Morgunblaðið - 18.01.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-1
Kolibri trnur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavrum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Oddur Þórðarson
Snorri Másson
Guðrún Hálfdánardóttir
Ekkert kórónuveirusmit greindist
innanlands á föstudag og aðeins eitt
á laugardag. Sá sem þá greindist var
í sóttkví. Er föstudagurinn fyrsti
dagur þar sem ekkert smit greinist
innanlands frá því í september.
Enn greinist þó fjöldi smita við
landamærin, en á laugardag voru
þau 14.
Fyllt í skarð varnargarðsins
Frá föstudegi hefur farþegum á
leið til landsins ekki lengur staðið til
boða að velja fjórtán daga sóttkví í
stað tvöfaldrar skimunar á landa-
mærum. Brögð eru að því að fólk hafi
valið þá leið án þess að ætla sér að
halda sóttkví.
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlög-
regluþjónn hjá flugstöðvardeild lög-
reglunnar á Suðurnesjum, segir að
með nýju fyrirkomulagi á landamær-
um hafi verið fyllt upp í skarð í varn-
argarði Íslendinga við kórónuveir-
unni. Hann segir lögreglumenn og
aðra starfsmenn Keflavíkurflugvall-
ar hafa þurft að standa í því frá því
sýnatökur hófust í sumar að reyna
að fá þá sem ekki vildu fara í sýna-
töku til að gera það þó. Frá því í lok
október hefur verið haldið sérstak-
lega utan um fjölda þeirra sem vildu
upphaflega ekki fara í sýnatöku, en
létu þó til leiðast eftir fortölur, og
telur sá hópur 210 manns.
Neitaði skimun
en gafst loks upp
Hið nýja fyrirkomulag hefur að
mestu gengið vel, að sögn Víðis
Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá
almannavörnum. Einn þeirra sem
komu til landsins á laugardag neitaði
þó að fara í skimun á Kefavíkurflug-
velli og var því synjað um að fara inn
í landið. Viðkomandi beið í nokkrar
klukkustundir við sýnatökuhliðið
þar til hann gafst að endingu upp og
samþykkti að fara í sýnatöku. Víðir
segir að starfsmenn hafi gert við-
komandi grein fyrir því að hann
fengi ekki að koma inn í landið án
sýnatöku og gáfu honum kost á að
hugsa málið. Sem hann og gerði í
nokkrar klukkustundir áður en hann
gaf sig.
Yfirlæknir lætur af störfum
Jón Magnús Kristjánsson, yfir-
læknir bráðadeildar Landspítalans,
greindi frá því í gær að hann hefði
sagt upp störfum á spítalanum til að
taka við stöðu framkvæmdastjóra
lækninga hjá Heilsuvernd. Í samtali
við mbl.is sagði Jón Magnús að aðal-
ástæða þess að hann láti af störfum
sé að honum hafi boðist annað
spennandi tækifæri hjá Heilsuvernd
þar sem hann muni taka við sem
framkvæmdastjóri lækninga.
Jón, sem hefur haft sig mikið í
frammi í kórónuveirufaraldrinum,
segir þó einnig að mikill „innlagning-
arvandi“ sé á spítalanum sem leiði af
sér mikið álag á bráðamóttöku spít-
alans. Illa gangi að ráða bót á því
vandamáli, þótt það hafi ekki verið
aðalástæða uppsagnar hans.
Jón hefur starfað á Landspítalan-
um í 25 ár, og þar af verið yfirlæknir
í fimm ár. Hann tilkynnti spítalanum
um uppsögn sína í nóvember og
vinnur nú þriggja mánaða uppsagn-
arfrest. Guðlaug Rakel Guðjónsdótt-
ir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs
Landspítalans, segir í samtali við
Morgunblaðið að ekki sé búið að ráða
í stöðuna en starfið hafi verið aug-
lýst.
Fyrsti smitlausi dag-
urinn frá í september
Ekkert innanlandssmit á föstudag Smit greinast í
hrönnum á landamærum Einn neitaði að fara í skimun
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Landamæraskimun Þorri þeirra smita sem greinst hafa að undanförnu hef-
ur verið á landamærum. Þar er nú skylda að fara í sýnatöku.
Jón Magnús
Kristjánsson
Sigurgeir
Sigmundsson
Efling starfsmenntunar og sterkari
tengsl við atvinnulífið eru helstu rök-
semdirnar fyrir því að starfsemi
garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölf-
usi verður skilin frá Landbúnað-
arháskóla Íslands. Þetta segir Lilja
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í
samtali við Morgunblaðið. Starfs-
hópur sem hefur haft þessi mál til
skoðunar að undanförnu skilaði til-
lögum sínum á dögunum sem eru
þær að garðyrkjumenntunin á
Reykjum verði undir yfirstjórn og á
ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi. Undirbúningur þessara
breytinga hefst innan tíðar.
„Ég tel mikilvægt að framtíð garð-
yrkjumenntunar á Íslandi verði efld.
Mikil tækifæri felast í garðyrkju og
ræktun sem er okkur mikilvæg með
tilliti til matvælaöryggis. Þá koma
umhverfismálin sífellt sterkar inn í
okkar daglega líf,“ segir mennta-
málaráðherra. Ganga þurfi frá
samningum um starfsemina á
Reykjum, þar sem vísindamenn
Landbúnaðarháskóla Íslands hafi
unnið að ýmsum rannsóknum. Því
akademíska verði vafalaust haldið
áfram, þó svo kennsla og símenntun í
grænum greinum færist yfir til Fjöl-
brautaskóla Suðurlands, sem sé öfl-
ugur í starfsmennt og verklegum
greinum.
Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj-
um í Ölfusi var stofnaður1939 og var
sjálfstæð stofnun fram yfir aldamót.
Var þá með Bændaskólanum á
Hvanneyri og Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins lagður til sameinaðs
Landbúnaðarháskóla Íslands. Mörg-
um hefur þótt sem sú sameining hafi
ekki gengið upp og garðyrkjumennt-
un sé afskipt þar. Þau sjónarmið
hafa m.a. komið frá hagsmunaaðilum
í garðyrkju sem kallað hafa eftir
breytingum til einhvers í líkingu við
fyrra horf og er því kalli svarað nú,
segir ráðherra. sbs@mbl.is
Starfsmenntun á
Reykjum sé efld
Garðyrkjuskóli til
FSU Tækifæri og
kallinu er svarað
Garðyrkjuskóli Breytingar gerðar.
Stjórn Sorpu bs. samþykkti í lok síð-
asta árs að veita framkvæmdastjóra
félagsins heimild til að undirrita
viljayfirlýsingu
um þróunarsam-
starf við PVD ehf.
vegna verkefnis
um vinnslu olíu úr
plasti. Samstarfið
er hluti af því
verkefni Sorpu að
finna plasti, sem
þangað er skilað,
betri farveg og
einn margra
kosta við aðferðir
og tækni sem PVD hefur fram að
færa er að plastið þarf hvorki að vera
sérvalið né hreint til að vera nothæft
til olíuvinnslu. Tæknin hefur verið
notuð erlendis þar sem hún hefur
sannað gildi sitt og því ekki um til-
raunaverkefni að ræða, segir Jón
Viggó Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Þetta yrði því mjög fjölhæf inn-
lend leið til að endurnýta plast og
styður við áherslu Sorpu á betri nýt-
ingu á þeim efnum sem berast til
okkar. PVD mun til dæmis geta unn-
ið lífdísil úr plastinu sem kæmi þá í
stað innflutts jarðefnaeldsneytis,“ út-
skýrir Jón Viggó og bætir við:
„Það að nýta plast í olíuframleiðslu
með þessum hætti gerir Sorpu kleift
að endurnýta plast sem ætti sér ann-
ars ekki endurnýtingarfarveg nema í
brennslu erlendis. Hlutur jarðefna-
eldsneytis sem orkugjafa fer vonandi
ört minnkandi á Íslandi á næstu ár-
um en ólíklegt að því verði alfarið út-
rýmt og því jákvætt að framleiða
lífdísil innanlands.“
Viðræður Sorpu og PVD vegna
verkefnisins hafa staðið yfir frá árinu
2016. Með undirritun viljayfirlýsing-
arinnar skuldbindur Sorpa sig til að
starfa ekki að þróunarsamstarfi um
vinnslu á olíu úr plasti með öðrum að-
ilum í 18 mánuði frá undirritun og til
að sjá PVD fyrir allt að 6 þúsund
tonnum af plasti á því tímabili. Í vilja-
yfirlýsingunni eru ákvæði sem gera
Sorpu kleift að losna undan þeirri
skuldbindingu sem í henni felast við
tilteknar aðstæður en Sorpa tekur
ekki á sig fjárhagslegar skuldbind-
ingar með undirritun viljayfirlýsing-
arinnar.
Samstarfið er á frumstigi og nú
stendur yfir forhönnun verksmiðj-
unnar með tilliti til samsetningar og
orkuinnihalds þess plasts sem kemur
til Sorpu. Áætlað er að sú vinna taki
að minnsta kosti sex mánuði og hluti
af þeirri vinnu er að finna verksmiðj-
unni staðsetningu. Stefnt að því að
vinnsla hefjist eftir 18 til 24 mánuði.
thor@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sorpa Plastið sem PVD fær til olíuvinnslu yrði annars urðað eða brennt.
Olía verði unnin úr
plasti frá Sorpu bs.
Vinnsla hefjist innan 24 mánaða
Jón Viggó
Gunnarsson