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Fæst í verslunum okkar
á Selfossi og í Ármúla 42
BANVÆN MISTÖK
í íslenska heilbrigðiskerfinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skýr afstaða og fumlausar ákvarð-
anir skosku heimastjórnarinnar í
sóttvarnamálum munu efalítið leiða
til þess að þeim
Skotum sem vilja
fullt sjálfstæði
þjóðarinnar frá
Bretum muni
fjölga. Um 58%
aðspurðra sögð-
ust vilja skv. ný-
legri könnun, að
Skotland segði sig
úr breska sam-
veldinu og senni-
legt er, miðað við
umræðuna á líðandi stundu, að sá
hópur fari stækkandi.
Samfélag í fjötrum
Þetta segir Ólafur Oddgeirsson,
dýralæknir í Edinborg, sem búið hef-
ur í Bretlandi sl. tuttugu ár.
Strax á vormánuðum í fyrra voru
settar margvíslegar harðar ráðstaf-
anir í Skotlandi til þess að hamla út-
breiðslu kórónuveirunnar. Ástandið
er því að nokkru leyti farið að venj-
ast, þótt ráðstafanir hafi aldrei verið
eins róttækar og nú.
„Útgöngubannið er ekki alveg bók-
staflegt, fólk má hreyfa sig og fara
um nærumhverfi sitt séu fjarlægð-
artakmörk og sóttvarnir í lagi. Ég fór
hér um hverfið mitt um helgina og
þar var mikill fjöldi fólks úti að ganga
eða á hjólum. En vissulega er stemn-
ingin í samfélaginu allt önnur en
maður á að venjast, rólegra yfir öllu
og allar búðir, aðrar en apótek og
matvöruverslanir, eru lokaðar,“ segir
Ólafur.
„Væntanlega verður samfélagið í
þessum fjötrum einhverjar vikur enn
um sinn. Við hjónin erum heimavinn-
andi og í sjálfu sér hefur þetta lítil
áhrif á líf okkar og störf, en fyrir til
dæmis barnafjölskyldur er þetta
mjög þrúgandi og skapar mikið and-
legt álag. Núna um helgina kom fram
í fréttum BBC að búið væri að bólu-
setja um 2,8 milljónir Breta sem alls
eru 65 milljónir. Skotar eru inni í
þeirri tölu og sennilega líður eitthvað
fram á sumar uns ástandið í landinu
verði eðlilegt að nýju.“
Langt gengið í sóttvörnum
Heimastjórnin í Skotlandi hefur
gengið nokkuð langt í öllum ráðstöf-
unum vegna sóttvarna, svo sem lokun
landamæra. Áherslur annars staðar á
Bretlandseyjum hafa verið svipaðar.
„Englendingar hafa farið sér hægar
en önnur ríki Stóra-Bretlands enda
hefur Covid verið í miklum vexti þar
á síðustu vikum, segir Ólafur. „Nicola
Sturgeon ráðherra heimastjórn-
arinnar í Skotlandi hefur komið vel út
úr þessari baráttu; verið hreinskilin
og komið sér beint að hlutunum.
Breska stjórnin hefur hins vegar, að
mínu mati, verið tvístígandi og oft
gert of lítið of seint.“
Á fyrstu dögum nýhafins árs sagði
Boris Johnson forsætisráðherra
Breta að ekki yrði efnt til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Skotlands fyrr en ný kynslóð tæki við
stjórnartaumum í Bretlandi. Stur-
geon forsætisráðherra Skota hefur á
hinn bóginn sagt að Skotar vilji sjálf-
stæði sem fyrst til að komast að nýju
inn í Evrópusambandið. Breska
stjórnin telur sig hafa úrslitavald um
hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um
sjálfstæði Skota fari fram, en um það
eru skiptar skoðanir í Skotlandi.
Afdráttarleysi Skotum að skapi
„Afdráttarlaus afstaða skosku
heimastjórnarinnar er Skotum að
skapi og sjálfstæðismál verða aftur í
deiglunni innan tíðar. Veiran hefur
haft áhrif á allt, meðal annars stjórn-
málin,“ segir Ólafur sem hefur mikið
sinnt verkefnum á sviði matvæla- og
fæðuöryggis, starfað víða um veröld,
en gert út frá Skotlandi.
AFP
Bretland Strangar reglur um útgöngubann gilda í landinu, enda þótt fólki sé gefið svigrúm til útiveru í nærumhverfi.
Krafan um sjálfstæði
þyngist með Covid
Skorður í Skotlandi Andlegt álag Stjórnmál breytt
Ólafur
Oddgeirsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ætla má að nálægð kosninga og úr-
lausn á ýmsum málefnum sem tengj-
ast kórónaveirufaraldrinum muni
setja svip sinn á störf Alþingis, sem
kemur saman til fundar að nýju eftir
jólahlé í dag, 18. janúar. Þetta segja
þingmenn sem Morgunblaðið ræddi
við í gær. Ríkisfjármálaáætlun til
næstu fimm ára þurfi að afgreiða nú á
vorþingi. Í þeirri áætlun sem starfað
sé eftir nú – og afgreidd var á haust-
dögum – sé tillit tekið til ýmissa þátta
í þjóðgarbúskapnum sem breyttust
vegna farsóttarinnar. Hugsanlega
þurfi málin frekari endurskoðunar
við, enda breytist forsendur hratt.
Þingstörfin í dag hefjast með fjar-
fundum í fastanefndum. Kl. 15 er svo
fundur í þingsal, sem byrjar með
óundirbúnum fyrirspurnum og svo
verður kynnt ósk Pírata og fleiri um
að Ríkisendurskoðun geri úttekt á
starfsemi Vegagerðarinnar. Þriðja
mál á dagskrá er svo skýrsla fjár-
málaráðherra um fyrirhugaða sölu á
hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Hafi áhrif í nefndastarfi
Ýmis stór mál sem koma til um-
fjöllunar og afgreiðslu Alþingis hafa
verið í vinnslu að undanförnu og
verður reynt að ljúka þeim nú á vor-
þinginu. Vilhjálmur Árnason, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, nefnir
þar endurskoðun útlendinga- og
mannanafnalaga, sem heyra undir
dómsmálaráðherra. Hugsanlega
verði svo tekin
heildstæð endur-
skoðun á sótt-
varnalögum. Lög
um fjölmiðla og
heildstæð endur-
skoðun á lögum
um málefni barna
og ungmenna frá
félagsmálaráð-
herra verði sömu-
leiðis væntanlega
stór mál á vorþinginu. Óvíst sé hver
verði afdrif frumvarps umhverfisráð-
herra um hálendisþjóðgarð.
„Ég geri ráð fyrir að stjórnarand-
staðan geri sig gildandi og reyni í
gegnum nefndastarfið að hafa áhrif á
gang mála. Oft hvessir líka hressilega
í pólitíkinni þegar dregur að lokum
vorþings,“ segir Vilhjálmur.
Mæta verður heimilunum
Oddný G. Harðardóttir þingmaður
Samfylkingar segir að á vorþingi
verði áhersla lögð á grundvallarmál-
in, sem hún kallar svo; það er jöfnuð,
almannatryggingar og svo heilbrigð-
is-, mennta- og auðlindamál. „Mæta
verður heimilum þeirra sem misst
hafa vinnuna enn betur en gert hefur
verið og augljóslega verður að gera
slíkt ef faraldurinn dregst á langinn,“
segir Oddný. Hún telur sömuleiðis
þörf á að ræða stórar áskoranir í
loftslagsmálum. Þar þurfi flokkarnir
að tefla fram sínum grænu lausnum í
brýnu viðfangsefni.
„Uppbygging eftir Covid á at-
vinnumarkaði, nýsköpun og hvernig
renna á fleiri stoðum undir atvinnu-
lífið. Fyrirséð er að bankasala muni
valda deilum og það mun stjórnar-
skrárfrumvarp forsætisráðherra
gera líka. Þá verður fyrirhuguð sala á
hlut ríkisins í Íslandsbanka deilumál
og ef ríkisstjórnin vill verja almanna-
hag í því ferli þá vinnur hún heima-
vinnuna betur áður en farið er af
stað,“ segir Oddný sem kveðst ekki
geta sagt neitt um hvernig þingstörf
muni litast af uppstillingum á lista og
prófkjörum, sem geti hins vegar vald-
ið deilum innan flokka.
Auðnist að ná samstöðu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra ætlar, sem fyrr segir, á vor-
þingi, að flytja ein frumvarp með til-
lögu til breytinga á stjórnarskrá.
Tillögurnar víkja að auðlindum í
þjóðareign, umhverfis- og náttúru-
vernd, íslenskri tungu og breytingum
á 2. kafla stjórnarskrárinnar sem er
um framkvæmdarvaldið og forseta-
embættið.
„Ég tel brýnt að að stjórnarskrár-
frumvarið verði að lögum nú á vor-
þingi. Að undanförnu hefur farið mik-
il vinna í málið og ég vona að okkur
auðnist að ná samstöðu um nauðsyn-
legar breytingar,“ segir Kolbeinn
Óttarsson Proppé þingmaður VG.
„Það verða fjölmörg stórmál á vor-
þinginu þar sem stóru átakalínurnar
koma væntanlega fram. Þær verða
gjarnan skarpar í aðdraganda kosn-
inga.“
Átakalínurnar koma fram á vorþingi
Alþingi kemur saman til funda í dag Bankasalan verður í brennidepli Farsóttin breytir forsend-
unum hratt Þingmaður VG segir brýnt að frumvarp forsætisráðherra um stjórnarskrármál náist í gegn
Kolbeinn Óttarsson
Proppé
Oddný G.
Harðardóttir
Vilhjálmur
Árnason
Sóttvarnareglur sem voru í gildi
yfir jól og áramót höfðu minni
áhrif á jólahald landsmanna en
þeir töldu fyrir fram að þær
myndu gera. Þetta kemur fram í
nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Fyrir jól töldu nær þrír af hverj-
um fimm landsmönnum að sótt-
varnareglur myndu hafa mikil
áhrif á jólahald þeirra, en eftir á
telja aðeins tæplega 46% að þær
hafi haft mikil áhrif. Einn af hverj-
um fimm taldi fyrir fram að regl-
urnar hefðu lítil áhrif á jólahaldið,
en eftir á telja 37% að þær hafi
haft lítil áhrif.
Fólk sem hefur meiri menntun
og hærri fjölskyldutekjur er lík-
legra til að telja að sóttvarnareglur
hafi haft mikil áhrif á jólahald sitt.
Þá telja íbúar höfuðborgarsvæð-
isins frekar en íbúar landsbyggð-
arinnar að sóttvarnareglur hafi
haft áhrif á jólahald sitt.
Í þjóðarpúlsinum segir að hátt í
þrír af hverjum tíu segi að þótt það
hefði ekki haft nein áhrif á smit-
hættu eða útbreiðslu kórónuveir-
unnar hefðu þeir kosið að halda
jólin samkvæmt þeim reglum sem
voru í gildi frekar en að hitta fleira
fólk um jólin. Þetta sé hærra hlut-
fall en þegar spurt var fyrir jól,
þegar rúmlega tveir af hverjum tíu
sögðust kjósa það.
alexander@mbl.is
Minni áhrif á jól-
in en talið var
46% segja reglur hafa haft mikil áhrif